Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 21 FRÉTTIR: EVRÓPA Finnar stefna á EMU þrátt fyrir hægari hagvöxt Hclsinki. Reuter. FINNSKA ríkisstjórn- in segir að þrátt fyrir að stefni í hægari hag- vöxt á næstunni en spáð var, standist markmið hennar um að taka þátt í Efna- hags- og myntbanda- lagi Evrópu (EMU) er það hefur göngu sína 1. janúar 1999. „Það lítur út fyrir að þótt hægi á hag- vexti til skamms tíma, sem mun hafa nokkur áhrif á ríkisfjármálin, standist áætlunin um aðlögun [að skilyrðum Maastricht fyrir EMU-aðild],“ sagði Paavo Lipponen forsætisráðherra á blaðamannafundi. Atvinna ekki aukin á kostnað ríkisfjármála Forsætisráðherrann benti á að verðbólgan, sem er nú 0,3% á árs- grundvelii, væri sú lægsta í Evrópu og ekki væri útlit fyrir að hún ykist. Fjárlagahalli og erlendar skuldir færu minnk- andi. Lipponen stendur nú í viðræðum við verka- lýðshreyfinguna um það hvernig draga megi úr atvinnuleysi, en það er nú óvíða meira í Evrópu. Yfir 17% vinnufærra Finna hafa ekki atvinnu. Lipponen sagði að rík- isstjórnin myndi ein- göngu taka þær tillög- ur til skoðunar, sem fælu ekki í sér aukinn fjárlagahalla. Hann tók sömuleiðis dræmt í kröfur verkalýðsfélaga um lækkun skatta til að örva atvinnustarfsemi. „Verulegar nýjar skattalækkanir verða ekki mögulegar. Það á eftir að koma í ljós hvort það er einu sinni svigrúm fyrir litla skattalækk- un,“ sagði forsætisráðherrann. Lipponen sagði hins vegar að verkalýðshreyfingin hefði „nánast öll“ lýst yfir stuðningi við stjórnar- stefnuna. Paavo Lipponen Frakkar óánægðir með samkeppnisstöðu sína Vilja refsa fyrir gengisfellingar París. Reuter. FRANCK Borotra, iðnaðarráðherra Frakklands, segir í viðtali við franska viðskiptablaðið Les Echos í gær að hann telji að refsa eigi Evrópuríkjum er beiti gengisfelling- um til að ýta undir útflutning með því að aðstoð frá Evrópusamband- inu yrði greidd út, í þeirra eigin gjaldmiðli. „Það verður að finna lausn er kemur í veg fyrir óréttlátar sam- keppnisaðferðir," sagði Borotra og benti á að enn meiri þrýstingur yrði á að grípa til gengisbreytinga eftir að peningakerfi sumra ESB-ríkja rynnu saman í sameiginlega mynt. Ef sú yrði raunin yrði að beita þau hörðu til að tryggja aðhalds- stefnu í gengismálum, t.d. með því að greiða þróunarstyrki og aðra ESB-aðstoð að hluta eða öllu leyti í gjaldmiðli þessara ríkja. Nú eru þróunarstyrkirnir, sem aðallega renna til rikja í suðurhluta álfunnar, greiddir út í mynteining- unni ECU, en hún grundvallast á myntkörfu, þar sem þýska markið er ríkjandi. Ef greitt yrði út í viðkomandi gjaldmiðlum myndu þróunarstyrk- irnir rýrna að raunvirði sem næmi gengisbreytingunum. Frakkar hafa ítrekað kvartað yfir því að gengisstefna Suður-Evr- ópuríkja bitni illa á ýmsum atvinnu- greinum i Frakklandi, s.s. vefnaðar- vöruiðnaðinum Þá hafa grænmetis- og ávaxta- ræktendur kvartað sáran yfir sam- keppnisstöðu sinni og stundum gripið til harðra mótmælaaðgerða. Borotra sagði að allt að sextíu þúsund störf í vefnaðarvöruiðnaði og leður- og skóframleiðslu í Frakk- landi væru í hættu á næstu tveimur árum. Síðbúnar kosningar til Evrópuþings í Austurríki • KOSNINGAR til Evrópu- þingsins munu fara fram í Aust- urríki 13. október næstkomandi, sama dag og borgarstjórnar- kosningar í Vín. Þetta verða fyrstu Evrópuþingskosningar í Austurríki, þótt liðin verði nærri tvö ár frá inngöngu landsins í E vrópusa mbandið. • EVRÓPUSAMBANDIÐ ætti að endurskoða markmið land- búnaðarstefnu sinnar á ríkjaráð- stefnunni síðar á árinu, að mati Alþjóðanáttúruverndarsjóðsins (World Wildlife Fund). Talsmað- ur sjóðsins, Natasja Jellatsjítsj, segir markmið landbúnaðar- stefnunnar úrelt. „Þau voru sett fram á sjötta áratugnum og mið- uðu að því að framleiða sem mest af matvælum í Evrópu. Nú verður að endurskoða þau í því skyni að tryggja gæði fremur en magn.“ WWF segir að landbún- aðarniðurgreiðslur hafi stuðlað að umhverfisskaða og heilsu- tjóni. • ESB hefur lagt fram tillögur um breytingar á fjármögnun Sameinuðu þjóðanna, sem miða m.a. að því að lækka kostnaðar- hlutdeild Bandaríkjanna, hækka hlutdeild Japans og herða refsi- aðgerðir gagnvart þeim rikjum, sem ekki borga sinn hlut í kostn- aðinum við rekstur SÞ. Tulíp DX4/100 MHZ 8 MB minni - 850 MB diskur Með sjónvarpí TulHp computers Gæðamerkið frá Hollandi Nyherjabuðin er opin laugardaga 10-14 Canon Bl-30 bleksprautuprentari Lexm^rk 720 dpi prentari 30 blaða arkamatari 3 bls/mín á Lexmark4076 II Litableksprautuprentari 600 x 300 dpi upplausn 3 bls/mín -150 blaða arkamatari RÉTT VERÐ: 34,900 Handskanni Nettur og meðfærilegur litaskanni. A4 imagery Alhliða skanni fyrir skrifstofuna og heimilið 2400 dpi upplausn. TulSp computers Gæðamcrkið frá llollandi 8MBminiii 850 MB diskur ithemetámóðurborði n 3áraábyrgð 28.800 Baud módem á frábæru verði fyrir kaupendur heimabanka og Internetpjónustu. (*) Sumar gerðir kr. 123.900 canon 26.900 frá Ericsson, Dancall, Nokia o.fl Mikið úrval fylgihluta 14.900 59.900 . Trust TOLVUBUNAÐUR RMmÍr . t | | |~~| 1 * • • ••***« | ■ NYHERJA bu&ití' SKAFTAHLIÐ 24 SÍMI 569 7800 ÖLL VERÐ ERU STCR. VERÐ M/VSK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.