Morgunblaðið - 18.01.1996, Side 31
30 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
plGt'gimMafoifo
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gu'nnarsson.
ÍSLAND OG EFNA-
HAGSFRELSI
EFNAHAGSFRELSI er víðfeðmt hugtak og að mörgu leyti
óljóst og illskilgreinanlegt. Það er því athyglisverð til-
raun, sem ellefu efnahagsstofnanir hafa ráðist í, að skilgreina
og mæla efnahagsfrelsi og meta frammistöðu rúmlega hundrað
ríkja síðústu tuttugu árin út frá því. Meðal annars er tekið
tillit til verðbólguþróunar, jaðarskatta, hlutfalls ríkisútgjalda
og ríkisafskipta af ýmsu tagi.
Niðurstöðurnar, sem birtar eru í bókinni „Efnahagsfrelsi í
heiminum: 1975-1999“ og greint er frá ítarlega í nýjasta hefti
vikuritsins Economist eru um margt athyglisverðar. Þannig er
nær fullkomið samræmi milli efnahagsfrelsis og efnahagslegs
árangurs. Eftir því sem efnahagsfrelsi hefur verið meira, þeim
mun meiri hefur hagvöxtur verið og því hærri eru þjóðartekj-
ur. Ríki þar sem efnahagsfrelsi hefur verið stöðugt og mikið
í langan tíma eru auðugri en önnur.
ísland lendir í 43. sæti í þessari rannsókn og er á svipuðu
róli og Noregur. Einu Vestur-Evrópuríkin er fá lægri einkunn
eru Ítalía, Malta, Finnland, Svíþjóð og Portúgal. í efstu sætun-
um tróna hins vegar Hong Kong, Singapore, Nýja-Sjáland,
Bandaríkin og Sviss.
Þessar niðurstöður eru íhugunarefni. Samkvæmt þessum
mælikvarða er Island einungis meðalríki á heimsvísu þegar
kemur að efnahagsfrelsi. Besta og öruggasta leiðin til að auka
hagvöxt og bæta lífskjör ætti hins vegar að vera sú að auka
frelsi á sem flestum sviðum.
Þetta eru í sjálfu sér engin ný sannindi þó að þau hafi oft-
sinnis verið dregin í efa í stjórnmálaumræðu þessarar aldar.
Hins vegar bendir þessi rannsókn óneitanlega til þess, að
greinileg fylgni sé milli frelsis og velmegunar.
TSJETSJNÍJU-VANDINN
UPPREISNARLÝÐVELDIÐ Tsjetsjníja er hættulegur fleinn
í holdi stjórnarinnar í Moskvu. Rússneskir hermenn beij-
ast nú við tsjetsjenska skæruliða, sem í annað sinn hafa kom-
izt óáreittir langt út fyrir landamæri sjálfstjórnarlýðveldisins
og tekið fjölda manns í gíslingu. Herförin, sem Jeltsín forseti
fyrirskipaði í desember 1994 og átti að verða stutt, auðveld
og kveða uppreisn Tsjetsjena niður í eitt skipti fyrir öll, hefur
misheppnazt.
Mistök Rússa í Tsjetsjníju vekja upp spurningar um dóm-
greind Jeltsíns forseta, um raunveruleg völd hans og um þá
stjórn, sem hann hefur á herforingjum sínum, sem virðast stund-
um ekki hlýða neinum skipunum. Jeltsín er valtari í sessi en
áður fyrir vikið. Rússneskur almenningur er ekki hrifinn af
því, þegar ungir hermenn koma heim í líkkistum og líkur á
að Jeltsín nái endurkjöri í forsetakosningunum, sem standa
fyrir dyrum, fara minnkandi.
Tsjetsjníju-stríðið vekur sömuleiðis upp efasemdir um að
rússneski herinn, sem eitt sinn leit á sjálfan sig sem öflugasta
herafla í heimi, sé til nokkurs nýtur. Þrátt fyrir gífurlega yfir-
burði í mannafla og hernaðartækni hefur hernum ekki tekizt
að vinna fullan sigur á skæruliðunum. Heraflinn er því óvissu-
þáttur í innanlandsmálum í Rússlandi fremur en stöðugleika-
afl. Þó má í þessu sambandi minna á, að Bandaríkjaher hafði
sambærilega yfirburði í Víetnamstríðinu en tapaði samt.
