Morgunblaðið - 19.03.1996, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.03.1996, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ■ Þingveislan dýra ÞAÐ verður að koma henni í sóttkví á stundinni hr. læknir. Þetta er alvarlegasta samviskusmitið sem við höfum fengið í stofninn í 150 ár . . . Frumvarp til laga um viðskiptabanka og sparisjóði lagt fram á Alþingi Víkjandi lán Lands- banka kljúfa þingnefnd ÁKVÆÐI í lagafrumvarpi um að ríkisbankar þurfi ekki lengur að leita eftir samþykki Alþingis til að taka víkjandi ián klauf efnahags- og viðskiptanefnd þingsins við af- greiðslu frumvarpsins. Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp um viðskiptabanka og sparisjóði sem að mestu leyti fjaliar um lagabreytingar í tengslum við EES-samninginn. En frumvarpinu er einnig ætlað að lagfæra nokkur atriði í' gildandi lögum. í því sam- bandi var m.a. lagt til að fella brott lagaákvæði um að ríkisviðskipta- bankar skuli leita eftir samþykki Alþingis til að taka víkjandi lán til að efla eiginfjárstöðu sína. Efnahags- og viðskiptanefnd þingsins hefur nú íjallað um frum- varpið og leggur meirihluti nefnd- arinnar, fuiltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, til að hætt verði við að fella niður þetta ákvæði. Með 100 g af hassi og 20 g af amfetamíni LÖGREGLAN á ísafirði lagði hald á um 100 grömm af hassi og tæp- lega 20 grömm af amfetamíni á bíl sem stöðvaður var við Ögurnes í ísafjarðardjúpi árla á sunnudag. Tveir menn voru í bílnum á leið til ísafjarðar frá Reykjavík. Lög- reglan á ísafirði, sem vann að mál- inu ásamt lögreglunni á Hólmavík, telur ljóst að fíkniefnin hafi verið ætluð til dreifingar á ísafirði og í nágrenni. Annar mannanna í bíln- um viðurkenndi að hafa keypt fíkni- efnin og gaf þá skýringu að hann hefði ætlað þau til eigin neyslu. Mennirnir báðir hafa verið látnir lausir. í staðinn komi inn í frumvarpið bráðabirgðaákvæði um að ríkis- bankar fái heimild til að endurfjár- magna víkjandi lán sem þeir hafa tekið. Er heimildin takmörkuð við þá fjárhæð sem slík lán námu í árs- byrjun 1994 og tímabundin fram til ársloka 1997. Skynsamlegur varnagli Minnihluti nefndarinnar, Ágúst Einarsson, Þjóðvaka, Jón Baidvin Hannibalsson, Alþýðuflokki, og Steingrímur J. Sigfússon, Alþýðu- bandalagi, leggst gegn þessu bráða- birgðaákvæði en styður hins vegar aðrar þær breytingar á frumvarpinu sem nefndin leggur til. í séráliti minnihlutans kemur fram að ákvæðið um samþykki Al- þingis fyrir víkjandi lánum til ríkis- banka sé mjög skynsamlegur var- nagli. Sérstaða víkjandi láns sé að það teljist til eigin fjár innlánsstofn- ana og í raun sé hægt að líkja slíku láni við hlutafjáraukningu. Fram kemur að eftir fyrst.u um- fjöllun um frumvarpið hafi nefndin talið að ekki bæri að fella umrætt ákvæði út úr lögunum og viðskipta- ráðherra hafi stutt þá ákvörðun. Þá hafí hins vegar hafist ferill til að breyta ákvörðuninni, og Lands- bankinn hafi óskað sérstaklega eftir að lagaákvæðið yrði fellt út, eða því yrði a.m.k, breyttþannig að bankan- um væri heimilt að taka víkjandi lán í sama umfangi og hann mátti áður. Eftir ýtarlegar umræður í nefndinni hafi meiriþlutinn óskað eftir að af- greiða málið með fyrrgreindu bráða- birgðaákvæði, sem feli í sér heimild til Landsbankans að skuldbreyta hluta af víkjandi lánum sínum, eða um 1 milljarði króna. í minnihlutaálitinu er síðan rakin forsaga