Morgunblaðið - 19.03.1996, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 33
Ráðstefna Sagnfræðingafélagsins um sögukennslu í framhaldsskólum
Morgunblaðið/Þorkell
RÁÐSTEFNA Sagnfræðingafélagsins var vel sótt
af sögukennurum.
Sögukennarar
búa við mikið
frelsi í kennslu
ERLINGUR Brynjólfsson, kennari
við Fjölbrautaskóla Suðurlands á
Selfossi, telur að íslensk sögu-
kennsla sé með því besta sem ger-
ist í Vestur-Evrópu og að íslenskir
sögukennarar standi mjög framar-
iega. Þetta kom fram á ráðstéfnu
sem Sagnfræðingafélag íslands
hélt í samráði við félag sögukenn-
ara sl. laugardag.
Erlingur hefur kynnt sér sögu-
kennslu í nágrannalöndum okkar
og sagði hann á ráðstefnunni að
það einkenndi sögukennslu á ís-
landi að kennarar hefðu mjög mikið
frelsi til að velja kennsluefni og
skipuleggja kennsluna. Hann sagð-
ist telja að hvergi í Evrópu færi
fram eins mikil kennsla í fornaldar-
sögu Grikkja og Rómveija eins og
hérlendis, nema í Grikklandi og á
Ítalíu. Hann sagði hins vegar að
námsmat í sögu hérlendis væri ekki
nógu skýrt og gera þyrfti tilraun
til að samræma það betur. Erlingur
sagðist gera nemendum ljóst við
upphaf hverrar annar hvaða kröfur
hann ætlaðist til að þeir uppfylltu.
Hann sagðist almennt gera þá kröfu
til nemenda að þeir væru sögulega
læsir og gætu gert greinarmun á
staðreyndum og túlkunum.
Miðaldasagan
er auðlind
Gunnar Karlsson, prófessor í
sögu við Háskóla íslands, flutti er-
indi á ráðstefnunni, en hann hefur
samið kennslubækur sem notaðar
eru í flestum framhaldsskólum á
íslandi. Hann gerði að umtalsefni
að í námskránni í sögu frá 1987
sé gert ráð fyrir að nemendur til
stúdentsprófs taki að minnsta kosti
tvo áfanga í íslandssögu og að fyrri
áfanginn, sem gefur tvær einingar,
spanni söguna til 1830 eða 960 ár
og seinni áfanginn, sem gefur þijár
einingar, nái yfir 160 ára sögu.
Hann sagði þessa skiptingu arf frá
Bandaríkjamönnum og Svíum, en
báðar þessar þjóðir eigi sér stutta
eða frekar heimildarýra sögu og
hafi náð að telja okkur trú um að
miðaldasaga sé lítt áhugaverð. Mið-
aldasagan væri auðlind sem væri
m.a. hægt að nýta í ferðamanna-
þjónustu.
„Það er ekki aðeins að tilvera
okkar íslendinga sem þjóðar og
sérstaks samfélags byggist á mið-
aldatilveru þjóðarinnar. I heimildum
okkar um miðaldasögu er líka gífur-
legt úrval af textum um framandi
mannlíf, sem þó er svo fjarska
nærri okkur í rúmi, og þarf ekki
einu sinni að þýða textana á nú-
tímamál. Við eigum heimildir um
landnám, atburðaferli svo ótrúlegt
að við mundum ekki trúa því nema
af því að við erum hér. Við eigum
heimildir um sérkennilega stjórn-
skipun, upplagða til samanburðar
við lýðræði nútímans. Goðafræði-
textar íslendinga eiga sér varla
jafningja nær en í fornri goðafræði
Grikkja. Grágás er efnismesta lög-
bók germanskra þjóða frá miðöld-
um og endalaus uppspretta hug-
mynda um vandamál daglegs lífs í
frumstæðu landbúnaðarsamfélagi.
Sturlunga saga er öldungis ómetan-
leg heimild um félagssögu og mann-
fræði slíks samfélags, eins og amer-
ískir fræðimenn hafa verið að upp-
götva síðustu áratugina, mest-
megnis á undan okkur íslending-
um,“ sagði Gunnar.