Framferði Rússa í Tsjetsjníju, þar sem þúsundir almennra
borgara hafa fallið í sprengjuárásum, hefur ekki aflað þeim
vinsælda á alþjóðavettvangi. Rússar eiga nú á hættu að Evrópu-
ráðið hafni umsókn þeirra um aðild að ráðinu í næstu viku.
Stríðið getur stuðlað að því að þeir einangrist enn frekar frá
vestrænum ríkjum, sem er umbótum í landinu ekki til fram-
dráttar.
Síðast en ekki sízt ógnar stríðið í Tsjetsjníju sjálfum tilveru-
grundvelli rússneska sambandsríkisins. Ef Tsjetsjenar geta sigr-
að rússneska herinn eru líkur á að fleiri múslimskar minnihluta-
þjóðir í Rússlandi, einkum í Norður-Kákasus og í Volgu-lýðveld-
unum, feti í fótspor þeirra og krefjist sjálfstæðis sjálfstjórnar-
lýðvelda sinna. í sumum þessum lýðveldum eru mikilvægar
olíulindir og námur. Gas- og olíuleiðslur og járnbrautir, sem
eru efnahagslífi Rússlands lífsnauðsynlegar, liggja í gegnum
þau. Geri þau uppreisn, getur stefnt í blóðuga borgarastyijöld
í Rússlandi.
Jeltsín og stjórn hans er þó að minnsta kosti ein leið opin.
Margt bendir til að umburðarlyndi stjórnarinnar í Moskvu gagn-
vart minnihlutaþjóðunum, sem skipta tugum eða hundruðum
innan ríkisins, hafi verið furðu lítið. Mörg loforðin, sem
Tsjetsjenum voru gefin er samið var um vopnahlé í fyrrasum-
ar, hafa verið svikin. Breytingar á stjórnarskránni og ný lögg-
jöf, sem verndar réttindi og tryggir sjálfsstjórn þjóðabrotanna,
hefur sömuleiðis látið á sér standa. Stjórnin á ennþá samninga-
leið, sem er eina leiðin til að koma í veg fyrir enn meiri átök.
Tsjetsjenar verða augljóslega ekki sigraðir með vopnum.
Rætt um Heil-
brigðisstofnun
sjófarenda
Hátt í 470 slys á mönnum til sjós eru til-
kynnt til Tryggingastofnunar ríkisins að jafn-
aði á árí. Hugmyndir hafa komið fram um
að setja á fót Heilbrigðisstofnun sjófarenda
sem annist forvamarstarf, nákvæma skrán-
ingu slysa og fjarskiptalæknisþjónustu.
Guðjón Guðmundsson ræddi við þá sem að
þessu máli koma.
SJÓMENN verða oftar fýrir
slysum en þeir sem starfa
í landi. Slysatíðni meðal ís-
lenskra sjómanna er ein hin
hæsta sem þekkist í heiminum. 467
sjóslys voru tilkynnt að meðaltali á
ári til Tryggingastofnunar ríkisins á
timabilinu 1984 til 1993. Árið 1990
var tilkynnt um 600 slys. Ársverk
til sjós eru u.þ.b. 6.000 og slösuðust
því um 10% allra sjómanna það ár.
Þó eru ekki öll slys til sjós tilkynnt
til Tryggingastofnunar, að mati
Brynjólfs Mogensen forstöðulæknis
á slysadeildarsviði Sjúkrahúss
Reykjavikur. Á tímabilinu 1973 til
1993 slösuðust 7.713 sjómenn í sjó-
slysum, þar af voru 523 sjómenn
lagðir inn á spítala. Brynjólfur og
Sigurður Ásgeir Kristinsson læknir
á slysadeild hafa sett fram hugmynd
um endurskipulagningu á heil-
brigðismálum íslenskra sjó-
manna sem byggist á öflugara
forvamarstarfi, nákvæmari
skráningu upplýsinga, ljar-
skiptaþjónustu og meiri heil-
brigðismenntun til handa skip-
stjómendum. Þeir telja að með
þessu móti megi fækka slysum
og auka öryggi sjómanna án
þess að kostnaður við heilbrigð-
isþjónustuna aukist. Þessi hug-
mynd var fyrst kynnt á lands-
fundi um slysavarnir haustið
1994.
