Morgunblaðið - 19.03.1996, Síða 26

Morgunblaðið - 19.03.1996, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BLÁIR ERU DALIR ÞÍMR TÖNLIST III j ó iii <1 i s k a r SKÚLIHALLDÓRSSON Bláir eru dalir þínir, Ásta Thorsteins- en, Kristinn Hallsson, Magnús Jóns- son, Sigríður Gröndal, Karlakór Reylqavíkur. Skúli Halldórsson, píanó. Sinfóníuhljómsveit Islands, Jean-Pierre Jacquillat, Páll P. Páls- son. Umsjón með útgáfu: Jónatan Garðarsson. Skúlaútgáfan Bakkastíg 1 Rvk. SHCD 002. Dreifing SPOR. „BLÁIR eru dalir þínir“ kemur út í framhaldi af hljómdiskinum „Út um græna grundu“ frá síðasta ári og gfefur ágæta og einkar áhuga- verða mynd af tónskáldskap Skúla Halldórssonar um tíu ára skeið (1975-85), auk „Hörpusveinsins" frá árinu 1964. Efnisskránni er ágætlega raðað niður, hefst á til- komumiklu tónaljóði, „Gos í Heima- ey“. Verkið mun hafa verið tileinkað Vestmannaeyjakaupstað, sem væntanlega hefur goldið sína þakk- arskuld við tónskáldið, þótt ekki hafi farið af því neinar sögur. Eigin- Iega hefur tónsmíðum Skúla Hall- dórssonar verið sýnt undarlegt tóm- læti um alllangt skeið að undan- skildum 80 ára afmælistónleikum fyrir tveimur árum, en hljóðritanir frá þeim voru meðal verka á fyrr- greindum diski frá síðasta ári. Kannski er Skúli.Halldórsson dálíð „óheppilega" staddur í tímanum, með fætuma í eldri hefð og þjóðleg- um arfi, en maður síns tíma engu að síður. Hann hefur á valdi sínu að skrifa fyrir hljómsveit (sem ekki er sjálfsagður hlutur eins og dæmin sýna, allra síst þegar menn fara að apa eftir Brahms), jafnvel áhrifarík verk og áheyrileg, eins og fram kem- ur á þessum hljómdiski. Persónulega þykir mér mest koma til fyrsta verks- ins í ágætum flutningi Sinfóníu- hljómsveitar íslands undir stjórn (þess ágæta stjómanda, sem við eig- um að minnast með þakklæti) Jean- Pierre Jacquillat. Hitt tónaljóðið (ek. blanda af ballöðu og ,,sálumessu“), „Pourquoi pas?“ (1986) er samið fyrir karlakór, sópran og hljómsveit við ljóð eftir Vilhjálm frá Skáholti, hér flutt af Sinfóníuhljómsveitinni og Karlakór Reykjavíkur, ásamt Sig- ríði Gröndal, undir stjóm Páls P. Pálssonar. Tæplega jafn samfellt lif- andi tónsmíð og „Gosið“ (örlar fyrir „aðferð“ aðferðanna vegna...), en með áhrifamiklu niðurlagi og fallegu innleggi sópransins. Síðasta verkið, Sinfónía nr. 1 „Heimurinn okkar“, vitnar enn um fæmi Skúla að skrifa fyrir hljómsveit. Þetta verk (einum of stutt, en e.t.v. nægilega efnisríkt og vel unnið þess vegna) á að heyr- ast oftar. En hér höfum við það í lifandi og þróttmiklum flutningi Sin- fóníunnar undir stjórn Jean-Pierre Jacquillat. „Hörpusveinninn" við ljóð Jó- hannesar úr Kötlum er hér í ágætum flutningi Kristins Hallssonar og Sin- fóníunnar (Páll P. Pálsson). Að mörgu leyti ágætt verk — en dálítið „episodic", sosem eins og fiðlusónöt- ur Griegs og fleiri verk eftir yfirrit- aðan. Skúli Halldórsson er e.t.v. þekkt- astur vegna sönglaganna og hér eru sex þeirra með píanóundirleik tón- skáldsins. Flest þeirra með þeim fallegri sem hann hefur samið, svo sem titillagið, „Bláir eru dalir þín- ir“, við ljóð Hannesar Péturssonar. Vel flutt af öllum. Og hljómgæði góð, miðað við aðstæður (sumt kon- sertupptökur) og tíma. Oddur Björnsson Morgunblaðið/Hanna Hjartardóttir LEIKSTJÓRI og leikendur hylltir að lokinni frumsýn- ingu. Fiskar á þurru landi Kirkjubæjarklaustri. Morgunblaðið. UM SÍÐUSTU helgi frumsýndi Leikdeild UMF Ármanns leikritið „Fiskar á þurru landi" eftir