Morgunblaðið - 02.02.1996, Page 38
38 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996
<
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
+ Sigurgeir Jóns-
son fæddist á
Sauðárkróki 30.
ágúst 1918. Hann
lést á sjúkradeild
Elliheimilisins
Grundar 25. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Jón Þ. Björnsson
skólastjóri frá
Veðramóti í Vind-
hælishreppi í A-
Hún., f. 1882, d.
1964, og kona
hans, Geirlaug Jó-
hannesdóttir, ætt-
uð úr Ejrjafirði, f. 1892, d. 1932.
Sigurgeir var hinn fjórði í röð
tíu systkina. Hin eru: Stefán,
arkitekt, f. 1913, nú látinn, Jó-
hanna Margrét, f. 1915, nú lát-
in, Þorbjörg, fyrrverandi sfcóla-
sljóri Hjúkrunarskóla Islands,
f. 1917, Björn, læknir í Kanada,
f. 1920, nú látinn, Ragnheiður
Lilja, húsmóðir búsett í Amer-
íku, f. 1923, Gyða, húsmóðir í
Reykjavík, f. 1924, Jóhannes
Geir, listmálari i Reykjavík, f.
1927, Ólína Ragnheiður, hús-
móðir í Reykjavík, f. 1929, og
Geirlaugur, bókbindari í
Reykjavík, f. 1932.
SIGURGEIR Jónsson vann mestan
hluta starfsævi sinnar hjá Reykjavík-
urborg sem gjaldkeri borgarverk-
fræðingsembættisins eða bæjarverk-
fræðings eins og það var kallað er
hann hóf þar störf. Mig minnir að
þetta mikilvæga embætti hafi ennþá
verið hluti af borgarskrifstofunum í
íteykjavíkurapóteki er Sigurgeir
réðst þangað, en síðar fluttist það í
Ingólfsstcæti og þaðan í Skúlatún
2. Erfitt er að gera sér grein fyrir
þeirri byltingu á starfsháttum sem
orðið hefur á síðustu áratugum. Ég
man vel eftir þeim margbreytilegu
verkum sem talið var sjálfsagt að
fylgdu gjaldkerastarfinu hjá borgar-
verkfræðingi. Samskipti við almenn-
ing og borgarstarfsmenn voru mikil
því þar fór allt í gegn sem fjármál
varðaði hjá þessu umfangsmikla
embætti ásamt tilheyrandi uppgjöri
og bókhaldi og allt unnið í höndum.
Erillinn var mikill og aðstoðarfólk
ekkert. Þetta starf lék í höndum
Sigurgeirs meðan hann var upp á
sitt bezta en því miður varð hann
að láta af því löngu fyrir venjuleg
starfslok sakir heilsubrests.
Þótt ég ynni lengi hjá borginni
Sigurgeir stund-
aði nám í Verslunar-
skóla Islands og út-
skrifaðist þaðan
vorið 1942. Hann
stofnaði aldrei
heimili en eignaðist
son, Kristján Skúla,
nú lögfræðing, 29.
mars 1951. Móðir
hans er Elín Krist-
bergsdóttir í Hafn-
arfirði sem giftist
síðar Friðriki Guð-
mundssyni, tollþjóni
á Keflavíkurflug-
velli.
Skömmu eftir að Sigurgeir
útskrifaðist úr Verslunarskóla
Islands vorið 1942, tók hann
við gjaldkerastörfum hjá bæj-
arverkfræðingi Reykjavikur en
lét loks af þeim vegna heilsu-
brests. Hann gekkst undir
læknisaðgerð, starfaði ■ síðan
um skeið hjá Skjalasafni
Reykjavíkur og eftir það sem
vaktmaður hjá Skeljungi en
hlaut síðar að láta af því starfi
þar sem hann gekk ekki heill
til skógar.
Sigurgeir verður jarðsung-
inn frá Neskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
kynntist ég Sigurgeiri ekki fyrst á
þeim bæ. Það gerðist áður, á há-
skólaárum mínum er ég tengdist fjöl-
skyldu hans og stofnaði heimili. Ég
náði fljótt vináttusambandi við Sig-
urgeir. Hann gerðist strax heima-
gangur og heimilisvinur hjá okkur.
