Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Þegar prestur er óhæfur DEILAN í Langholts- kirkju er komin á það stig sem raun ber vitni vegna þess að stjóm- skipulag þjóðkirkjunnar ræður ekki við mál af þessu tagi. Þegar prest- ur reynist óhæfur til að þjóna söfnuði sínum, hefur biskup í raun ekk- ert vald til að víkja hon- um úr embætti eða flytja til í starfí. Hingað til hefur það ekki þótt nægt tilefni til að víkja presti úr starfí að hann komist upp á kant við sóknar- börn, kór, starfsmenn og aðra velunnara Sigurlaug Bragadóttir kirkjunnar. Lausnin hefur ætíð verið sú að prest- ur heldur sínu striki en hinir fara. Prestar starfa ekki hjá biskupi, heldur hjá ríkinu og eru þar að auki æviráðnir (skipaðir í embætti af ráð- herra). Til að missa starfíð verða þeir helst að bijóta hegningarlög eða stunda aðra refsiverða háttsemi. Þeir njóta einfaldlega sömu verndar og aðrir ríkisstarfs- menn. Prestar eru ekki reknir þó þeir séu óhæfir sem prestar, heldur verða þeir að gera eitthvað annað af sér. Biskupinn hefur ekki vald Vandræðagangur biskups vegna deilunnar í Langholtskirkju er til kominn vegna þess að hann hefur ekki vald til að leysa hana með þeim eina hætti sem er raunhæfur - að losa kirkjuna við sóknarprestinn. Vandræðin magnast vegna þess að hin lausnin er fáum geðfelld. Hún er sú að eitt glæsilegasta tónlistar- starf kirkjunnar verði hrakið á brott, organistinn rekinn og flótti sóknar- barna magnist um allan helming. Um 150 manns taka reglulega þátt í tónlistarstarfí Langholtskirkju. Ættingjar þeirra og vinir dragast gjaman að kirkjunni, auk þúsunda annarra aðdáenda kórstarfsins sem sækja tónleika og aðra viðburði á vegum kirkjunnar. Tónlistarflutning- urinn er nánast allur Guði til dýrðar, jólasöngvar á aðventu, messusöngur og Jóhannesarpassía Bachs, svo dæmi séu nefnd. Þegar tónlistin hef- ur farið út í léttari sálma, þá er það til að safna peningum til að kaupa orgel handa kirkjunni. Meirihluti þeirra sem lagt hafa fé í orgelsjóð eru, auk sóknarbama, kórfélagar og venslafólk þeirra, flest fólk sem býr í öðram sóknum og öðr- um bæjarfélögum. Stríð prests við söfnuð Enginn amaðist við tónlistarflutningi til dýrðar Drottni í Lang- holtskirkju fyrr en séra Flóki Kristinsson kom þar til starfa. Andóf hans hófst þegar sókn- arnefnd ákvað að hætta að greiða honum auka- leg laun af sóknargjöld- um, enda bar kirkjunni engín skylda til að gera það. Nóg annað var við peningana að gera, eins og að sinna viðhaldi á kirkjuhúsinu. Stríð séra Flóka við kórinn, org- anistann, starfsfólk, sóknamefnd og sóknarböm hefur staðið nær linnu- laust í meira en þijú ár. Kærkomið frí fékkst í eitt ár, meðan biskup sendi prestinn í námsleyfi til útlanda til að Iægja öldurnar. Andófíð hófst, segir Sigurlaug Bragadótt- ir, þegar sóknamefnd ákvað að hætta að greiða prestinum aukaleg laun af sóknar- gjöldum. Þegar innanhússdeilur í Langholts- kirkju komu upp á yfírborðið fyrir tæpu ári, dró séra Flóki hvergi af sér í fjölmiðlum, einkum Morgunpóstin- um. Aðrir deiluaðilar bára hag kirkj- unnar fyrir bijósti og kusu að þegja. Séra Flóki hefur margsinnis verið staðinn að því að fara með staðlausa stafi um málefni Langholtskirkju. Hann hefur ruglað saman söfnun til orgelkaupa og fjármunum til við- halds á kirkjunni. Með neikvæðri afstöðu sinni til orgelkaupa kirkj- unnar hefur hann nánast lamað söfnunina, sem gekk mjög vel áður. Ónærgætni og yfirgangur Framferði séra Flóka í Langholts- kirkju hefur einkennst af lítilsvirð- ingu fyrir hefðum í kirkjunni og ónærgætni við sóknarbörn og fyrr- verandi