Morgunblaðið - 27.02.1996, Side 39

Morgunblaðið - 27.02.1996, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 39 ÞÓRUNN SIG URÐARDÓTTIR + Þórunn Sigurðardóttir fæddist í Langahvammi í Vestmannaeyjum hinn 6. ágúst 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 17. janúar síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Landakirkju 27. jan- úar. NÚ ÞEGAR mágkona mín blessuð er horfin til feðra sinna rifjast upp ýmislegt frá liðnum árum. Eg minnist þess oft þegar spennandi fótbolti var leikinn hér í Reykjavík fyrr á árum komu þau hjónin úr Eyjum, en Jón Ólafsson, maður Þórunnar, var mikill áhugamaður um íþróttir og liðtækur í þeim efn- um. Hann var t.d. í liði sem íslend- ingar sendu til Þýskalands á Ólympíuleikana 1936. Þórunn og Jón höfðu ekki eignast börn þótt þau væru búin að vera gift í fimmt- án ár. Þegar þau voru hér í bænum gistu þau oftast hjá mér. Einhvern tíma þegar þannig stóð á var ég nýbúin að eignast barn. Þau sýndu nýfæddu barninu mínu mikinn áhuga og létu vita af því. Nokkru seinna gerðist það að þau eignuð- ust dreng. Ég trúi að þau hafi þar fengið óskabarnið sitt. En lífið er blanda, hjá flestum, af gleði og sorg. Seinna komu þau í öðrum erindum. Veikindi höfðu sótt þau heim, bæði þrálát og erf- ið. Þórunn þjáðist um árabii af gallsteinum, svo mjög að stundum varð að kalla til næturlækna til að gefa verkjalyf. Þar kom að hún sagðist ekki geta lifað svona kval- in. Var hún þá skorin upp og fékk bata þótt læknar hefðu talið bata- líkur litlar. Seinna fór hún að kenna sér annars meins sem reynd- ist vera krabbamein. Hún gekkst undir aðgerðir, barðist hetjulega og hafði sigur á þeim skæða sjúk- dómi. En þá fór að halla undan fæti með heilsuna hjá Jóni. Veikt- ist hann af krabbameini og þjáðist mikið. Hann var sendur til Dan- merkur þegar ekkert var hægt að gera fýrir hann á íslandi. Meinið lét undan í bili en eftir langa og erfiða baráttu hafði „hinn slyngi sláttumaður“ betur. Nú var Þórunn orðin ein með einkasoninn, barn að aldri. Næstu árin hafa vafa- laust verið erfíð. Sárt var að sjá á eftir þessum glaðlynda og góða maka, Jóni Ólafssyni. En ekki var þar lokið þrautagöngu mágkonu minnar. Þegar gosið hófst í Vest- mannaeyjum varð hún eins og allir Eyjamenn að flýja undan eldi og eimyiju. Sú raun varð mörgum Eyjamönnum áfall. Enginn vissi þá hvort hægt yrði að búa þar áfram. Enda misstu margir hús og eignir sínar undir hraun og ösku. En Þórunn var ein þeirra sem gat flutt í hús sitt á nýjan leik, sem þó hefur verið illa farið. Hún flutti til Eyja jafnskjótt og hægt var. Nú átti Þórunn nokkur góð ár í sambýli við son sinn og hans fjöl- skyldu. Hún lifði það að sjá sonar- dóttur sína og nöfnu vaxa úr grasi. Síðustu árin dvaldist Þórunn á sjúkrahúsi í Eyjum og lést þar. Hún var borin til grafar í sinni heimabyggð í yndislegu veðri sem um sumar væri. Ég votta Sigurði og hans fjöi- skyldu innilega samúð. Blessuð sé minning mágkonu minnar, Þór- unnar Sigurðardóttur. Oddrún Pálsdóttir. + Kristján Bogi Einarsson fædd- ist á Siglufirði 1. ágúst 1943. Hann lést á Borgarspítal- anum 24. janúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Dóm- kirkjunni 1. febrúar. ÞEGAR boðin bárust okkur um að Bogi vinur okkar væri látinn þá var eins og tíminn stæði kyrr og hugur okkar hvarf aftur í tímann á þann stað sem við kynntumst Boga og fjöl- skyldu hans. Það var á Flúðum sem kynni okkar hófust, en þar höfðum við komið okkur fyrir sumarlangt með hjólhýsin okkar. Við vissum að tími var til kominn að hefja sumar- starfið á Flúðum þegar það fréttist að Sóllukot væri komið á sinn stað þar. Við vorum eins og ein fjölskylda sem undum okkur þar saman í þess- um sælureit og var Bogi vinur okkar þar ávallt framarlega ef eitthvað þurfti að gera eða ræða okkur til hagsbóta. Hláturinn hans Boga hljómaði hressilega í eyrum þegar komið var að því að grilla kvöld- verð fyrir fjölskylduna og gesti sem oft voru í Sollukoti um helgar. Bogi sýndi að hann var sannur vinur manna og dýra. Margan góðan bitann lét hann frá sér fara í ferfættu vinina sína sem voru fljótir að finna það á sér þegar Bogi og hans fjölskylda voru komin I hjólhýsið. Hjólhýsið á Flúðum var þeim hjón- unum sannkallaður sælureitur þar sem þau gróðursettu í sameiningu tré og falleg sumarblóm. Solla og fjölskylda, við sem áttum því láni að fagna að vera samtíða ykkur á Flúðum, munum geyma minningu Boga í hjarta okkar um ókomin ár. Góður guð blessi