Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
-
FRÉTTIR
Tveggja hreyfla feijuflugvél hrapaði skammt austan við Innri-Njarðvík
Slapp lífs þrátt fyrir að
hreyfilblað skæri sætið
„ÉG SKIL hreinlega ekki hvernig
konan lifir þetta af og meira að segja
sleppur næstum ómeidd. Það má
hreinlega kalla þetta kraftaverk,"
sagði Karl Eiríksson, formaður Fiug-
slysanefndar, um flugslys sem varð
austan við Innri-Njarðvík í hádeginu
sl. sunnudag. Fullorðin bresk kona
var að ferja tveggja hreyfla flugvél
af gerðinni Islander vestur um haf,
þegar hún nauðlenti skammt frá
byggðinni í Njarðvík.
Konan heitir Janet Ferguson og
er 67 ára. Hún kom til landsins í
byijun mánaðarins frá Bretlandi
með millilendingu í
Færeyjum. Ferguson
lagði af stað frá
Reykjavíkurflugvelli kl.
11.50 á sunnudags-
morgun. Ferðinni var
heitið til Wisconsin í
Bandaríkjunum með
millilendingu í Narss-
asuaq á Grænlandi.
Þegar vélin var komin
11-12 mílur út á Faxa-
flóa missti Ferguson
GPS-staðsetningartæki
á gólfíð í vélinni og
rann það aftur fyrir
sætið. Hún gat ekki
fundið tækið og tók
þess vegna þá ákvörð-
un að snúa við. Þar sem
hún var nær Keflavík-
urflugvelli en Reykja-
víkurflugvelli tók hún
stefnuna til Keflavíkur.
Annar lireyf illinn
missti afl
Skúli Sigurðarson,
framkvæmdastjóri
flugslysarannsókna
flugmálastjórnar, sagði
ekki ljóst hv,að hefði
farið úrskeiðis þegar
flugvélin náigaðist
Keflavík. Hún hefði til-
kynnt flugturni á
Keflavíkurflugvelli kl.
12.08 að hún hefði
misst afl á hægri
hreyfli og ætti í erfiðleikum með að
halda hæð. Hún var þá í 1.000 feta
hæð. Skúli sagði að ítarlegri rann-
sókn stæði nú, yfir á hreyflum og
vél flugvélarinnar og hún myndi
væntanlega leiða í ljós hvað hefði
valdið slysinu.
Súsanna Gunnarsdóttir og Ómar
Pálsson urðu vitni að slysinu. Þau
búa á Kópabraut 2 í Njarðvík og
sátu við eldhúsborðið þar sem þau
voru að hlusta á útvarpsfréttirnar.
„Við vorum með þvottahúsdyrnar
opnar og heyrðum þess vegna vel í
flugvélinni. Ég veitti henni strax
athygli vegna þess að hún flaug svo
lágt og stefndi beint á húsið. Mér
varð að orði hvort hún ætlað virki-
lega að nauðlenda. Síðan skall vélin
niður.“
Flugvélin kom niður kl. 12.13 um
400-500 metra frá Kópabraut og
brakið blasti við úr eldhúsgluggan-
um frá húsi Súsönnu og Ómars.
Súsanna segist hafa verið sannfærð
um að hún hefði orðið vitni að dauða-
slysi. Henni hefði því létt mikið að
heyra að flugmaðurinn hefði sloppið
ómeiddur.
Flugvélin er ónýt
Flugvélin er gerónýt. Hún kom
niður í grýttri hesta-
girðingu, fór í gegnum
girðinguna og skorðað-
ist í lítilli laut vestan
við hesthúsin í Innri-
Njarðvík. Annar væng-
urinn skemmdist mikið
og nefhjólið brotnaði
undan vélinni þar sem
hún kom niður. Flug-
stjómarklefinn stór-
skemmdist og gekk all-
ur til í átt að vinstri
hreyflinum. Annað
hreyfilblaðið gekk alla
leið inn í klefann og
náði að skera flug-
mannssætið í sundur.
Það sem bjargaði
Ferguson var að hún
virðist hafa kastast'
fram við nauðlending-
una í sama mund og
hreyfillinn klauf sætið.
Flugvélin var full af
eldsneyti, enda átti það
að duga til 12 klukku-
tíma flugs. Það var því
mikið lán að ekki kom
upp eldur í flugvélinni
þegar hún hrapaði.
Slökkviliðsmenn frá
Keflavíkurflugvelli,
sem vom með þeim
fyrstu sem komu á slys-
stað, byrjuðu á því að
aftengja rafkerfi vélar-
innar og forða þannig
hugsanlegri íkveikju.
