Morgunblaðið - 02.02.1996, Side 21

Morgunblaðið - 02.02.1996, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 21 FRÉTTIR: EVRÓPA Finnar stefna á EMU þrátt fyrir hægari hagvöxt Hclsinki. Reuter. FINNSKA ríkisstjórn- in segir að þrátt fyrir að stefni í hægari hag- vöxt á næstunni en spáð var, standist markmið hennar um að taka þátt í Efna- hags- og myntbanda- lagi Evrópu (EMU) er það hefur göngu sína 1. janúar 1999. „Það lítur út fyrir að þótt hægi á hag- vexti til skamms tíma, sem mun hafa nokkur áhrif á ríkisfjármálin, standist áætlunin um aðlögun [að skilyrðum Maastricht fyrir EMU-aðild],“ sagði Paavo Lipponen forsætisráðherra á blaðamannafundi. Atvinna ekki aukin á kostnað ríkisfjármála Forsætisráðherrann benti á að verðbólgan, sem er nú 0,3% á árs- grundvelii, væri sú lægsta í Evrópu og ekki væri útlit fyrir að hún ykist. Fjárlagahalli og erlendar skuldir færu minnk- andi. Lipponen stendur nú í viðræðum við verka- lýðshreyfinguna um það hvernig draga megi úr atvinnuleysi, en það er nú óvíða meira í Evrópu. Yfir 17% vinnufærra Finna hafa ekki atvinnu. Lipponen sagði að rík- isstjórnin myndi ein- göngu taka þær tillög- ur til skoðunar, sem fælu ekki í sér aukinn fjárlagahalla. Hann tók sömuleiðis dræmt í kröfur verkalýðsfélaga um lækkun skatta til að örva atvinnustarfsemi. „Verulegar nýjar skattalækkanir verða ekki mögulegar. Það á eftir að koma í ljós hvort það er einu sinni svigrúm fyrir litla skattalækk- un,“ sagði forsætisráðherrann. Lipponen sagði hins vegar að verkalýðshreyfingin hefði „nánast öll“ lýst yfir stuðningi við stjórnar- stefnuna. Paavo Lipponen Frakkar óánægðir með samkeppnisstöðu sína Vilja refsa fyrir gengisfellingar París. Reuter. FRANCK Borotra, iðnaðarráðherra Frakklands, segir í viðtali við franska viðskiptablaðið Les Echos í gær að hann telji að refsa eigi Evrópuríkjum er beiti gengisfelling- um til að ýta undir útflutning með því að aðstoð frá Evrópusamband- inu yrði greidd út, í þeirra eigin gjaldmiðli. „Það verður að finna lausn er kemur í veg fyrir óréttlátar sam- keppnisaðferðir," sagði Borotra og benti á að enn meiri þrýstingur yrði á að grípa til gengisbreytinga eftir að peningakerfi sumra ESB-ríkja rynnu saman í sameiginlega mynt. Ef sú yrði raunin yrði að beita þau hörðu til að tryggja aðhalds- stefnu í gengismálum, t.d. með því að greiða þróunarstyrki og aðra ESB-aðstoð að hluta eða öllu leyti í gjaldmiðli þessara ríkja. Nú eru þróunarstyrkirnir, sem aðallega renna til rikja í suðurhluta álfunnar, greiddir út í mynteining- unni ECU, en hún grundvallast á myntkörfu, þar sem þýska markið er ríkjandi. Ef greitt yrði út í viðkomandi gjaldmiðlum myndu þróunarstyrk- irnir rýrna að raunvirði sem næmi gengisbreytingunum. Frakkar hafa ítrekað kvartað yfir því að gengisstefna Suður-Evr- ópuríkja bitni illa á ýmsum atvinnu- greinum i Frakklandi, s.s. vefnaðar- vöruiðnaðinum Þá hafa grænmetis- og ávaxta- ræktendur kvartað sáran yfir sam- keppnisstöðu sinni og stundum gripið til harðra mótmælaaðgerða. Borotra sagði að allt að sextíu þúsund störf í vefnaðarvöruiðnaði og leður- og skóframleiðslu í Frakk- landi væru í hættu á næstu tveimur árum. Síðbúnar kosningar til Evrópuþings í Austurríki • KOSNINGAR til Evrópu- þingsins munu fara fram í Aust- urríki 13. október næstkomandi, sama dag og borgarstjórnar- kosningar í Vín. Þetta verða fyrstu Evrópuþingskosningar í Austurríki, þótt liðin verði nærri tvö ár frá inngöngu landsins í E vrópusa mbandið. • EVRÓPUSAMBANDIÐ ætti að endurskoða markmið land- búnaðarstefnu sinnar á ríkjaráð- stefnunni síðar á árinu, að mati Alþjóðanáttúruverndarsjóðsins (World Wildlife Fund). Talsmað- ur sjóðsins, Natasja Jellatsjítsj, segir markmið landbúnaðar- stefnunnar úrelt. „Þau voru sett fram á sjötta áratugnum og mið- uðu að því að framleiða sem mest af matvælum í Evrópu. Nú verður að endurskoða þau í því skyni að tryggja gæði fremur en magn.“ WWF segir að landbún- aðarniðurgreiðslur hafi stuðlað að umhverfisskaða og heilsu- tjóni. • ESB hefur lagt fram tillögur um breytingar á fjármögnun Sameinuðu þjóðanna, sem miða m.a. að því að lækka kostnaðar- hlutdeild Bandaríkjanna, hækka hlutdeild Japans og herða refsi- aðgerðir gagnvart þeim rikjum, sem ekki borga sinn hlut í kostn- aðinum við rekstur SÞ. Tulíp DX4/100 MHZ 8 MB minni - 850 MB diskur Með sjónvarpí TulHp computers Gæðamerkið frá Hollandi Nyherjabuðin er opin laugardaga 10-14 Canon Bl-30 bleksprautuprentari Lexm^rk 720 dpi prentari 30 blaða arkamatari 3 bls/mín á Lexmark4076 II Litableksprautuprentari 600 x 300 dpi upplausn 3 bls/mín -150 blaða arkamatari RÉTT VERÐ: 34,900 Handskanni Nettur og meðfærilegur litaskanni. A4 imagery Alhliða skanni fyrir skrifstofuna og heimilið 2400 dpi upplausn. TulSp computers Gæðamcrkið frá llollandi 8MBminiii 850 MB diskur ithemetámóðurborði n 3áraábyrgð 28.800 Baud módem á frábæru verði fyrir kaupendur heimabanka og Internetpjónustu. (*) Sumar gerðir kr. 123.900 canon 26.900 frá Ericsson, Dancall, Nokia o.fl Mikið úrval fylgihluta 14.900 59.900 . Trust TOLVUBUNAÐUR RMmÍr . t | | |~~| 1 * • • ••***« | ■ NYHERJA bu&ití' SKAFTAHLIÐ 24 SÍMI 569 7800 ÖLL VERÐ ERU STCR. VERÐ M/VSK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.