Morgunblaðið - 25.01.1996, Síða 18

Morgunblaðið - 25.01.1996, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Eiginleikar gangsins Ingólfur Amarsson sýnir verk sín á Kjarvals- stöðum og í Galleríi Ingólfsstræti 8. Þórodd- ur Bjamason fékk að kynnast vinnuaðferð- um hans og hugmyndafræðinni á bak við verk hans, sem eru blýantsteikningar og málverk á steinsteypu. # Morgunblaðið/Einar Falur INGOLFUR Arnarsson myndlistarmaður. Tónlistar- skóli á tímamótum SAMTÖK tónlistarskólastjóra efna til ráðstefnu í Borgartúni 6, í Rúg- brauðsgerðinni, á morgun, föstudag- inn 26. janúar, um málefni tónlistar- skólanna. Yfirskrift ráðstefnunnar verður: „Tónlistarskóli á tímamót- um.“ I tilkynningu segir: „Ljóst er að um þessar mundir fara fram miklar umræður um hvert verði hlutverk tónlistarskólans innan samfellds skóladags. Alls eru starfandi rúm- lega 70 tónlistarskólar á landinu með um 12 þús. nemendum og virð- ist ekkkert lát vera á mikilli aðsókn í skólana. í flestum tónlistarskólun- um fer fram mikil og öflug tónlist- arstarfsemi sem reynst hefur hvati að allri menningaruppbyggingu í sveitarfélögunum. Viðhorf almennings til náms í tón- listarskóium hefur breyst mjög á undanförnum árum. Fjölmargir for- eldrar líta nú svo á, að nám í tónlist- arskóla sé mikilvægur þáttur í menntun barna sinna.“ Á ráðstefnunni verða flutt mörg framsöguerindi og mun meðal ann- ars Björn Bjamason menntamála- ráðherra ávarpa ráðstefnugesti. Að loknum framsöguerindum verða al- mennar umræður. Þátttökugjald er 1.000 kr. Innifal- ið er kaffi og léttur hádegisverður. ------------»■ ♦ »---- Nýjar bækur • LÁTNIRmerkismenn. 58 minn- isstæðir íslendingar sem féllu frá 1994 er bók mánaðarins í janúar hjá Bókaklúbbi AB. Ritun bókarinn- ar var í höndum ungs sagnfræðings, Einars Hreinssonar. Valið var mið- að við að viðkomandi hafi í lífí sínu og starfi haft augljós áhrif. Til að tryggja að allar upplýsingar væru réttar var haft samráð við ættingja og venslamenn hinna látnu. „Bók- inni er ætlað að marka upphaf rit- raðar sem Almenna bókafélagið hyggst gefa út á komandi árum og styðst hún að hluta til við sambæri- legar ritraðir elendis“, segir í kynn- ingu. Bókin kostar 2.990 kr. 2.190 kr. til klúbbfélaga. „MINIMALISMI er orð sem hefur verið notað um listamenn sem komu fram upp úr 1960 og þá mestmegnis í Bandaríkjunum. Straumar og stefnur liggja oft í loftinu. Listfræðingar þessa tíma reyndu að búa til sýningar til að reyna að fanga þessa tilfinningu sem var ríkjandi og til varð eitt- hvað sem menn kölluðu ABC-list eða Primary structures, frumbygg- ingarlegur stíll. Það er ákveðinn ruglingur og einföldun falin í þess- ari nafngift," sagði Ingólfur Arn- arsson aðspurður hvort hann til- heyrði flokki svokallaðra naum- hyggjumanna, minimalista, sem margir vilja bendla hann við. „Svokallaðir „frumkvöðlar" þess- arar svokölluðu stefnu hafa and- mælt þessu heiti vegna þess að þeir vilja líta á sig sem einstakl- inga. Það er jafnmargt sem að- greinir þá og sameinar. Þeir koma ekki fram sem skipulagður hópur með eigin sameiginlega stefnuskrá. Ég er alltaf að skilja betur og betur afstöðu þeirra vegna þess að mini- mal þýðir eitthvað einfalt og það er ákveðin tilhneiging til að halda að alltaf sé verið að einfalda eitt- hvað. Oft er sleppt ákveðnum gild- um í myndlist, eins og til dæmis myndbyggingu, en í staðinn kemur eitthvað annað sem er unnið með og það bætist við stafróf myndlist- arinnar. Verkin hafa kannski ein- falt yfirbragð en geta verið marg- brotin í senn. Ónefndur listamaður sagði eitt sinn að í allri góðri mynd- list, hvort sem um flókið eða ein- falt yfirbragð er að ræða, þá sé engu ofaukið,“ sagði Ingólfur. Ekki frásagnarleg list „Ég get ekki talað um mig sem minimalista hreinlega af virðingu fyrir þeim sem afneituðu