sóknarprest. Lengi vel mein- aði hann fyrrverandi sóknarpresti að skíra eða gifta í kirkjunni ef við- komandi bjuggu í sókninni. Nýlega skrifuðu sóknarböm um þetta í Morgunblaðinu, en séra Flóki þóttist þá ekkert kannast við málið og sagði að það hlyti að vera misskilningur. „Arangurinn“ lætur ekki á sér standa. Af um 70 börnum í ferming- arárgangi í sókninni ganga aðeins 36 þeirra til séra Flóka við ferming- arundirbúninginn. Séra Flóki hefur sýnt fádæma yfirgang gagnvart tónlistarstarfinu. Hann hefur nánast þurrkað tónlist út úr messunum. Lítilsvirðing hans gagnvart starfi kórs og organista kemur kannski best fram í því að hann sækir aldrei tónleika þeirra í kirkjunni. Það er fyrst frá séra Flóka og nokkrum öðrum kredduprestum að íslendingar fá fræðslu um það að trúarleg tónlist sé óæðri trúarlegu talmáli og að kirkjan geti vel verið án hennar. Er organistinn ráðríkur? Ýmsir era þeir sem fullyrða að deilan sé til komin vegna ráðríkis Jóns Stefánssonar organista, sem hefur starfað þar í 35 ár. Enginn hefur getað bent á í hveiju þetta ráðríki á að felast. Felst það kannski í metnaði hans fyrir kirkjulegri tón- list? Felst það kannski í því að Kór Langholtskirkju hefur flutt flest stórbrotnustu tónverk kristinnar trú- ar? Felst það kannski í því Jón hefur komið á fót kórskóla og bamakór sem er fremstur meðal jafningja? Ef Jón er svona ráðríkur, hvers vegna hefur enginn prestur áður lent upp á kant við hann? Hvernig laðar hann að sér 150 kórfélagá og þúsundir kirkjugesta? Hver verða skilaboðin? Þjóðkirkjan hefur sótt í sig veðrið undanfarin ár. Þúsundir áhuga- manna koma að starfí kirkjunnar, stærsti hlutinn í gegnum hið kirkju- lega tónlistarstarf. Ef lyktir deilunn- ar í Langholtskirkju verða þær að af lagalegum ástæðum sé ekki hægt að hreyfa við prestinum, er það mik- ill ósigur fyrir þjóðkirkjuna. Skila- boðin til söfnuðanna verða þau að prestarnir megi fara með safnað- arstarfið norður og niður ef þeim sýnist svo. Skilaboðin verða þau að áhugafólk um kirkjulegt starf verði að hlíta kreddum og yfírgangi prestsins í einu og öllu. Það má búast við að nýr prestur hafi rétt til að traðka á öllu sem búið var að byggja upp. Skilaboðin verða þau að betri sé prestur án safnaðar en söfnuður án prests. Höfundur er félagi í Kór Lang- holtskirkju. Eru prestar synd- lausari en aðrir þegar tveir deila? MARGT hefur ver- ið sagt um deiluna í Langholtssöfnuði og ýmsar fuilyrðingar verið látnar falla um málið að undanförnu, oft af fólki sem þekkir lítt til. Ég get ekki látið hjá líða að setja niður á blað það sem farið hefur í gegnum hug mér á undanförn- um vikum og langar til að reyna að leið- rétta ýmsislegt sem mér finnst hafa verið farið heldur fijálslega með í fjölmiðlum og Jóhanna E. Sveinsdóttir sýnt honum. Á fundi okkar lét fólk í ljós vonbrigði með þessa þróun þar sem allir höfðu vonast til að smám saman myndi starfið aftur verða eðlilegt innan kirkj- unnar. Það má því miður segja að engin samskipti hafí farið fram á milli prests og kórs á undanförnum mánuðum. Smám saman hafði líka dregið úr þeim á síð- ustu mánuðum áður en Flóki fór utan til manna á milli. Þá hefur margt sem skiptir verulegu máli alls ekki komið fram. Ég hef verið félagi í Kór Lang- holtskirkju með nokkrum hléum frá árinu 1980 og tekið virkan þátt í starfi kórsins og fyrir kirkj- una á vegum kórsins. Þótt ég hafi aldrei tilheyrt söfnuðinum hef ég frá fyrstu tíð í kórnum litið á Lang- holtskirkju sem „mína kirkju“. Þar hef ég átt margar ánægjulegar stundir, bæði við helgihald og á tónleikum, og hef ég jafnan borið hlýjan hug