Morgunblaðið - 27.02.1996, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ALDARMIIMIMIIMG
GUÐMUNDUR VALDIMAR
TÓMASSON OG JÓHANNA
SIG URÐARDÓTTIR
+ 27. febrúar eru liðin
100 ár frá fæðingu
Jóhönnu Sigurðardóttur,
húsmóður í Reykjavík, f.
27.2. 1896, d. 14.9. 1961.
Jóhanna var dóttir Sig-
urðar, b. í Norður-Fífls-
holtshjáleigu í Landeyj-
um, og k.h. Jórunnar
Pálsdóttur. Sigurður var
Eiríksson, b. í Litlagerði
í Hvolhreppi. Eiríkur var
sonur Bergsteins, b. á
Árgilsstöðum, Sigurðs-
sonar. Móðir Sigurðar
Eiríkssonar var Margrét
Snorradóttir, b. í Ey,
Runólfssonar, b. í Kollabæ,
Kárasonar. Móðir Margrétar
var Ingunn Oddsdóttir, b. á
Fossi, Guðmundssonar og
Margrétar Ólafsdóttur, b. á
Fossi, Bjarnasonar, ættföður
V í kingslækj arættarinnar,
Halldórssonar. Móðir Jóhönnu
var Jórunn Pálsdóttir, b. á
Klasbarða, Pálssonar, b. á
Eystrihóli, Arnoddssonar, b. í
Hemluhjáleigu, Pálssonar í
Kotmúla, Þorsteinssonar
gamla Jónssonar.
20. desember 1919 giftist
Jóhanna Guðmundi Valdimar
Tómassyni, f. 13.9. 1896, d.
3.4. 1987. Guðmundur Valdi-
ÞVÍ NÆR sem dró að 100 ára
ártíð móður minnar varð sú löng-
un æ sterkari að leita í smiðju
ættfræðinnar, sem fræðimenn og
- --grúskarar í þeirri grein veita nú
svo greiðan aðgang að og láta
grennslast fyrir um gengna for-
feður. Árangurinn, sem hér er
kominn á blað, veit ég að hefði
verið foreldrum mínum, kærkom-
in vitneskja. Reykjavík var vax-
andi borg þegar þau festu ráð
sitt og þar ákváðu þau að setjast
að, bjartsýn á framtíðina. Til-
hugsunin um traustan frændgarð
og fólk úr heimahögum, sem þau
svo oftlega minntust og vitnuðu
í, var þeim góð kjölfesta við að
takast á við lífið við breytilegar
aðstæður í nýju umhverfi.
Aðskilnaður frá foreldrum og
systkinum, sem margir einstakl-
ingar þurftu að ganga í gegnum
fyrr á tímum, varð einnig hlut-
skipti móður minnar, kornungrar.
Sú reynsla ásamt mikilli og erf-
iðri vinnu sem sveitastörf þeirra
tíma kröfðust, litlum sem engum
menntunarmöguleikum og fáum
frístundum virtist ekki hafa vakið
andúð né kala til fólks eða um-
hverfis. Afstaðan var að aðstæð-
um og óhjákvæmilegum ákvörð-
unum hafi ekki þýtt að mögla í
mót né reyna að breyta, heldur
sætta sig við þótt þungbært væri.
Þegar ég lít til baka finnst mér
einmitt það viðhorf að takast á
Vönduö þjónusta
Góöar veitingar
Rúmgóö salarkynni
Næg bílastæöi
FÉLAGSHEIMILIÐ
SELTJARNARNESI
Sími 561-6030
mar var sonur Tómasar Finns-
sonar, trésmiðs í Reykjavík, og
k.h. Margrétar Guðmundsdótt-
ur. Finnur var b. á Kaldárhöfða
í Grímsnesi, sonur Finns, b. á
Kaldárhöfða, Finnssonar, b. á
Langárfossi á Mýrum, Jónsson-
ar, b. á Langárfossi, Nikulás-
sonar. Nikulás var b. á Hrafn-
kelsstöðum á Mýrum, Bárðar-
sonar á Hreðavatni, Torfason-
ar á Valbjarnarvöllum, Bárðar-
sonar í Laxholti. Jóhanna og
Guðmundur Valdimar áttu 12
börn og komust þau öll til full-
orðinsára. Ellefu barna þeirra
eru enn á lífi. Börn: Margrét
Guðmundsdóttir, f. 29.3. 1919,
við hlutina, gera sitt besta og
vera sáttur við útkomuna, hafi
verið lífsstefna foreldra minna.
