Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 23 Gerður af Guðs o g manna höndum Nýjar bækur • KOMIN er út hjá University of Iowa Press bókin Images ofCon- temporary Iceland: Everyday Liv- es and Global Contexts. Ritstjórar bókarinnar eru Gísli Pálsson, pró- fessor í mannfræði við félagsvísinda- deild Háskóla íslands, og E. Paul Durrenberger, prófessor við Iowa Háskóla. Greínarhöfundar eru auk ritstjóra Agnar Helga- son, Anne Bry- don, Beverly A. Sizemore, Chri- stopherH. Wal- ker, Daniel E. Vasey, Inga Dóra Björns- dóttir, Julie E. Gurdin, Magnús Einarsson, Níels Einarsson og Unnur Dís Skapta- dóttir. Bókin fjallar um hugmyndir ís- lendinga um land, þjóð sögu og stöðu þeirra í heimi samtímans. „Greinarhöfundar leiða rök að því að íslensk menning sé sífellt í mótun og til að skilja örar breytingar á sjálfsmynd þjóðarinnar sé nauðsyn- legt að víkja til hliðar rótgrónum hugmyndum um sjálfstæða menn- ingu og hafa hliðsjón af erlendum menningarstraumum og alþjóðlegu umhverfi", segir í kynningu. Meðal þeirra viðfangsefna sem fjallað er um eru sögulegur og póli- tískur bakgrunnur einstaklings- hyggju og þjóðernisstefnu, deilur um hvalveiðar og kvótakerfi í fiskveið- um, karlaveldi og kynferði, umræður um lestrarkunnáttu, hugmyndir um forsetaembættið og markaðssetning ferðamannaiðnaðarins. Bókin er274 bls. og kostar inn- bundin frá forlagi 28,50 bandaríkja- dali. Tímarit • JÓNá Bægisá, 2. tölublað, er komið út. Jón á Bægisá, sem er tímarit þýðenda, hóf göngu sína árið 1994 og hefur á stefnuskrá sinni að birta þýðingar á erlendum bók- menntum, einkum ljóðum og smá- sögum, nieð öðrum orðum: að vera vettvangur fyrir þýðendur. Fyrir utan sjálfan skáldskapinn, sem skip- ar stærstan sess í ritinu, eru í hveiju blaði 2-3 greinar um efni er varðar þýðingarstarfið og gildi þýðinga fyrir íslenska menningu og einnig er rýnt í tilteknar þýðing- ar. í þessu hefti veltir Helgi Hálf- danarson fyrir sér muninum á list- rænum þýðingum og fræðilegum. Gauti Kristmanns- son skrifar um þýðingarfræði og tengsl þýddra texta við frumtexta og Guðrún Dís Jónatansdóttir fjallar um íslensku þýðinguna á Freken Smillas fornemmelse for sne (Lesið ísnjóinn) og ræðir við þýðandann, Eygió Guðmundsdóttur. Jón á Bægisá er að þessu sinni helgaður norrænum bókmenntum með efni frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Noregi, Samalandi og Svíþjóð. Þýðendur eru: Einar Bragi, Ey- vindur P. Eiríksson, Hannes Sigfús- son, Hjörtur Pálsson, Ingibjörg Har- aldsdóttir, Jóhann Hjálmarsson, Jón Bjarman, Kristín Mántylá, Kristján Jóhann Jónsson, Lárus Már Björns- son, Málfríður Kristjánsdóttir, Njörður P. Njarðvík, Úlfur Hjörvar og Þórarinn Eldjárn. Forsíðuna prýðir Hrafna-Flóki, listaverk eftir Sigrid Valtingojer. í samræmi við meginefnið eru kjörorð þessa heftis ættuð frá Einari Má Guðmundssyni: „Norden er i orden.“ Ritnefnd þessa heftis (síðbúinn árgangur 1995) skipa SigurðurA. Magnússon, Jóhanna Þráinsdóttir og Franz Gíslason. Jón á Bægisá er 144 bls. og kostar 900 krón ur í áskrift. Jón á Bægisá fæst líka ílausasölu íBóksölu stúdenta, Bókabúð Máls og menningar og Eymundsson. Umbrot ogprentun annaðist Steind- órsprent-Gutenberg. Útgefandi er Ormstunga. KVIKMYNDIR Háskólabíó FARINELLI („Farinelli il Castrato")★ ★ ★ Leikstjóri og handritshöfundur Gerard Corbiau. Kvikmyndatöku- stjóri Walter van den Ende. Tónlist- arstjóm Christopher Rousset. Aðal- leikendur Stefano Dionisi, Enrico Lo Verso, Omero Antonutti, Jeroen Krabbé, Caroline Cellier. Belgisk/frönsk/ítölsk. 