Morgunblaðið - 18.01.1996, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 18.01.1996, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 29 AÐSENDAR GREIIMAR FRÉTTIR Boðun orðsins í gegnum tónlistarflutn- ing hefur, að mati Jóhönnu E. Sveins- dóttur, engu minni áhrif en upplestur texta. Nokkuð hefur verið talað um að séra Flóki vilji „boða orðið“. í þrengsta skilningi þess er þá átt við hið talaða orð skv. ritningunni en ekki með tónlistarflutningi. Ef sú skoðun er almenn á ég erf- itt með að sjá að það eitt nægi til að fylla kirkjur og auka kirkju- sókn eins og biskup sagði sjálfur nauðsynlegt að gert yrði og kom fram í fréttum á jóladag. Tónlist- arflutningur lyftir athöfnum upp yfir hversdagsleikann og getur einn sér hrært fólk til trúar — sé vel að honum staðið. Innan kórs- ins starfar fólk sem er frjálst að hafa sínar trúarskoðanir. Sumir eru trúaðir, aðrir minna eða ekki. Samt er það staðreynd sem allir geta verið sammála um að við kórfélagar höfum oft fundið mikla trúarlega upplifun við flutning á kirkjulegri tónlist í kirkjunni. í því sambandi má nefna hve mjög það hrærði okkur að syngja „Crucifixus" úr H-moll messu Bachs á föstudeginum langa fyrir 3 árum eða hlusta á flutning á Agnus Dei við sama tækifæri. Er þetta bara eitt dæmi af mörg- um. Boðun orðsins í gegnum tón- listarflutning hefur að mínu mati oft engu minni áhrif en upplestur úr Biblíunni, hvort sem það er úr prédikunarstól eða úr miðju kirkjuskipinu. í þau ár sem ég hef starfað í kórnum hef ég aldrei orðið vör við hroka né sjálfsdýrkun hjá Jóni Stefánssyni. Hann er listamaður sem leggur jafn mikið upp úr þvi að við syngjum lítinn sálm við messu jafn vel og helstu stórverk tónbókmenntanna. Jón er maður fylginn sér og kröfuharður í starfi sínu með kórnum — ekki með boðum og bönnum, heldur laðar hann það besta fram í okkur með uppbyggjandi framkomu. Gleði og jákvæðni er einkennandi fyrir persónuleika hans. Ég á erfitt með að sjá hann umbreytast í annan mann í samskiptum sínum við prestinn. Jón stóð líka lengi vel sem klettur við hlið séra Flóka og vil ég skýra það frekar. Þegar séra Flóki kom til starfa við Langholtskirkju urðu ýmsar breytingar á messuforminu. Það sem kom verst við kórinn var að messurnar lengdust til muna og man ég eftir einni messu sem lauk kl. 12:45 — stóð í 1 klst. og 45 mínútur. Tengiliður okkar við messunar er að sjálfsögðu Jón Stefánsson, stjórnandi okkar og organistinn. Við hvern kvörtuðum við yfir þessu? Auðvitað við Jón. Mér er það minnisstætt að fyrstu tvö ár sér Flóka sagði Jón ætíð: „Krakkar, látið ekki svona, það er presturinn sem ræður og við hlýðum honum — verið ekki að kvarta.“ Við hlíttum því. En hvað gerðist eftir þessi fyrstu tvö ár?. Eg veit það ekki — ekki breyttist Jón, a.m.k. urðum við ekki vör við var það. En eitthvað breyttist því við fundum smám saman vegg myndast milli séra Flóka og okk- ar. Samt mættum við í messur og reyndum að syngja eins vel og við gátum, jú, það er það sem •okkur er borgað fyrir, — en öll gleði yfir þátttöku í helgihaldinu var horfin. Þegar séra Flóki hélt „fund“ með kórnum í kaffitíma hans á æfingu fyrir tveimur árum komum við á framfæri við hann því sem við vorum óánægð með. Hann tók lítið mark á því, nánast blés á það og hélt því fram að | kórinn þekkti ekki litúrgíu mess- unnar og við vissum því ekki hvað við værum að tala um. Þetta sagði hann við fólk, sem flest er vel menntað og upplýst fólk, sem m.a. hafði sungið við messur í hartnær tvo áratugi í kirkjunni. Er hugsanlegt að Flóki hafi orðið neikvæður gagnvart kórnum og Jóni af því að við vorum ekki sammála honum og samskiptin því farið að þróast á verri veg? Var þetta yfirgangur af okkar hálfu? Hvernig? Var þetta kannski yfirgangur