Andstæðurnar í lífskjörum og
framförum sem þeirra kynslóð
upplifði hafa verið nánast ótrúleg-
ar. Þetta fólk hefur,með sanni
verið „tveggja alda fólk“.
Hraður vöxtur borgarinnar
kallaði á ný atvinnuform og þar
fannst fólki það sjá góða tíma
framundan. Fólks- og vöruflutn-
ingar voru ein af nýju atvinnu-
greinunum og á þeim vettvangi
haslaði faðir minn sér völl. Til að
ala upp tólf fyrirferðarmikla ein-
staklinga og koma til manns þarf
hreysti og dugnað. Þau höfðu
hvort tveggja og skiluðu þessum
barnahópi út í þjóðfélagið sem
nýtum og traustum þegnum. Víst
er að á ýmsu gekk í atvinnu- og
húsnæðismálum hjá fólki þessa
tíma. Við öryggisleysi í svo veiga-
miklum þáttum er varða líf og
frnmgang einnar fjölskyldu hefur
komið sér vel að vera nægjusam-
ur og hafa jafnaðargeð. Þessa
eiginleika hafði móðir mín í ríkum
mæli. Ég minnist hennar einnig
sem sérdeilis mildrar og skap-
góðrar konu. Ætíð var stutt í hlát-
ur og glens ef því var að skipta.
Hún var hæglát en það var hins-
vegar ekki hægt að segja um föð-
ur minn. Hann var mjög árrisull
og vaknaði með þá hugsun efsta
í huga að gera sem mest úr degin-
Erfidiykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð, fallegir
salir og mjög
góð þjónusta
Upplýsingar
í síma 5050 925
og 562 7575
FLUGLEIÐIR
HÖTEL LÖFTLEIÖIR
húsmóðir í Bandaríkj-
unum; Sigríður Fjóla
Guðmundsdóttir, f. 6.9.
1920, húsmóðir í Sví-
þjóð; Unnur Hrefna
Guðmundsdóttir, f.
13.3. 1922, húsmóðir á
Seltjarnarnesi; Jóhann-
es Hörður Valdimars-
son, f. 28.10. 1923, fyrr-
um leigubílstjóri í
Reykjavík; Dóra Björg
Guðmundsdóttir, f. 3.2.
1925, húsmóðir í
Garðabæ; Valdimar
Númi Guðmundsson, f.
17.6. 1926, nú látinn,
bílstjóri í Reykjavík og
frkv.stj. á Skagaströnd; Bragi
Rafn Guðmundsson, f. 24.1.
1928, lengi bílstjóri í Reykja-
vik, en býr nú í Ðanmörku;
Hanna Hafdís Guðmundsdótt-
ir, f. 2.11. 1930, húsmóðir í
Reykjavík; Auður Bergþóra
Guðmundsdóttir, f. 1.11.1931,
húsmóðir á Álftanesi; Skarp-
héðinn Valdimarsson, f. 29.4.
1933, bílstjóri í Reykjavík;
Ragnheiður Erna Guðmunds-
dóttir, f. 17.2. 1935, húsmóðir
og söngkona í Reykjavík; El-
ísa Edda Guðmundsdóttir, f.
11.7. 1936, húsmóðir og fast-
eignasali í Bandaríkjunum.
um sem framundan var. Hann
hafði ríka sjálfsbjargarviðleitni
og fór ekki dult með skoðanir sín-
ar á mönnum og málefnum. Hann
hlustaði á tónlist ef tækifæri gafst
og þá aðallega á kórsöng. Hann
hafði fallega, djúpa bassarödd
sem hann átti auðvelt með að
„harmonera" með í söng með
okkur systkinunum. Áhugi á lestri
góðra bóka var þeim ávallt sam-
eiginlegur og þeirrar ánægju nutu
þau í ríkum mæli þegar fleiri frí-
stundir tóku að gefast. Ljóð, ævi-
sögur og bækur um andleg mál-
efni höfðu þau í fyrirrúmi. I þess-
um stuttu hugrenningum um
æviferil foreldra minna - hvers-
dagslegan en engu að síður
áhrifa- og afdrifaríkan okkur er
næst stóðum - hefur mér orðið
enn ljósara en ella hversu mikið
gildi návist við lífið í margbreyti-
legum myndum þess og samvistir
við fólk með heilbrigða skynsemi
hafa á mótun einstaklingsins á
uppvaxtarárum. Þar skipa ekki
efnalegu kjörin æðstan sess og
foreldra minna minnist ég með
aðdáun og þakklæti - þakklæti
fyrir að kenna mér að meta þau
gildi sem þarf til að greina hismi
frá kjarna og meta menn og mál-
efni að verðleikum.
