Morgunblaðið - 02.02.1996, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 9
FRETTIR
Umræður um prestkosningar á Alþingi
Söfnuðir fái meira
vald við val á prestum
MARGIR þingmenn lýstu þeirri skoðun á Alþingi í gær að kirkjusöfnuð-
ir ættu að hafa meira vald við ráðningar presta en nú er. Verið var
að ræða stjórnarfrumvarp um veitingu prestakalla sem gerir ráð fyrir
því að laus prestsembætti séu skilyrðislaust auglýst til umsóknar, en
að öðru leyti verði ekki breytingar á formi prestráðninga.
Háskóla-
hátíð í Há-
skólabíói
BRAUTSKRÁNING kandídata
fer fram í Háskólabíói laugar-
daginn 3. febrúar nk. Tríóið
Skárren ekkert leikur við inn-
ganginn frá kl. 13.15, en hátíð-
in verður sett kl. 14. Að lok-
inni setningu spilar strengja-
sveit Tónlistarskólans í Reykja-
vík undir stjórn Marks Reed-
mans.
Forseti íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, afhendir í
fyrsta skipti Nýsköpunarverð-
launin, en þau eru veitt fyrir
framúrskarandi verkefni sem
unnið var með styrk úr Nýsköp-
unarsjóði námsmanna. Áð því
loknu verða skírteini afhent.
Að síðustu syngur Háskólakór-
inn undir stjórn Egiis Gunnars-
sonar nokkur lög.
Fjöldi íbúða
til sölu á
Reykhólum
Miðhúsum. Morgunblaðið.
HREPPSFUNDUR var á Reyk-
hólum miðvikudaginn 31. jan-
úar og voru þar mættir allir
aðalfulltrúar. Samþykkt var að
selja Orkubúinu hitaveituna
fyrir 52 milljónir og þar mun
ríkið leggja Orkubúinu til 16
milljónir kr. Salan var sam-
þykkt með fjórum a tkvæðum
gegn einu en tveir sátu hjá.
Samkvæmt heimildum
blaðsins er talsverð óánægja á
Reykhólum með sölu hitaveit-
unnar og munu nú vera til sölu
hátt í 20 íbúðir á Reykhólum.
Fundu
snældur á
Vogastapa
Vogum. Morgunblaðið.
ÞRIR piltar sem voru á ferð
við Háabjalla á Vogastapa á
miðvikudag fundu þar sjötíu
hljóðsnældur sem eru taldar
þýfi. Á fimmtíu hljóðsnældanna
er sama efni. Hinar tuttugu eru
allar eins, en annað efni á þeim.
Að sögn lögreglu er verið
að rannsaka hvaðan spólurnar
eru komnar.
Tunglvaka í
Herdísarvík
FERÐAFÉLAGIÐ fagnar út-
komu nýrrar ferðaáætlunar
með kvöldferð nærri fullu tungli
í Herdísarvík í kvöld, föstudags-
kvöld, 2. febrúar kl. 20. Þarna
eru sögulegar minjar og sér-
stætt náttúrufar.
Rifjaðar verða upp sagnir er
tengjast umhverfínu og kveikt
verður fjörubál. Brottför er frá
BSÍ austanmegin og Mörkinni
6. Heimkoma er áætluð um
miðnættið.
Sighvatur Björgvinsson þing-
maður Alþýðuflokks sagðist telja
að auka eigi vald safnaða. Hann
kom fram með þá hugmynd að í
stað þess að ríkið greiði prestum
laun, verði þau laun greidd til safn-
aðanna sem síðan ráði sér sjálfir
prest og ákveði sjálfir með hvaða
hætti þeir hafa þá ráðningu.
Kristján Pálsson þingmaður
Sjálfstæðisflokks sagði að Alþingi
yrði að laga lög um kirkjuna þann-
ig að sæmileg sátt væri um túlkun
þeirra. Greinilegt væri til dæmis
í Langholtsmálinu, að óvissa væri
um hver réði hveiju, og þegar bisk-
up þyrfti að leita álits lögfræðinga
um það hver réði hveiju, eins og
gerst hefði í Langholtsmálinu, þá
hlyti löggjöfinni að vera eitthvað
áfátt.
Kristján sagðist vera þeirrar
skoðunar, að færa ætti meira vald
til sóknanna og þær ættu að hafa
meira um það að segja hver er
ráðinn prestur en þær hafa haft.