Ometanleg var hjáip hans og marg-
vísleg aðstoð við fátæklegt heimilis-
hald. Hann var laghentur og gat
gert við allt mögulegt sem bilaði og
var viljugur að standa í ýmsum snún-
ingum sem kom sér vel hjá bíl- og
símalausu fólki. En mest virði var
þó alúð sú og umhyggja sem hann
sýndi börnum okkar. Hann var
óþreytandi að sinna þeim, gæta
þeirra, fara með þau í ökuferðir og
færa þeim margvíslegan glaðning.
Ef á lá var fyrr leitað til Sigurgeirs
en eitthvað annað. Það var t.d. hann
en ekki sjúkrabifreið sem flutti konu
mína er fæðingu dóttur okkar bar
brátt að.
Við allt þetta bættist ánægjan af
því að fá Sigurgeir í heimsókn vegna
þess hvað hann gat verið skemmti-
legur. í honum var áreiðanlega lista-
mannseðli eins og hann átti kyn til.
Á yngri árum lék hann fyrir dansi á
harmonikku og tók aftur í það hljóð-
færi á síðari árum. En ég hafði mest
gaman af frásagnarlist hans og
hermi- og kímnigáfu. Ég minnist
kvöldsins er ég kom úr langri utan-
landsferð og hitti á Sigurgeir heima
hjá okkur. Ekki var ég néstislaus og
deildum við því sem til var með okk-
ur. Ég lét hann segja mér aftur og
aftur, allt kvöldið, söguna af því
þegar föðurbróðir hans, Haraldur
Björnsson, leikari, lenti í orðaskaki
við annan þekktan leikara sem vegið
hafði hvasst að Haraldi. Svaraði
hann með frásögn af því þegar þessi
starfsbróðir hans féll í höfnina og
róni dró hann upp og leikarinn faðm-
aði hann grátandi og gaf honum
hattinn sinn. Ég gleymi ekki hve vel
Sigurgeir náði fyrirlitningunni í rödd
Haralds þegar hann sagði: „Þvílíkt
mannslíf, metið á einn hatt.“
Eins og verða vill þegar heilsan
bilar og aldur færist yfir, voru síðari
árin Sigurgeiri á ýmsan hátt erfið.
Aldrei hvarf honum þó alveg gaman-
semin og þegar vel stóð á náðum við
stundum góðum rispum í síma þar
sem hvorugur sagði orð af viti. Ef
rætt var í alvöru kom skýrt fram
hve mikils hann mat umönnun sonar
síns, Kristjáns Skúla, sem alinn var
upp hjá móður sinni og stjúpföður,
en á aðdáunarverðan hátt sinnti föð-
ur sínum til síðasta dags. Á nýársdag
sl. þegar ég heimsótti Sigurgeir var
af honum dregið en gamli neistinn
kviknaði er ég færði honum smá
nýársgjöf, sem hann þó sennilega
hefur ekki náð að njóta, en gaman
var að kveðja hann glaðan í bragði.
Magnús Óskarsson.
Það situr lítill drengur á útitröpp-
unum og bíður eftir frænda sínum.
Hann er seinn eins og oftast en það
hefur drengurinn löngu lært að láta
ekki á sig fá. Þeir eru nefnilega
„spesíal" vinir, tveir einir á leið upp
í sumarbústað. Og þótt drengur geri
sér ekki fulla grein fyrir þýðingu
þessa útlenda orðs sem frændi hans
notar um vinskap þeirra finnur hann
að svona vinátta ristir djúpt. Hann
bíður sinn venjulega hálftíma eða
klukkutíma og svo er haldið af stað.
Samferð mín og Sigurgeirs Jóns-
sonar móðurbróður míns, sem í dag
verður jarðsunginn, nær svo langt
aftur sem minni mitt. Sigurgeir var
heimagangur á heimili okkar og tók
drjúgan og góðan þátt í uppeldi okk-
ar systkinanna allra þótt einn hafi
ég notið þess að vera „spesíal “ vin-
ur hans. Þótti mér það mikil upphefð
og sagði gjarnan stoltur frá því.
Þegar litið er til baka held ég að flest-
ar stundirnar höfum við frændi minn
átt í sumarbústaðnum eða kofanum
hans við Úlfarsfell. Það var gjarnan
þannig á laugardögum allt frá því
ég var svona sex ára gamall að mér
stóð til boða að fara upp í bústað.