Megi þau áfram ganga á Guðs
vegum.
Ragnheiður
Guðmundsdóttir.
Erfidrykkjur
Kiwanishúsið,
Engjateigi 11
s. 5884460
llRÍÍ
iiRiiil»rUriii
Saintök um Tónlistarhús
Sími562H277
ASLAUG
VALDEMARSDÓTTIR
+ Áslaug Valdemarsdóttir var
fædd á Húsavík 31. júlí
1933. Hún lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri 4.
febrúar síðastliðinn og fór út-
förin fram frá Akureyrarkirkju
11. febrúar.
ÞAÐ ERU nú liðin yfir 30 ár frá því
að fundum okkar Áslaugar, mág-
konu minnar, bar fyrst saman. Við
hjónin vorum í íslandsferð og fórum
til Norðurlands að heimsækja ætt-
ingjana á Húsavík. Þau Áskell bróð-
ir minn höfðu fáum árum áður stofn-
að til ævifélagsskapar. Hún var þá
ung kona sem tók við heimili og fjöl-
skyldu, þar sem sjúkdómur og síðan
sorg höfðu þrengt að. Með veglyndi
hennar og háttprýði allri dafnaði og
blessaðist hagur þeirra Áskels. Frá
þessari heimsókn minnist ég hversu
vel mér geðjaðist að þessari mágkonu
minni, sem bæði var lagleg kona og
einkar geðfelld. Því miður lágu leiðir
okkar fjarri hvor annarri. Þau Áskell
fluttust til Akureyrar og við Bent
áttum fast heimili í Kaupmannahöfn.
Þegar Einar sonur okkar var á öðru
ári var Steinunn dóttir Áskels fóstra
hans um skeið. Á þeim tíma myndað-
ist náið samband við okkar norð-
lensku ijölskyldu. Og enn í dag baka
ég við sérstök tækifæri súkkulaði-
köku sem við köllum Áslaugartertu,
því að uppskriftin er frá henni komin.
Sumarið 1944 átti ég erindi til
Akureyrar og dvaldist þá á heimili
þeirra Áslaugar og Áskels. Dvölin í
Höfðahlíð 9 er mér á margan hátt
ljúf í minningunni. Veðurguðirnir
létu sólina skína dag hvem og hlýj-
uðu okkur með yfir 20 stiga hita.
Áslaug sagði að þetta væri alveg
óvenjuleg veðurblíða. Tók ég þetta
sem vott þess, að norðlensku „vætt-
irnir“ litu á veru mína þar með vel-
þóknun. Á sama veg var farið með
mannheiminn umhverfis mig; þar var
líka bjart og hlýtt.
í dvöl minni þetta ^sumar sem
heimilisgestur þeirra Áslaugar og
Áskels var mér það mikils virði að
tækifæri gafst til að kynnast mág-
konu minni nánar. Unga laglega
konan hafði nú öðlast þroskaðan
persónuleika og fengið aukið sjálfs-
traust. Heimili hennar er með þeim
smekklegri sem ég hef gist, og allt
bar merki snyrtimennsku húsfreyj-
unnar. Og hún bjó til dásamlegan
mat; ég impraði á því hvemig mér
myndi farnast í því efni, þegar hún
kæmi að heimsækja mig. En nú þeg-
ar örlögin hafa hindrað slíkt vil ég
taka undir það sem ritari Páls sögu
Jónssonar biskups skrifar við lát
konu hans, Herdísar Ketilsdóttur:
„Það má vera margra manna skylda
á dánardegi Skálholtshúsfreyjunnar
- bæði lærðra manna og leikra -
að minnast Herdísar fyrir hennar
dýrlegu matarráð."
Næst seinast er Áslaug átti af-
mæli í heimi hér, .yar ég í hópi henn-
ar nánustu að halda upp á daginn.
Þar kom líka Áslaug litla Valdemars-
dóttir, yngsti sprotinn á ættartrénu
og yndi ömmu sinnar. Á brottfarar-
daginn fylgdi Áslaug mér út á flug-
völl á Ákureyri. Það er undarlegt
að hugsa um, hversu stutt er síðan
og þá virtist hún frísk og í fullu fjöri.
