Morgunblaðið - 27.02.1996, Page 56

Morgunblaðið - 27.02.1996, Page 56
MORGVNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL/SCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Stóraukin umsvif hjá Marel hf. REKSTRARTEKJUR Marels hf. og dótturfélaga á árinu 1995 urðu alls rösklega 1,1 milljarður króna eða um 46% meiri en árið á undan. Hagnaður fyrirtækjanna varð alls um 56 milljón- ir króna á árinu 1995 samanborið við 14,8 milljóna hagnað árið áður. Marel naut mjög góðs á síðasta ári af þeirri miklu grósku sem var í norsk- um fiskiðnaði. I sölustarfinu var meg- -ináhersla lögð á kynningu og sölu hefðbundinna vöruflokka eins og flokkara, voga og kerfislausna. A árinu 1996 er gert ráð fyrir áframhaldandi vexti fyrirtækisins og að hagnaður verði af rekstrinum. ■ Veltan jókst/14 -----» -»-<-- Sveitarfélög- Afkoman batnaði árið 1995 AFKOMA sveitarfélaga batnaði um- talsvert á síðasta ári miðað við árið á undan. Er hallinn talinn hafa minnkað um nær helming vegna aukinna tekna og aðhaldsaðgerða. Þetta kemur fram í skýrslu sem fjármálaráðherra lagði fram á Al- þingi í gær um ríkisfjármál á síðasta ári. Er áætlað að halli á rekstri sveit- arfélaga hafi verið 3,3 milljarðar króna árið 1995, eða um 10% af tekj- um en -árið 1994 var halli á rekstri sveitarfélaga um 7 milljarðar króna eða rúmlega 20% af tekjum. Árið 1990 var hins vegar afgangur af rekstri sveitarfélaga. Morgunblaðið/Júlíus Tveir klippt- ir út úr bíl HARÐUR árekstur tveggja fólks- bíla varð á gatnamótum Háteigs- vegar og Lönguhlíðar rétt fyrir klukkan fimm í gærdag. Kalla varð á tækjabíl Slökkviliðsins í Reykja- vík til að klippa ökumann og far- þega úr öðrum bílnum. Meiðsl þeirra voru þó ekki talin alvarleg. Stj ómarformaður Samskipa segir af sér GUNNAR Jóhannsson, formaður stjórnar Samskipa hf., sagði sig úr stjórn félagsins í gær ásamt Jóni Pálmasyni í Hagkaup, en ástæðuna segir Gunnar vera trúnaðarbrest sem orðið hafi í samskiptum við Ólaf Ólafsson, forstjóra Samskipa. Gunnar vildi í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi ekki tjá sig frek- ar að svo stöddu um ástæðu þess að hann og Jón sögðu sig úr stjórn félagsins. Geir Magnússon, forstjóri Olíufé- lagsins hf., hefur tekið við for- mennsku í stjórn Samskipa fram að aðalfundi félagsins sem verður í næsta mánuði, en Geir var áður varaformaður stjórnar. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að síð- astliðið haust hefðu Gunnar og eignarhaldsfélag Hagkaups ákveðið að selja hlutabréf sín í Samskipum og ekki væri óeðlilegt að þeir sem væru á leið út úr fyrirtækinu vikju úr stjórn þess. Hlutur Gunnars í Samskipum er 100 milljónir króna og hlutur Hagkaups 40 milljónir, en samtals er hlutafé Samskipa um 900 milljónir króna. „Það er erfitt að reka stjórn þeg- ar hluti af stjórninni er eiginlega búinn að kveðja. Menn eru að horfa til framtíðar og þetta eru mjög hörð samkeppnisviðskipti eins og alþekkt er. Þegar hluti af stjórn er búinn að ákveða að selja sig út þá er mjög eðlilegt að menn segi af sér. Við gerðum engar athugasemd- ir við það þótt þeir óskuðu eftir að hætta. Það er stutt í aðalfund og þetta breytir litlu fyrir féiagið," sagði Geir. Ekki trúnaðarbrestur milli forstjóra og meirihlutans Ólafur Ólafsson vildi ekki tjá sig um málið í gærkvöldi en sagði það eiga sér langan aðdraganda og ekki tengjast sér