til Langholtskirkju og allra starfsmanna hennar. Mér finnst ómaklega hafa verið vegið að mörgum en presturinn virðist hins vegar vera orðinn nokkurs konar píslarvottur í málinu — eins og ekkert af því sem gerst hefur tengist honum og framkomu hans á nokkurn hátt. Fyrst af öllu vil ég taka það fram að félagar í Kór Langholts- kirkju tóku hver og einn sjálf- stæða ákvöðrun um að syngja ekki við helgihald um jólin. Jón Stefánsson réð engu um þá ákvörðun. Hann tilkynnti okkur þá ákvörðun sína um að fara í sumarieyfi og vék síðan af fundi. Við félagarnir ræddum málin eins og þau litu út frá okkar dyrum, en ekki út frá sjónarmiði Jóns Stefánssonar. Þótt ýmsir haldi annað þá hefur Jón ekki kórinn í vasanum. Við sem störfum í kórnum höfum ekki farið varhluta af því fálæti sem séra Flóki hefur Helgi Hálfdanarson Stéttaskipting SA SKILNINGUR, sem löngum hefur lagður verið í orðið stétta- skipting, miðast umfram allt við efnahag og aðstöðu til að hagn- ast; nema þegar stétt merkir starfsgrein.. Þó er sums staðar talað um stéttaskiptingu eftir málfari. Að vísu er þá einatt gert ráð fyrir að sú skipting fylgi hags- munastéttum, að þeir sem alist upp í hástétt njóti betri menntun- ar en hinir og tali því vandaðra mál en þeir. Víða er óvandað málfar kallað skrílmál og þykir ótækt með siðuðu fólki, nema í hæsta Iagi sem stéttareinkenni hinna menningarsnauðu í vissum skáldverkum. Hér á landi hefur sú kenning haft sig í frammi, að ranglátt sé að leiðrétta málfar nemenda í barna- og unglingaskólum, því það væri móðgun við þau heimili sem minna mættu sín í málfars- uppeldi, og gæti auk þess valdið slíkum „málótta", að nokkur hluti þjóðarinnar færi að hika við að segja hug sinn, og yrði fyrir bragðið eins konar málfarsleg lág- stétt. Nú mætti hins vegar ætla, að helzt yrði komið í veg fyrir slík ósköp með því að veita öllum böm- um góða tilsögn um málfar og vandlega leiðbeiningu eftir þörf- um. Hér er sem sé öllu snúið öfugt. En á vegum þessarar skóla- stefnu sækir óðum í það horf sem einmitt yrði kennt við málfarslega stéttaskiptingu, þó ekki virðist hún fara alls kostar eftir efnahag. Alvarleg vanræksla í móðurmáls- kennslu segir til sín meir og meir út um allt þjóðfélagið, svo að nú veður uppi ýmisleg óhæfa í máli, sem gersamlega vandalaust væri að uppræta með öllu, ef um það væri sinnt í skólum. Örfá dæmi skulu nefnd: Skildagatíð er notuð í stað við- tengingarháttar; persónufomafn annarrar persónu er notað sem óákveðið fornafn; fleirtala sagn- orðs er höfð með eintölu-nafnorði sem táknar fjölda; persónufornafn er notað í stað afturbeygðs for- nafns; fornöfnin hvor, hver, ann- ar, sinn og báðir eru notuð í alger- um raglingi; og svo mætti lengi áfram halda, enda ótaldar rang- beygingar og margs konar annar- leg setningargerð af erlendum toga. Allur þessi dónalegi sóðaskapur er meðal einkenna á því „skríl- máli“ sem farið er að skjóta rótum og marka málfarslega stéttaskipt- ingu á íslandi. Ábyrgðin hvílir á skólakerfinu. En þegar skólakerfið er sakað um vanrækslu, jafnvel vanhæfni til þess sem mestu varðar, er aug- ljóst, að sjálf meginsökin hvílir umfram allt á herðum stjórnmála- manna, sem markvíst vinna að því að brjóta niður kennarastétt- ina með því að þumbast sí og æ gegn því að kjör kennara verði boðleg. Af opinberri hálfu er markvíst - ég endurtek: markvíst - unnið að því að gera kennara að volaðri undirmálsstétt sem engrar. virðingar skuli njóta og flestir þeir hljóti að flýja sem við- lit sé að nota til einhvers annars. Þannig er búið að þeirri stétt, sem hefur í höndum sér fjöregg ís- lenzkrar