Morgunblaðið - 18.01.1996, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Herkví Reykvíkinga
í raforkumálum
ALLT frá stofnun
Landsvirkjunar fyrir 30
árum hafa Reykvíking-
ar tekið þátt í því að
niðurgreiða raforku-
verð til landsbyggðar-
innar í gegnum eigna-
raðild sína í Landsvirkj-
un.
Um þetta hefur verið
þegjandi samkomulag,
enda hefur Reykjavík-
urborg haft efni á slíku
meðan hún naut sér-
stöðu vegna aðstöðu-
gjalda umfram önnur
sveitarfélög.
Smátt og smátt hefur Alfreð
Alþingi hins vegar Þorsteinsson
þrengt svo kosti
Reykjavíkurborgar, að nú hefur hún
ekki lengur neinar sértekjur umfram
önnur sveitarfélög, en verður þó að
sinna fjölmörgum skyldum höfuð-
borgar án þess að fá sérstakan stuðn-
ing ríkisvaldsins á móti.
í 30 ár hafa Reykvík-
ingar, segir Alfreð Þor-
steinsson, greitt niður
raforkuverð lands-
byggðarinnar.
Undir þessum kringumstæðum
hefur borgarstjórinn í Reykjavík ósk-
að eftir því, að eignaraðilar Lands-
virkjunar, þ.e. ríkisvaldið, Reykjavík-
__ urborg og Akureyri setjist niður og
ræði framtíð Landsvirkjunar, bæði
rekstrarform fyrirtækisins og eign-
arhald.
Af hálfu Reykjavíkurborgar er
ekki efnt til þessarar viðræðna í því
skyni að afnema verðjöfnun á raf-
orku í landinu. Það er hins vegar
ekki sjálfgefið lengur, að Reykjavík
taki þátt í niðurgreiðslu raforkuverðs
með sama hætti og verið hefur.
Reykjavík á 45%
eignarhlut í Landsvirkj-
un, en hefur ekki notið
þess umfram aðra, enda
hefur arðurinn af
Landsvirkjun fyrst og
fremst verið nýttur til
þess að lækka raforku-
verð almennt.
Auk þess að niður-
greiða raforkuverð til
landsbyggðarinnar er
Reykjavíkurborg í þeirri
stöðu að hafa mögu-
leika á hagkvæmri
gufuaflsvirkjun til raf-
orkuvinnslu á Nesjavöll-
um, sem nýzt gæti Raf-
magnsveitu Reykjavík-
ur, en er bundin í báða
skó um framkvæmdir vegna heildar-
hagsmuna Landsvirkjunar.
A sama tíma eru sveitarfélög í
nágrenni Reykjavíkur með mjög
ódýra raforkuframleiðstu að stórum
hluta fyrir sinn eigin markað. Þar
er átt annars vegar við Hitaveitu
Suðumesja, sem framleiðir raforku
fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum
og Keflavíkurflugvöll, og hins vegar
Andakílsárvirkjun, sem sér Akranes-
kaupstað að mestu fyrir raforku.
Af þessu sést hve staða Reykvík-
inga í raforkumálum er orðin sér-
kennileg. Það er ekki aðeins, að þeir
taki þátt í að greiða niður raforku
til landsbyggðarinnar — heldur eru
þeir í hálfgildings herkví innan
Landsvirkjunar meðan sum sveitar-
félög fá að nýta sér eigin raforku-
framleiðslu á mun lægra og hagstæð-
ara verði en Landsvirkjun getur þó
boðið.
Það er því fyllilega tímabært að
endurskoða þessi mál af hálfu
Reykjavíkurborgar og það verður
gert á næstunni í samvinnu við nú-
verandi iðnaðarráðherra, sem hefur
boðað heildar endurskoðun á orku-
málum landsmanna.
Höfundur er formaður veitustofn-
ana Reykjavíkurborgar.
Hvítasunnukirkjan,
sértrú og samstaða
Hafliði
Kristinsson
ÞAÐ ER gott að lifa.
Við vorum að halda
fæðingarhátíð frelsar-
ans. Það er friður og
ró yfir öllu, nema ef
vera skyldi norður á
Möðruvöllum. Þar á
presturinn í einkastnði
við allt sem hrærist.
Nú síðast vorum við
hvítasunnumenn
dregnir fyrir dómstól
hans og dæmdir sekir
á síðum Morgunblaðs-
ins. Síðan eigum við að
verjast niðurstöðum
dómsins. Af blaða-
greinum síðastliðins árs
að dæma, hafa all-
margir fallið sárir undan sverði
prestsins, bæði lærðir og leikir, og
því er kannski tímabært að benda
honum á slíðrin, áður en eitthvað
verra hlýst af.