1995. Á MIÐÖLDUM bannaði páfinn kon- um að syngja í kirkjukórum. Til að leysa sópranleysið komu gelding- arnir, castrato, til sögunnar; karlar sem voru vanaðir áður en þeir kom- ust á gelgjuskeiðið. Þeirra frægast- ur var Farinelli (Stefano Dianisi). Samnefnd kvikmynd lýsir harla óvenjulegu og viðburðaríku lífs- hlaupi mannsins. Allt frá atburði sem vafalaust átti eftir að setja mark sitt á Farinelli alla tíð, er hann barn að aldri, varð vitni að því að kórfélagi hans framdi sjálfs- morð eftir geldingu, uns hann var orðinn virtur listamaður við hirð Spánarkonungs á ofanverðri 18. öld. Farinelli var listamannsnafn, hans rétta nafn var Carlo Broschi, og önnur aðalpersóna myndarinnar er Riccardo (Enrico Lo Verso) bróð- ir hans, nánasti vinur og samstarfs- maður Iéngst af, í stormasömu einka- og listamannslífi. Riccardo samdi lengi vel alla tónlist sem bróðir hans flutti. Hlaðin trillum og krúsidúllum varð hún geysivinsæl - ekki síst hjá konum - í einstökum flutningi geldingsins. Sjálfur naut Farinelli mikillar kvenhylli, einnig þar þurfti hann á bróður sínum að halda - í bólinu varð hann að reka endahnútinn á athafnirnar. Um miðja öldina urðu straum- hvörf í lífi bræðranna sem þá gerðu garðinn frægan í Lundúnum og troðfylltu á hveiju kvöldi óperuhús kennara Farinellis. í nágrenninu barðist tónskáldið Handel í bökkum í sínum eigin, metnaðarfyllri óperu- rekstri og þar að kom að Farinelli sneri baki við auðsóttri frægð og ávann sér nafn sem ódauðlegur listamaður með flutningi verka meistarans. Óvenjuleg mynd um litríkar per- sónur og svipmikla listamenn og í baksýn löngum óhugnaðurinn, vön- unin, sem þó varð til þess að gera Farinelli ódauðlegan á spjöldum sögunnar. Kvikmyndagerðarmenn- irnir varpa ljósi á löngu liðna tíma genginna kynslóða og gera það virkilega vel og nosturslega. Það er forvitnilegt að svipast um í þess- ari framandi veröld, fá að kynnast því andrúmslofti og listamönnum sem leikstjórinn Gerard Corbiau og búningahönnuðurinn Olga Berlutti endurskapa listilega. Þá dregur hollenski stórleikarinn Jeroen Krabbé upp ábúðamikla mynd af Handel, eins og honum er lagið. Mest mæðir á Stefano Dionisi í titil- hlutverkinu, hann skilar því þokka- lega en ekki eftirminnilega. Dionisi nýtur söngradda tveggja óperu- söngvara sem flytja söng Farinellis í myndinni. Það eru þau Derek Lee Ragin og Ewa Mallas Godlewska sem gera það svo glæsilega sem raun ber vitni. Ekki hefur veitt af þar sem rödd Farinellis spannaði yfír hálfa fjórðu áttund! Útlitið og sönglistin eru í góðum höndum. Persónusköpunin og sam- tölin á köflum þunnildisleg og til- finninga- og ástamál persónanna öll hin melódramatískustu. Meðferð höfundanna á aðalpersónunni er auðvelt að gagnrýna, ágætur maður kallaði Farinelli „James Dean-mynd gerða af Linu Wertmueller". Það þykir sjálfsagt flestum ofsögum sagt, þetta er einkar metnaðarfull mynd, augnasælgæti og eyrna-, svo lengi sem hún fer fram á sviðinu. Sæbjörn Valdimarsson Sprengídögum kynnum víö öflugu Sound Blaster 32 og AWE 32 h/jóökortin frá crhAtive ásamt tónlístarhugbúnaöí frá Sfetanbcarq ogMIDl hfjómboröum frá ÍIHRoland. Hvort sem þú ert leíkjafrík, tónlístarmaöur, forrítari skrífstofumaöur eöa bara hvaö sem er, þá er þetta rétta tækifæríö fyrir þíg tí! þess aö eígnast þaö sem þíg hefur afltaf langaö ti/ aö eígnast. Sound Frábær tílboó á... margmíólunar- pökkum... og h/jóókortum. blAster Hjá okkur færóu eítt mesta úrva! t 'andsins af Sound Blaster hljóökortum og margmiólunarbúnaói. e <A Víö höfum sett upp fullkomiö MIDI-stúdíó i verslun okkar og er okkur þaö sönn ánægja aö leíöa víöskíptavíní okkar ínn í undraheím tölvutónlístarínnar. Komiö og„djammíö"meö! creAtive h CREATIVE LABS TOLVUDEILD ÞOR HF Ármúla 11 - Sími 568-1500 fSound blAster Sound blAster Sound blAster Sound Sigurður A. Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.