Morgunblaðið - 19.03.1996, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 19.03.1996, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/Egill Flateyringum afhent- ar tæpar 20 milljónir SVEITARFÉLÖGIN á íslandi söfnuðu tæplega 20 milljónum króna vegna hörmunganna á Flateyri í haust þegar snjó- flóðið féll þar. Afhentu for- maður og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfé- laga upphæðina á Flateyri fyr- ir skömmu. Á myndinni eru Sigurður Hafberg, forstöðu- maður sundlaugarinnar á Flateyri, Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri á Bolungarvík, Þórður Skúlason, fram- kvæmdastjóri Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Steinþór Bjarni Kristjánsson, Krislján Jó- hannsson sveitarsljóri og Ág- ústa Guðmundsdóttir. Yfirlýsing frá Kjartani Ragnarssyni Furða og hneyksl an á gjörðum LR KJARTAN Ragnarsson, sem sagði af sér formennsku í Leikfélagi Reykjavíkur á dögunum, er upp kom að Viðari Eggertssyni leikhús- stjóra var sagt upp störfum, er er- lendis við leikstjórn, nánar tiltekið í Málmey í Svíþjóð. Hann hefur sent Morgunblaðinu eftirfarandi yfirlýsingu: „Vegna þeirra atburða, sem átt hafa sér stað hjá Leikfélagi Reykja- víkur, eftir að ég sagði af mér sem formaður félagsins mánudaginn 11. mars sl. vil ég taka fram eftirfar- and: Ég er um þessar mundir að vinna við leikstjórn erlendis og á því óhægt með að taka þátt í þeirri umræðu, sem nú fer fram um þá atburði, sem átt hafa sér stað hjá félaginu. En ég lýsi furðu minni og hneykslan yfir því sem LR hefur gert, að segja upp Viðari Eggerts- syni áður en hann hafði tækifæri á að taka til starfa og gera yfirleitt eitthvað af sér. Ég hef ekki ennþá séð eða heyrt nein þau rök, sem réttlæta uppsögn Viðars. Ég vona að leikfélagið hafí einhver rök. Þau hafa ekki enn komið fram. Tii að taka af allan vafa um hvers vegna ég sagði af mér sem formað- ur LR, þá var það vegna þess að á félagsfundi 27. febrúar sl. lagði fé- lagið þá skyldu á herðar stjóminni að koma að hverri uppsögn, sem gerð yrði á vegum leikhússins. Það gat ég ekki sætt mig við. Ég stóð að ráðningu Viðars Egg- ertssonar sem leikhússtjóra hjá Borgarleikhúsinu í þeirri von að hann myndi standa að breytingum hjá húsinu sem bættu listræna stöðu þess. Ég get ekki séð að það sé hægt ef ekki má hreyfa við samn- ingum þess fólks, sem hefur skapað sér forréttindi með því að gerast félagar í Leikfélagi Reykjavíkur. Ég hef barist fyrir þeirri grund- vallarreglu að leikhússtjórinn hefði það listræna vald að ráða fólk eða segja því upp eftir því sem listræn stefna krefðist hverju sinni. Ég hafði áhyggjur af því að félagar í LR hefðu úrslitavaldið um sína eig- in samninga. Það hlyti að leiða til þess að hagsmunagæsla færi að sitja í fyrirrúmi. Mér virðist að fé- lagið hafi sjálft tekið af allan vafa um að þær áhyggjur voru ekki ástæðulausar. Ég lýsi fullri ábyrgð á hendur núverandi meirihluta í félaginu og stuðningi við Viðar Eggertsson." Morgunblaðið/Árni Sæberg írskir dansar og tónlist í TILEFNI af þjóðhátíðardegi írlands, St. Patricksdegi, síðast- liðinn sunnudag flutti Dubliner- kráin í Hafnarstræti inn írskan dansflokk, The Booleyhouse Set Dancers, sem dansar gamla, fjör- uga, írska þjóðdansa. Einnig kom til landsins írska þjóðlagahljóm- sveitin The Butterfly-band. Þess- ir skemmtikraftar léku og döns- uðu á Dubliner og á Ingólfstorgi um helgina. Myndin er tekin er skemmtikraftarnir hituðu upp fyrir utan Dubliner. Biskup til Strassborgar BISKUP Islands, hr. Olafur Skúla- son, heldur í dag til Strassborgar til undirbúningsfundar fyrir aðal- fund guðfræðistofnunar Lúterska heimssambandsins en hr. Ólafur er stjórnarformaður þeirrar stofn- unar. Að auki er biskupinn formaður þeirrar þingnefndar á vegum heimssambandsins er lætur til sín taka málefni aðildarkirkna og mun hann sinna málum þeirrar nefndar í sömu ferð. Að fundinum loknum mun biskupinn dveljast erlendis í einkaerindum í nokkra daga ásamt frú Ebbu Sigurðardóttur, bisk- upsfrú. Vígslubiskupar eru hvor í sínu stifti staðgenglar biskups ís- lands og annast þau störf sem hann felur þeim. Ertu að velta fyrir þér framtíáinni? Ætlardu að efia fýrirtækið með nýju upplýsinqakerfi? Ráðstefnukynninq á helstu bókhalds- oq qaqnaqrunnskerfum Tslenskra huqbönaðarfyrirtaekja á Grand hótel föstudaqinn ZZ. mars kl. 13.30 -17.00. Opin kerfi hf., umboðsaðili Hewlett-Packard á íslandi, boða til ráðstefnukynningar þar sem fuUtrúar Opinna kerfa hf. og íslenskra hugbúnaðarframleiðenda kynna hið allra nýjasta á sviði hugbúnaðar á íslandi. Fyrirlesarar frá einstökum fyrirtækjum kynna hugbúnaðinn og að lokum verða hringborðsumræður. Bókhaldskerfi: Fjölnir frá Streng. Concord frá Hug. ÓpusAllt frá íslenskri forritaþróun. Gagnaqrunnskerfi: Oracle frá Teymi. Informix frá Streng. Adabase frá Software AG. frelsi tilaðvelja Leitaðu lausna í samvinnu við Opin kerfi hf. Við höfum ávallt lagt áherslu á að selja vandaðan vélbúnað og - í samvinnu við flest stærstu hugbúnaðarfyrirtæki landsins - að gefa stjómendum fyrirtækja kost á að velja hugbúnað sem hentar þörfum þeirra best. Ráðstefnukynning Opinna kerfa hf. er einstakt tækifæri til að fræðast á einum stað um kosti einstakra bóklialds- og gagnagrunnskerfa og notkunargildi þeirra fyrir fyrirtækið. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 567 1000. Fjöldi ráðstefnugesta er bundinn við tiltekið hámark. OPIN KERFIHF HEWLETT PACKARD Höfðabakka 9, Sími: 567 1000

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.