Sturla Böðvarsson þingmaður
Sjálfstæðisflokks nefndi þann
möguleika að afnema æviráðningu
presta og ráða þá aðeins til fimm
ára í senn. Hjálmar Jónsson þing-
maður Sjálfstæðisflokks sagði að
til greina kæmi að taka æviráðn-
ingu presta til endurskoðunar eins
og annarra embættismanna en
ekki ætti að taka þá sérstaklega
út úr.
Lög í endurskoðun
Þorsteinn Pálsson kirkjumálaráð-
herra sagði að í fyrirliggjandi
frumvarpi væri ekki verið að fjalla
um starfsskyldur eða ábyrgð
presta. í kirkjumálaráðuneytinu
hefði verið mótuð sú stefna, að
rétt væri að viðhalda þjóðkirkju-
skipulaginu en stíga þurfi skref
til að auka sjálfstæði kirkjunnar í
sínum innri málum. Unnið hefði
verið að gerð rammalöggjafar um
stöðu kirkjunnar sem hugsanlega
yrði lagt fram á Alþingi síðar í
vor. Eðlilegt væri að taka þær
spurningar, sem komið hefðu fram
við umræðuna, upp þegar fjallað
yrði um það frumvarp.
Ný sending
Kragalausir, köflóttir jakkar.
Úrval af buxum í stærð 34. Verð kr. 5.000.
TESS
- Verið velkomin - Opið virka daga kl. 9-18,
laugardaga kl. 10-14.
V ii t
neðst við
Dunhaga,
sími 562 2230
GLÆSILEGUR VORFATNAÐUR
n
• |, I, \ - RENÉ LEZARD
Sœvar Karl
Bankastræti 9, sími 551-3470.
SÁLFRÆDISTOFA
Sigtryggur Jónsson, sálfræðingur. Hef flutt sálfræðistofu mína í SKIPHOLT 50C, 3 hæð Sími og fax: 562 0602. Tímapantanir í síma 562 0602 kl. 09.00 til 10.00 alla virka daga.
MaxMara
Utsala
Mari
fnU«SK
Áhugaverður valkostur fyrir fólk
á öllum aldri til að koma sér i
toppform og öðlast aukinn lifskraft.
/Efingar sem sameina mýkt,
einbeitingu og öndun.
, 1E1UAMARNES ■ YESTURBÆR
I húsi sundlaugar Seltjarnarness
Danshöllin Drafnarfelli 2
Upplýsingar í sima 552 6266
/ ••
UTSOLULOK d '
Engin verðlækkun, Q/eMf
ekkert verðhrun, heldur bjóðum við þér
að prútta og prútta og prútta.... Eiðistorgi 13, 2. hæð,
Opið laugardaga til kl. 16:00. yfir torginu,
(Ath. stretchbuxurnar eru ekki á útsölu) sími 552-3970.
Hverfisgötu 52 - 101 Reykjavík - s. 562-2862.
VERÐIÐ HJÁ OKKUR
ER SVO HAGSTÆTT!
Grindalistar • Spónaplötur 12m/m:
35x70m/múr furu
verð pr. m 92 kr. stgr.
Margar gerðir,
mjög hagstætt verð.
V313 120x255 kr. 1.150 stgr.
venjul. 120x253 kr. 850 stgr.
Verð miðað við að keyptar
séu 25-100 plötur.
Sperruefni T18
Sérstakt tilboð:
2x6 kr. 215 stgr.
2x8 kr. 275 stgr.
2x9 kr. 315 stgr.
Lengdir 6,0-6,9 m
I."J .. . 11 I 12-36mónu&ir
Smiðsbúð
Byggingavöruverslun,
Smiösbúð 8 & 12, 210 Garöabæ.
Sími 565 6300, fax. 565 6306.
Fólk er alltaf
að vinna
í Gullnámunni:
84 milljonir
Vikuna 25. til 31. janúar voru samtals 83.926.130 kr.
greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru
bæöi veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öörum
vinningum. Silfurpottar í vikunni:
Dags. Staöur Upphæð kr.
25. jan. Mónakó 222.816
25. jan. Háspenna, Laugavegi 100.531
26.jan. Háspenna, Hafnarstræti 142.264
26.jan. Háspenna, Laugavegi 168.279
27. jan. Mamma Rósa, Kópavogi... 123.896
28.jan. Rauöa Ijóniö 144.045
28. jan. Mónakó 95.105
29.jan. Háspenna, Hafnarstræti 107.349
30. jan. Ölver 158.823
30. jan. Háspenna, Laugavegi 181.844
31.jan. Rauöa Ijóniö 190.679
Staöa Gullpottsins 1. febrúar, kl. 12.00
var 10.701.088 krónur.
Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr.
og hækka síðan jafnt og þétt þar til þeir detta.