Morgunblaðið - 02.02.1996, Síða 48
48 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Ti'/tflhlN P&r/\-
ÆTLA A€>LÍ£>A OSHHefA
PAGueeeö£>&JM líkur\
... EN /HA0UIZÁ AÐMINNA
ASTþess SiM MfiOUe'A /
', JPt Gy/z/K AÐ þAkM. )
-----~—o----------
O
Grettir
&7Á<E>U,GfreTr\R,\
ró/wuR kassi ! )
O 1995 PAWS. INCyDi»Uibut«1 by Umversal Pross Syrxkcalo
Tommi og Jenni
TOM & JERRY
SONDBLAOMH \
AHN FeSTHTAFTUK\
fFBSTINN/.
By Hanno-Barbera
17}
•g.wa wyts:y5^V
Smáfólk
Hundar kunna ekki að blístra.
HAVIN6 HEARD THAT
o 5TARTLIN6 NEW5,THE
^— 2 006 CL05ED HI5 EVE5, ANP
/ # • \ | UiENT BACK TO SLEEP..
o
Eftir að hafa heyrt þessar
óvæntu fréttir lokaði hundurinn
augunum og fór aftur að sofa.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reylqavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
• Netfang:lauga@mbl.is
Athugasemd vegna
greinar um Rússland
Frá sendiherra Rússlands
á íslandi:
Kæri ritstjóri.
í grein Ásgeirs Sverrissonar um
Rússland (Morgunblaðið 28. janúar)
er hinum nýja utanríkismálaráð-
herra landsins, E. Primakov, lýst
sem „þrautreyndum njósnara sem
reis til metorða innan leyniþjón-
ustunnar KGB“.
Hér eru upplýsingar um raunveru-
legan starfsferil hans:
Fæddur í Kiev 1929.
Útskrifaðist úr Moskvuháskóla
með gráðu í Austuriandafræðum,
stundaði framhaldsnám við Moskvu-
háskóla.
Ph.D. í hagfræði, meðlimur Vís-
indaakademíu Sovétríkjanna og síð-
an Rússlands:
1956-1970 - stundaði blaða-
mennsku.
1970-1989 - starfaði í Vísinda-
akademíunni í eftirfarandi stofn-
unum: Stofnun fyrir heimshagfræði
og alþjóðleg sambönd (1970-1977) -
varaforstöðumaður, síðan forstöðu-
maður (1985-1989); Stofnun fyrir
Austurlandafræði, forstöðumaður
(1977-1985).
1988-1991 - forseti sambands-
ráðs Æðsta ráðs Sovétríkjanna, for-
maður þingmannahóps Sovétríkj-
anna, meðlimur í forsetaráðinu;
frá 1991 - forstöðumaður Utanrík-
isupplýsingaþjónustu Rússlands.
Primakov er höfundur margra
bóka, sérstaklega um Miðaustur-
lönd, (Egyptaland, Nasser).
Sæmdur mörgum viðurkenning-
um og heiðursmerkjum innlendum
sem erlendum meðal annars þeim
sem eru kenndar við Nasser, Ávic-
enna, D.Kennan.
Með virðingu,
J. RECHETOV,
sendiherra Rússlands.
Hvar á barnið
að vera?
Frá Rannveigu Tryggvadóttur:
í ÞÆTTINUM Almannarómi á
Stöð tvö 25. þ.m. var fjallað um ólög-
leg fíkniefni.
Þar kom fram að ætlað er að um
þriðjungur unglinga hafí neytt slíkra
efna eða áfengis.
Eg var innilega sammála móður
sem sagðist þeirrar skoðunar að fjar-
vera beggja foreldra í daglangri
vinnu utan heimilis auki mjög á
hættuna á að unglingarnir geti farið
sér að voða í neyslu hverskyns vímu-
efna. Önnur sagði að forvarnirnar
ættu að byija þegar barnið væri í
vöggu. Þetta er hvort tveggja alveg
hárrétt, því ekkert veitir barni meiri
öryggiskennd en stöðug ást og um-
hyggja. Það hefur verið sagt að sá
einn sé sterkur sem er elskaður.
í hróplegu ósamræmi við þessa
niðurstöðu er auvirðilegt framferði
núverandi stjórnenda Reykjavíkur-
borgar sem skammast sín hreint
ekkert fyrir að reka fleyg milli for-
eldra og barna með því að styrkja
vistun barnanna hjá dagmæðrum
strax og fæðingarorlofi lýkur, eða
frá sex mánaða aldri, með sex þús-
und krónum á mánuði fyrir heils-
dagsvistun.
Hví í ósköpunum má foreldri, helst
móðir, ekki njóta slíks styrks, fyrst
borgin telur sig aflögufæra fyrir
þennan hóp ómálgra barna sem helst
kysi sér athvarf í fangi móður
sinnar?
Sá ágæti maður, Kristján Gunn-
arsson fv. fræðslustjóri, sagði við
mig á fundi fyrir allt að þremur ára-
tugum að það borgaði sig betur fyrir
yfirvöld að greiða mæðrum fyrir að
vera heima hjá börnum sínum en að
byggja stöðugt fleiri dagvistarstofn-
anir. Lengi lifi óvitlaust fólk!
RANNVEIG TRYGGVADÓTTIR,
Bjarmalandi 7,108 Rvík.
Til Ríkissjónvarpsins
Frá Áróru Helgadóttur:
í TILEFNI af grein Jóhönnu S. Ein-
arsdóttur í blaðinu 17. janúar langar
mig að vekja athygli á því að stór
hópur heyrnarskertra getur ekki nýtt
sér talað mál, hvorki í útvarpi né
sjónvarpi, hversu skýrt eða greini-
lega sem talað er. Sá hópur getur
einungýs nýtt sér textað efni í sjón-
varpi. Ég vil því enn einu sinni fara
fram á betri þjónustu við þetta fólk
og krefjast þess að íslenskt efni verði
textað í miklu meiri mæli en gert er.
Ég er hissa á að vel menntað fólk
sem starfar fyrir Heymarhjálp skuli
ekki koma auga á einu leiðina sem
allir heyrnarskertir og heymarlausir
geta nýtt sér en það er textað efni.
Aðaláherslan ætti því að vera á því
að beijast fyrir réttindum allra í fé-
lagi heyrnarskertra. Þeir greiða allir
jöfn afnotagjöld af sjónvarpi og ættu
því allir að hafa jafnan rétt og aðrir
í þjóðfélaginu. Það em mannréttindi
að fá að „heyra“.
Ég er 72 ára og er mjög sár yfir
að geta ekki notið þess að horfa á
umræðuþætti, íslenskt skemmtiefni
og dýralífsmyndir svo að eitthvað sé
nefnt. Mér finnst eins og mér sé
hent út í horn.
Herra útvarpsstjóri, ég skrifaði
þér fyrir nokkm síðan og bað um
að áramótaskaupið yrði textað. Ég
er þér svo innilega þakklát fyrir að
verða við þessari bón minni en það
gleymdist að texta ræðuna þína.
Með kveðju og ósk um skjóta úr-
lausn.
ÁRÓRA HELGADÓTTIR,
Efstahjalla 25, Kópavogi.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt (
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.