Ég átti tal við þjóðkirkjuprest
ekki alls fyrir löngu. í samtalinu
varð okkur tíðrætt um hvað hinir
kristnu gætu gert til að spyma á
móti þeirri flóðbylgju óheilbrigðis,
sem flæðir yfir landið okkar. Við
fundum að við áttum margt sameig-
inlegt, og gætum sameinað krafta
okkar og raddir til að mótmæla því,
sem miður fer og styðja það sem
er gott og til uppörvunar. Hvorugur
okkar hefur komið blaðagrein á
framfæri, en báðir höfum við verið
uppteknir af lestri á deilum kristinna
um hin ótrúlegustu málefni. Þar
hefur lútherska kirkjan slegið okkur
„sér-trúarmönnum“ við undanfarið.
Einhvern veginn hef ég á tilfinn-
ingunni að þessi grein að norðan sé
tilraun til að þyrla upp moldviðri og
draga athygli frá sífelldum ágrein-
ingsmálum, sem þjaka íslensku þjóð-
kirkjuna um þessar mundir. Ég á
mér ekki heitari ósk en að friður fái
ti C 4
SOLARKAFFI
ísfirðingafélagsins verður haldið föstudagskvöldið
26. janúar nk. að HÓTEL ÍSLANDI
Húsið opnar kl. 20.00, en kl. 20.30 hefst hefðbundin
hátíðardagsskrá með kaffi og rjómapönnukökum.
Lög Jóns Jónssonar frá Hvanná leikin og sungin.
Gunnþórunn Jónsdóttir flytur ávarp kvöldsins.
Gömlu og nýju dansárnir til kl. 3 eftir miðnætti.
Harmonikufélagið og Karma. Mörg góð skemmtiatriði.
Verð aðgöngumiða: kr. 1.950.-, með fordrykk kr. 2.300.-
Dansleikur kl. 23.00 kr. 1.000.-, frá kl. 01.00 kr. 500.-
Forsala aðgöngumiða að Hótel íslandi laugardaginn 20. janúar,
kl. 14-16. Borð tekin frá á sama stað og tíma.
Miða- og borðapantanir auk þess í síma 568-7111
daganna 22.-26. janúar, kl. 13-1 7.
Greiðslukortaþjónusta.
'phav
STJORNIN
að ríkja innan þessarar
systurkirkju okkar, og
að fagnaðarerindið um
Jesúm Krist fái óhindr-
að að komast að. Það
er löngu orðið tíma-
bært.
Ósköp þótti mér
sorglegt að lesa enn
einu sinni um meintan
skyldleika aðferða Hitl-
ers og starfs safnaða
eins og Hvítasunnu-
safnaðarins. Þessi sam-
anburður lýsir mikilli
mannfyrirlitningu, og
ég minnist þessarar
skilgreiningar ekki úr
Lima-skýrslunni. Sér-
staklega þykir mér hún döpur í ljósi
þess að engin önnur kirkjudeild en
sú evangelísk-lútherska stóð nær
þýska heimsveldinu og áhrifamönn-
um þess í hildarleik seinni heims-
styijaldarinnar. Menn þurfa ekki að
gera þann skyldleika fortíðarinnar
upp á jafn ógeðfelldan hátt og
Möðruvallaprestur gerir í úttekt
sinni á hvítasunnumönnum.
Um samstöðu hvítasunnumanna
vil ég segja eftirfarandi. Innan okk-
ar raða eru margar skoðanir á mis-
munandi málum. Þær skoðanir eru
stöðuglega í umræðu okkar á milli
og samstaða innan safnaðanna hef-
ur verið hreint ágæt. Það að Óli
Ágústsson lýsi skoðun sinni á skoð-
unum annarra í jafn viðkvæmu
máli og samkynhneigðin er, lýsir
ekki síst því erfiða umhverfi sem
hann vinnur í dagsdaglega, og þeim
niðurbrotnu einstaklingum, sem
hann og samstarfsfólk hans þurfa
að byggja upp dag eftir dag, ár eft-
ir ár. Eg hugsa að þaðan sé auð-
velt að sjá faríseann í flestum mönn-
um.
Níls Gíslason er uppfinningasam-
ur maður og skrifar sem einstakling-
ur um það, sem hann hefur séð og
heyrt. Það skrifar enginn maður úr
tómarúmi, allir eru að lýsa reynslu
sinni frá ákveðnu sjónarhorni. Hans
skoðanir á íslensku þjóðkirkjunni eru
hans eigin skoðanir og koma ekki
fram sem opinber afstaða Hvíta-
sunnuhreyfingarinnar á íslandi. Ég
geri á sama hátt ráð fyrir því að
þínar skoðanir á hvítasunnumönnum
séu þínar eigin „leikmannaskoðanir“
en ekki opinber afstaða þjóðkirkj-
unnar. Ég sé til dæmis hvemig þú
sveiflast í skoðunum þínum á Snorra
Óskarssyni frá einum kantinum til
annars. Sá gmnur læðist næstum
því að manni að þú hafir fengið til-
tal, og sért að sýna hollustu gagn-
vart eigin kirkju í þessari grein þinni.