Það tók oft vel fram yfir hádegi að
koma sér af stað og ekki flýttum við
för því ævinlega fékk ég að keyra
eftir að þjóðveginum sleppti. Aldrei
lá okkur á og í ökukennsluna var
tekinn allur sá tími sem þurfti. Þann-
ig gekk þetta í mörg ár. Smátt og
smátt jókst leiknin uns Sigurgeir var
farinn að treysta mér að fullu fyrir
akstri Skódans. Þá hef ég líklega
verið orðinn 12 ára. Oft fór líka svo
að iítið varð úr verki í hálfbyggðum
bústaðnum. Þegar loks var komið
uppeftir vorum við orðnir svangir og
þurftum að fá okkur af nestinu. Við
drukkum alltaf te; Sigurgeir til þess
að hlífa maganum en ég vegna þess
að hann drakk te. Þannig vandist
ég á að drekka te þegar ég var sex
ára. Svo var farið að skyggja þegar
við vorum búnir með nestið og fátt
annað hægt að gera í rökkrinu en
að egna músagildrumar á ný og
tygja sig í bæinn.
Við náðum þó stundum að afreka
dálítið. Á 17. júní vorum við komnir
upp eftir, gagngert þeirra erinda að
reisa flaggstöng og flagga í tilefni
dagsins. Að loknum tesopa réðumst
við í verkið og lukum því á meðan
enn var bjart. Við vorum töluvert
ánægðir með okkur. Heldur fór í
verra þegar í ljós kom að við höfðum
gleymt íslenska fánanum heima. Eft-
ir nokkra leit í bústaðnum, sem
reyndar var svo fullur af drasli að
aldrei var hægt að ljúka smíði hans,
fundum við um síðir danskan fána,
lítinn og ræfilslegan. Frekar en ekki
ákváðum við að flagga með honum
þó þetta væri kannski ekki heppileg-
asti fáninn á þessum degi. Við gátum
þó flaggað. Við settum líka niður
kartöflur í nokkur ár og ýmsir fleiri
tóku þátt í því. Það þótti nokkuð
óvenjulegt eitt árið þegar undan
hnaus komu átta mýs en tvær kart-
öflur.
Nærri má geta hvers lags stundir
þetta voru sem _við frændur áttum
upp í kofa við Úlfarsfell og hversu
mikils virði þær og allur okkar fé-
lagsskapur hefur verið mér á þessum
uppvaxtarárum. Öll sú natni, at-
hygli, trúnaður og traust sem mér
var sýnt er mér ógleymanlegt og
verður aldrei til fulls metið. En því
fór fjarri að ég væri sá eini sem átti
þessu láni að fagna því Sigurgeir
lagði mikla rækt við okkur öll systk-
inabörnin.
Sigurgeir Jónsson var myndar-
maður eins og við eigum kyn til.
Hann var á yngri árum eftirsóttur
harmonikkuleikari á böllum í Skaga-
firði og viðar og kvennagull. Hann
lauk verslunarprófi og hafði með
höndum umfangsmikið og erilsamt
gjaldkerastarf hjá borgarverkfræð-
ingnum í Reykjavík þar til heilsu-
brests tók að gæta, allt of snemma.
Eftir það vann hann léttari vinnu, á
skjalasafni og víðar. Sigurgeir
frændi var skemmtiiegur maður.
Hann sagði vel frá og hló mikið.
Hann hafði gaman af spjalli, hlust-
aði vel og hafði betri tíma en al-
gengt er. Við fórum norður á Sauðár-
krók þegar ég var enn unglingur.
Við vorum viku á leiðinni norður og
aðra á leiðinni til baka. Það er eins
og við höfum stoppað á öllum bæj-
um, vinstra megin á leiðinni norður
og hægra megin á suðurleið. Við
skemmtum okkur vel og gáfum við
öllum hestum sem við sáum rúg-
brauð.
Sigurgeir átti einn son, Kristján
Skúia, sem hefur gætt föður síns og
hlúð að honum á einstakan hátt í
veikindum undanfarmna ára og gert
honum þau léttari. Ég votta honum
og ijölskyldu hans mína dýpstu sam-
úð.
Skuld mín við Sigurgeir frænda
bíður annars tíma. Blessuð sé minn-
ing hans.
Oskar Magnússon.
Foreldrar Sigurgeirs Jónssonar,
Jón Björnsson skólastjóri á Sauðár-
króki og kona hans Geirlaug Jóhann-
esdóttir, áttu mörg börn, og andaðist
móðirin að sínu yngsta barni, synin-
um Geirlaugi, þegar Sigurgeir var á
ungum aldri. Élztu systurnar hjálp-
uðust að við heimilishald í æsku hans
unz faðir hans giftist seinna. Þau
systkinin eru öll mannkostafólk, og
voru systur Sigurgeirs honum góðar
og umhyggjusamar. Hann kunni
vissuiega að meta þeirra kærleika
og umönnun og talaði ætíð um þær
af mikilli hlýju.