Árna Ibsen. Leikstjóri var Þröstur Guð- bjartsson. Er skemmst frá að segja að verkefnið þandi hláturtaugar frumsýningargesta til hins ýtrasta enda spaugið allsráðandi. Leikendur eru fjórir: þau Gunnar Jónsson, Erna Margrét Jóhannsdóttir, Hlöðver Gunnars- son og María Guðmundsdóttir sem öll skiluðu hlutverkum sínum með sóma. Var leikendum, leik- stjóra og starfsmönnum sýningar- innar klappað lof í lófa að lokinni frumsýningu. Leikhópurinn leggur land und- ir fót og sýnir í Árnes- og Rang- árvallasýslu og verður einnig með sýningu í Hafnarfirði. Þá er fyrir- huguð ferð í Oræfi og til Hafnar í Hornafirði og loks munu heima- menn og gestir þeirra í páskavik- unni geta notið leiksins laugardag fyrir páska. MYNPLIST Kjarvalsstaðir MÁLVERK/BLÖNDUÐ TÆKNI Kjartan Ólason. Opið kl. 10-18 alla daga til 24. mars. Aðgangur kr. 300 (gildir á allar sýningar). Sýningar- skrá kr. 550 ÞEGAR Kjartan Ólason kom fyrst fram á listvettvangi í lok síð- asta áratugar vöktu hin stóru málverk hans strax athygli, og notkun hans á textum sem hluta verkanna var nýstárleg. Hin tæknilega úrvinnsla var forvitnileg sem og viðfangsefnin, sem öðru fremur mátti kenna við einangrun mannsins þar sem hetjulegir mannsbúkar urðu nær umkomu- lausir í einsemd sinni. Ferill listamannsins hefur verið skrykkjóttur og lítið sést af verk- um hans um árabil. Hér er engu að síður Ijóst að hann vinnur enn út frá þessum sama grunni, en í vestursal Kjarvalsstaða hafa verið sett upp ellefu umfangsmikil verk hans í þessum anda, þar sem umgjörð heildarinnar er ekki orðin síðri hluti hvers verks en málverk- in sjálf. Sýningunni fylgir ekki skrá í venjulegum skilningi, heldur viðtal blaðamanns við listamanninn; þetta efni var raunar ekki til stað- ar frá upphafi sýningartímans, og er það miður. í viðtalinu er komið víða við, og ýmis viðhorf Kjartans til listarinnar, viðfangsefnanna og annarra þeirra þátta sem móta listamanninn koma vel fram - en það er síðan sýningargesta að meta hversu vel þessi atriði fara saman við þau verk sem fylla sal- inn. Á það hefur verið bent að hinar vöðvamiklu og ákveðnu mannver- LISTIR í ÞJÓÐLEIKHÚSINU standa nú yfir æfingar á gamanleikriti Shakespeares, Sem yður þóknast, sem verður frumsýnt á Stóra sviðinu síðasta vetrardag. Lánleysi í Las Vegas Sem yður þóknast í ÞJÓÐLEIKHÚSINU standa nú yfir æfingar á einu allra vinsæl- asta gamanleikriti Shakespe- ares, Sem yður þóknast, sem verður frumsýnt á Stóra sviðinu síðasta vetrardag. Leiksljóri er Guðjón Peders- en, dramatúrg Hafliði Arngríms- son, höfundur leikmyndar Grét- ar Reynisson, höfundur búninga Elín Edda Árnadóttir og ljósa- hönnuður Páll Ragnarsson. Egill Ólafsson semur tónlistina. Þýð- andi er Helgi Hálfdanarson._ Leikendur eru Elva Ósk Ól- afsdóttir, Edda Heiðrún Back- man, Benedikt Erlingsson, Ing- var E. Sigurðsson, Stefán Jóns- son, Sigurður Skúlason, Gunnar Eyjólfsson, Erlingur Gíslason, Steinn Ármann Magnússon, Hjálmar Hjálmarsson, Björn Ingi Hilmarsson, Edda Arnljóts- dóttir og Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir. KVIKMYNPIR S a g a b í ó GÆFUSPIL („DESTINY TURNS ON THE RADIO“) ★ Gullmolar - kvikmyndahátíð Sam- bíóanna. Leikstjóri Jack Baran. Handritshöfundur Robert Ramsey. Kvikmyndatökustjóri. Tónlist. Aðal- leikendur Dylan McDermott, James Belushi, Quentin Tarantino, Nancy Travis, James LeGros, Bob Gold- thwait, Allen Garfield. Bandarísk. Savoy Pictures 1995. VIÐ SKULUM rétt vona að nýjasta