Þú spyrð um opinbera afstöðu
Hvítasunnukirkjunnar og án þess
að vita nákvæmlega eftir hverju þú
ert að falast, þá skal því svarað að
gagnvart hinni íslensku þjóðkirkju,
þá er afstaða okkar sú, að við skrif-
um undir trúartjátningu kirkjunnar
og segjum amen við öllu því, sem
þar kemur fram, nema ef vera skyldi
sú grein sem fjallar um heilaga al-
menna kirkju. Við trúum að sú kirkja
sé samsett af öllum þeim, sem trúa
á endurlausnarverk Jesú Krists, hvar
í kirkjudeild sem þeir standa. I fram-
kvæmdinni em síðan veigamikil at-
riði sem greina okkur frá hinni ís-
lensku þjóðkirkju.
Hvítasunnuhreyfingin saman-
stendur af stórri og fjölbreyttri flóm
Hvítasunnusafnaða um allan heim.
Þar er engin alþjóðasamþykkt til um
afstöðu til annarra trúfélaga, en
hver söfnuður eða kirkjudeild þarf
að gera það upp við sjálfa sig hveij-
um augum hún lítur aðra kristna
söfnuði.
Þegar Nils Gíslason talar um trú-
arvakninguna sem átt hefur sér stað
á þessari öld, væri þá ekki vel til
fundið, að Möðmvallaprestur gæfi
gætur að því, sem býr að baki þess-
ari yfirlýsingu, án þess að afgreiða
hana sem sjálfumgleði eða sjálfsrétt-
lætingu? Ég veit ekki betur en að
sumir þjóðkirkjumenn hafi farið
framarlega í flokki með orðið „sér-
trúarsöfnuður" að vopni, til að gera
starf annarra kristinna fríkirkna
tortryggilegt í augum og eymm
sóknarbama sinna og afgreiða það
Hvítasunnuhreyfingin
spannar 200 milljónir
manna, segir
Hafliði Kristinsson,
en lútherska kirkjan
58 milljónir.
í sömu setningu og Hitler og Waco.
Það er kannski ekki síður okkar að
spyija, hvort þessi samkirkjulega
umræða hafi ekki skilað sér til presta
almennt.
Með orðinu „sértrúarsöfnuður“ er
annaðhvort átt við lítinn hóp, eða
villutrúarhóp. Ef menn em ekki Lút-
herstrúar, þá em þeir sértrúar, það
er ekki spurt hvort þeir séu kris-
tinnar trúar. Þetta virðist vera hinn
almenni, opinberi skilningur. Hann
kemur reglulega fram í fjölmiðlum,
og enginn virðist þurfa að skilgreina
hvers konar fordóma hann leggur í
þetta litla orð. Til upplýsinga vil ég
geta þess, að Hvítasunnuhreyfingin
um allan heim telur yfir 200 milljón-
ir á meðan hin lútherska telur um
58 milljónir. Um villutrúna vil ég
aðeins segja, að við höfum lagt okk-
ur alla fram um að taka Guðsorðið
alvarlega. „Guðsorð fær sýnt og
sannað, hvað sé þér leyft eða bann-
að. Það skal þitt leiðarljós.“ (Hall-
grímur Pétursson, lútherskur prest-
ur.) Þetta héldum við að væri einnig
leiðarljós Þjóðkirkjunnar. Þess vegna
skiljum við ekki fordóma þjónandi
manna þegar um túlkun orðsins er
að ræða. Það er allt í lagi að takast
á um guðfræðileg málefni, en ekki
með þessum einföldu minnihlutafrös-
um. Það er fyrir neðan virðingu þeirra
kirkna sem við þjónum.
Ég vona að hver dagur megi færa
þér meira en dagurinn í gær, meira
af skilningi og minna af þeim fordóm-
um sem er svo auðvelt að festast í
með einföldum frösum. Guð blessi
starf þitt og þjónustu í þeirri kirkju,
sem Guð hefur kallað þig til.
Höfundur er forstöðumaður
Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu,
Reykjavík.
UTSALA - UTSALA
10-60% AFSLÁTTUR
Úlpur - íþróttaskór - íþróttagallar - skíðasamfestingar o.fl. o.fl. fyrir börn og fullorðna.
Mýtt kortatímabU
»hummél^
SPORTBÚÐIN
IMÓATÚIXII 17
sfmi 511 3555