hjá Jóni? Hvaða yfirgangur? ÖIl samskipti innifela a.m.k. tvo aðila. Þegar tveir deila hafa eflaust báðir eitthvað til síns máls. En þá er spurningin hvort framkoma beggja eða annars stjórnist af neikvæðum tilfinning- um. Gilda aðrar reglur um fram- komu presta við samstarfsmenn sína og um annað fólk? Má prest- urinn, hugsanlega í skjóli ævi- ráðningar, ganga yfir samstarfs- fólk sitt og sýna því fyllsta tillits- leysi og yfirgang svo ekki sé meira sagt? Er hugsanlegt að séra Flóka hafi fundist kórinn og Jón, með vönduðum tónlistar- flutningi, skyggja á sig sem per- sónu og flutning hins talaða orðs? Fer fram samkeppni um hvort sé sterkara orðið eða tónlistin? Getur þetta tvennt ekki sameiginlega náð þeim tilgangi að boða kristna trú? Ætlar kirkjan í dag að kúga fólk til trúar í skjóli valds síns, eins og hefur viljað brenna við á fyrri öldum? Á einu sinni enn að geisa stríð um trúna? Hvar er kærleiksboðskapur Jesú Krists? Þarf presturinn ekki að hafa hann í huga líka? Hefur tónlistarupp- bygging sú sem Langholtskirkja hefur verið þekkt fyrir ekkert vægi í málinu af því að séra Flóki hefur skrumskælt hana með því að segja að reynt sé að lokka fólk til kirkju á fölskum forsend- um? Séra Flóki var einu sinni í kórnum. Var hann að lokka fólk til kirkju líka? Hver stjórnast af annarlegum hvötum í svona mál- flutningi? Organistinn, kórinn eða presturinn? Svara þú lesandi minn, ef þú getur, — ég get það ekki. Höfundur er viðskiptafræðingur og félagi í Kór Langholtskirkju. ♦Tónleikar í Háskólabíói fimmtud. 18. jan. kl. 20.00 Sinfóníuhljómsveit íslands Einleikarar: Melvyn Tan, píanóleikari Greta Guðnadóttir og Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikarar Hljómsveitarstjóri: Osmo Vánská Arvo Párt: Tabula Rasa Robert Schumann: Píanókonsert op. 54 Ludwig v. Beethoven: Sinfónía nr. 5 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS (ft Háskólabíói vib Hagatorg, sími 562 2255 MIÐASALA Á SKRIFSTOFU HIJÓMSVEITARINNAR OG VIÐ INNGANGINN Sameiginlegt umferðarátak á Suðvesturlandi Könnun lögð fyrir ökumenn LÖGREGLAN á Suðvesturlandi verður með sameiginlega um- ferðarkönnun á starfssvæðinu dagana 23.-25. janúar nk. Um leið verður hugað að ástandi og bún- aði ökutækja. Viðleitni til að vekja athygli á ákveðnum þáttum umferðar Lögregluembættin á Selfossi, í Keflavík, Grindavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík standa að könnuninni. Ætlunin er að stöðva sem flesta ökumenn og spyija þá nokkurra spurninga. Þeir verða spurðir hvort þeir séu meðvitaðir um að lögreglan á Suðvesturlandi hafi með sér samstarf í umferðar- málum, hvort lögreglan eigi að auka umferðareftirlit sitt frá því sem verið hefur, hvort viðurlög við umferðarlagabrotum séu nægilega þung, hver sé leyfður hámarks- hraði á þeirri götu sem ekið sé á og hvort lögreglan hafi þurft að hafa afskipti af ökumanninum vegna umferðarlagabrota. I tilkynningu frá lögreglunni segir að þetta sameiginlega verk- efni sé, auk þess að afla svara, viðleitni lögreglunnar til að vekja athygli ökumanna á ákveðnum þáttum umferðarinnar og um leið að kanna viðhorf þeirra til ann- arra. Það sé von lögreglumanna að ökumenn sýni þeim þolinmæði við störf þeirra og svari spurning- um af samviskusemi. Það mun ráðast af veðri hvort athyglinni verður um leið beint að ljósabúnaði eða dekkjum. Er á tali ? Valdi karlinn veit ekki aö hann þarf aðeins að nýta sér Hann ýtir bara á e leggur á og notar timann til annars. Þegar hitt símtalið er búið, hringir siminn hjá Valda og brátt er hann kominn i samband. Simtalspöntun kostar aðeins 'fc. r. Þessa þjónustu er ekki hægt að velja þegar hringt er úr eða í farsíma, símkerfi eða erlcnd símanúmer.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.