menningar og ætti að laða til sín úrvalsfólk fremur en nokkur önnur starfsgrein þjóðfé- lagsins. Ef til vill er þess ekki að vænta, að stjórnmálaþjarkar átti sig á því, að brýnasta þörf þjóðfé- lagsins um þessar mundir er að efla kennarastéttina með því að bæta kjör hennar allt frá leikskól- um til háskóla, og ekki aðeins bæta, heldur stórbæta án alls til- lits til kjara annarra þjóðfélags- þegna. Þegar rætt er um voveiflega hnignun kennarastéttar af völdum vanhæfra stjórnmálamanna, má það sízt gleymast, hve margt af áhugasömu hæfileikafólki heldur enn tryggð við kennarastarfið af einskærri fórnarlund og metnað- arfullum þegnskap. Þetta fólk sinnir eftir föngum þeirri megin- skyldu skólanna að efla með nem- endum íslenzkt mál. En svo fer sem að er stefnt: því fólki fækkar óðum. Það sem einmitt nú er brýnast alls, er að fram fari rækileg og undanbragðalaus úttekt á móður- málskennslunni í öllu skólakerf- inu og allt sé gert til að sporna við þeirri hörmulegu þróun, að stéttaskipting eftir málfari verði rótgróin meinsemd í íslenzku þjóðlífi. náms. Það var eins og eitthvað hefði gerst. Hvað? Ég get ekki áttað mig fyllilega á því hvernig á þessu stendur, en staðreyndin er sú að hann hefur varla heilsað okkur á undanförnum mánuðum þegar við komum til messu — varla boðið hópnum góðan dag- inn. Ætli það sé vegna yfirgangs okkar? Hvaða yfirgangs? Nokkuð hefur borið á að fólk, þ. á m. vígslubiskup, segi að Kór Langholtskirkju „eigni sér“ kirkj- una. Ég vil taka fram að ég hef aldrei orðið vör við það. Þá kann- ast ég ekki við að slíkt hafi nokkru sinni verið til umræðu innan kórs- ins, hvorki formlega né óform- lega. Satt er og rétt að kórinn hefur staðið að fjársöfnun til kirkjunnar, sérstaklega á meðan á byggingartíma hennar stóð. Má þar m.a. nefna svokallaða „hita- tónleika“ sem kórinn stóð fyrir á árinu 1982 er við fengum lista- menn úr ýmsum áttum til að koma og flytja tónlist með okkur til að kaupa hita í kirkjuna. Stóðu þess- ir tónleikar í 24 klst. samfleytt og æfði kórinn t.d. Jólaoratoríu Bachs um nóttina í köldu kirkju- skipinu. Allir sem tóku þátt í þess- ari uppákomu gáfu vinnu sína til styrktar málefninu. Samfara þessu skipulagði kórinn söfnun innan Langholtssafnaðar og gengu félagar hans í öll hús í söfnuðinum með beiðni um fjár- framlög. Síðar hélt kórinn einnig tónleika til að kaupa gler í kirkj- una. Er ekki ólíklegt að þetta framlag kórsins hafi skilað veru- legum tekjum til kirkjunnar og létt undir með byggingu hennar. Þetta var gert af góðum hug og til að sýna samhug okkar með söfnuðinum og kirkjubyggingunni — en ekki til að við „eignuðum" okkur Langholtskirkju. Eðli málsins samkvæmt samanstendur kórinn af einstakl- ingum sem koma og fara. Sumir gera stuttan stans en aðrir hafa starfað í kórnum í yfir tvo ára- tugi. Við lítum fyrst og fremst á okkur sem félaga í Kór Langholts- kirkju, en ekki sem aðila sem með yfirgangi telja sig eiga að ráða hvernig helgihaldi kirkjunnar er háttað. Hlutverk okkar er að syngja við helgihald í kirkjunni og auka þar með á hátíðleika messunnar (eða það héldum við að fögur tónlist gerði, en nú er þetta víst bara gert af hégóma- skap og til að plata fólk í kirkju á fölskum forsendum!). Ekki er hægt að vinna við helgihald í kirkjunni án þess að til komi sam- vinna við aðra starfsmenn kirkj- unnar, s.s. organista og prest. Samvinna okkar við Jón Stefáns- son hefur jafnan verið farsæl, en sama er ekki hægt að segja um séra Flóka. Þar hefur allt farið á verri veg — en hvers vegna veit ég ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.