Hann Sigurgeir Jónsson var skóla-
bróðir mannsins míns og heimilisvin-
ur hjá okkur öll okkar fyrstu búskap-
arár, og sérstaklega þá er við bjugg-
um miðsvæðis í Reykjavík og hann
hafði fleiri tækifæri til að koma við
hjá okkur. Eftir að hann hætti að
vinna kom hann sjaldnar, en við
heyrðum oft í honum er hann hringdi
í okkur og vildi gantast við okkur
og gera grín að sjálfum sér og öðr-
um. Hann bar sig þá ætíð vel, þó
mann grunaði að hann væri ekki
alltaf í neinni blómabrekku, því hann
þjáðist af miklu svefnleysi lengi í
gegnum árin.
Sigurgeir var á yngri árum gjörvi-
legur ungur maður, vel á sig kom-
inn, iðkaði íþróttir og lék m.a. bad-
minton við þá kappana vini sína
Guðlaug Þorvaldsson, Kristján og
Pétur. Eftir að námi lauk við Versl-
unarskóla Islands 1942 vann hann
lengstum hjá Reykjavíkurborg, sem
gjaldkeri hjá Borgarverkfræðingi
unz hann varð að láta af því starfi
sökum veikinda en hann þjáði þá
magasár. Varð hann að taka sér frí
frá störfum og vinna seinna hálft
starf.
SIGURGEIR
JÓNSSON
+ Einar Sigurðsson
múrarameistari
fæddist í Ertu í Sel-
vogi 19. desember
1913, hann andaðist í
St. Jósefsspítala,
Hafnarfirði, að
morgni 24. janúar
síðastliðins. Foreldr-
ar Einars voru Sig-
urður Jónsson bóndi
í Ertu og síðar verka-
maður í Hafnarfirði,
d. 17.2. 1952, ogGuð-
rún Þórðardóttir, d.
18.7. 1968. Einar var
yngstur fjögurra
systkina. Systur Einars voru
Sigrún, Ingibjörg, Eggertína og
fósturbróðirinn Albert, þau eru
öll látin. Einar kvæntist Sigríði
Jónsdóttur frá Nýjabæ í Garði
22.11. 1936 og eignuðust þau
fimm börn: 1) Jón Rafn, í sam-
búð með Kristrúnu Viggósdótt-
ur, þau eiga eina dóttur. Af
fyrra hjónabandi á Jón þijá syni
og eina dóttur þar áður. Kristr-
ún á tvo syni af fyrra hjóna-
bandi. Jón á fjórtán barnabörn.
2) Húnbjörg, gift Garðari Gísla-
syni, þau eiga þrjú börn og sjö
bamabörn. 3) Hrefna, gift Þor-
leifi Guðmundssyni, þau eiga
þijú böm og sjö barnabörn. 4)
Kristín Ása, gift
Sverri Eðvalds-
syni, þau eiga eina
dóttur. Kristin á
dóttur úr fyrri
sambúð og Sverrir
tvö börn af fyrra
hjónabandi. 5)
Guðrún, gift Pétri
Árnasyni, þau eiga
tvær dætur. 011
böm Einars og
Sigríðar, einnig 25
af 28 barnabörn-
um, búa í Hafnar-
firði. Einar tók
gagnfræðapróf
frá Flensborgarskóla 1931,
sveinspróf í múraraiðn 1935 og
meistarapróf í múrsmíði 1941.
Hann vann við múrverk í 52 ár
samfellt eða frá 1931 til 1983.
Eru því margar byggingar í
Hafnarfirði sem hann starfaði
við. Einar var félagi í Iðnaðar-
mannafélagi Hafnarfjarðar, var
gjaldkeri þess í 22 ár og gerður
að heiðursfélaga 1978. Einar
var einn af stofnendum Meist-
arafélags iðnaðarmanna í Hafn-
arfirði og varð fyrsti heiðursfé-
lagi þess árið 1989.
Utför Einars verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin kl. 13.30.
NÚ ER hann elsku afi fallinn frá,
mikið á ég eftir að sakna hans,
manni hefur þótt svo sjálfsagt að
hafa hann hjá sér og hefur ekkert
leitt hugann að því að hann fengi
kallið stóra. Því varð það mikið
reiðarslag þegar hann veiktist á
gamlársdagsmorgun en upp frá því
sá maður að hverju stefndi.