ykkur alla tíð. Hjólhýsavinir á Fiúðum. KRISTJÁN BOGI EINARSSON HAWÞAUGL YSINGAR Sölumaður- framtíðarstarf Óskum eftir að ráða öflugan sölumann. Viðkomandi þarf að hafa örugga framkomu, geta unnið sjálfstætt, hafa bíl til umráða og vera tilbúinn að leggja sig 100% fram í starfi. Reynsla af sölustörfum æskileg en ekki nauð- synleg. Starfið kemur inn á flesta þætti at- vinnulífsins og verður viðkomandi í beinum tengslum við atvinnurekendur um allt land. Mjög góð laun í boði fyrir árangursrík störf. Umsóknum, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila á afgreiðslu Mbl. fyrir 1. mars merktar: Sölumaður - 523“. Varnarliðið - laust starf Framkvæmdastjóri Stofnun verklegra framkvæmda, Flotastöð varnarliðsins. (Director of Fiscal/Personnel Division of Public Works Department). Um er að ræða starf, er hentar vel einstakl- ingi sem er tilbúinn að takast á við krefjandi og síbreytileg verkefni, getur unnið sjálf- stætt og á gott með að umgangast aðra. Starfið felst m.a. í að vera til ráðgjafar for- stjóra stofnunarinnar, auk þess að gera fjár- málaáætlanir og samninga við innlenda og erlenda aðila og hafi umsjón með skiptingu fjármagns og mannafla milli hinna ýmsu deilda stofnunarinnar. Unnið er eftir bandarískum og íslenskum reglum eftir því sem við á. Hæfniskröfur: Staðgóð starfsreynsla við fjármálastjórn eða rekstur. Háskólapróf er æskilegt, t.d. í við- skiptafræði. Krafist er mjög góðrar munn- legrar og skriflegrar kunnáttu í ensku. Skriflegar umsóknir á ensku berist til Varnar- málaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, ráðn- ingardeild, Brekkustíg 39, 260 Reykjanesbæ, eigi síðar en 5. mars 1996. Starfslýsing liggur frammi á sama stað og er mjög nauðsynlegt að væntanlegir um- sækjendur lesi hana áður en þeir sækja um, þar sem að ofan er aðeins stiklað á stóru um eðli og ábyrgð starfsins. STJÓSEFSSPÍTAUBtM HAFNARFIRÐI Yfirmeinatæknir Staða yfirmeinatæknis er laus til umsóknar. Um er að ræða fullt starf. Við leitum að áreið- anlegum og hressum starfskrafti, sem getur haft yfirumsjón með starfsemi rannsókna- stofu spítalans. Læknaritari Staða læknaritara er laus til umsóknar. Um er að ræða fullt starf, en þó kemur hluta- starf til greina. Nauðsynlegt er að viðkom- andi hafi réttindi sem læknaritari. Umsóknarfrestur er til 4. mars nk. Nánari upplýsingar um stöður þessar eru veittar í síma 555 0000. St. Franciskusspítali, Stykkishólmi Ljósmæður með hjúkrunarmenntun Ljósmóðir með hjúkrunarmenntun óskast til starfa frá 1. maí nk. Um er að ræða 100% starf. Umsóknarfrestur rennur út 15. mars 1996. Húsnæði í boði. Meinatæknir Meinatæknir óskast til starfa frá 1. maí nk. Um er að ræða 100% starf. Umsóknarfrestur er til 15. mars 1996. Hús- næði í boði. Stykkishólmur er um 1.300 manna byggðar- lag, þar sem perlur breiðfirskrar náttúru glitra í hlaðvarpanum í aðeins 210 km fjar- lægð frá Reykjavík. í Stykkishólmi er góður leikskóli fyrir tveggja til sex ára börn, krefjandi einsetinn grunn- skóli með framhaldsdeildum (2 ár) auk fjöl- breytts tónlistarskóla. Mikið íþrótta- og félagslíf er á staðnum, m.a. 9 holu golfvöllur. Hafir þú áhuga á skemmtilegu, en oft krefj- andi starfi þá hafðu samband við hjúkrunar- forstjóra eða framkvæmdastjóra í síma 438 1128. Tómstunda- og íþróttastarf Auglýst er eftir fangaverði við fangelsið á Litla-Hrauni er m.a. sér um tómstunda- og íþróttastarf í fangelsinu. Um nýtt starf er að ræða. Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 20-40 ára og hafa reynslu og/eða menntun í tómstunda- og íþróttastörfum auk áhuga á að starfa náið með föngum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, ásamt sakavottorði, sendist Fangelsismálastofnun, Borgartúni 7, Reykja- vík, fyrir 11. mars nk. Ráðning verður eftir samkomulagi. Fangelsismálastofnuri ríkisiris. ÓSKAST KEYPT Mjótkurkvóti Óska eftir mjólkurkvóta. Greiði 140 kr. á lítra. Þeir sem hafa áhuga vinsamlega sendið nafn og síma á afgreiðslu Mbl. merkt: „Mjólk - 15415“ fyrir 5. mars. ATVINNUHÚSNÆÐI Nýtt skrifstof uhúsnæði 183 fm nýtt skrifstofuhúsnæði á 3. hæð og 282 fm á 4. hæð til leigu við Hlemm. Lyfta er í húsinu. Upplýsingar í síma 852 1010. HÚSNÆÐI í BOÐI Einbýlishús til leigu Einbýlishús í Norðurbæ Hafnarfjarðartil leigu frá 1. júní. Framtíðarleiga. Áhugasamir vinsamlegast leggið inn nafn og símanúmer á afgreiðslu Mbl. fyrir 2. mars merkt: „Einbýlishús - 524“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.