-Ferguson sat í flugmannssætinu
þegar björgunarmenn komu á stað-
inn. Hún mun hafa misst meðvitund,
en kom fljótlega til sjálfrar sín. Hún
var flutt á Sjúkrahúsið í Keflavík til
aðhlynningar þar sem í ljós kom að
hún hafði hlotið óveruleg meiðsl.
Eftir að fulltrúar flugslysanefndar
höfðu tekið af henni skýrslu á lög-
reglustöðinni í Keflavík var hún flutt
á Landspítalann til frekari rannsókn-
ar. Hörður AJfreðsson, iæknir á
skurðdeild Landspítala, sagði í gær
að líðan Ferguson væri eftir atvikum
góð. Hún væri marin og rifbeinsbrot-
in. Hann sagðist gera ráð fyrir að
hún yrði á spítalanum í 3-4 daga.
Súsanna
Gunnarsdóttir
Ómar
Pálsson
Morgunblaðið/Þorkell
ANNAÐ hreyfiiblaðið úr vinstri hreyflinum gekk inn í flugstjórn-
arklefann og klauf sæti flugmannsins í sundur. Flugmaðurinn
kastaðist fram við lendingu og slapp þess vegna við að fá blaðið
í sig.Við skoðun kom í ljós að flugmaðurinn hafði meiðst óveru-
lega og er búist við að spítalavistin verði aðeins 3-4 dagar.
Vélin snýr til Keflavíkur um
11-12 mílur úli á Faxaflóa
, ...............^
Reýkjavíku^/
ÁHtanes \ flugVÖIIUr
íV'
Keflavikur-j^SZkJ vbgl •
flugmllur^
Vélin fór á loft um kl. 11.50
á sunnudagsmorgun, áleiðis
til Narssaauaq á Grænlandi
W
%
Vélin brotlenti kl. 12.13
um 4-500 m frá Kópabraut,
austast í Innri-Njarðvík
Hirtu lembda kind úr fjárhúsi í Kópavogi og óku með hana í fólksbíl
Aðframkomin
og skelfd
FJÓRIR piltar, 17-24 ára, voru
handteknir í Reykjavík á sunnudag
með lembda sauðkind í fólksbíl sín-
um. Að sögn lögreglu var dýrið
aðframkomið og skelfingu lostið.
Áverkar voru á kynfærum ærinnar,
sem piltarnir höfðu tekið í fjárhúsi
við Smárahvamm í Kópavogi. Am-
fetamín fannst í fórum piltanna og
sagðist eigandi þess hafa keypt efn-
ið á tónleikum í Laugardalshöll á
laugardagskvöld.
Lögregla hafði afskipti af mönn-
unum vegna gruns um að þeir hefðu
raskað ró fólks í fjölbýlishúsi við
Kleppsveg um klukkan ellefu á
sunnudagsmorgun.
I litlum bíl sem þeir voru á lá
ærin útötuð eigin saur og þvagi
milli sæta bílsins og reyndu tveir
piltanna að fela hana fyrir lögreglu.
Þegar kindin var tekin út úr bílnum
lagðist hún fyrir og var greinilega
langt leidd, að sögn lögreglu.
Ætluðu að skemmta sér yfir
fréttaflutningi
í ljós kom að piltamir höfðu far-
ið inn í fjárhús við Smárahvamm
og tekið ána. Tveir fjórmenning-
anna höfðu farið inn í fjárhúsið, að
sögn þeirra úr hópnum sem mundu
eftir atvikum næturinnar. Sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins kannaðist enginn þeirra við það
við yfirheyrslur að hafa veitt dýrinu
þá áverka á kynfærum sem skoðun
dýralæknis leiddi í ljós en hins vegar
var talið að allir fjórir gengjust við
því að hafa slegið til ærinnar til að
reyna að „hafa hemil á henni“ inni
í bílnum.
Þeir piltanna sem að þessu stóðu
tjáðu lögreglu að í upphafi hefðu
þeir ætlað sér að skilja ána eftir við
Kringluna eða annars staðar á al-
mannafæri í því skyni að skemmta
sér yfir fréttaflutningi af uppátæk-
inu.
