Morgunblaðið - 25.01.1996, Page 12

Morgunblaðið - 25.01.1996, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Nýtt siglingakerfi Eimskips sem eykur þjónustu við landsbyggðina Morgunblaðið/Kristján HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra og Jakob Björnsson bæjarsljóri Ieystu landfestar Reykjafoss í gærkvöld og fylgdist Hörður Sigurgestsson forsljóri með, en skipið sigldi síðan áleiðis til Eskifjarðar þar sem skipið var fulllestað áður en það hélt til Evrópuhafna, en með því hófust beinar siglingar til Evrópu frá Akureyri. Reykjafoss siglir fulliestaður til Evrópuhafna REYKJAFOSS, skip Eimskipafé- lagsins, sigldi síðdegis í gær áleiðis til Eskifjarðar og þaðan verður siglt í dag til Færeyja, Immingham og Rotterdam, en þar með var opnuð ný siglingaleið félagsins, Strand- leið. „Eimskip hefur að undanförnu haft í undirbúningi umtalsverðar breytingar á rekstri og þjónustu félagsins og við fögnum nú þýðing- armiklum áfanga á þeirri braut,“ sagði Hörður Sigurgestsson for- stjóri Eimskips áður en landfestár Reykjafoss voru leystar á Oddeyrar- bryggju á Akureyri í gær. Fram kom í máli Harðar að markmiðið með breytingunum er að stjrtta flutningstíma vörunnar og gera útflytjendur og ísland sam- keppnishæfara á erlendum mörkuð- um. Flutningstími frá viðkomuhöfn- um á Strandleið, sem eru Isafjörð- ur, Akureyri og Eskifjörður, styttist úr 7-13 dögum í 4-7 daga. Stærst- ur hluti útflutnings á þessum við- komustöðum verður fluttur beint til hafna erlendis. Jafnframt þessu hefur Eimskip aukið umsvif sín í landflutningum, m.a. kaupum á meirihluta í flutn- ingafélaginu Dreka, sem innan skammst flytur sína starfsemi í Oddeyrarskála. Þar verður vöru- dreifingamiðstöð, en skrifstofa Eimskips sem einnig er í skálanum mun annast alla sölu- og markaðs- starfsemi á Norðurlandi. Mikil og jákvæð breyting á atvinnulífi „Það er ánægjulegt að sjá þá miklu og jákvæðu breytingu sem hefur orðið í atvinnumálum á Akureyri, við höfum haft ánægju af því að vinna með Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, forráðamönn- um bæjarins og fyrirtækjum á staðnum að eflingu atvinnulífs í bænum. Því starfi er ekki lokið og áhrif þeirra breytinga sem nú er ráðist í eiga eftir að koma enn betur í ljós. Árangur þessarar starfsemi mun að stærstum hluta ráðast af því hve inn- og útflytjend- ur á Norðurlandi nýta sér þessa þjónustu," sagði Hörður og benti á að starfsemin færi vel af stað, Reykjafoss hefði lestað 800 tonn- um af útflutningsvörum á Akur- eyri, um það bil helmingurinn var frá Akureyri og hinn frá stöðum í kring. Skipið myndi sigla fulllestað frá Eskifirði í kvöld, fimmtudags- kvöld. Nýir möguleikar Halldór Blöndal samgönguráð- herra sagði gamlan draum rætast með því að beinar siglingar hæfust frá Akureyri til Evrópuhafna. Nýir möguleikar opnuðust sem kæmu inn- og útfiutningsaðilum vel. „Þetta á þátt í að auka okkur bjart- sýni, með opnun þessarar siglinga- leiðar opnast nýir möguleikar fyrir atvinnulífið á Akureyri," sagði Halldór. Jakob Björnsson bæjarstjóri tók í sama streng og sagði að af við- tölum sínum við forsvarsmenn at- vinnulífsins mætti ráða að við- brögðin yrðu góð. „Það er enginn vafi á að þeir muni nýta sér þenn- an nýja möguleika." • • Oldruðum boðinn akstur í kirkju ÖLDRUÐUM verður boðið upp á akstur án endurgjalds að og frá Akureyrarkirkju í messu fyrsta sunnudag í hveijum mánuði og einnig í „opið hús“ í Safnaðar- heimilinu síðasta fimmtudag hvers mánaðar. Aksturinn hefst í dag, fimmtu- daginn 25. janúar, á „opið hús aldraðra“ í Safnaðarheimilinu. Brottför er frá Víðilundi kl. 14.40 með viðkomu á dvalarheimilinu Hlíð. Heimferð frá kirkjunni er áætluð kl. 17.00. Lagt verður af stað í messurn- ar á sunnudögum kl. 13.40 frá Víðilundi og komið við á Hlíð. Sama leið verður farin til baka frá kirkjunni og verður lagt af stað kl. 16.00 en heimferðar- tíminn er miðaður við að kirkju- gestum gefist kostur á að fara í messukaffi eftir guðsþjónustu. Númer klippt af um 30 bílum NÚMER hafa verið klippt af tæplega 30 bifreiðum á Akureyri nú í vikunni en þar er um að ræða bíla sem ekki hefur verið mætt með til skoðunar á réttum tíma eða eigendur þeirra hafa ekki greitt af þeim lögboðin gjöld. Gunnar Randversson, varð- stjóri lögreglunnar á Akureyri, sagði að hugað væri að númera- klippingum þegar minna væri að gera hjá lögreglumönnum. „Við fáum langa lista frá sýslumanni og verðum á ferðinni næstu daga. Það er engin miskun hjá Magnúsi, ríkið vill fá sitt,“ sagði Gunnar. