Morgunblaðið - 02.02.1996, Side 51

Morgunblaðið - 02.02.1996, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ I DAG FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 51 BRIDS Umsjön Guömundur Páll Arnarsun SUÐUR fær hagstætt út- spil gegn þremur gröndum, en vestur er ekki á því að gefast upp: Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ G76 4 D43 ♦ ÁKDGIO ♦ 32 Suður ♦ K842 V K1085 ♦ 87 ♦ ÁG6 Vestur Norður Austur Suður 1 tígull 2 spaðar Dobl* Pass 3 tíglar Pass 3 grönd Pass Pass Pass * neikvætt dobl. Útspil: Hjartasjö (ijórða hæsta). Suður fær fyrsta slaginn heima á hjartaáttu (tvistur frá austri) og spilar strax hjarta aftur. En vestur er vel vakandi; hann rýkur upp með ásinn (austur kastar spaða) og skiptir yfir í lauf- íjarka upp á kóng austurs. Hvernig á suður að spila? Suður á tvo möguleika. Hann getur í fyrsta lagi dúkkað laufið tvisvar og spilað svo síðar spaða að kóngnum. Þá er hann að stóla á að skipting austur sé 6-1-3-3. Hinn möguleik- inn er að drepa á laufás strax og spila tíglunum: Norður ♦ G76 V D43 ♦ ÁKDGIO ♦ 32 Vestur ♦ - 4 ÁG976 ♦ 5432 ♦ D1074 Austur ♦ ÁD10953 4 2 ♦ 96 4 K985 Suður 4 K842 4 K1085 ♦ 87 4 ÁG6 Suður hendir þremur spöðum niður í tígul. I loka- stöðunni á hann þá eftir spaðakóng, KIO í hjarta og G6 í laufi. Vestur á Gx í hjarta og DlOx í laufi. Nú yfirdrepur suður hjarta- drottningu blinds og spilar vestur inn á gosann. Fær svo síðasta slaginn á lauf- gosa. Sagnhafi þar sem sagt að gera upp við sig hvort líklegra sé að vestur eigi flögur eða fimm lauf. Tvennt mælir með fjórlitn- um: a) Vestur valdi að spila út hjarta, en ekki laufi. b) Vestur spilaði lauffjarkan- um, sem greinilega er lægsta spilið hans í litnum. Vissulega gæti verið um blekkingu að ræða, en það er þó ólíklegt. Menn blekkja ekki nema í ákveðnum til- gangi og vestur sér varla svo langt þegar hann spilar laufinu í þriðja slag. Arnað heilla Ljósm. Nýmynd Keflavfk BRÚÐKAUP. Gefín voru saman 12. ágúst sl. í Ytri- Njarðvíkurkirkju af sr. Baldri Rafni Sigurðssyni Eydis Grétarsdóttir og Karl Frið- riksson. Heimili þeirra er á Akurbraut 3, Innri-Njarðvík. Ljósm. Nýmynd Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. júlí sl. í Keflavík- urkirkju af sr. Ólafi Oddi Jónssyni Signý Ósk Mar- inósdóttir og Haraldur R. Hinriksson. Heimili þeirra er á Heiðarholti 38, Keflavík. I.jósm. Rut BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. desember sl. í Dómkirkjunni af sr. Maríu Ágústsdóttur Sif Einars- dóttir og Ragpjar Sverris- son. Heimili þeirra er á Ljósvallagötu 8, Reykjavík. Ljósm. Nýmynd Keflavfk BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. júlí sl. í Ytri- Njarðvíkurkirkju af sr. Baldri Rafni Sigurðssyni Brynja Ingólfsdóttir og Jóhann B. Magnússon. Heimili þeirra er á Hlíðavegi 64, Njarðvík. SKÁK Umsjón Margeir Pctursson Hvítur leikur og vinnur STAÐAN kom upp á Ho- ogovens stórmótinu í Hol- landi í viðureign tveggja nafnkunnra stórmeistara. Michael Adams (2.660), Englandi, var með hvítt og átti leik, en Robert Hiibner (2.635) var með svart. 24. Hxc6! — bxc6 25. Dxa6 - Bh6+ 26. f4 - Hd8 27. Dc8 - Dh4 28. Bc7 - Hf8 29. d8=D - Dxh5 30. Dxf8+ - Bxf8 31. Bd6 og svartur gafst upp, því 31. — Kg7 er svarað með 32. Be5+ - f6 33. Dd7+ Lokastaðan í A flokki á mótinu varð þessi: 1. ívant- sjúk 9 v. af 13 mögulegum, 2. Anand 8 v. 3. Top- alov 7‘A v. 4.-7. Ad- ams, Drejev, Ivan Sok- olov og Tivjakov 7 v. 8.