Með amfetamín úr
Laugardalshöll
Þeir voru áberandi ölvaðir, að
sögn lögreglu, og í fórum eins þeirra
fannst amfetamín, sem hann sagð-
ist hafa keypt á tónleikum sem
þeir sóttu allir í Laugardalshöll
kvöldið áður. Frá því tónleikunum
lauk og fram að handtöku höfðu
þeir auk innbrots í fjárhúsið m.a.
farið vestur á Seltjarnames, þar
sem tökur á kvikmyndinni „Þar sem
Djöflaeyjan rís“ fara fram og valdið
þar skemmdum á bíl.
Osk um rannsókn á
undirskriftasöfnun
Sýslumaður
vísaði
málinu frá
STEFÁN Skarphéðinsson, sýslumað-
ur í Borgarnesi, vísaði í gær frá er-
indi Þorvaldar Pálmasonar sem ósk-
aði eftir rannsókn á því hvernig stað-
ið hefði verið að undirskriftasöfnun
vegna vegalagningar í Reykholts-
daishreppi.
í bréfi sýslumanns til Þorvaldar
segir að með vísan til laga um með-
ferð opinberra mála þyki ekki efni
til að hefja lögreglurannsókn, enda
vandséð á hvaða lagagrundvelli slík
rannsókn ætti að byggja. Bent er á
að Þorvaldi sé heimilt samkvæmt
lögum um meðferð opinberra mála
að bera ákvörðunina undir ríkissak-
sóknara.
Stefán sagði í samtali við Morg-
unblaðið að hann teldi að ef verið
væri að safna undirskriftum þar sem
fólki væri gefinn kostur á að lesa
það sem það væri að skrifa undir,
og ekki væri beitt líkamlegu harð-
ræði eða fólk keypt til hlutanna, þá
væri öllum fijálst að safna undir-
skriftum.
Þorvaldur sagði í samtali við
Morgunblaðið að hann hefði ekki lit-
ið á bréfið til sýslumanns sem form-
lega kæru þar sem hann áliti það
ekki í sínum verkahring að vera dóm-
ari í því hvort menn brytu lög eða
ekki. Bréfið hefði hins vegar verið
beiðni um að'fram færi rannsókn á
því hvort um saknæmt athæfi hefði
verið að ræða eða ekki. Þorvaldur
sagðist á þessu stigi ekki vilja tjá
sig um hvort hann myndi kæra mál-
ið til ríkissaksóknara. „Ég kem til
með að hugleiða þetta frekar og
heyra viðbrögð þeirra sem eru mér
samsinna í þessu máli, en að öðru
leyti vil ég ekki tjá mig um þetta,"
sagði hann.
Fundur þingmanna Vesturlands
um vegamál í Reykhoftsdal hefur
ekki verið tímasettur en að sögn
Sturlu Böðvarssonar, þingmanns
Sjálfstæðisflokksins, verður hann
væntanlega haldinn í lok vikunnar.
-----♦----------
Undirskriftasöfnun
í Langholtssókn
40% vilja að
séra Flóki
farifrá
TÆPLEGA 1.457 sóknarbörn eða
40% sóknarbarna í Langholtssöfnuði
hafa skrifað undir yfírlýsingu um
að nauðsynlegt sé að séra Flóka
Kristinssyni verði veitt lausn frá
störfum svo að friður megi komast
á í söfnuðinum og safnaðarstarfið
fái að dafna á ný. I fréttatilkynningu
kemur fram að undirskriftarlistamir
hafi verið afhentir kirkjumálaráð-
herra á mánudag.
Flóki sagði að sér fyndist afar
ótraustvekjandi hvernig farið hefði
verið að söfnun undirskrifta. „Eng-
inn hefur komið fram undir nafni
fyrir hönd þessa hóps. Þetta fólk
vill fela sig þrátt fyrir að hafa geng-
ið mjög hart fram í því að fá nöfn
annarra á þennan lista gegn prest-
inum sínurn," sagði séra Flóki.
Hann sagði að túlka mætti niður-
stöðuna á þann veg að 60% safnað-
arins vildu ekki leggja nafn sitt við
þennan málstað, „og ég mun á næst-
unni þiggja ráðleggingar frá vígslu-
biskupunum Bolla Gústavssyni og
Sigurði Sigurðarsyni um hvort ég
eigi að sýna einhver frekari við-
brögð,“ sagði hann.
Góð kirkjusókn
Góð kirkjusókn var í Langholts-
kirkju um helgina. Um 300 manns
sóttu messu í kirkjunni kl. 11 á
sunnudaginn. Kirkjan tekur um 400
manns í sæti með sætum á svölum.
\
>
I
I
>
l
r
i
>
i
!
I
l
i
I
I
í
é
E
1
I
I