Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 7 Flísar FRÉTTIR Atkvæðagreiðsla um sameiningu Dagsbrúnar og Framsóknar Dagsbrún í nýtt húsnæði SJÓMANNAFÉLAG Reykjavíkur og Verkamannafélagið Dagsbrún hafa selt ríkinu húseign félaganna að Lindargötu 9, þar sem þau hafa verið til húsa frá 1964. Sölu- verðið er 55 milljónir. Félögin flytja í sumar í nýtt húsnæði að Skipholti 50D. Húsnæðið að Lindargötu 9 er of lítið fyrir starfsemi félaganna og uppfyllir ekki kröfur um að- gengi fatlaðra. Ríkið mun flytja í húsnæðið ýmsa starfsemi, sem í dag er í leiguhúsnæði annars stað- ar í borginni. Stjórn Dagsbrúnar hefur jafn- framt ákveðið að ráða Þráin Hall- grímsson skólastjóra til starfa sem skrifstofustjóra félagsins. Hann tekur við starfinu 1. júní nk. Stjórn Dagsbrúnar og Verka- kvennafélagsins Framsóknar hafa samþykkt að senda félagsmönnum sínum bréf þar sem viðræður milli félaganna um sameiningu eru kynntar. Jafnframt eru félags- menn beðnir að taka afstöðu til sameiningar. Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar, sagði að forysta fé- laganna hefði rætt ítarlega saman að undanförnu um að sameina félögin. Vilji væri til sameiningar af hálfu stjórna beggja félaganna og ákveðið hefði verið að leggja Neyðarlínan hf. Aðstoðar- fram- kvæmda- stjóri ráðinn BERGSVEINN Alfonsson, aðal- varðstjóri í Slökkviliði Reykjavíkur, hefur verið ráðinn aðstoðarfram- kvæmdastjóri Neyðarlínunnar hf. Hann mun stýra varðstofu Neyðar- línunnar og sjá um samskipti við viðbragðsaðila o.fl. Bergsveinn hefur starfað í slökkviliðinu í 27 ár. Hann hefur störf hjá Neyðarlín- unni á mánudag. Eiríkur Þor- björnsson, fram- kvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði að ráðning Bergsveins væri liður í því að fá hæft og vel þjálf- að starfsfólk til fyrirtækisins. Bergsveínn Hann vonaðist til Aifonsson ráðningin myndi Ieysa samskiptaörðugleika við slökkviliðið enda væri verið að tryggja þekkingu á starfi Slökkvi- liðsins í Reykjavík innan fyrir- tækisins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefur gert starfs- mönnum Slökkviliðsins í Reykjavík grein fyrir samkomulagi fyrirtæk- isins við Reykjavíkurborg. Samn- ingurinn gerir ráð fyrir að 2 menn á hverri 5 manna vakt komi frá Slökkviliði Reykjavíkur og gildir hann til 1. september 1997. Hann verður endurskoðaður í ljósi reynsl- unnar. Þjálfun hefjist í næstu viku Eiríkur sagði að ef samkomulag næðist við starfsmenn slökkviliðs- ins myndi þjálfun starfsmanna hefjasl undir stjórn Bergsveins í næstu viku. Starfsmennirnir voru ráðnir í janúar og hafa verið í þjálf- un hjá lögreglunni. Eiríkur tók fram að starfsmennirnir hefðu mætt mikilli velvild hjá lögregl- unni. málið fyrir félagsmenn. Ef meiri- hluti félagsmanna greiddi samein- ingu atkvæði sitt yrði unnið að málinu áfram með það í huga að sameining félaganna gæti orðið á næsta ári. Ef meirihlutinn yrði hins vegar andvígur sameiningu væri málið úr sögunni. Halldór sagðist vona að félagar í Dagsbrún og Framsókn styddu sameiningu félaganna. Kynskipt verkalýðsfélög væru arfur liðins tíma. Hann benti á að einungis á fjórum stöðum á landinu væru starfandi kynskipt verkalýðsfélög, í Reykjavík, Hafnarfirði, Sauðár- króki og Vestmannaeyjum. Verði Dagsbrún og Framsókn sameinuð verða félagsmenn í sam- einuðu félagi á tíunda þúsund. Það verður þá stærsta verkalýðsfélag landsins, en í dag.er Verslunar- Lindargata 9. mannafélag Reykjavíkur stærsta verkalýðsfélag landsins. Skipholt 50D. Atkvæðagreiðslu um samein- ingu félaganna lýkur 10. apríl. 20-36% afsláttur af fjölmörgum tegundum af parketi. amella linnskt gæðaparket: kr/m tllboo 3.860 2.990 3.860 2.990 4.907 3.435 4.790 3.353 2.250 1.575 1.550 990 Spónlafjt: Eik Uiiiversai Beyki Europa Bcyki Antik Kanipala Eik Natur Eik mosaik GegnbeiU. Flísar 10-40% afsláttur af yfir 100 tegundum. 10-40% 10-30% afslattui yrfir 40 tegundum. 10-30%al' 15-40% afsláttur af yfir 100 tegundum. HULASMIDJAN Súðarvogi 3-5 • Sími 525 3000 Skútuvogi 16 S(mi 525 3000 Helluhrauni 16-S(mi565 0100 n 10-40% afslátíur al* öllum gólíefnum em
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.