víkjandi lána Landsbankans sem málið snýst um. Árið 1992 átti bankinn í verulegum erfiðleikum með að uppfylla alþjóðlegar kröfur um eiginfjárhlutfall. Þáverandi rík- isstjórn lagði til sérstakar björgun- araðgerðir fyrir 'Landsbankann til að styrkja eiginfjárstöðu hans gegn ýmsum skilyrðum um ijárhagslega endurskipulagningu bankans. Seðlabankinn lánaði Landsbank- anum 1.250 milljónir. Trygginga- sjóður viðskiptabanka lánaði 1 millj- arð og ríkissjóður lánaði 2.250 millj- arða. Þessar lánveitingar voru að hluta til í formi víkjandi lána og styrktu eiginfjárstöðu bankans um 4,5 milljarða króna. Nefndarminnihlutinn segir að sú spurning hafi vitaskuld vaknað hvort Landsbankinn þurfi nú að styrkja eiginfjárstöðu sína þrátt fyr- ir aðstoðina 1993. Svo sé hins vegar ekki, því eiginíjárstaða Landsbank- ans um síðustu áramót var um 9,5% sem er nokkuð yfir alþjóðlegum mörkum, en lágmarkskrafa er 8%. „Við eftirgrennsian minnihiuta nefndarinnar varðandi það að heim- ila endurfjármögnun eins og meiri- hlutinn leggur til, var.upplýst af hálfu meirihluta nefndarinnar að nauðsynlegt gæti verið að end- urmeta ýmsar eignir bankanst í sambandi við breytingu hans í hluta- félag. Við það endurmat getur verið að tilteknar eignir lækki í verði þannig að gott væri að geta styrkt eiginfjárstöðu þar á móti,“ segir síð- an í nefndarálitinu. Ónóg rök Þetta finnst minnihlutanum ekki nægileg rök. Þannig hafí viðskipta- ráðherra látið að því liggja, að frum- varp um að breyta ríkisbönkum í hlutafélög bíði' haustsins. Þá væri eðlilegra, ef ríkisstjórnin telji nauð- synlegt að styrkja eiginfjárstöðu Landsbankans vegna hlutafjárvæð- ingar, að fjalla um slíkt í frumvarpi um þá breytingu. Boðið í Buckinghamhöll Það er ekki öll- um eins gefið Bryndís Víglundsdóttir ElSABET II Breta- rottning hefur boðað 25 manna hópi til móttöku í Buckinghamhöll þann 26. mars næstkom- andi. Með boðinu er verið að veita fólkinu viðurkenn- ingu fyrir störf í þágu fatl- aðra. Einn íslendingur er í þessum hópi, Bryndís Víg- lundsdóttir, skólastjóri Þroskaþjálfaskóla íslands, en hún hefur nú á Ijórða áratug kennt fötluðum og unnið að málum er þá varða. Aðspurð af hveiju hún valdi þennan starfsvettfang, svarar Bryndís: „Ég var ung þegar ég áttaði mig á því að við þiggjum allt að gjöf; sjón, heyrn, hugsun, allt at- gervi okkar. Við tökum okk- ur ekkert af þessu, við get- um ekki heldur úthlutað börnun- um okkar atgervi. Sumir eru ein- faldlega heppnir, aðrir minna heppnir. Úr því að ég var lánsöm að þessu leyti, vil ég nota tíma minn til að vinna í þágu þeirra, sem ekki voru jafnheppnir. Þrátt fyrir smæð okkar sem þjóðar megum við ekki gleyma því að það talar bara einn í einu. Við eigum fullan rétt á því, eins og stórþjóðirnar, að hafa skoðanir og halda þeim á lofti.“ Bryndís hefur frá árinu 1982 setið í stjórn alþjóðlegra samtaka, IAEDB - International Associati- on ofEducation of the Deafblind. Samtökin voru stofnuð fyrir 40 árum og er markmið þeirra að vinna að bættri menntun og hag fjölfatlaðra, einkum daufblindra. Daufblindir eru þeir, sem búa við skert eða engin not af sjón og heyrn. Öflugust eru samtökin í Bret- landi, þar sem þau reka m.a. dag- heimili, vistheimili, vinnustofur og alls kyns aðra þjónustu fyrir fjölfatlaða enda búa Bretar ekki við jafnöfluga og víðtæka félags- lega þjónustu og Norðurlandabú- ar. Sjálfboðaliðastarf er mjög