Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Byrjað á nýrri sundlaug
og húsi næsta haust
BÆJARRÁÐ Akureyrar staðfesti á fundi í gær-
morgun röð framkvæmda við Sundlaug Akureyrar
á árunum 1996-1999, en á þessum tíma er áætlað
að veija um 150-160 milljónum króna vegna fram-
kvæmda við laugina. Pær koma til viðbótar um
66 milljónum sem fram til þessa hafa verið notað-
ar vegna lagfæringa og endurbóta.
Stoppað eftir næsta áfanga
Gísli Bragi Hjartarson formaður framkvæmda-
nefndar Akureyrarbæjar sagði að ákveðið hefði
verið að fínna einhvem áfanga sem hægt væri
að stoppa við í bili þar sem fyrirséð væri að bær-
inn þyrfti að kosta miklu til vegna skólabygginga
á komandi árum, en áætlað er að um einn milljarð-
ur króna fari í slíkar framkvæmdir á vegum bæjar-
félagsins á næstu árum.
Næsta verk við Sundlaug Akureyrar verður
bygging nýrrar laugar, 25x16,3 metrar, kennslu-
og æfíngalaug og verður hún gerð sunnan við
núverandi laug. Þá verður byggt nýtt hús við laug-
ina þar sem verður búningsaðstaða.
Kostnaðarsamt verk
Framkvæmdir við nýju laugina hefjast að lokn-
um aðalferðamannatímanum næsta haust og er
áætlað að þeim verði lokið árið 1997. Nýbygging-
in við laugina verður reist nokkuð samhliða gerð
laugarinnar.
Á fundi bæjarráðs minnti Sigríður Stefánsdótt-
ir, Alþýðubandalagi, á tillögu flokksins við af-
greiðslu fjárhagsáætlunar um meira fé til sund-
laugarinnar þannig að einhver áfangi eins og ný
laug kæmist í notkun á þessu ári.
Sigurður J. Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki,
nefndi í bókun sinni, að sú áætlun sem unnið sé
eftir á sundlaugarsvæðinu sé of kostnaðarsöm,
hann telji að viðbótarkostnaður verði a.m.k. 275
milljónir króna.
Bakki
byggðurá
Nökkva HU
SLIPPSTÖÐIN Oddi hf. er að
vinna við endurbætur og breyting-
ar á Nökkva HU frá Blönduósi.
Stærsta einstaka verkið er bygg-
ing bakka framan á skipið en auk
þess verður það málað.
Tveir Siglufjarðartogarar, Sigl-
firðingur SI og Sigluvík SI eru í
viðhaldi hjá stöðinni og hefur m.a.
verið sett rækjuvinnslulína um
borð í Siglfirðing. Blængur NK
er í flotkvínni og unnið er við tvo
togara þýska fyrirtækisins MHF.
Skipasmíðastöð í Skagen í Dan-
mörku átti hagstæðasta tilboðið í
endurbætur og viðhald á þremur
grænlenskum ferjum og verður
samið við þá stöð um að vinna
verkið. Eins og fram kom í Morg-
unblaðinu nýlega bauð Slippstöðin
Oddi hf. einnig í verkið en hafði
ekki erindi sem erfiði.
Morgunblaðið/Kristján
Rekstur að nýju í Glerhúsinu um páskana
Blómaval og Höldur
taka upp samstarf
FRAMKVÆMDIR á Melgerðismel-
um, þar sem Iandsmót hestamanna
verður haldið sumarið 1998, hafa
staðið yfír frá því í haust.
Ari B. Hilmarsson verktaki hefur
síðustu vikur nýtt einstaka tíð og
unnið við að byggja upp velli og
brautir og stækka áhorfendabrekk-
ur, en tilboði hans í verkið var tek-
ið á sínum tíma.
Stefán Erlingsson, formaður
framkvæmdanefndar, sagði að til-
boðið hefði verið það hagstætt að
ákveðið hefði verið að gera meira
á svæðinu en áætlað var í upphafi.
„Helsta gagnrýni sem beinst hefur
að þessu svæði er að áhorfenda-
stæði séu ekki nóg góð, við erum
að vinna heilmikið í þeim núna og
ég er viss um að þau verði eins góð
eða betri en víðast hvar annars stað-
ar á landinu. Ég hef lengi haldið
því fram að Melgerðismelar séu eitt-
hvert besta svæði á landinu til að
halda á mót, þetta er mjög
skemmtilegt svæði niður við bakka
Eyjafjarðarár," sagði Stefán.
Generalprufa ’97
Síðasta sumar var unnið við lag-
færingar á húsnæði á Melgerðis-
melum og nú í sumar verður unnið
að ýmiss konar frágangi. Stefnt er
að því að svæðið verði nánast til-
búið sumarið 1997 og er þá áætlað
að halda eins konar „generalprufu".
Hestamannafélög í Eyjafirði sjá
um framkvæmd mótsins og fengu
þau 10 milljónir króna i styrk frá
Akureyrarbæ og Eyjafjarðarsveit.
