Morgunblaðið - 02.02.1996, Síða 60

Morgunblaðið - 02.02.1996, Síða 60
ttgmtÞlfifrifr FJORFALDUR1. VINNINGUR MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 KEYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FOSTUDAGUR 2. FEBRUAR 1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Skoðanakönnun Gallup fyrir Samtök iðnaðarins 64% fylgjandi veiðileyfagjaldi SAMKVÆMT niðurstöðum skoð- anakönnunar, sem Gallup hefur framkvæmt fyrir Samtök iðnaðarins, á afstöðu fólks til töku veiðileyfa- gjalds eru 64% þeirra sem afstöðu taka fylgjandi veiðileyfagjaldi og 36% andvígir því. Könnunin náði til 1.200 manns sem valdir voru af handahófi úr jjþjóðskrá og svöruðu 846 sem er rúmlega 70% svarhlutfall. Spurt var hvort fólk væri fylgjandi eða and- vígt veiðileyfagjaldi fyrir aðgang að fiskimiðunum, gjaldi sem rynni í ríkissjóð. 31.5% sögðust mjög fylgjandi gjaldtöku, 28,1% frekar fylgjandi, 6,6% voru hvorki fylgj- andi né andvígir, 16,5% voru frekar andvígir töku veiðileyfagjalds og 17,3% voru mjög andvígir töku slíks gjalds. Ef eingöngu eru teknir þeir sem taka afstöðu eru 64% fylgjandi töku veiðileyfagjalds og 36% and- vígir því. Nánast sama niðurstaða varð í atkvæðagreiðslu meðal almennings á Stöð 2 í gærkveldi í þættinum Almannarómur þar sem veiðileyfa- gjald var til umræðu. 7.434 áhorf- endur tóku afstöðu til álagningar veiðileyfagjalds og voru 4.800 fylgj- andi því eða 64,6% og 2.634 andvíg- ir því eða 35,4%. Skýrir sig sjálf Haraidur Sumarliðason, formaður Samtaka iðnaðarins, sagði í samtali við Morgunblaðið að niðurstöður þessar könnunar skýrðu sig að mestu sjálfar. Þessi mál hefðu lengi verið til umræðu, að minnsta kosti í ákveðnum hópum. „Alþingi hefur ekki viljað taka þetta upp og engin ríkisstjórn hefur viljað taka þetta upp. Nú er búið að leggja fram þing- sályktunartillögu á Alþingi um veiði- leyfagjald sem ekki er útlit fyrir að fái afgreiðslu. Þessi könnun sýnir hins vegar að meirihluti þjóðarinnar vill taka upp veiðileyfagjald í ein- hverri mynd. Við höfum lengi verið sannfærðir um að þetta sé ekkert einkamál sjávarútvegsins og geti aldrei verið það.“ Haraldur sagði að afkoma sjávar- útvegs á hveijum tíma hefði gífurleg áhrif á afkomu allra annarra at- vinnugreina. Þannig mætti iðnað- urinn búa við sífelldar sveiflur eftir því hvernig áraði í sjávarútvegi. Haraldur sagði að flestum grein- um iðnaðarins hefði vegnað betur að undanförnu en oft áður. „Við vonum það alveg eins og aðrir lands- menn að það sé batnandi hagur framundan í sjávarútveginum, en að hafa það yfir höfði sér að slík jákvæð þróun í sjávarútveginum muni samkvæmt öllum rökum, sem við kunnum frá fyrri tíð, hafa bein- línis neikvæð áhrif á það sem við erum að gera í iðnaðinum er auðvit- að ekki ásættanlegt," sagði Harald- ur og benti á að meiri verðmæta- sköpun ætti sér stað í iðnaði, að meðtöldum byggingariðnaði, heldur en í sjávarútvegi og fískvinnslu til samans. Glæðist á loðnu- miðunum LIFNAÐ hefur yfir veiðum á loðnumiðunum að undanfórnu og hafa nótaskipin verið að fá um 300 tonn í kasti, en þó hefur mest af aflanum fengist í flot- troll. Telja menn að loðnan sé að þétta sig og ganga að hefjast. Fyrsta loðnan á þessu ári kom til Akraness í gær þegar Höfr- ungur AK og Bjarni Olafsson AK lönduðu báðir fullfermi, alls um ^jivö þúsund tonnum. Að sögn Sveins Sturlaugssonar, útgerðar- stjóra HB hf. mældist hrognafyll- ing loðnunnar 9,5% svo stutt er í að loðnufrysting geti hafist. Þegar hún hefst verður fryst í báðum frystihúsunum á Akranesi og eins mun frystitogarinn Höfr- ungur III liggja í höfn og verður íiotaður til að frysta Ioðnu líkt og undanfarin ár. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Missti Qóra fíngur 1972, nýra nýlega og lenti með handlegg í pressu í vikunni Morgunblaðið/Þorkell JÚLÍUS Bald vinsson er bjartsýnn á fullan bata eftir vinnuslys. 1 aumingjaskap „ÉG geri mér litla grein fyrir slysinu, en man þó að ég hugs- aði með mér, hvernig í ósköp- unum ég ætti nú að aka bílnum, því ég missti Qóra fingur af vinstri hendi fyrir mörgum árum. Mér fannst ég þurfa að bíða lengi eftir hjálp, en tíminn er nú lengi að líða við þessar aðstæður," sagði Júlíus Bald- vinsson, starfsmaður sorpeyð- ingarstöðvarinnar í Keflavík, en hægri framhandleggur hans klemmdist í sorppressu á mið- vikudag. Handleggurinn fór nær í sundur, en læknar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Borg- arspítala, saumuðu hann saman á ný. Júlíus er bjartsýnn á að hann fái aftur full not af hand- leggnum. „Eg hef forðast að hugsa um slysið og ætla fyrst að ná mér betur,“ sagði Júlíus. „Hérna hafasnillingar tekið mig að sér. Ég fór í fimm tíma skurð- aðgerð eftir slysið, þeir styttu upphandlegg um 3 sentimetra og notuðu bein úr honum í framhandlegg. Á laugardag fer ég í aðra aðgerð. Þá verður sárinu á handleggnum lokað. Læknarnir eru ánægðir með að ég fékk strax tilfinningu í fing- ur, svo ég er bjartsýnn.