Nefnd sem samgönguráð-
herra skipaði á síðasta ári til
þess að fjalla um úrbætur í
heilbrigðismenntun sjómanna
sendir frá sér álit á næstu dög-
um. Ragnhildur Hjaltadóttir, deildar-
stjóri I samgönguráðuneytinu, er for-
maður nefndarinnar. Hún segir það
ekkert launungarmál að nefndar-
menn eru hrifnir af hugmyndinni um
Heilbrigðisstofnun. „Mér finnst
sjálfri það ákaflega brýnt og gott
mál að koma á fót slfkri stofnun,“
segir Ragnhildur.
Nefndinni sem hún stýrir er ætlað
að vinna að mótun reglugerðar í
samræmi við tilskipun Evrópusam-
bandsins frá 1992 um lágmarkskröf-
ur um öryggi og hollustu til að bæta
læknismeðferð um borð í skipum. Á
grundvelli tilskipunarinnar var sett
reglugerð sem tók gildi um síðustu
áramót. íslendingum er skylt að fara
að þeim reglum sem aðildarþjóð að
samningnum um evrópska efnahags-
svæðið.
70% allra slysa í skuttogurum
Ragnhildur segir að þetta mál
heyri undir nokkur ráðuneyti. Stofn-
unin sjálf heyrir undir heilbrigðis-
ráðuneytið, eftirlit með skipum og
öryggi sjómanna heyrir undir sam-
gönguráðuneytið og menntun skip-
stjómenda undir menntamálaráðu-
neytið.
„Við erum með fulltrúa allra þess-
ara aðila í nefndinni en við óskum
jafnframt eftir því að samgönguráð-
herra kynni málið fyrir ríkisstjórn-
inni því það þurfa allir aðilar að vera
samstíga í þessu máli,“ sagði Ragn-
hildur.
Íslendingar byggja lífsafkomu
sína að langstærstum hluta á auð-
lindum hafsins. Búa þarf sjósóknur-
um, sem skila svo miklum tekjum
til þjóðarbúsins, skilyrði til þess að
stunda sína vinnu með sem líkustum
hætti og öðrum þegnum þessa lands.
Brynjólfur segir að íslenskir sjómenn ■
búi við lakari heilbrigðisþjónustu
slasist þeir eða veikist á hafí úti en
þeir sem búa í landi. Þegar slys eða
veikindi koma upp úti á sjó er ekki
hægt að leita strax til læknis og
verður þá að treysta á þekkingu
skipstjómenda. Við bráðatilvik sé
helst að treysta á sjúkraþyrluflug.
Tölur um fjölda sjóslysa benda til
þess að pottur sé brotinn í forvörnum
og skipulagi á heilbrigðismálum sjó-
manna. Sjóslysum fjölgaði til að
mynda verulega á árunum 1985 til
1988 og segir Brynjólfur að sennilega
megi rekja það til breyttra aðstæðna,
t.d. aukins fjölda skuttogara og auk-
innar vinnslu um borð. Slysum fækk-
aði svo frá 1989 til 1993 sem hugsan-
lega endurspeglar árangur af auknu
forvarnarstarfi og betri aðstæður til
sjós. Engu að síður voru lagðir inn
63 slasaðir sjómenn á árunum 1991
til 1993 en 99 sjómenn á næstu þrem-
ur árum á undan.
