Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.03.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1996 41 Austfirðingar spiluðu vel o g komust óvænt í úrslitakeppnina Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson SVEIT Hjólbarðahallarinnar komst ekki í úrslit að þessu sinni. Hér spilar hún gegn sveit Landsbréfa og tapaði leiknum strax í fyrri hálfleik. Talið frá vinstri: Oddur Hjaltason, Sævar Þor- björnsson, Eiríkur Hjaltason og Jón Baldursson. Áhorfandinn fyrir miðri mynd er Þorsteinn Asgeirsson, forseti bæjarstjórn- ar í Ólafsfirði. BRIDS B r i d s h ö 11 i n Þönglabakka s ÍSLANDSMÓTIÐ í SVEITAKEPPNI - UNDANÚRSLIT 15.-17. marz. Aðgangur ókeypis. FJÖRUTÍU sveitir víðs vegar að af landinu spiluðu um 10 sæti í úrslitum íslandsmótsins, sem spiluð verða um bænadagana. Flestar sterkustu sveitirnar náðu í úrslitin að sveit Hjólbarðahallar- innar undanskilinni. Sveitirnar sem spila til úrslita eru Jþessar: Landsbréf, Lyfjaverzlun Islands, Anton Haraldsson, Búlki hf., Samvinnuferðir/Landsýn, Bang- Símon, Ólafur Lárusson, Þormóð- ur rammi, Verðbréfamarkaður íslandsbanka og sveit Aðalsteins Jónssonar. í A-riðli átti sveit Landsbréfa frátekið ef svo má að orði kom- ast. Sveitin vann 6 leiki og gerði eitt jafntefli. Keppnin um annað sætið var hins vegar mjög skemmtileg. Hjólbarðahöllin, sem átti að hafa burði til að hrifsa annað sætið, lenti í ólgu- sjó á móti Sparisjóði Dalvíkur í 2. umferðinni og tapaði þeim leik óvænt því þetta var eini leikur- inn, sem Dalvíkingar unnu í riðl- inum. Þetta átti eftir að verða þeim dýrkeypt því Kópavogsbú- arnir í sveit Lyfjaverslunar ís- lands gengu á lagið og náðu í síðustu umferðinni 11 stigum af Landsbréfum sem dugði þeim til að komast í úrslitin því Hjól- barðahöllin vann sinn leik „að- eins“ 19-11 í síðustu umferð. 25 stiga sigur hefði hins vegar fleytt sveitinni í úrslitin. Lokastaða efstu sveita: Landsbréf 157 Lyfjaverzlun Islands 127 Hjólbarðahöllin 123 Stefán G. Stefánsson 109 Guðfinnur KE 83 I B-riðli sigraði sveit Antons Haraldssonar örugglega, vann 5 leiki með miklum mun og tapaði tveimur naumlega. Sveit Búlka hf. byijaði mótið mjög illa og leit á tímabili út fyrir að hún myndi ekki ná í úrslitin. Þeir eru hins vegar nýbakaðir félagsmeistarar hjá BR og kom þetta mjög á óvart. Strákarnir ha'ns Sigtryggs spýttu í lófana í síðari hluta móts- ins og náðu öðru sætinu sannfær- andi og verða eflaust erfiðir við- ureignar í úrslitunum. Efstu sveitir í B-riðli: Anton Haraldsson 148 Búlki hf. 127 Tíminn 109 Dröfn Guðmundsdóttir 102 Sparisjóður V-Húnavatnssýslu 97 Allar svíningar gengu Úrslitin í C-riðlinum voru óvænt. Fyrsta sætið var frátekið fyrir VÍB sem vann alla sína leiki en Aðalsteinn Jónsson útgerðar- kóngur að austan kom, sá og sigraði og spilaði sig inn í úrslit- in. Óvænt en ánægjulegt. Þeir félagar unnu 5 leiki, töpuðu ein- um með minnsta mun og náðu 10 stigum á móti VÍB. Helztu keppinautar þeirra um annað sætið voru Selfyssingarnir í HP kökugerð. Þeir spiluðu hins veg- ar mjög misjafna leiki, unnu stór- sigra en töpuðu síðan illa á milli. Aðalsteinn og menn hans voru langt undir eftir fyrri hálfleikinn gegn VÍB. En í þeim síðari spýttu þeir heldur betur í lófana og unnu töluvert til baka, þökk sé tveimur slemmum sem þeir Ásgeir Methú- salemsson og Kristján Kristjáns- son sögðu. Ein þeirra hékk svo sannarlega á mjóum þvengjum: Norður - 4D83 ¥82 ♦ ÁD3 ♦ Á9643 Vestur ♦ 10972 ¥9543 ♦ K4 + G75 Suður ♦ ÁG4 ¥ ÁD6 ♦ G876 ♦ KG10 Eftir að Kristján opnaði á norð- urspilin hætti Ásgeir ekki fyrr en í 6 gröndum. Eftir að spaðatían kom út var ljóst að margt þurfti að ganga upp. Ásgeir byijaði á að taka laufkóng og leggja af stað með laufgosann, enda vanur því að drottningin liggi á eftir gosanum. Þegar það gekk eftir var tígli svínað og laufslagirnir teknir. Tígulkóngurinn kom hlýð- inn í ásinn og þá var ekkert ann- að eftir en svína hjartadrottning- unni. „Ég gerði þetta aðallega fyrir áhorfendur,“ sagði Ásgeir á eftir, en hann bjargaði einnig úrslita- sætinu því þetta var lokastaða efstu sveita: Verðbréfamark. íslandsb. 