nema að litlu leyti, en Ólafur á helming í þýsku fyrirtæki sem á tæplega 30% eignarhlut í Samskipum. Geir sagði að þegar núverandi eigendur Samskipa hefðu keypt hlut Landsbankans í fyrirtækinu 1994 hefði verið gerð grein fyrir því að Ólafur væri einhvern veginn tengdur þýska fyrirtækinu og þá óskað eftir skýringum sem hann hefði gefið á fyrsta stjórnarfundi. Aðspurður hvort eitthvað nýtt hefði komið upp í því sambandi sagði Geir ekkert slíkt hafa komið upp sem meirihluti stjórnar teldi óeðli- lega að staðið. Hann sagði að ef um trúnaðar- brest væri að ræða, væri það ekki milli meirihluta stjórnar og for- stjóra Samskipa. „Trúnaðarbrestur getur verið á fleiri en einn veg sem verða ekki útskýrðir í blöðum,“ sagði Geir. MANUEL Arjona hamskeri stoppar upp bolvíska ísbjörninn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bolvíski bangsinn á stallinn Risaslepping göngu- seiða í Rangárnar VEIÐIFÉLÖG Eystri- og Ytri- Rangár og Þverár, ásamt leigutaka Ytri-Rangár og vesturbakka Hóls- ár, munu í vor standa fyrir mestu sleppingu gönguseiða sem þekkt er hér á landi. Alls verður sleppt 430.000 til 450.000 seiðum víða á svæðinu og fer að veiðast lax á svæðinu úr sleppingunni sumarið 1997. Að sögn Þrastar Elliðasonar, fiskeldisfræðings og leigutaka Ytri- Rangár og Hólsár, þætti ekki mikið miðað við reynslu manna af slepp- ingum á svæðinu þótt veiddust milli 4.000 og 5.000 laxar úr slepping- unni, en gangi það eftir verður um íslandsmet að ræða. í fyrra gaf slepping um 100.000 seiða rúmlega 1.500 laxa sumarafla í Eystri- og Ytri-Rangá. Talið er að kostnaður- inn við þesar framkvæmdir liggi í kring um 16 milljónir króna. Að sögn Þrastar sleppir hann sjálfur í vor milli 50.000 og 70.000 seiðum á svæði sín og eru það seiði af Rangárstofni, alin í fiskeldis- stöðinni í Fellsmúla í Landssveit. Veiðifélag Ytri-Rangár bætir við þá sleppingu 80.000 seiðum sem fest hafa verið kaup á í seiðaeldis- stöðinni að Núpum í Ölfusi. Stöðin sú er hluti af þrotabúi Silfurlax, hafbeitarstöðvarinnar í Hrauns- firði á Snæfellsnesi'og eru seiðin að sögn Þrastar af Kollafjarðar- stofni. Veiðifélag Eystri-Rangár hefur keypt 200.000 seiði úr sömu stöð og Veiðifélag Þverár 100.000 seiði. VERIÐ er að stoppa upp ísbjörn- inn sem skipveijar á báti frá Bolungarvík bönuðu út af Vest- fjörðum fyrir þremur árum. Verkið er unnið á vegum Náttúru- fræðistofnunar og fer björninn á Náttúrugripasafn Vestfjarða sem stofnað verður í Bolungarvík á þessu ári. Manuel Arjona hamskeri segir að gaman sé að eiga við ísbjörninn og skemmtilegt að taka að sér svona óvenjuleg verkefni. Hann hefur reyndar áður stoppað upp ísbjörn, það var fyrir íslenska dýrasafnið fyrir tuttugu árum. Isbjarnarhræið hefur lengst af verið í frysti. Skrokkurinn var rannsakaðar á Keldum og beina- gi-indin er komin á Náttúrugripa- safn Islands. Manuel saltaði skinn- ið og sútaði. Hann er nú að gera nýjan skrokk úr trefjaplasti og pappamassa og síðan er skinnið strekkt yfir. Manuel ætlar að selja bangsa á ísjaka úr plasti og hafa sel liggj- andi hjá honum. Isbjörninn var ungt karldýr, ekki fullvaxið, og ætlar Manuel að hafa hann með lokaðan munninn, fremur góðleg- an á svip. Jón Gunnar Ottósson, forstöðu- maður Náttúrufræðistofnunar, segir að farið verði með ísbjörninn vesturívor.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.