Í grein eftir Kristinn Ingólfsson,
deildarstjóra Siglingamálastofnunar
ríkisins, í skýrslu landlæknisembætt-
isins um vinnuslys á sjó, kemur fram
að slysatíðni sjómanna á skuttogur-
um sé um 15% og um 70% allra slysa
til sjós verða á skuttogurum. Nokkur
dæmi séu um að tilkynnt hafí verið
sex til átta slys á ári á einstökum
skipum. Kristinn segir að Norðmenn
telji það raunhæft markmið að
dauðaslys á sjómönnum verði ekki
fleiri en fjögur á hver 10 þúsund
ársverk. Hann bendir á að hérlendis
hafi dauðaslys til sjós verið að meðal-
tali um það bil níu á ári undanfarin
ár, en eins og fyrr getur eru ársverk
til sjós um 6 þúsund.
Fjármagnað af
hagsmunaaðilum
Kostnaður Tryggingastofnunar
ríkisins vegna endurgreiðslu á slysa-
bótum sjómanna til útgerðarmanna
var á árinu 1994 rúmar 110 milljón-
ir króna vegna aflahlutar sjómanna
og tæpar 10 milljónir króna vegna
dagpeninga. í fyrra var þessi upphæð
samkvæmt bráðabirgðauppgjöri
tæpar 128 milljónir króna vegna
aflahlutar og tæpar níu milljónir
vegna dagpeninga. Á tveggja ára
tímabili er því kostnaður Trygginga-
stofnunar vegna slysa til sjós um
260 milljónir króna. Tryggingastofn-
un endurgreiðir útgerðarmönnum
slysabætur til sjómanna vegna.fyrstu
tveggja mánaðanna sem þeir eru frá
vinnu vegna slysa. Eftir það taka
útgerðarmenn sjálfir við sem og sjúk-
rasjóðir sjómannafélaganna.
Hér er því um háar fjárhæðir að
ræða sem Brynjólfur og Sigurður
telja að unnt sé að lækka með endur-
skipulagningu á heilbrigðismálum
sjómanna. Sigurður var læknir um
borð í varðskipinu Óðni í Smugunni
haustið 1994 og fékk þar innsýn í
málið á þeim vettvangi sem slysin
verða.
„Það er engin tilviljun að stjóm-
völd ákváðu að senda varðskip í
Smuguna og kosta til þess tug-
um milljóna króna. Ástæðan er
einfaldlega sú að flotinn var að
skila svo miklum verðmætum
inn í þjóðarbúið. Hvers vegna
skyldu sjómenn þá ekki fá bestu
heilbrigðisþjónustu sem völ er
á,“ segir Sigurður.
Brynjólfur og Sigurður vilja
að sett verði á laggimar Heil-
brigðisstofnun sjófarenda sem
beri ábyrgð á fimm meginsvið-
um, þ.e.a.s. gmnn- og endur-
menntun sjófarenda, sam-
ræmdri slysa- og sjúkdóma-
skráningu sjófarenda, fjar-
skiptalæknisþjónustu sjófar-
enda, umsjón með lyfjakistum
og öflugri upplýsingamiðlun þar
sem upplýsingar úr slysa- og
sjúkdómaskráningu væm notaðar.
Þeir telja að Heilbrigðisstofnun
sjófarenda yrði best fyrir komið á
slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Læknar af Sjúkrahúsi Reykjavíkur
sjái nú um heilbrigðismenntun skip-
stjómarmanna, annist sjúkraþyrlu-
flug og mest af þeirri fjarskiptalækn-
isþjónustu sem innt er af hendi.
Brynjólfur segir að ef til vill megi
ímynda sér að á stofnuninni yrðu fjög-
ur ársverk. Hugsanlega yrði unnt að
breyta stöðugildum og færa þau til
í kerfinu frá öðmm stofnunum sem
nú þegar hafa með þessi mál að gera.
Hann segir að hagsmunaaðilar bæm
ábyrgð á stofnuninni og fjármögnuðu
starfsemi hennar, það er að segja
sjómenn, útgerðarmenn og ríkið.