Þegar ég hugsa tl baka þá átta
ég mig á því hvað ég hef verið
heppin að alast upp og fullorðnast
með afa og ömmu alltaf í umhverf-
inu, sem alltaf tóku þátt í öllu því
sem ljölskyldan tók sér fyrir hend-
ur og skemmtilegt er að segja frá
því að ekki létu amma og afi sig
vanta í tjald-útileguna um versl-
unarmannahelgina í ágúst sl., þeg-
ar við héldum upp á afmæli í fjöi-
skyldunni. Hef ég oft sagt að þau
séu örugglega með þeim elstu á
landinu sem gista í tjaldi á sumrin,
en þau hafa ferðast mjög mikið,
bæði innanlands og utan.
Nú kveð ég þig, elsku afi, í síð-
asta sinn, bið Guð að styrkja hana
ömmu sem var að missa sinn allra
besta vin.
Guð geymi þig.
Ásdís Garðarsdóttir.
Mig langar að minnast Einars
Sigurðssonar vinar míns með
nokkrum orðum. Einar var einn
af þeim mönnum sem stóðu upp
úr fjöldanum og setti svip á um-
hverfið. Alltaf jákvæður, lífsglað-
ur, og áhugasamur um alla heima
og geima. Hann var sjálfskapaður
heimspekingur. Ég hef þekkt Einar
og Siggu síðan eg man fyrst .eftir
mér á Hringbrautinni í Hafnar-
firði. Ég var mikiil heimagangur
hjá Einari og Siggu hans, því Krist-
ín Ása dóttir þeirra var og er vin-
'kona mín. Einar var vel þekktur
múrarameistari og vann við ófá
hús í Hafnarfirði á sínum starfs-
ferli. Mér er minnisstætt að hann
var alltaf í tréklossum upp á stil-
lönsum og bara yfirleitt. Sérstak-
lega man ég hvað ég var hrædd
um að hann dytti niður af sínu
húsi þegar hann spásseraði upp á
þaki á tréklossunum.
Einar hafði gaman að segja sög-
ur og glettast og hann átti mörg
gullkorn í fórum sínum. Það h'ður
varla sá dagur að ég minnist ekki
og noti sjálf sumt af því sem hann
sagði. Sérstaklega hefur hið aug-
ljósa „Það er alltaf erfiðast að
byrja“ hjálpað mér í gegnum lífið.
Og oft dettur mér annað í hug:
„Þeir vitlausustu fá alltaf að ráða“.
Það var alltaf glettni og gleði
kringum Einar, hann leit oftast á
broslegu hliðar lifsins.
Ég hef búið í Flórída_ í næstum
19 ár en kem alltaf til íslands ár-
lega og í gegnum árin hef alltaf
verið viss um að hitta Einar og
Siggu. Þau voru sérstaklega sam-
rýnd hjón og sýndu alltaf mikinn
kærleik hvort til annars. Þeim þótti
gaman að ferðast bæði innanlands
og utan og fóru enn til sólarlanda
á hveiju ári. Það var gaman að
hitta Einar eftir sólarferðirnar,
hann var ófeiminn við að sýna
manni hvað hann væri brúnn á
maganum. Foreldrar mínir og Ein-
ar og Sigga voru nágrannar og
vinir, við ferðuðumst oft saman
um landið í gamla daga. Mér er
sérstaklega minnisstæð hringferð-
in um landið, það var mikið hlegið.
Ég hitti Einar og Siggu síðast
í maí síðastliðnum, þegar þau voru
í útskriftarveislu sonar míns. Einar
var hress að vanda og sagði þá í
gríni að það væri bezt að vera jarð-
aður í roki og rigningu, því þá
væri maður alla vega að komast í
skjól. Já, svona var hann Einar
minn, alltaf að grínast um lífið og
tilveruna. Það eru fáir sem hafa
gefið mér eins mikið í veganesti
og hann Einar minn. Ég lifi enn
hvern dag með hans gullkorn að
leiðarljósi.
Elsku Sigga mín, Jón og allar
systurnar, börn, barnabörn og
barnabarnabörn, ég samhryggist
ykkur á þessum tíma og megi fal-
legar minningar um góðan mann
vera ykkur styrkur.
Kær kveðja.
Jóna Ingvadóttir, Ferrante.
EINAR SIG URÐSSON