Morgunblaðið - 25.01.1996, Síða 27

Morgunblaðið - 25.01.1996, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FJMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1096 27 AÐSENDAR GREINAR Um fiskveiðar - Ahrif sóknarbreytinga A SIÐASTA ári tóku stjómvöld þá ákvörðun að sókn í þorskstofninn skyldi minnkuð umtalsvert. Nokkurs misskilnings virðist gæta um þær afleiðingar, sem er að vænta við slíkan nið- urskurð. Hér á eftir verður reynt að út- skýra við hveiju er að búast þegar sókn í fiskstofn minnkar verulega. Verður að- allega leitast við að skoða málið hvað varðar líffræðilega þætti, en einnig reynt að skýra hvernig þessi atriði munu birtast sjómanni og útgerðaraðila. Þegar stíft er sótt í stofn verða fyrstu einkennin þau að fiskurinn nær gamals aldri í stöðugt minna mæli vegna þess að hann er veidd- ur áður en hann nær að nýta sér möguleika til vaxtar. Við slíkar kringumstæður er talað um mikil afföll vegna veiða eða mikinn fisk- veiðidauða. Veitt er hátt hlutfall úr hveijum aldursflokki. Þegar sókn í slíkan stofn minnk- ar mikið má reikna með að mjög margt gerist. Sumt mun gerast strax á fyrsta ári en annað á næstu árum þar á eftir. 1. Stofninn stækkar. Eftir því sem minna er veitt úr hveijum árgangi lifa fleiri einstaklingar árið af og fleiri fiskar ná því að verða gamlir. Þess verður vart nánast strax að árgangar hverfa ekki nærri eins fljótt og áður. 2. Stærri hluti stofnsins verður gamall fiskur. Ef nýliðun helst óbreytt má reikna með að mesta viðbótin í stofninum verði eldri fiskur þegar fram líða stundir. A tiltölulega fáum árum mun því verða vart við hlutfallslega meira af eldri fiski en áður. 3. Líkur á góðri nýliðun aukast. Með stækkun stofnsins, sérstak- lega eldri hluta hans, má reikna með að meiri líkur verði á góðri nýliðun heldur en meðan stofninn er lítill. Hins vegar ber að athuga að sá árgangur sem verður til á árinu 1996 mun ekki koma fram í veiðum fyrr en um aldamót. 4. Fiskur í afla verður stærri. Um leið og hlutfall smáfisks í stofninum minnkar er eðlilegt að búast við því að sjómenn sjái hærra hlutfall af vænum fiski í aflanum. 5. Nýting árganga batnar. Með- an nóg er æti (t.d. loðna), eins og nú er, má búast við því að þeir einstaklingar sem fá að lifa frá t.d. fjögurra til sex ára aldurs muni auka stórlega þyngd sína. Sá vöxtur kemur bæði fram í afla- brögðum og betri nýtingu árgang- anna. 6. Afli á úthaldsdag eykst. Ef meira er af fiski má reikna með að meiri afli fáist á hvern úthalds- dag. Þannig á að verða æ algeng- ara að togarar nái góðum togum og góðar veiðiferðir ættu að verða tíðari. 7. Minna úthald þarf til að ná sama afla. Fyrir tiltekinn kvóta má búast við að færri daga þurfi til að veiða hann; Þessi áhrif minni sóknar eiga að sjást mun fyrr en aukning í afla. Þannig er nú þegar orðið ljóst að flestar útgerðir geta náð þorskkvóta sínum á tiltölulega litlum hluta fiskveiðiársins. Það er síðan í valdi hverrar útgerðar hvort æskilegt sé talið að veiða þorsk- kvótann seint eða snemma á fisk- veiðiárinu og ræðst slíkt af skipu- lagi því sem hver útgerð vill hafa á sínum veiðum og nýtingu skip- anna. 8. Færri úthaldsdaga þarf til að ná kvótanum. Kvóti á hveijum einstökum bát er nú þegar þannig að honum er unnt að ná á mun styttri tíma en áður og þarf engan veginn heilt ár til að ná kvóta meðalskips. 9. Kvótinn nægir ekki út fiskveiðiárið. Af þeim ástæðum sem hér hafa verið raktar má vera ljóst að með óbreyttum veiðum mun kvótinn ekki end- ast fiskveiðiárið því Gunnar minni sókn þarf en Stefánsson áður til að ná kvótan- um. Fyrir útgerðir sem vilja eiga möguleika á að veiða þorsk allt árið er því nauðsynlegt annaðhvort að treina sér kvótann eins og frek- ast er unnt, t.d. með því að veiða þorsk eingöngu sem aukaafla, eða að kaupa meiri kvóta. 