Morgunblaðið - 18.01.1996, Síða 47

Morgunblaðið - 18.01.1996, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 47 FRÉTTIR • • Okumenn eða vitni gefi sig fram LÖGREGLAN í Reykjavík óskar eftir upplýsingum um tvö atvik í umferðinni í Reykjavík. Ekið var á bláan Daihatsu Feroza-jeppa, RL-709, sem stóð við Ármúla 22 um klukkan 17 föstu- daginn 22. desember sl. Bíllinn er tvennra dyra og var ekið á vinstri hurð. Sá sem ók á bílinn eða vitni að ákeyrslunni eru vinsamlegast beðin að gefa sig fram við rann- sóknardeild lögreglunnar í Reykja- vík. Þá eru ökumaður sem ók á skilta- brú á Breiðholtsbraut á þriðjudag eða vitni að þeim atburði beðin að gefa sig fram. Ekið var á skiltabrú á nyrðri akbraut Breiðholtsbrautar, þar sem ekið er til vesturs, rétt austan gatnamóta Breiðholtsbraut- ar og Reykjanesbrautar. Alþjóðlegi trúarbragða- dagurinn 21. janúar í TILEPNI af alþjóðlega trúar- bragðadeginum, sem haldinn er víða um heim að tilhlutan Samein- uðu þjóðanna, hefur verið boðið til opins fundar í Bahá’í miðstöðinni í Reykjavík sunnudaginn 21. janúar nk. þar sem Ieitast verður við að svara spurningunni: Geta trúar- brögðin bætt ástandið í heiminum? í fréttatilkynningu segir að það viðhorf virðist vera að festa rætur í hugum manna, að trúarbrögð valdi aðeins sundrungu og átökum. Bent er á að rekja megi styijaldir og átök til trúardeilna. Margir telja einnig að trúarbrögðin eigi sök á þeirri tortryggni og því hatri, sem ríkir í mörgum heimshlutum. Þrátt fyrir þetta gengur hin gullna regla um að maðurinn eigi að elska ná- unga sinn eins og sjálfan sig eins og rauður þráður gegnum öll helstu trúarbrögð mannkyns. Margir trú- aðir menn líta á þessa reglu sem forsendu og réttlætingu trúarinnar. Með því að varpa fram spuming- unni um hvort trúarbrögðin geti bætt ástandið í heiminum, er í rauninni spurt hvort trúarbrögðin hafi snúið baki við þessari gullnu reglu og hvort það sé ekki raun- verulegt markmið þeirra að stuðla að einingu, friði og hamingju allra, sem byggja þennan jarðarhnött. Það er einlæg von þeirra sem að þessum fundi standa, að þessari mikilvægu umræðu verði haldið áfram að fundinum loknum. Fundurinn verður haldinn í Ba- há’í miðstöðinni, Álfabakka 12 (2. hæð) sunnudaginn 21. janúar nk. og hefst kl. 16:00. Fulltrúar nokk- urra helstu trúarbragða heims hafa verið fengnir til að ijalla um þetta málefni. Þeir eru: Michael Levin, gyðingdómur, Walid Haddid, islam, Eygló Jónsdóttir, buddhismi, séra Toshiki Toma, kristindómur og Eðvarð T. Jónsson, baháí trú. Fundarstjóri verður Sigríður L. Jónsdóttir sálfræðingur. Taugasjúk- dómadeild fær að gjöf greiningar- tæki LAUF, Landssamtök áhugafólks um flogaveiki, afhenti 17. janúar sl., taugasjúkdómadeild Land- spítalans tæki til greiningar á flogaveiki. Afhendingin fór fram á taukasjúkdómadeildinni en hún var formlega opnuð aftur sama dag eftir að hafa verið lokuð í um eitt ár. Á myndinni eru f.v.: Guðjón Jóhannesson, Sverrir Bergmann, Sigurður Hjálmars- son, Gunnar Guðmundsson og Guðlaug María Bjarnardóttir. Athugasemd vegna frest- unar á gildis- töku sjálfvirks sleppibúnaðar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Frið- riki Ásmundssyni fyrir hönd