Ragnar Sigurðsson, kennari við
Kvennaskólann í Reykjavík, sagði
að kennslubók Gunnars, Samband
við miðaldir, hefði kosti og galla.
Það væri algengt umkvörtunarefni
nemenda að hún væri nokkuð þung.
Áhugi nemenda væri einnig meiri
á samtímasögu, t.d. heimsstyrjöld-
inni síðari og hippatímabilinu.
Endurnýja þarf
bækur um samtímasögu
Lóa Steinunn Kristjánsdóttir,
kennari í Menntaskólanum við
Sund, íjallaði í erindi sínu um erfið-
leika sem mæta kennurum við
kennslu á samtímasögu. Hún sagði
að kennsluefnið úreltist mjög hratt
og mikilvægt væri að endurskoða
kennslubækur ört. Hún benti á að
í kennslubókum væri mikið fjallað
um mikla verðbólgu á Islandi og
lítið atvinnuleysi. Umfjöllun um
utanríkis- og sjávarútvegsmál væri
einnig ábótavant, enda hefðu orðið
miklar breytingar á þessum mála-
flokkum. Til að bæta úr þessu hefði
kennari í MS samið kennsluefni um
þessa þætti.
Baldur Sigurðsson, lektor við
Kennarahásk'óla íslands, fjallaði um
gerð og gildi námsritgerða. Hann
sagði það áberandi að þorri nýnema
kynni ekki rétt vinnuþrögð við rit-
gerðasmíð og þyrfti oft að byija á
því að beija úr þeim röng vinnu-
brögð, eins og hann komst að orði.
Grundvallaratriði væri að fá nem-
endur til að setja fram spurningu
í námsritgerð og láta þá svara
henni. Miklu skipti hvernig spurn-
ingin væri orðuð og tók hann sem
dæmi spurninguna: Hvernig var
háttað kennslu í heimilisfræðum við
Gagnfræðaskóla Akureyrar á átt-
unda áratugnum? Ritgerðin yrði
mun betri ef spurt væri: Hvaða
áhrif hafði jafnréttisbarátta á
kennslu í heimilisfræðum við Gagn-
fræðaskóla Akureyrar á áttunda
áratugnum?
Baldur tók annað dæmi um
spurningu sem sett er fram með
ólíkum hætti: Hvaða atburður hafði
mesta þýðingu fyrir sjálfstæðisbar-
áttu íslendinga á 19. öld? Spurning-
in fengi alveg nýja vídd með því
að orða hana þannig: Hvaða atburð-
ur á 19. öld telur þú að hafi haft
mesta þýðingu fyrir sjálfstæðisbar-
áttu íslendinga á 19. öld? Rök-
styddu svarið. Baldur sagði áber-
andi að nemendur kynnu ekki að
vinna skipulega eða að hafa frum-
kvæði. Nemendur hefðu tilhneig-
ingu til að taka langa orðrétta kafla
upp úr bókum og þess vegna hefði
hann bannað slíkt við kennslu í
Kennaraháskólanum, nema að upp-
fylltum ströngum skilyrðum.
Ráðstefnan um sögukennsluna
var vel sótt og var samþykkt í lok
fundar að efla frekara samstarf ís-
lenskra sögukennara.
Þróunarsjóð-
ur úthlutar
8,3 m.kr.
TUTTUGU og átta skólar víðsvegar
af landinu hlutu samtals 8,3 milljón
króna styrk úr Þróunarsjóði grunn-
skóla til að vinna að 24 verkefnum.
Samtals barst 51 umsókn frá 49
skólum, en áætluð upphæð til verk-
efnavinnu var 33,9 m.kr.
Sem dæmi um þróunarverkefni
sem unnið verður að má nefna ný-
sköpun og náttúruvísindi, aukin gæði
náms, hugmyndabanka Kennslumið-
stöðvar á alnetinu, dönskukennsla
endurskipulögð, þróunarstarf í náms-
og starfsfræðslu og athafnamiðað
nám á unglingastigi. Sjóðurinn hefur
samtals styrkt um 190 verkefni í
grunnskólum frá árinu 1989.