Lítið óraði mig þá fyrir að þetta
myndi verða í seinasta sinn sem við
hittumst. Og nú upplifi ég þetta eins
og svo oft áður, þegar þeir nánustu
hverfa úr hópi hinna lifandi: Það
lokast dyr sem við aldrei fáum opnað
aftur. En það sem verður eftir hjá
okkur er minningin. Með heilsteyptu
hugarfari og góðvilja sínum öllum
hefur hún skapað sér hugljúf eftir-
mæli, og það ergjöf sem er dýrmæt
aðstandendum Aslaugar.
Ólafía Einarsdóttir.
KRISTÍN
BJARNADÓTTIR
+ Kristín Bjarnadóttir var
, fædd á Blönduósi 18. maí
1932. Hún lést í Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri 30.
janúar síðastliðinn og fór útför-
in fram frá Blönduóskirkju 10.
febrúar.
VETURINN 1949-1950 stunduðu
nám í Kvennaskólanum á Blönduósi
ungar og lífsglaðar stúlkur, 41 að
tölu. Kristín Bjamadóttir var í þeim
hópi. Hún hefur nú verið kölluð
burt úr þessum heimi, svo snögglega
að enn hefur ekki unnist tími til að
átta sig á því, eða trúa því að Stína
sé farin frá okkur.
Það er svo stutt síðan að við kom-
um saman, stór hluti af hópnum,
einmitt á Blönduósi þar sem Stína,
Sídý, Alda, Ella og Bebe tóku á
móti okkur hressar og glaðar og
komu okkur á óvart með ýmislegt
skemmtilegt, sem fleiri tóku þátt í
að undirbúa með þeim.
Þetta var í júní 1995, en þá voru
liðin 45 ár frá útskriftinni.
Fjörutíu og fimm ár virðist vera
talsverður árafjöldi svona á blaði
séð, en hjá okkur rúmlega 20 skóla-
systrum, sem rifjuðu upp ýmislegt
frá skólaverunni, hefur gleymst
íjöldi áranna því oft heyrðist kallað
þessa daga: Stelpur! hvert eruð þið
að fara, stelpur! við ætlum að syngja
núna; og fleira álíka. Þær stelpur
sem hófu námið á haustdögum árið
1949 voru á aldrinum 16-24 ára.
Tíminn, hvað er það? Jú, hann breyt-
ir okkur ytra útliti og mörgu öðru
en alltaf varðveitist eitthvað innra
með okkur. Skólaárin gleymast ekki.
Megnið af hópnum hefur haldið
tengslum og komið saman einhvers
staðar á landinu, jafnvel á fimm ára
fresti á seinni árum. Við gerum
okkur þó grein fyrir því að alltaf
getur eitthvað breytst, því fyrir fimm
árum þegar við komum saman í
Hveragerði á 40 ára afmælinu hafði
einhver á orði: Við verðum að fara
að hittast oftar en á fimm ára fresti,
svo við náum að hittast oftar áður
en við deyjum. Það varð því úr að
næst hittumst við 1992 um 26 tals-
ins. Því miður varð hún sannspá, sem
mælti orðin, því á þessum tveim
árum misstum við Ejólu úr okkar
hópi og syo núna Stínu. Áður voru
horfnar Ásdís, Þuríður og ísabella
úr þessum samstillta hópi skóla-
systra. Blessuð sé minning ykkar
allra.
I skólanum kölluðum við Kristínu
oftast nær Kittý en svo seinna Stínu.
Allar tókum við námið í skólanum
alvarlega, hvað annað, en samhliða
náminu var sitthvað sér til gamans
gert og m.a. komum við upp smá
söngflokki sem fékk nafnið Sjö-
stjarnan. Þar var Kittý með eins og
í mörgu öðru skemmtilegu.
„Þó að kali heitur hver
hylji dalinn jökull ber
steinar tali og allt hvað er
aldrei skal ég gleyma þér“.
(Skáld-Rósa.)
Þessa gamalkunnu vísu fann ég
þ minningarbókinni minni frá Stínu.
Ég geri hana nú að mínum orðum
í staðinn.
Ég sem undir þetta rita þekki
ekki til barna og fjölskyldna Stínu
og Baldurs Sigurðssonar, sem nú
er látinn. En í nafni okkar skóla-
systranna sem eftir lifum vil ég
þakka Stínu samfylgdina og við
sendum bömunum og ljölskyldum
þeirra, þér, Kristófer, og öllum öðr-
um aðstandendum dýpstu samúðar-
kveðjur.
Biðjum Guð að vera með ykkur,
styðja ykkur og styrkja.
Góð minning lifir.
Ása.