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgnnblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjarai málsins! Slippstöðin Oddi hf. Gerir tilboð í viðhald og viðgerðir á þremur grænlenskum ferjum SLIPPSTÖÐIN Oddi hf. hefur gert tilboð í viðhald og viðgerðir á þrem- ur grænlenskum feijum sem fyrir- tæki í eigu grænlensku landsstjóm- arinnar á. Ingi Bjömsson, fram- kvæmdastjóri, segir að það ætti að liggja fyrir undir mánaðamót hvort Slippstöðin fær verkefnið. „Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem við geram tilboð í viðgerðir fyrir grænlensk fyrirtæki en höfum ekki fengið mikið út úr því ennþá. Við unnum þó í haust í Arnari HU eftir að hann var seldur til Græn- lands og ’94 var unnið hér í græn- Útboð Bæjarsjóður Akureyrar óskar eftir tilboðum í tölvur og tölvuvörur fyrir stofnanir Akureyrarbæjar.. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Akureyrar- bæjar frá og með fimmtudeginum 25. janúar. Tilboð skulu hafa borist skrifstofu Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, eigi síðar en fimmtudaginn 15. febrúar 1996 kl. 11.00 þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Allar nánari upplýsingar gefa starfsmenn áætlana- og hagsýsludeildar og tölvudeildar í síma 462 1000. Hagsýslustjórinn á Akureyri. Morgunblaðið/Kristján VINNU við endurbætur og viðhald á þýska togaranum Eridan- us er að Ijúka hjá Slippstöðinni Odda og hefur hann tekið hreint ótrúlegum breytingum. Fyrir aftan Eridanus liggur togarinn Gemini, sem á eftir að fá svipaða andlitsupplyftingu. lenskum togara. Það eru margir að siást á markaðnum og Danir hafa yfirleitt verið með lægri tilboð en við,“ segir Ingi. Vilja líta enn frekar í kringum sig Grænlensku feijurnar eru að fara í almennt viðhald og sagði Ingi þetta nokkuð stórt verkefni, sem ráðgert værL að vinna næsta sumar og haust. Hann sagði að menn hefðu fullan hug á að líta enn frekar í kringum sig og þá sé fyrst og fremst horft til nálægra landa. „Við teljum að Akureyri liggi nokkuð vel við umferð skipa á norðlægum slóðum og viljum reyna að nýta okkur þá möguleika sem í því felast. Það er mun styttra fyrir skip sem eru að sækja í norð- urhöf að sigla til Akureyrar í slipp en t.d. til Danmerkur." Verkefnastaða Slippstöðvarinn- ar Odda er góð um þessar mundir og útlitið gott næstu vikurnar. í dag er stefnt að því að ljúka vinnu við viðhald og viðgerðir á Eridan- us, einum togara Mecklenburger Hochseefischerei, dótturfyrirtækis Útgerðarfélags Akureyringa hf. Skipt var um stýri á skipinu og það öxuldregið, skipið var málað hátt og lágt og til viðbótar var unnið við ýmsar smáviðgerðir. Eridanus heldur frá Akureyri á morgun, föstudag, og fer til þors- kveiða í Barentshafi. Slippstöðin er að vinna við tvo aðra togara MHF og fljótlega bætist sá þriðji á slippkantinn. Bauð í verk í álverinu Slippstöðin Oddi bauð nýlega í tvö verk í álverinu í Straumsvík en hafði ekki erindi sem erfiði. Um var að ræða tilboð í smíði á keram og smíði á stálbitum og uppsetningu á stálgrindarhúsi nýja kerskálans. „Tilboð okkar voru talsvert hærri en lægstu tilboð en það sem við voram að gera, var að láta á það reyna hvort hægt væri að smíða þessa hluti innanlands. Við vorum með nokkur fyrirtæki með okkur í hugsanlegu samstarfi og gerðum tilboð í verkin saman. Það kom hins vegar í ljós og eins og við kannski vissum að það er hægt að fjölda- framleiða þessa hluti erlendis á hagkvæmari hátt en við getum boð- ið upp á,“ segir Ingi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.