„Gmnnhugmyndin sem við emm
að leggja fram felur í sér betri heil-
brigðisþjónustu og mun meira öryggi
fyrir sjómenn fyrir sama kostnað eða
jafnvel minni kostnað en hagsmuna-
aðilarnir bera af þjónustunni eins og
hún er núna,“ segir Brynjólfur.
Ragnhildur kveðst efast um að
þetta hafí í för með sér aukinn kostn-
að. Heilsugæslustöðvar veiti ákveðna
þjónustu til sjófarenda og rætt sé
um að breyta henni og nota fjarskipt-
Brynjólfur Sigurður Á.
Mogensen Kristinsson
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 31
in miklu meira. „Þá þurfa skipstjórar
líka að fá menntun og þjálfun í því
að fá læknishjálp og hlú að særðum
eða veikum sjómönnum. í væntan-
legri reglugerð er líka gert ráð fyrir
því,“ sagði Ragnhildur.
Fjarskiptalæknisþjónusta
Brynjólfur og Sigurður benda á
að þessi þjónusta sé þegar til staðar
í landinu í einhveijum mæli en um
hana gildi ekkert skipulag. Sjómenn
hringi inn á spítalana og leiti ráða,
Siglingamálastofnun og fleiri aðilar
fái upplýsingar um slys og kennsla
sé fyrir hendi í Stýrimannaskólanum
og Sæbjörgu. Landhelgisgæslan hef-
ur einnig sinnt fjarskiptaþjónustu í
einhveijum mæli.
„En það vantar alla samhæfingu.
Þessi mál þurfa að vera á einni hendi
og skipuleg skráning þarf að fara
fram,“ segir Sigurður.
Brynjólfur segir að Spánvetjar
hafi komið sér upp góðu upplýsinga-
kerfi og Danir virðist vera að gera
enn betur. Þeir hafa sett á laggirnar
Heilbrigðisstofnun sjófarenda, (Sof-
artmedicinsk institut), í Esbjerg þar
sem skipulag á heilsufarslegri þjón-
ustu og upplýsingamiðstöð sjómanna
er undir einum hatti. Hann segir að
íslendingar geti mikið lært af Dönum
í þessu efni.
íslensk fiskiskip eru um 2 þúsund
talsins, þar af rúmlega 100 togarar
yfir 100 brúttonn að stærð. Brynjólf-
ur bendir á að sjómenn sæki á fjar-
lægari mið en áður og skilyrði til
heilbrigðisþjónustu eru þar allt önn-
ur. Skipstjórnendur verði nú til dags
að hafa meiri þekkingu á þessu sviði.
Fjarskiptalæknisþjónustan fari fram
með samskiptum læknis í landi og
skipstjórnarmanna um talstöð.
Lækni eru veittar upplýsingar um
líðan sjúklings og eðli áverka hans
eða sjúkdóms og hann gefur ráðlegg-
ingar um meðferð. Þarna ríði á að
skipstjórnarmaður meti ástand sjúkl-
ingsins rétt og ekki komi upp mis-
skilningur milli hans og læknis. Með
hnökralausum samskiptum og meiri
þjálfun skipstjórnarmanna í að
greina vandann væri í mörgum til-
fellum hægt að sinna sjúklingnum á
þann hátt að óþarft yrði að senda
þyrlu í sjúkraflug. Einkum tvennt
vinnist með þessu, þ.e. aukið öryggi
sjúklingsins, sem fengi strax viðeig-
andi meðferð, og beinn fjárhagslegur
sparnaður. Milli Sjúkrahúss Reykja-
víkur og ríkisins er samningur um
að læknar á spítalanum sinni læknis-
þjónustu í þyrlunni. Ef hægt er að
fækka þyrluútköllum með betri og
nákvæmari fjarskiptaþjónustu má
spara verulegar ijárhæðir.
Menntun skipstjórnarmanna
„Það þarf því að breyta menntun
skipstjómarmanna og endurmenntun
þeirra. Þeir þurfa að geta lýst mjög
nákvæmlega hvað er að hinum slas-
aða eða veika í gegnum ákveðið kerfi.