10. Kostnaður við veiðar minnk- Frjálsar þorskveiðar, segir Gunnar Stefáns- son, hefðu í för með sér að árgangar veiddust fljótt upp. ar. Þegar hægt er að ná sama afla með færri úthaldsdögum er ljóst að kostnaður hverrar útgerðar mun minnka. 11. Meira verður um torfur. Eðlilegt er að ætla að oftar muni finnast torfumyndanir. Þetta staf- ar að hluta af því að meira er um fisk og því aukast líkur á að hann þéttist í torfur. Einnig er ljóst að þegar úthaldsdögum fækkar verð- ur minna um skark veiðarfæra á veiðislóð og torfum verður því ekki sundrað jafnharðan og þær mynd- ast. Torfur standa þá lengur og æ oftar verður sem næst unnt að ganga að fiski vísum á tilteknum stöðum. 12. Meira verður um hrygn- ingarfisk í afla. Með óbreyttu hlut- falli vertíðarbáta og annarra fiski- skipa má reikna með að áhafnir vertíðarbáta sjái hlutfallslega meiri fisk heldur en áhafnir annarra skipa. Ástæða þessa er sú, að stór, kynþroska fiskur verður æ stærri hluti af stofninum, en hlutur kyn- þroska fisks í veiðistofni er nú um helmingur. 13. Hrygningargöngur verða stærri. Eftir því sem hrygningar- stofninn stækkar má reikna með að netabátar og dragnótarbátar í Faxaflóa sjái stærri göngur hrygn- ingarfisks og slíkar göngur standi mun lengur en áður. 14. Fleiri fiskar lifa af árið. Með nýtingarstefnu sem miðar við að veiða 25% veiðistofns á hveiju ári í stað 35-45% er fleiri fiskum gefinn möguleiki til vaxtar á hveij- um tíma. Slík hófleg nýting mun skila svipuðum afla og stíf sókn, en aflinn byggist á færri og stærri fiskum auk þess sem fleiri fiskar ná að hrygna. 15. Meira verður skilið eftir af fiski í sjó. Um leið sjá sjómenn á hveijum tíma að þeir eru búnir með kvótann meðan enn er nóg af fiski. Þetta þýðir meðal annars að miklu meiri líkur eru á að unnt verði nánast að ganga að því vísu að fiskurinn verði til staðar þegar haldið er til veiða. Flest atriði í ofangreindri lýs- ingu eru nokkuð augljós þegar að er gætt. Flest þeirra eru einnig allgóð lýsing á því sem er að ger- ast í þorskveiðum íslendinga um þessar mundir. Þannig er ljóst að fiskveiðar takmarkast nú af settum kvótum og ef fullt frelsi væri til veiða myndi aflinn verða mun meiri en raun ber vitni. Slíkt ber að taka sem merki um að veiði- stjórnun sé virk og líkleg U1 að leiða til þess að afli og stofn muni þróast til betri vegar á næstu árum. Ef breytt yrði um fiskveiðistefnu og þorskveiðar gefnar frjálsar má ljóst vera að horfið yrði á ný til þess að veiða fljótt upp árganga. Þá yrði fljótlega minna um stóran fisk, göngur smærri, torfumyndan- ir færri og stæðu skemur og líkur á lélegri nýliðun ykjust aftur. Þegar litið er á nýtingu þessarar auðlindar til nokkurra ára er erfitt að finna þau rök sem mæla með slíkri stefnubreytingu. Höfundur starfar á Hafrann- sóknastofnuninni. D A G A R 20 januar 4. Opið febrúar laugardaga kl. 10-16 B A Ð INNRETTINGAR 2 0% [afsláttur + 5% staðgreiösluafsláttur ELDHUS INNRETTINGAR 2 O % afsláttur + 5% staögreiðsluafsláttur KLÆÐA s K Á P A R 1 2% afsláttur + 5% staðgreiðsluafsláttur INTRA • IFÖ • MORA STÁLVASKAR HANDLAUGAR BLÖNDUNARTÆKI VHMafs I átt u r + 5% staðgreiðsluafsláttur ISSKAPUR kæli- og frystiskápur - ARDO hæð 141sm, breidd 55sm, dýpt 57sm U■" Tilboðsverð, staðgreitt: SCALA SKELJASTOLAR Verð áður: 3.830 Tilboðsverð, staðgreitt: 2.990 UPP ÞVOTTAVEL hæð 82sm, breidd 59,5sm, dýpt 57sm ARDO 12 manna - 6 kerfi Tilboðsverð, staðgreitt: 49.800 HER og NU Borgartúni 29, Reykjavík Sími: 562 7666

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.