stjarna kvikmyndaborgarinnar fari að hætta þeim óvana að leika (sér) í mislukkuðum B-myndum og fari að gera það sem hún eitt sinn kunni best - að ieikstýra. Spútnikinn er að falla til jarðar. Dylan McDermott leikur Goddard, strokufanga á leiðinni til Las Vegas að hafa uppá Thoreau (James Le Gros), fyrrum félaga sínum. Þeir unnu saman á glæpabrautinni uns Goddard var handsamaður en Thoreau hvarf á braut með væna dollarafúlgu. Á leiðinni bjargar hinn dularfulli Johnny Destiny (Quentin Tarantino) Goddard frá dauða úti á eyðimörkinni og er svo að detta af og til inní frásögnina, gefandi Goddard föðurlegar ráðlegg- ingar. Goddard hefur uppá Thoreau og gömlu kærustunni (Nancy Travis), en dýpra er á lukkunni. Söguflétta er tæpast til staðar í innantómum reyfara enda handritið með eindæmum slappt. Reynt að skapa lævi blandið andrúmsloft ráð- gátunnar, spennu hasarmyndarinnar með sínum ómissandi hraðaksturs- atriðum, gamanmyndinni slett inní með þeim leiða Bob Goldthwait - (kunnastur fyrir fettur og brettur í Lögregluskólamyndunum sem manna er síst búinn til að bæta fjör- ið. Rómatíkin fær sinn skammt, í líki barsönglarans Lucille, osfrv. Hand- ónýtt alltsaman. Fjölskrúðugur leik- hópur er það eina forvitnilega við Gæfuspil en engan veginn næg ástæða til að eyða tíma sínum í þessi borginmannlegu mistök. Sæbjörn Valdimarsson Hugsandi augu Morgunblaðið/Ásdís KJARTAN Ólason: í einrúmi. 1992-95. ur í málverkum Kjartans eigi sér forfeður í áróðursverkum komm- únista og nasista frá fjórða ára- tugnum, þegar hetjur hinna vinn- andi stétta voru hvað glæsilegast- ar. Hér er þó ef til vill réttara að tala um almenna, ó'persónulegá erkitýpu (eins og listamaðurinn gerir), þar sem snúinn vöðvamass- inn verður samtímis til að skapa samúð og ógn, alveg eins og góð- ar áróðursmyndir gerðu á árum áður. Þessi myndgerð á sér fleiri sögulegai1 tilvísanir, og undirritað- ur minntist nokkurra mynda Pa- vels Filonovs frá fjórða áratugn- um, sem hljóma vel saman við þessa myndsýn. Mesta breytingin á verkum Kjartans frá því sem áður var felst í að þau hafa vaxið langt út fyrir málverkin sjálf, og umgjörðin yfir- gnæfír oft á tíðum myndirnar. Tilgangurinn virðist helst sá að gefa verkunum aukna þyngd og stórfengleika; í stað málunar er því fremur rétt að tala um bland- aða tækni, og þessar myndir standa í heild sinni oft nær altar- istöflum eða minnismerkjum en málverkum. Þetta er misráðið. Umgjörðin er á köflum svo yfirgengileg að hún snýst í andhverfu sína - of- hlaðna skreytni, sem skilar litlu en dregur athyglina frá þeim styrk framsetningarinnar, sem felst í málverkinu sjálfu. Myndsýn listamannsins Iíður þannig fyrir prjálið. í list Kjartans er hins vegar áfram ákveðinn kjarni - umfjöllun um stöðu mannsins - sem er áhugaverður, og einstakur í hans myndmáli. Þetta skilar sér vel í sumum verkanna, og má m.a. benda á „í einrúmi“ og „Beygur“ sem dæmi þessa. Myndlist Kjart- ans vekur áhorfandann til um- hugsunar og það skiptir mestu, eins og hann segir í fyrrgreindu viðtali: „Það sem er væntanlega áhuga- verðast við myndlist er sjónræni þátturinn og hvort sem menn vita af því eða ekki, þá vaknar einhver skilgreiningarþörf þegar hoTft er á mynd. Þótt það fari fram hjá flestum, þá hugsar augað.“ Listamaðurinn hefur unnið sitt verk með opnum huga, og nú er komið að okkur hinum að vinna úr því sem fyrir augu ber. Ei'ríkúf Þorláksson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.