160 Aðalsteinn Jónsson 128 HP kökugerð 123 Hróihöttur 113 Kaupfélag Skagfirðinga 103 Keppni í D-riðlinum var engin. Samvinnuferðir/Landsýn og BangSímon unnu 6 leiki og töp- uðu báðar sjöunda leiknum með minnsta mun. Lokastaða efstu sveita í D-riðli: Samvinnuferðir/Landsýn 151 BangSímon 150 Sigmundur Stefánsson 116 S. Ármann Magnússon 102 Auðunn Hermannsson 93 Sama er að segja um E-riðil- inn. Þar var sveit Olafs Lárusson- ar langefst og Siglfirðingarnir í sveit Þormóðs ramma í öðru sæt- inu. Sveitin er reyndar nokkuð breytt frá fyrri árum. Elztu bræð- urnir, Anton og Bogi Sigurbjörns- synir, eru ekki lengur með og elztu synir Jóns Sigurbjörnsson- ar, Ólafur og Steinar, spila ekki í sveitinni. Það kemur hins vegar ekki að sök því Jón og kona hans Björk Jónsdóttir eiga nóg af strákum og yngri peyjarnir Birkir og Ingvar spila nú með foreldrum sínum, Ásgrími frænda og Jóni Erni Berndsen. Lokastaðan í E-riðli - efstu sveitir: Ólafur Lárusson ■ 145 Þormóður Rammi 126 Grandihf. 115 Ingi St. Gunnlaugsson 96 Landsbankinn Egilsstöðum 92 Góðir keppnisstjórar mótsins voru Sveinn R. Eiríksson og Jak- ob Kristinsson. Bankastjóri Landsbankans, Sverrir Her- mannsson setti mótið á föstudag- inn og fór hann á kostum, en Landsbanki íslands er styrktarað- ili íslandsmótsins. Arnór Ragnarsson Guðmundur Sv. Hermannsson SVEIT VÍB spilaði undankeppnina af öryggi en sveit Roche sem oft hefir spilað í úrslitum átti mjög misjafna leiki. Talið frá vinstri: Haukur Ingason, Aðalsteinn Jörgensen, Sigurður B. Þorsteinsson og Matthías Þorvaldsson. Áhorfandinn fyrir miðri mynd er Gísli Hafliðason en lengst til hægri er Stefán Guðjohnsen sem spilaði fyrst í íslandsmótinu 1953 og varð íslands- meistari 1956. Stefán spilar í slitakeppninni. Austur ♦ K65 ¥ KG107 ♦ 10952 ♦ 82 Norðurlandskjördæmi vestra Fundur með Halldóri Blöndal á Hvammstanga ÞEIR Hjálmar Jónsson og Vilhjálm- ur Egilsson, þingmenn Norður- landskjördæmis vestra, efna til al- mennra stjórnmálafunda með ráð- herrum Sjálfstæðisflokksins í kjör- dæminu um þessar mundir. Þriðji fundurinn verður haldinn með Hall- dóri Blöndal, samgönguráðherra, í VSP-húsinu á Hvammstanga kl. 20.30 í kvöld, þriðjudaginn 19. mars. Hjálmar sagði að stefnt væri að halda fundi með öllum ráðherrum Sjálfstæðisflokksins eins snemma á kjörtímabilinu og kostur væri. „Við höfum þegar haldið fundi með Davíð Oddssyni, forsætisráðherra, á Sauðárkróki og Friðriki Sophus- syni, fjármálaráðherra, á Blöndu- ósi. Eftir fundinn með Halldóri eru framundan fundir með Birni Bjarnasyni, menntamálaráðherra, á Siglufirði og Þorsteini Pálssyni, sjávarútvegsráðherra, á Skaga- strönd og væntanlega Sauðár- króki. Þessir fundir liafa hins veg- ar ekki verið tímasettir," sagði Hjálmar og tók fram að á fundin- um með Halldóri yrðu aðalum- ræðuefnin samgöngu- og ferðamál og brýn hagsmunamál héraðsins, s.s. landbúnaður og sjávarútvegur, og ekki síst möguleikar á nýsköpun í atvinnumálum og uppbyggingu á svæðinu. Hlustað á heimamenn Markmið fundanna er að sögn Hjálmars að kynna stefnu Sjálf- stæðisflokksins og það sem er á pijónunum í stjórnmálunum og ekki síður að hlusta á heimafólk á hverjum stað. Þannig væri líka auðveldara fyrir þingmennina að vinna fyrir kjördæmið. Hjálmar sagði að fundirnir væru öllum opnir og hefðu verið afar vel sóttir. Gönguferðir á vorjafndægri í TILEFNI af voijafndægri miðviku- daginn 20. mars stendur Hafnar- gönguhópurinn fyrir tveim auka- gönguferðum á stórstreymi. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 6.30 um morguninn út í Örfirisey og fylgst með stórstraumsflóði sem verður kl. 6.56. Komið verður til baka um kl. 7.30. Síðan verður farið frá Hafnarhúsinu kl. 12.30 út í Grandhólma á stórstraumsfjöru sem verður kl. 13.09. Komið til baka um kl. 13.30. Um kvöldið verður að venju ganga frá Hafnarhúsinu kl. 20. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnargönguhópnum. • CISCO er mest seldi netbúnaöur í heiminum í dag. • CISCO fyrir Samnetiö / ISDN, Internetiö og allar nettengingar. ciscoSystems Hátækni til f r a m f a r a Tæknival Skeifunni 17 • Stmi 568-1665 • Fax 568-0664
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.