snar ' þáttur í engilsaxneskri menningu og eru Bretar duglegir við að láta peninga af hendi rakna til sam- takanna svo að hægt sé að standa að rekstrinum með sómasamleg- um hætti, að sögn Bryndísar. Eins og aðrir, vinnur Bryndís fyrir IAEDB í sjálfboðavinnu, en segist ætíð hafa notið stuðnings heilbrigðis- og menntamálaráðu- neyta. „Að öðrum kosti hefði ég ekki getað sinnt þessu, enda eru fundir haldnir vítt og breitt um heiminn. Ég hef talað fyrir því að við hittumst sjaldnar, en vinn- um þess í stað meira þegar við höldum fundi og nýttum okkur svo tölvutæknina þess á milli. Þessar skoðanir mínar hafa mætt ákveðinni tregðu og aðrir talið nauðsyn- legt að hittast til þess að skapa nánd þegar fjallað er um svo viðkvæman málaflokk, því oft vilja mál fá kaldan og óper- sónulegan blæ ef aðeins er um þau fjallað með bréfaskriftum eða í gegnum tölvuskjái. Starf mitt í samtökunum hefur vissulega skilað sér inn í Þroska- þjálfaskólann, enda fæ ég með þessu vafstri mínu góða tilfinn- ingu fyrir ríkjandi straumum og stefnum. Það er afskaplega dýr- mætt að fá að hitta fagfólk og takast á um hugmyndir þegar maður er í eins einangruðu starfí og ég sinni.“ Einstaklingur er fjölfatlaður ► Bryndís Víglundsdóttir er fædd í Reykjavík þann 22. febr- úar árið 1934. Eftir stúdents- próf frá MR vorið 1955, lá leið hennar í Kennaraskólann og síðan til Cedar Falls í Iowa þar sem hún lagði stund á sér- kennslufræði ásamt fleiru. Um sjö ára skeið bjó hún í Boston á sjöunda áratugnum og var við nám og kennslu við Perk- insskólann, sem er nokkurs konar frumheijaskóli fyrir fjöl- fatlaða. Síðar var hún í eitt ár við nám í Tampa í Flórída. Hún hefur unnið við kennslu hér heima og verið skólastjóri Þroskaþjálfaskóla íslands frá árinu 1976. Eiginmaður hennar var Guðmundur Bjarnason skógræktarmaður, en hann lést árið 1983 í Leningrad. Þau eiga son og dóttur. þegar fleiri en ein skynjun er skert, annaðhvort frá fæðingu eða vegna slysa eða veikinda. Helsta baráttumál samtakanna er, að sögn Bryndísar, að stuðla að gæðalífi fjölfatlaðra frá vöggu til grafar, sem aftur tengist hugsjón- inni um gæðalíf fyrir okkur öll, burtséð frá því hvernig við fæð- umst eða hvað kann að koma fyrir okkur á lífsleiðinni. „Við höfum 511 þörf fyrir hjálp á fyrsta æviskeiðinu og eins því síðasta ef við verðum gömul og lasburða. Hvað gerist á milli þess- ara tveggja æviskeiða, ræðst að sumu leyti af því atgervi sem við fengum í vöggugjöf og að sumu leyti ráða tilviljanir." Staða fatlaðra fer sífellt batn- andi og að mörgu leyti erum við komin vel áleiðis, að sögn Bryndísar. „Málaflokkurinn er aftur á móti brothætt- ur. Sagan kennir okk- ur að þegar harðnar á dalnum kreppir fyrst að hjá þeim, sem eiga erfíðast með að veija hagsmuni sína. Hér á ég t.d. við fatlaða, börn og ung- linga með sértæka örðugleika og aldraða. Maður verður bara að vera raunsær og horfa á þetta eins og það er.“ Bryndís segir að tölvutæknin hafi opnað Ijölfötluðum nýjan heim, sér í lagi daufblindum. „Ég á von á að þrír nemendur Þroska- þjálfaskólans fari til Danmerkur í vor að læra hvernig er hægt að kenna daufblindum að nýta sér tölvur til samskipta. Þetta er mjög spennandi og eftir þessu bíða margir daufblindir á íslandi," seg- ir Bryndís Víglundsdóttir að lok- um. Fjölfatlaðir eigi gæðalíf allt frá vöggu til grafar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.