Læknar þurfa líka að fá sérstaka
þjálfun til þessara samskipta. Við
þurfum að breyta menntunarkerfi
skipstjórnunarmanna mjög mikið í
þessu skyni því í dag eru menn ekki
að tala sama tungumálið," segir
Brynjólfur.
Guðjón Ármann Eyjólfsson, skóla-
stjóri Stýrimannaskólans, hefur lengi
hvatt til stofnunar Heilbrigðisstofn-
unar sjómanna. Að hans frumkvæði
fóru Brynjólfur og Kristinn Sigvalda-
son læknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur
á ráðstefnu á vegum Sofartmedicinsk
institut í Esbjerg á síðasta ári.
„Ég tel nauðsynlegt að auka og
breyta kennslu skipstjórnarmanna í
læknisfræði í samræmi við tilskipun
Evrópusambandsins. Þrír læknar
veita stofnuninni í Esbjerg forstöðu
en hún er í tengslum við sjúkrahúsið
þar í borg. Við þurfum ekki að fínna
upp hjólið því fyrirmyndin er til þama
í Esbjerg," segir Guðjón Ármann.
Hann bendir einnig á nauðsyn þess
að gefin verði út ný lækningabók til
þess að hafa um borð í skipum. Dan-
ir hefðu nýlega gefið út slíka bók sem
væri sérstaklega sniðin að þörfum
sjómanna.
„Með betri kennslubók í læknis-
fræði fyrir sjómenn sem færi um
borð í öll skip gætum við sparað eitt
til tvö útköll þyrlunnar en það er
svipuð íjárhæð og þýðingarkostnaður
dönsku bókarinnar,“ segir Guðjón
Ármann. Nú er stuðst við bók sem
heitir Lækningabók fyrir sjómenn
sem Siglingamálastofnun gaf út í
samvinnu við Landlæknisembættið
árið 1982.
í Stýrimannaskólanum er nú boðið
upp á námskeið í fyrstu hjálp á 1.
stigi námsins. Síðastliðin tvö ár hafa
læknar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur
undir forystu Kristins Sigvaldasonar
skipulagt kennslu i heilsufræði á 2.
stigi, alls 25-30 kennslustundir. Nem-
endur á 2. stigi fara jafnframt á tvær
vaktir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur.
Engin endurmenntun hefur verið í
boði á vegum Stýrimannaskólans en
Guðjón Ánnann segir að nauðsynlegt
sé að bjóða upp á endurmenntun á
fimm ára fresti, eins og kveðið er á
um í samningnum um evrópska efna-
hagssvæðið. Bókleg endurmenntun í
heilbrigðisfræðum hefur farið ft-am á
vegum Slysavamafélagsins en engin
samhliða verkleg þjálfun á sjúkrahúsi.
„Kennsla í slysavörnum hefur farið
fram í Stýrimannaskólanum í yfir 100
ár en starfandi skipstjórnarmenn
verða sér meðvitaðri um þessi mál
þegar þeir sækja slík námskeið. Sjó-
mannastéttin hlýtur að eiga kröfu á
því að fá fullkomnustu læknisþjón-
ustu sem hægt er því skýrslur sýna
hvað sjómannsstarfíð er hættulegt,"
segir Guðjón Ármann.
Brynjólfur segir að gert sé ráð
fyrir því að Heilbrigðisstofnun sjó-
farenda skrái slys á sjómönnum og
sjúkdóma. Með skipulegri skráningu
safnist fljótt upplýsingagrunnur sem
sýni svart á hvítu hvað fari helst
úrskeiðis um borð í skipunum, hvar
í skipunum slysin verða og upplýs-
ingarnar gefi mönnum jafnframt
hugmynd um hvernig megi breyta
vinnubrögðunum um borð til þess
að forðast slysin.
„Með því að safna upplýsingum
og koma strax skilaboðum til skip-
stjórnenda og ábendingum um hvar
pottur sé brotinn má fækka slys-
um,“ segir Brynjólfur.
