Morgunblaðið - 22.03.1996, Síða 7

Morgunblaðið - 22.03.1996, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 7 Flísar FRÉTTIR Atkvæðagreiðsla um sameiningu Dagsbrúnar og Framsóknar Dagsbrún í nýtt húsnæði SJÓMANNAFÉLAG Reykjavíkur og Verkamannafélagið Dagsbrún hafa selt ríkinu húseign félaganna að Lindargötu 9, þar sem þau hafa verið til húsa frá 1964. Sölu- verðið er 55 milljónir. Félögin flytja í sumar í nýtt húsnæði að Skipholti 50D. Húsnæðið að Lindargötu 9 er of lítið fyrir starfsemi félaganna og uppfyllir ekki kröfur um að- gengi fatlaðra. Ríkið mun flytja í húsnæðið ýmsa starfsemi, sem í dag er í leiguhúsnæði annars stað- ar í borginni. Stjórn Dagsbrúnar hefur jafn- framt ákveðið að ráða Þráin Hall- grímsson skólastjóra til starfa sem skrifstofustjóra félagsins. Hann tekur við starfinu 1. júní nk. Stjórn Dagsbrúnar og Verka- kvennafélagsins Framsóknar hafa samþykkt að senda félagsmönnum sínum bréf þar sem viðræður milli félaganna um sameiningu eru kynntar. Jafnframt eru félags- menn beðnir að taka afstöðu til sameiningar. Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar, sagði að forysta fé- laganna hefði rætt ítarlega saman að undanförnu um að sameina félögin. Vilji væri til sameiningar af hálfu stjórna beggja félaganna og ákveðið hefði verið að leggja Neyðarlínan hf. Aðstoðar- fram- kvæmda- stjóri ráðinn BERGSVEINN Alfonsson, aðal- varðstjóri í Slökkviliði Reykjavíkur, hefur verið ráðinn aðstoðarfram- kvæmdastjóri Neyðarlínunnar hf. Hann mun stýra varðstofu Neyðar- línunnar og sjá um samskipti við viðbragðsaðila o.fl. Bergsveinn hefur starfað í slökkviliðinu í 27 ár. Hann hefur störf hjá Neyðarlín- unni á mánudag. Eiríkur Þor- björnsson, fram- kvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sagði að ráðning Bergsveins væri liður í því að fá hæft og vel þjálf- að starfsfólk til fyrirtækisins. Bergsveínn Hann vonaðist til Aifonsson ráðningin myndi Ieysa samskiptaörðugleika við slökkviliðið enda væri verið að tryggja þekkingu á starfi Slökkvi- liðsins í Reykjavík innan fyrir- tækisins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefur gert starfs- mönnum Slökkviliðsins í Reykjavík grein fyrir samkomulagi fyrirtæk- isins við Reykjavíkurborg. Samn- ingurinn gerir ráð fyrir að 2 menn á hverri 5 manna vakt komi frá Slökkviliði Reykjavíkur og gildir hann til 1. september 1997. Hann verður endurskoðaður í ljósi reynsl- unnar. Þjálfun hefjist í næstu viku Eiríkur sagði að ef samkomulag næðist við starfsmenn slökkviliðs- ins myndi þjálfun starfsmanna hefjasl undir stjórn Bergsveins í næstu viku. Starfsmennirnir voru ráðnir í janúar og hafa verið í þjálf- un hjá lögreglunni. Eiríkur tók fram að starfsmennirnir hefðu mætt mikilli velvild hjá lögregl- unni. málið fyrir félagsmenn. Ef meiri- hluti félagsmanna greiddi samein- ingu atkvæði sitt yrði unnið að málinu áfram með það í huga að sameining félaganna gæti orðið á næsta ári. Ef meirihlutinn yrði hins vegar andvígur sameiningu væri málið úr sögunni. Halldór sagðist vona að félagar í Dagsbrún og Framsókn styddu sameiningu félaganna. Kynskipt verkalýðsfélög væru arfur liðins tíma. Hann benti á að einungis á fjórum stöðum á landinu væru starfandi kynskipt verkalýðsfélög, í Reykjavík, Hafnarfirði, Sauðár- króki og Vestmannaeyjum. Verði Dagsbrún og Framsókn sameinuð verða félagsmenn í sam- einuðu félagi á tíunda þúsund. Það verður þá stærsta verkalýðsfélag landsins, en í dag.er Verslunar- Lindargata 9. mannafélag Reykjavíkur stærsta verkalýðsfélag landsins. Skipholt 50D. Atkvæðagreiðslu um samein- ingu félaganna lýkur 10. apríl. 20-36% afsláttur af fjölmörgum tegundum af parketi. amella linnskt gæðaparket: kr/m tllboo 3.860 2.990 3.860 2.990 4.907 3.435 4.790 3.353 2.250 1.575 1.550 990 Spónlafjt: Eik Uiiiversai Beyki Europa Bcyki Antik Kanipala Eik Natur Eik mosaik GegnbeiU. Flísar 10-40% afsláttur af yfir 100 tegundum. 10-40% 10-30% afslattui yrfir 40 tegundum. 10-30%al' 15-40% afsláttur af yfir 100 tegundum. HULASMIDJAN Súðarvogi 3-5 • Sími 525 3000 Skútuvogi 16 S(mi 525 3000 Helluhrauni 16-S(mi565 0100 n 10-40% afslátíur al* öllum gólíefnum em

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.