heitinu og þar fyrir utan er ég að gera þessi verk 30 árum síðar og er af allt annarri kynslóð. Og sé enga ástæðu til að setja mig á slíkan bás. Það er hugsanlega skiljanlegt að menn grípi til svona hugtaka til að auð- velda sér tal um oft illflokkanlega sjónræna hluti, þetta er svona eins og hækjur." Ingólfur sagði að vitsmunalegi og ekki síst tilfinningalegi þátturinn í verkum sínum sé sterkastur. „Þetta er ekki frásagnarleg list en ég er að vinna með ákveðna grunnþætti sem margir upplifa og ég óska þess að allir geti skilið þetta á einhvem hátt og að tilfínning mín fyrir verkunum nái til fólks. Fólk gerir of mikið af því að rýna í eitthvað sem ekki er til staðar. Þetta er ekki svo flókið." Uppsetning verkanna í rýminu skiptir miklu máli hjá Ingólfí, allt frá ljósanotkun að fjarlægð verk- anna hvers frá öðru. „Ég byrjaði að hugsa um hveiju ég vildi ná fram í rýminu," sagði hann þegar upp- setning sýningarinnar kom til tals. „Eftir dálitla íhugun ákvað ég að halda eiginleikum gangsins en bjó til tvo ganga. Annar tengist ytri heiminum, og snýr að glugganum, en hinn tengist innri heimi sýning- arsalarins. Þetta er gangur og býður því upp á göngu frá einni teikningu til annarrar og bilið á milli þeirra er eins og skref en þó nógu mikið til að aðgreina hveija teikningu þannig að hægt er að líta á þetta bæði sem heild eða sem stakan hlut. Teikningarnar eru yfírlit af teikn- ingum sem ég hef gert á árunum 1991-1995 og eru settar upp í tíma- röð en breytingarnar eru ekki stór- stígar.“ Ingólfur vinnur teikningamar á glerplötu til að losna við að fá yfír- borð undirlagsins inn á teikninguna. Hún er unnin í mörgum lögum með tækni sem kölluð er krossskygging. „Þetta er hálfvélræn og hálflífræn aðferð við teikningu. Þegar pappír- inn er mettaður og teikningin áhuga- verð lít ég á verkið sem fullklárað.“ Skarpari sýn Ingólfur notar daufa liti í stein- steypuverkunum. „Vegna þess hve vatnslitimir sem ég nota í stein- steypuverkunum era daufir minna þeir hugsanlega á endurvarp lita eða skugga. Grái liturinn í teikningunum hefur reyndar litatóna í sér, því hann tekur í sig liti úr umhverfínu, bæði raunveralega og tilfínninga- lega. Þegar ég er búinn að vera lengi við þennan afmarkaða flöt sem teikningin er og kem út, fínn ég hvað það skerpir sýn mína á um- hverfíð. Ég vildi gjaman að verkin gætu virkað þannig á áhorfendur að það sem er fyrir utan sýninguna skerpist eftir að þeir hafa séð hana.“ Ingólfur hefur kennt myndlist síð- astliðin 15 ár við Myndlistarskólann í Reykjavík og Myndlista- og hand- íðaskóla Islands, þar sem hann var deildarstjóri frá 1983-1993. „Kennslan er stór hluti af mynd- listarlífí mínu og mér fínnst mjög ánægjulegt að kenna. Ég er dálítið klassískur þegar kemur að myndlist- armenntun. Eg held að almenn þjálf- un í teikningu geti skilað sér í hvaða anga listarinnar sem er. Ég gæti trúað því að ákveðin klassísk teikni- kunnátta geri mig hæfari til að ná betri árangri í því sem ég er að fást við. Reyndar trúi ég líka á teikning- ar gerðar af mönnum sem era óskólagengnir. Þjálfun og næmi fyr- ir teikningu og list er hægt að ná utan við hefðbundið myndlistamám, en það er mín skoðun að skólinn geti flýtt fyrir þroskanum. Menn geta nálgast listina úr mörgum átt- um,“ sagði Ingólfur Arnarsson. „Hvörf“ MYNPLIST Gallerí Fold MÁLVERK Ólafur Már Guðmundsson. Opið mánud.-laugard. 10-18 ogsunnud. 14-18 til 28. janúar. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ hefur verið áberandi í allri umræðu um óhlutbundna myndlist í hve miklum mæli listamenn telja sjálfír að slík verk séu vakin af til- vísunum í náttúruna, og þannig sé í raun hægt að tala um að viðkom- andi myndlist liggi á ystu mörkum náttúrusýnar fremur en á vettvangi afstrakt hugsunar, þar sem enga slíka tilvísun sé að finna. Þetta kemur óhjákvæmilega upp í hugann þegar litið er til verka Ólafs Más Guðmundssonar hér, enda bendir listamaðurinn sjálfur á þessi tengsl: „Það er með ákveðinn ásetning í huga sem ég tengi myndhugsun mína landslagi. En hér er ekki á ferðinni staðbundin náttúrudýrkun í sjálfu sér - heldur vinn ég út frá vangaveltum um hugtakið tilvist." Þetta kemur glögglega fram í stóru verkunum á sýningunni, sem öll bera titilinn „Jörð“. Hver mynd er unnin út frá hluta hrings eða sveigðri línu, og heildarhrifín magn- ast upp í fletinum eftir því sem litur- inn fylgir eftir þeim kraftlínum sem hafa verið markaðar. Hér er nær allt út í hvítt á bláleitum grunni; snjór, hríð eða sviptingar skýjanna hlaðast upp í málverkinu í eins kon- ar hvörfum náttúrunnar. Við fyrstu sýn virðast verkin ró- leg og friðsæl, en reynast síðan njóta sín best í nálægð vegna áferð- arinnar, sem kraumar undir, en verður flatari og tilbreytingarminni í fjarlægð. Sumum stærri verkunum er hér raðað upp saman, þar sem svipur heildarinnar ræður meiru en einstakir hlutar hennar; þannig er „Jörð - lýsir, ferðast" góð sam- stæða, sem og „Jörð - dögun“, sem dregur áhorfandann sífellt til sín. Auk þessara stóru málverka sýnir Iistamaðurinn tíu smámyndir, þar sem fígúrur koma inn í afmarkað fymi í litfletinum með skemmtileg- um persónueinkennum; þetta sést vel t.d. í myndinni „Kona flautar lagstúf*. Þessi verk sýna nokkuð aðra hlið á listsköpun Ólafs, og fara þessar tvær heildir ágætlega saman. Gallerí Fold hefur tekið upp þá venju að setja á boðskort sýninga ýmsan fróðleik sem tengist mynd- list almennt, og er slíkt til fyrir- myndar. Að þessu sinni er þar að finna stuttan pistil um mikilvægi réttrar varðveislu og meðferð myndverka, og er ekki að efa að margir ættu að geta nýtt sér þær ábendingar sem þar eru settar fram. Eiríkur Þorláksson Whitbread-verðlaunin Nýliði hafði betur en Rushdie FYRSTA bók skoskrar skáld- konu, „Behind the Scenes at the Museum“ vann óvænt til Whitbre- ad-bókmenntaverðlaunanna á þriðjudagskvöld. Búist hafði verið við því að bók Salmans Rushdies „The Moor’s Last Sigh“ hlyti verðlaunin. Verðlaunahöfundur- inn heitir Kate Atkinson og er 45 ára. Bók hennar er sögð tragi- kómedía um verkamannafjöl- skyldu í York, þar sem höfundur- inn fæddist, og er skrifuð af miklu öryggi að mati dómnefndar, sem komst að niðurstöðu eftir heitar umræður. Atkinson hefur aðra bók í smíðum sem hún býst við að verði gefin út í haust. Michelangelo á Manhattan? New York. Reuter. SÉRFRÆÐINGAR segjast þess fullvissir að stytta, sem áratug- um saman hefur blasað við í heldri manna húsi við fimmtu tröð á Manhattan, sé eftir Michelangelo. Styttan er af rómverska ástarguðnum Amor, bogalaus- um, og segir Kathleen Weil- Garris Brandt, prófessor og sér- fræðingur í endurreisnartíman- um við listadeild New York University, að grunur um að hún væri eftir Michelangelo hefði læðst að sér á siðasta ári. „Stytt- an minnti mig verulega á fyrstu verk Michelangelos í öllum smá- atriðum," sagði Brandt í samtali við dagblaðið The New York Times. Brandt hóf að rannsaka málið og vitnisburður James Drapers, umsjónarmaður evrópskar höggmyndalistar í Metropolitan safninu í New York, og Philipp- es De Montebellos, stjórnanda safnsins, rennir stoðum undir það. Styttan er tæpur metri á hæð og sýnir handa- og fótalausan dreng með hrokkið hár. Styttan var sett á uppboð árið 1902, en seldist ekki þótt staðhæft væri að hún væri eftir Michelangeio. Stanford White arkitekt keypti styttuna í Róm og var sagt að hún hefði nýlega verið grafin úr jörð. White teiknaði húsið, sem styttan er í. Það var reist milli 1902 og 1906ogernúí eigu Frakka. Búist er við að Metropolitan- safnið fari fram á leyfi til að fá að sýna styttuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.