---------» ♦ ♦----
Kennurum ekki
tryggð staða
í FRÉTT á bls. 4 laugardaginn 16.
mars sl. var sagt frá ákvörðun
menntamlaráðuneytis um að flytja
kennslu málmiðnaðar- og bílgreina í
Borgarholtsskóla. Féll niður orðið
ekki í setningu, sem gjörbreytti
merkingu orðanna. Rétt er máls-
greinin þannig:
„Menntamálaráðherra sagði að
kennurum, í þeim greinum sem flutt-
ar verða, sé ekki tryggð staða í við-
tökuskóla. „Sæki þeir um starf í
Borgarholtsskóla hafa þeir góðan
rétt gagnvart því að fá það. Fái þeir
ekki starfið fá þeir biðlaunarétt,"
sagði ráðherrann.“
^IUNClf / ■ Kil
handavinna
■ Ódýr saumanámskeið
Samvinna við Burda. Sparið og saumið
fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp.
Faglærður kennari.
Sigríður Pétursd., s. 5517356.
tölvur
■ Tölvunámskeið
Starfsmenntun:
- 64 klst tölvunám
- 84 klst. bókhaldstækni
Stutt námskeið:
- PC grunnnámskeið
- Windows 3.1 og Windows 95
- Word grunnur og framhald
- WordPerfect fyrir Windows
- Excel grunnur og framhald
- Access grunnur
- PowerPoint
- Paradox fyrir Windows
- PageMaker fyrir Windows
- Internet námskeið
- Tölvubókhald
- Novell námskeið fyrir netstjóra
- Barnanám
- Unglinganám í Windows
- Unglinganám í Visual Basic
- Windows forritun
Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar
kennslubækur fylgja öllum námskeiðum.
Upplýsingar og skráning
í síma 561 6699, netfang
tolskrvik@treknet.is,
veffang www.treknet.is/tr.
Tölvuskóli Reykiavíkur
Bor^artúni 28. simi Stil h699.
ýmisiegt
Biblíuskólinn
við Holtaveg
Pósthólt 4060. 124 Reykjavtk
Við minnum á námskeiðið
- Samskipti manna á meðal - og
við Guð laugardaginn 23. mars
kl. 10.00-16.30.
Fjallað verður m.a. um samskipti fólks,
orð okkar og tilfinningar. Fyrirlesari
verður norski guöfræðingurinn Gunnar
Elstad. Verð er kr. 1.400 (hádegisv. og
kaffi innif.)
Skráningu lýkur fimmtudaginn
21. mars, sími 588 8899.
skjaiastjórnun
■ Inngangur að skjalastjórnun
Námskeið, haldið 1. og 2. apríl (mánud.
og þriðjud.). Gjald kr. 11.000.
Bókin „Skjalastjórnun" innifalin.
Skráning hjá Skipulagi og skjöl
í síma 564 4688, fax 564 4689.
myndmennt
■ Myndlist
Ný námskeiða aó hefjast.
Teikning 1, byrjendanámskeið fyrir full-
orðna. Myndvefnaður - grunnámskeið.
Uppl. og innritun í s. 562 2457.
Myndlistarskóli Margrétar.
heilsurækt
■ Bætt heilsa - betra útlit
Sogæðanudd - trimmform.
Örvaðu ónæmiskerfið og losaðu líkama
þinn við uppsöfnuð eiturefni, aukafitu
og bjúg.
Mataræðisráðgjöf innifalin.
Frír prufutími.
Norðurljósin, heilsustúdfó,
Laugarásvegi 27,
sími 553 6677.
nudd
■ Námskeið i ungbarnanuddi
fyrir foreldra með börn á aldrinum 1 til
10 mánaða byrjar fimmtud. 21. mars.
Faglærður kennari.
Upplýsingar og innritun á Heilsusetri
Þórgunnu, Skúlagötu 26, í síma
562 4745 eða milli kl. 9.00 og 10.00 í
síma 552 1850.
ff
\
SKÚLA~
SONAR
Páll Skúlason
hugsun
og
veruleiki
fS
01
Pœlingar II
--------tfr
cinniffni r
SIÐFRÆÐI
PÁLLSKÚLASON
Siðfrœði
Páll ðkúteson
í skjóli
heimspekinnar
/
í skjóli beimspekinnar
HÁSKÓLAÚTGÁFAN
SÍMI 525-4003