áhugamanna: „Á baksíðu Morgunblaðsins þriðjudaginn 16. janúar 1996 er frétt þar sem kemur fram að búið sé að fresta lögleiðingu sjálfvirks sleppibúnaðar í skip frá 1. janúar til 11. júlí nk. Haft er eftir ráðuneytisstjóra samgönguráðuneytisins að ástæð- an fyrir því að ekki sé til nægilega mikið af búnaði í landinu svo að hægt væri að koma honum fyrir í þeim skipum sem ekki hafa verið með búnað. Áhugamenn um öryggismál sjó- manna í Vestmannaeyjum gera eftirfarandi athugasemd við þessa frétt. Skv. upplýsingum Ragnhildar Helgadóttur, skrifstofustjóra í samgönguráðuneytinu, er frestun- in vegna þess að starfsmaður LÍÚ fór fram á hann með bréfi til sam- gönguráðuneytisins á sl. sumri. Þar var gagnrýnt í fyrsta lagi, prófunaraðferð sleppibúnaða, í öðru lagi viðurkenningu Siglinga- málastofnunar á búnaðinum og í þriðja lagi kom fram að fullkomn- ari sleppibúnaður væri í hönnun sem beðið skildi eftir. Þetta leiddi til þess að allt málið var enn einu sinni brotið til mergj- ar og það orsakar þennan frest. Skv. upplýsingum frá Vélaverk- stæðinu Þór, framleiðanda sleppi- búnaða, hefur enginn aðili spurt þá hvort nægilega mikið væri til á markaðnum þannig að fresta þurfi lögleiðingu sjálfvirks sleppibúnað- ar núna um áramótin." Island- Kanada samvinna o g sjósókn HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, mun fjalla um samstarf Islands og Kanada almennt og svara fyrirspurnum á fur.di sem vináttufé- lag íslands og Kanada gengst fyrir. Að því loknu mun Hjálmar Vil- hjálmsson, fiskifræðingur, fjalla um fískveiðar landanna. Kórsöngur verð- ur til skemmtunar. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 31. janúar kl. 20 í stofu 101 í Odda, Háskóla Islands. Fundurinn er opinn og er aðgangur ókeypis. -----♦------— Fjárhagsáætl- un borgarinn- ar rædd í dag FRUMVARP að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1996 verður lagt fram á fundi borgar- stjórnar Reykjavíkur í dag, fimmtu- daginn 18. janúar, kl. 17. Utvarpað verður frá fundinum á Aðalstöðinni fm 90,9 og má gera ráð fyrir að umræður um Ijárhags- áætlunina standi fram eftir kvöldi. Morgunblaðið/Sverrir Intercoiffure gefa astmamælitæki HÁRGREIÐSLUSAMTÖKIN Intercoiffure á íslandi afhentu Barnaspítala Hringsins astmamælitæki á mánudag. Tækið var keypt fyrir ágóða af hár- greiðslusýningu samtakanna á Hótel Islandi í haust. Björa Árdal, læknir, tók við tækinu. Með honum á myndinni standa (f.v.) Helga Bjarnadóttir, Jan Even Wiken, Bára Kemp, Sigurður G. Benónýsson, Guð- björa Sævarr, Hrönn Helgadóttir, Guðrún Hrönn Einarsdóttir, Lovísa Jónsdóttir, Guðrún Sverrisdótt- ir og Hanna Kristín Guðmundsdóttir. GETRAUN GULU BÓKARINNAR Vísbending 3. Þriöji stafur umboðsaðila HP Popp Ijós á bls. 434. Vísbending 4. Fjölmiðlun, fjórða fyrirtæki, fimmti stafur. GULA BÓKIN -Yellow pages- -leikur að lara! Vinningstölur 17. jan. 1996 4»8*9*11*17*22*23 Eldri úrslit á símsvara 568 1511 Rekstranrörur á mögnuðu innkaupsverði - fyrir einstaklinga, félög og fyrirtæki. Allt að 50% sparnaður á innkaupum í magni. Innkaupadagar standa aðeins til janúarloka. Tæknival Skeifunni 17 • Simi 568-1665 • Fax 568-0664 J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.