BLÓMAVAL og Höldur hafa
ákveðið að stofna með sér félag
um rekstur í svonefndu Glerhúsi
við Hafnarstræti á Akureyri.
Bjarni Finnsson, eigandi Blóma-
vals, sagði að samningar hefðu
enn ekki verið undirritaðir, en all-
ar líkur bentu til að af samstarfinu
yrði. Höldur hf. keypti húsið á
seint á síðasta ári af Landsbank-
anum. í húsinu eru tveir salir og
veitingasalur í því miðju.
Bjarni sagði að ráðgert væri að
opna húsið í kringum páskana.
Hann sagði að leitað yrði eftir
starfsfólki á Akuréyri, en gera
mætti ráð fyrir að um 10 störf
sköpuðust í kjölfar þessarar starf-
semi.
Blómaval verður með sína starf-
semi í suðurhluta hússins. Enn
hefur ekki að fullu verið ákveðið
með starfsemi í norðurhlutanum,
en væntanlegt verða þar sýningar
og uppákomur af ýmsu tagi, m.a.
bílasýningar.
„Við hugsum okkur að á sumrin
verði lögð áhersla á veitingarekst-
urinn og verslun fyrir ferðamenn,
enda er mikið um ferðamenn á
Akureyri að sumarlagi. Þá munum
við leita eftir garðyrkjufólki til
starfa, því við leggjum mikla
áherslu á að þjónusta það fólk sem
vinnur að ræktun," sagði Bjarni.
Morgunblaðið/Kristján
JÓNAS Vigfússon í Litla-Dal, sveitarsljóri í Hrísey og Þorvald-
ur Hallsson í Ysta-Gerði voru að mæla út nýjan 250 metra
keppnisvöll. Jónas tók sér sumarfrí í góða veðrinu í gær, en
hann sá um skipulagningu á svæðinu.
Landsmótíð undirbú-
ið á Melgerðismelum
/ Morgunblaðið/Kristján
LIF mun að nýju færast í Glerhúsið við Hafnarstræti í kjölfar
samstarfs Hölds og Blómavals.
Deildarstjóri
íþrótta- og tóm-
stundadeildar
Sextán
umsóknir
SEXTÁN umsóknir bárust um
starf deildarstjóra íþrótta- og
tómstundadeildar Ákureyrar-
bæjar, en umsóknarfrestur
rann út í vikunni.
Deildarstjórinn ber ábyrgð á
starfsemi bæjarins í íþrótta- og
tómstundamálum, eins og
rekstri félags- og tómstundam-
iðstöðva og íþróttamannvirkja.
Gert er ráð fyrir að nýr deildar-
stjóri taki við starfinu 1. mars
næstkomandi, en Hermann
Sigtryggsson, sem gengt hefur
starfinu síðustu 33 ár, lætur
senn af störfum.
Umsóknir verða sendar
sviðsstjóra félags- og fræðslu-
sviðs Ákureyrarbæjar og síðan
mun íþrótta- og tómstundaráð
fjalla um þær og væntanlega
mæla með einhvetjum umsækj-
endanna við bæjarstjórn Akur-
eyrar.
Stjórn Iðju
Mótmælir
hækkun
komugjalds
STJÓRN Iðju, félags verk-
smiðjufólks á Akureyri og ná-
grenni, hefur í ályktun mót-
mælt harðlega þeim hækkunum
sem heilbrigðisráðherra hefur
boðað á komugjaldi til sérfræð-
inga og heimilislækna ásamt
skerðingu á bifreiðastyrk til
öryrkja og hækkun lyfjakostn-
aðar meir en gert hefur verið á
síðustu misserum, eins og segir
í ályktun stjórnarinnar. „Hér
er ríkisstjórnin enn einu sinni
að ráðast á þá sem lægstu tekj-
umar hafa í þjóðfélaginu,“ seg-
ir þar ennfremur.
Landsvirkjun
Jakob og
Sigurður J.
í viðræðu-
nefnd
JAKOB Bjömsson bæjarstjóri
og Sigurður J. Sigurðsson, bæj-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokks,
hafa verið tilnefndir í viðræðu-
nefnd eignaraðila að Lands-
virkjun, en nefndin á að íjalla
um endurskoðun á eignarhaldi,
rekstrarformi og hlutverki fyr-
irtækisins.
Iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neytið óskaði eftir að Akur-
eyrarbær tilnefndi tvo fulltrúa
í nefndina.
Hádegis-
tónleikar
BJÖRN Steinar Sólbergsson
organisti í Akureyrarkirkju
heldur hádegistónleika kirkj-
unni á morgun, laugardaginn
3. febrúar, kl. 12.00. Þetta eru
fyrstu hádegistónleikamir eftir
endurbyggingu orgels kirkjunn-
ar, en það var endurvígt í lok
nóvember á liðnu ári.
Á efnisskrá tónleikanna eru
verk eftir Johann Sebastian
Bach og Louis Vierne. Lesari á
tónleikunum er sr. Svavar A.
Jónsson. Aðgangur er ókeypis
og öllum heimill. Að tónleikum
loknum er boðið upp á léttan
hádegisverð í Safnaðarheimili
Akureyrarkirkju.