Morgunblaðið - 27.02.1996, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 27.02.1996, Qupperneq 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Það virðist ekki fara sérlega vel um þig, herra. En ef lofið dettur niður verð ég vör við það fyrst allra. BREF TEL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang:lauga@mbl.is Um nauðlend ingar á vatni Frá Jens Kane: ÉG STARFA sem flugkennari í Bandaríkjunum og gat hreiniega ekki setið á mér eftir að hafa lesið grein um þá tvo félaga sem sviptir voru flugskírteinum sínum fyrir það að æfa svokallaðar „nauðlend- ingar á vatni“. Greinin sem um ræðir er á bls. 12 í Morgunblaðinu þann 21. febrúr. Í greininni er vitnað í Bandarík- in hitt og þetta og er þá átt við bandarísku flugmálastjómina FAA. Það er einnig mikið vitnað í vísindin og þá sérstaklega að þeir hjá FAA séu með formúlu um hvernig sé hægt að fleyta flugvél á vatni. Eitthvað sýnist mér ensku- kunnátta þeirra félaga vera óvís- indaleg því formúlan sem um ræð- ir hefur að gera með „Dynamic Hydroplanning“ á flugbraut. Til að þessi vísindi gangi upp þarf að vera „standing still water“ á flug- braut. Notin af þessari formúlu eru til að vita yfir hvaða hraða bremsu- skilyrði séu erfið eða vonlaus á flugbrautinni sökum vatns. Til að taka dæmi tökum við fyrir litla flugvél með loftþrýsting upp á 34 psi á aðalhjólum vélarinnar: V 34 4x9 = 52,5 hnútar (þar sem 9 er factor) Þessi formúla er svokölluð „þumalfíngursregla", og er þar af leiðandi ekki tekin bókstaflega þar serri ýmsar dekkjagerðir ausa vatni betur frá sér en aðrar. Varðandi umræðu um nauðlend- ingar á vatni er hún hreint ótrú- leg. Að ætla sér að nauðlenda á vatni á 100 hnúta hraða þegar það er hægt á 40 hnútum er með öllu óskiljanlegt. Vatn er ekki svo mjúkt viðkomu þegar skollið er á það af miklu afli, og vil ég þá helst benda þeim félögum að skella sér í Sundhöll Reykjavíkur til að kanna hvort það sé sársaukafyllra að skella sér á magann af litla stökkbrettinu miðað við það stóra. Það næsta sem þeir félagar þurfa að gera er að muna að spenna beltin svo þeir rotist ekki þegar þeir nauðlenda á sjó eða í vatni einn daginn. Það er fjöldinn allur af fólki búinn að labba (synda) út úr nauð- lendingum óslasað með því einu að fara eftir handbókum flugvéla- framleiðendanna. Um leið eru of margir búnir að drepa sig með því að hlusta á svokallað „Hanger talk“, og það verður að segjast að þetta er í fyrsta sinn sem ég hef séð slíkt prentað og dreift í eins stóru formi og miðvikudagsmogg- inn er. Að fljúga flugvél niður að yfirborði vatns hefur ekkert með formúlur að gera, heldur jafnvægi flugvélar og hæfileika flugmanns (í þessu tilviki mjög góðir), en um leið mjög lélega dómgreind. Það er öllu verra að gera þetta í sjó þar sem saltið veldur gríðarlegri tæringu á þeim hluta vélarinnar sem er úr áli. Í Bandaríkjunum eru skýrar reglur um óábyrgt athæfi flug- manns við stjómun loftfars og geri ég ráð fyrir að þeir félagar hefðu ekki sloppið eins vel hjá FAA og þeir gerðu hjá hinu íslenska Loftferðaeftirliti (þ.e.a.s. bráða- birgða svipting eingöngu). Það er vissulega leiðinlegt þegar félagi í fluginu hefur verið jarðaður af flugmálayfirvöldum, en að spila póker og fljúga flugvél fer ekki vel saman. Til þess hafa Banda- ríkjamenn Las Vegas. JENS KANE, flugkennari í Texas, Sogavegi 94, Reykjavík. Um Miðbæjarskólann Frá Elísabetu Brekkan: EINU sinni var lítill bær sem teygði úr sér með vaxtaverkjum í morg- unsárinu. Undir hádegi var bærinn orðinn að borg og áður en kaffið var borið fram síðdegis voru ráða- menn borgarinnar farnir að afmá allar minningar litla bæjarins sem enn var þó svo ungur. Áður en kvöldaði var hann orðinn fótalaus og búinn að missa minnið. Svona mætti persónugera af- stöðu stjórnmálamanna til menn- ingarverðmæta í litla bænum Reykjavík. Arið 1898 var merkisár í litla bænum. Þá tók Miðbæjarbarna- skólinn til starfa. Þeir sem þá réðu ríkjum voru ugglaust að rifna úr monti yfir þessari veglegu bygg- ingu og jafnframt mjög stoltir af hlutverki hennar. Nær hundrað árum síðar eru ráðamenn bæjarins, sem nú er orðinn borg, búnir að tapa virðingunni fyrir hlutverkinu, nefnilega að koma íbúum til mennta og þroska og hyggjast rústa skólastarfi þvi sem nú fer fram í Miðbæjarskólanum með því að fylla allar gamlar kennslustofur af skilrúmum, fundarherbergjum, og skrifstofum. Vistarverur þessar eiga að hafa það hlutverk eitt að fjalla um skólamál í stað þess að vera skóli. Það getur oft verið erf- itt að viðurkenna mistök sín, en sá sem það gerir verður oftast að meiri manni. Ég skora á Sigrúnu Magnúsdóttur og skólanefnd henn- ar að hætta við að rústa Miðbæjar- skólanum að innan. Sá flokkur sem nú situr við völd þarf víst örugg- lega á fylgi sínu að halda, þannig að það er vænlegast að hætta við þessi áform meðan tími er til. Nem- endur fyrr og nú þjást ekki af minnis- eða minningarleysi þannig að þetta skrifstofubyggingabrölt er í óþökk mjög margra kosningar- bærra Reykvíkinga. ELÍSABET BREKKAN, Fjölnisvegi 2, Reykjavík. Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.