Sigurður segir að töluvert sé vitað
um þessi mál nú þegar. Flest slysin
verði þegar verið er að taka upp
veiðarfæri eða slaka þeim út um'
borð í skuttogurum. Hann bendir þó
á að upplýsingarnar berist nú á
marga staði. Slysadeildin fái aðeins
upplýsingar um alvarlegri slys og
þau sem verða á Reykjavíkursvæð-
inu. Þar fyrir utan verði fjölmörg
smærri slys sem ekki eni skráð. Til-
kynnt er um 550 sjóslys til Trygg-
ingastofnunar að jafnaði á ári en
slysadeildin meðhöndlar að jafnaði
250-280 sjóslys á ári.
Lyfjakista og
upplýsingamiðlun
Gert er ráð fyrir að umsjón og
eftirlit með lyfjakistum um borð í
skipum verði á verksviði Heilbrigðis- -
stofnunar sjófarenda en nánar er
ákvarðað um innihald hennar í reglu-
gerð sem byggist á fyrmefndri til-
skipun Evrópusambandsins.
Brynjólfur sér fyrir sér að frá
stofnuninni flæði stöðugt upplýsingar
til sjómanna. í þeim verði greint frá
rannsóknum og niðurstöðum rann-
sókna sem tengjast heilbrigðismálum
sjómanna.
„Okkur finnst málið snúast núna
um það hvort það sé vilji til þess að
breyta núverandi kerfi og setja það
í fastmótaðri farveg,“ segir Brynjólf-
ur. Ragnhildur Hjaltadóttir deildar-
stjóri í samgönguráðuneytinu segir
að Heilbrigðisstofnun sjófarenda
tengist ákvæði í tilskipun ESB og
væntanlega geri nefndin tillögu um
að það verði sett í reglugerð að stöð-
ugar stöðvar verði í landi sem veiti
sjófarendum upplýsingar. Starfandi
í slíkum stöðvum verði sérmenntaðir
læknar og markmiðið sé það að
læknarnir í landi og skipstjórnendur
úti á sjó tali sama tungumál.
„Markmiðið er að læknarnir í landi
viti nákvæmlega hvéijar aðstæðum-
ar em um borð, hvemig lyfjakistan
er og svo framvegis. Á móti hafi
skipstjórnarmennirnir fengið sér-
staka þjálfun til þess að skilgreina
vandann. Nú þegar er búið að gera
ákveðnar ráðstafanir til þess að auka
og bæta menntun skipstjórnarmanna
á þessu sviði.“
Guðjón A. Kristjánsson, formaður
Farmanna- og fiskimannasambands
íslands, hvetur eindregið til þess að
Heilbrigðisstofnun sjófarenda verði |
sett á laggirnar. Á þingi sambands-
ins sl. haust var samþykkt ályktun
þar sem skorað er á heilbrigðisráð-
herra að beita sér fyrir því að koma
á stofn Heilbrigðisstofnun sjófarenda
í tengslum við Sjúkrahús Reykjavík-
ur. I ályktuninni er bent á að grann-
þjóðir okkar hafa komið á fót slíkum
stofnunum þar sem starfsviðið er hicf
sama og gert er ráð fyrir í hugmynd-
um Brynjólfs og Sigurðar.
Kristján Ragnarsson, formaður
Landssambands íslenskra útvegs-
manna, segir að sér hafi verið kynnt-
ar þessar hugmyndir fyrir u.þ.b. einu
ári og útfærsla þeirra þá hafi verið
komin afar skammt á veg.
„Við fögnum öllu sem getur orðið
til þess að draga úr slysum og að
menn verði betur færir um að taka
á þeim þar sem þau gerast. En ég
hef aldrei fengið beint samhengi í það
hvernig okkar þáttur í þessu máli
eigi að vera. Sá þáttur hefur alls
ekki verið borinn fram við okkur með f
þeim hætti að við áttum okkur á því j-
um hvaða kostnað er verið að tala í ‘
þessu samhengi. Meðan það er ekki >
vitað vil ég sem minnst segja. En við •
fögnum öllu frumkvæði sem getur
leitt til þess að slysum fækki og
meðhöndlun batni,“ segir Kristján.