-9. Piket og Shirov 6'/z v. 10. Leko 6 v. 11. Gelfand 5‘/z v. 12. -13. Húbner og van Wely 5 v. 14. Timman 4 v. Enn ein flöðurin í hatt ívantsjúks, sem er einn allra snjallasti skákmaður sem nú er uppi. Veikleiki hans er taugaóstyrkurinn og líklega ætti hann því ekki mikla möguleika í einvígi gegn Kasparov eða Karpov. Anand komst vel frá mótinu. Ung- verska undrabamið Leko fet- aði í fótspor margra landa sinni og varð jafntefliskóng- ur, með tólf jafntefli og eitt tap. Ekki efnilegt það. Timm- an hlaut nýtt áfall. Síðasta umferðin á Skák- þingi Reykjavíkur fer fram í kvöld í félagsheimili TR, Faxafeni 12. Taflið hefst kl. 19.30 og eru áhorfendur vel- komnir. LEIÐRÉTT Baksíðumynd á haus' Mynd af tönnum á baksíðu Morgunblaðsins í gær birtist á haus. Beðizt er velvirðingar á þessum mistökum. Eitt barnið vantaði á mynd Á blaðsíðu 12 í Morg- unblaðinu í gær er mynd úr 100 ára afmæli Úlfars Karlssonar, þar sem hann er umkringdur börnum sínum. Á myndina vantaði eitt barna hans Steindór Úlfarsson. Auglýsingastofur í frétt um sameiningu tveggja auglýsingastofa á blaðsíðu 2b, var farið rangt með nafn auglýs- ingastofunnar Grafít. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Rangt fæðingarár í æviágripi um Hildigunni Gunnarsdóttur í blaðinu 1. febrúar sl. misritaðist fæðingarár. Hildigunnur var sögð fædd árið 1924 en rétt er að hún var fædd árið 1928. Hlutaðeigend- ur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Pennavinir SEXTÁN ára dönsk stúlka vill ólm eignast penavini á íslandi en getur ekki um áhugamál: Maibrít Somtner, Mellevænget 6 I, 4600 Kege, Denmark. BRESKAN karlmann á þrítugsaldri sem heimsótti Island í fyrra langar að eignast pennavini: Jason Smith, 103 Monkton Road, Muncaster, York Y03 9AL, Englnnd. STJÖRNUSPÁ cftir Frances Drakc VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þú hefur nákvæmni og vandvirkni að leiðarljósi í öllum þínum gerðum. Hrútur (21. mars - 19. apríl) ** Þú ættir ekki að reyna að endurvekja gamalt ástar- samband. Mundu hvernig-þvf lauk. Hlustaðu á ráð vinar sem vill þér vel. Naut (20. apríl - 20. maf) Þótt viljinn sé fyrir hendi, valda sífelldar truflanir því að þú kemur litlu í verk í dag. En fjármálin þróast þér i hag.__________________ Tvíburar (21.maí-20.júní) Framkvæmdir, sem þú hefur haft áhuga á undanfarið, fá byr undir báða vængi þegar áhrifamenn bjóðast til að leggja þér lið. Krabbi (21. júní — 22. júlí) HÍtB Ástvinir eiga góð samskipti í dag, og sumir eru að und- irbúa stutta helgarferð. Smá heimilisvandi leysist sjálf- krafa í kvöld. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Þú hefur tilhneigingu til að vera með afskipti af málum, sem koma þér ekkert við. Hugsaðu frekar um heimili og fjölskyldu. yógastöðin OídmsCjós ÁrmúCa 15,2. fuzð, sími 588 4200 ‘Xynning á Xripafujóga verður (augarcfaginn 3.feB. kf. 13. Byrjendanámskeið 6. feb.-22. feb. þri./fim. kl. 20-22. Kennari: Ingibjörg G. Guðmundsdóttir. Byrjendanámskeið 19. feb.-6. mars, mán./mið. kl. 20-22. Kennari: Guðfinna Svavarsdóttir. ^öGA 4 Sólarœfingin % IÓGASTÖDIN HEIMSLJOS Tegund: 2881 Stærðir: 36-41 Litir: Svartur, brúnn Sw Póstsendum samdægurs Ioppskórinn Veltusundi við Ingólfstorg • Sími 552 1212 Austurstræti • Sími 552 2727 Meyja (23. ágúst - 22. septembcr) Þeir sem leita sér að nýrri íbúð ættu að íhuga vel tilboð sem berst í dag. Þér hentar vel að eiga rólegt kvöld heima. Vog (23. sept. - 22. október) Þú þarft að takast á við gam- alt verkenfi í dag, og færð góða aðstoð frá starfsfélög- um. Árangurinn verður mjög góður. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þér berst óvænt heimboð í dag, og ættingi kemur þér ánægjulega á óvart. Mundu að standa við loforð sem þú gafst ástvini. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) Gefðu hæfileikum þínum og framtakssemi tækifæri til að njóta sín í vinnunni í dag, og tryggðu þér þannig gott gengi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Eitthvað er á seyði í vinn- unni, sem getur fært þér stöðuhækkun. Þú ert vel fær um að axla þá auknu ábyrgð, sem því fylgir. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Hugmynd vinar vekur áhuga þinn, og þið vinnið saman að því að koma henni í fram- kvæmd. Þér berst óvænt heimboð í kvöld. Fiskar (19. febrúar-20. mars) Þú hefur ástæðu til að fagna góðum fréttum varðandi fjár- málin. Það er óþarfi að spilla kvöldinu með áhyggjum út af smámáli. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.