“ Júlíus fór í sinn fyrsta túr á sjó fyrir nær aldarfjórðungi, en túrinn varð einnig sá síðasti, því hann missti fjóra fingur vinstri handar i blökk. „Ég hef alltaf unnið fulla vinnu í landi," sagði Júlíus. „Það þýðir ekkert að leggjast í aumingjaskap." Júlíus lá síðast á Borgarspít- alanum í nóvember fyrir rúmu ári, en þá var annað nýrað tek- ið úr honum. „Ég reikna með að vera búinn með skammtinn minn á þessu sjúkrahúsi núna,“ sagði hann og lét sér hvergi bregða. Aðspurður hvort æðru- leysi hefði alltaf einkennt hann yppti hann öxlum en eiginkona hans, Hafrún Víglundsdóttir, skaut þvi inn í að hann færi þetta á þijósku og jákvæðni. „Ég hélt að hann ætti ekki meira af þeim eiginleikum, en hann hefur víst fengið ofurskammt.“ Júlíus bað fyrir kveðju til sjúkraflutningamanna í Kefla- vík og kollega þeirra á Kefla- víkurflugvelli, sem komu hon- um til hjálpar. Hæstiréttur sýknar breskan sjómann af ákæru um nauðgun HÆSTIRETTUR sýknaði í gær breskan sjómann af ákæru um að hafa nauðgað íslenskri konu um borð í togara í Reykjavíkurhöfn, en mað- urinn var dæmdur til 1 árs fangelsis í héraðsdómi. Íslensk DNA-rannsókn benti til að yfirgnæfandi líkur væru á að sæði úr manninum hefði verið í veiju sem konan framvísaði, en rannsókn í Noregi sýndi fram á að sæðið gæti ekki verið úr honum. Sýni var þá sent til bandarísku alrík- islögreglunnar FBI, en Hæstiréttur hafnaði að dómsuppsögu yrði frestað þar til niðurstaða þeirrar rannsóknar lægi fyrir. Breski sjómaðurinn sagði í gær að hann væri feginn að málinu væri lokið. Hann héldi heim í dag og þá kæmi í Ijós hvort hann héldi starf- inu. Hann kvaðst ekki vita annað nú, en að hann yrði sjálfur að standa straum af kostnaði við uppihald sitt hér. Veijandi Bretans, Ásgeir A. Ragnarsson, sagði að hann hefði falið sér að skoða hugsanlegt skaða- bótamál. „Frestur á dómsuppsögu eftir íhugar rétt á skaðabótum dómtöku máls til að veita ákæru- valdi frekari tækifæri til gagnaöflun- ar á ekki stoð í lögum og stríðir gegn rétti sakbornings," segir í dómi Hæstaréttar. Hallvarður Einvarðs- son, ríkissaksóknari, sagði engu við dóm Hæstaréttar að bæta. Hann sagði í höndum rannsóknarlögreglu- stjóra hvort beiðni um DNA-rann- sókn í Bandaríkjunum yrði afturköll- uð. Ekki náðist í gær í Boga Nils- son, rannsóknarlögreglustjóra, sem er staddur erlendis. Hæstiréttur segir að rannsókn málsins hafi í upphafi verið ábóta- vant. Ekki hafi verið gerð læknis- skoðun á ákærða og því lægi ekkert fyrir um hvort áverkar hafi verið á honum. Aðeins einn skipsfélaga hans hafi verið yfirheyrður og það mjög takmarkað. Ekki hafi verið kannað, hvenær ákærði kom um borð í skip sitt og ekki rætt við vaktmann um borð í togaranum, þar sem meint nauðgun var framin, fyrr en 17 dög- um eftir kæru. Norska rannsóknin fullnaðarrannsókn Hæstiréttur rekur DNA-rann- sóknir hér heima og í Noregi og að síðari rannsóknin hafi tekið til fleiri þátta en sú fyrri og teljist fullnaðar- rannsókn. Með hliðsjón af hinum nýju gögnum og farbanni ákærða hafi Hæstiréttur ákveðið að taka málið til munnlegs málflutnings þeg- ar er málsgögn hefðu borist. Með bréfi til ríkissaksóknara og skipaðs veijanda mannsins 23. jan- úar hafí verið tilkynnt að málflutn- ingur yrði 25. janúar. Við málflutn- inginn hafi ríkissaksóknari skýrt frá því, að 18. janúar var ákveðið að leita umsagnar dansks sérfræðings um DNA-rannsóknirnar og 19. jan- úar haft samband við FBI. Niður- stöðu væri að vænta eftir eina til tvær vikur, ef vel gengi, og hefði ríkissaksóknari óskað frestunar á dómsuppsögu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var mat danska sérfræð- ingsins á íslensku rannsóknaraðferð- unum á þá leið, að öryggi þeirra teld- ist ekki 1 á móti 1000, eins og is- lenskir rannsóknaraðilar hefðu talið, heldur 1 á móti 500. Ekki náðist í Gunnlaug Geirsson, yfirmann rann- sóknastofu Háskóla Islands í meina- fræði, í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.