Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Undirbúningur fyrir Arctic-Open golfmótið í fullum gangi Margar fyrir- spurnir borist aðutan UNDIRBÚNINGUR fyrir Arctic- Open miðnæturgolfmótið stendur nú yfir af fullum krafti hjá Golf- klúbbi Akureyrar. Mótið fer fram á Jaðarsvellinum dagana 26.-29. júni og er það heldur seinna en undanfarin ár. Mótið hefur jafnan farið fram á Jónsmessunni, sem er 24. júní. Ásgrímur Hilmisson, formaður GA, segir að menn hafi verið frekar óheppnir með veður síðustu ár og því hafi verið ákveð- ið að fresta mótinu aðeins og freista þess að fá betra veður yfir mótsdagana. Enn hafa engar erlendar þátt- tökutilkynningar verið staðfestar en mikið um þreifingar og Ásgrím- ur gerir ráð fyrir að mótið verði vel sótt af erlendum kylfingum. Til að mynda er 50 manna hópur þýskra kylfinga að kanna mögu- leika á þátttöku. Fjöldi þátttak- enda í mótinu hefur farið upp í 150 manns og þar af um 40-50 erlendir kylfingar og væntir Ás- grímur þess að þátttakan verði enn meiri í ár. Frægur bandarískur kylfingur sýnt áhuga Bandaríski kylfingurinn Johnny Miller hefur sýnt áhuga á að mæta til leiks. Hann var um tíma einn allra besti kylfingur heims og hefur m.a. unnið sigur á tveim- ur stærstu atvinnumannamótun- um, US-Open árið 1973 og Brit- ish-open árið 1976. Þegar Miller vann sigur á US-Open lék hann síðasta hringinn á 63 höggum, sem er lægsta skor kylfings á loka- degi stórmóts til þessa. David Barnwell, golfkennari hjá GA, segir að Miller hafi verið í stuttan tíma á toppnum, eða í 4-5 ár 1973-77 en síðan hafi farið að halla undan fæti hjá honum. Þó eru ekki nema um tvö ár síðan hann vann stórmót í Bandaríkjun- um. Miller er orðinn fimmtugur og er því með keppnisrétt í öldun- gaflokki en auk þess lýsir hann golfmótum fyrir NBC-sjónvarps- stöðina í Bandaríkjunum. Aðalstyrktaraðili Arctic-open er bandaríska fyrirtækið Sun Mount- ain 'Sports í Montana, sem fram- leiðir íþróttafatnað. Ásgrímur seg- ir að bandaríska fyrirtækið hafi áhuga á enn frekara samstarfi við GA og verði þau mál rædd frekar í kringúm mótið. Auk þess sem bandaríska fyrirtækið styrkir mót- ið hefur hópur kylfinga komið á þess vegum til þátttöku í mótinu. Einnig hafa íslenskir aðilar styrkt GA við framkvæmd mótsins. NYJIING A ISLANDI OSTRIN GTZ PLUS 1' gegnum aldirnar hafa ostrur verið taldar lostæti. Ostran býr yfir einstæðum eiginleikum sem bætiefni og fjöldi íþrótta- manna um allan heim taka Ostrin reglulega. Ostrin er einnig vinsælt meðal fólks sem vantar orku í dagsins önn, enda inniheldur það sérvalda blöndu af bætiefnum.. HeiSsj hornn inniheidur: Ostrin plus Zink < GTZ6ÍI Ginseng Tauríne Niacin Skipagötu 6, 600 Akureyri. Sími/fax: 462 1889. Söluaðiiar: Heilsuhúisið í Kringlunni. Kornmarkaðurinn, Laugavegi 27. Hollt og gott, Skagaströnd. Morgunblaðið/Kristján STÖLLURNAR Fjóla Stefánsdóttir og Anna Freyja Eðvarðsdóttir voru mættar í golf á Jaðarsvöllinn í gærdag þar sem þær tóku léttan hring. Polaris á Akureyri hefur flutt inn vélsleða í 20 ár UM ÞESSAR mundir eru 20 ár frá því að fyrsti vélsleðinn af Polaris gerð var fluttur til landsins af Pol- arisumboðinu á Akureyri. Áhugi fyrir vélsleðum hefur aukist jafnt og þétt á þessu tímabili og hefur umboðið selt eitthvað á íjórða þús- und sleða á síðustu 20 árum. Polar- is er eitt þekktasta merkið i vélsleð- um og hérlendis hafa slíkir vélsleð- ar verið í fremstu röð í ýmiss kon- ar keppni. Árið 1986 hóf umboðið innflutn- ing á Polaris ljórhjólum og segir Eyþór Tómasson hjá Polarisumboð- inu að næstu tvö ár þar á eftir hafi verið mikil sala í slíkum hjól- um. Hins vegar hafi salan dottið niður eftir að tollar voru hækkaðir úr 10 í 90%. Umboðið hefur einnig flutt inn svokölluð sexhjól með sturtupalli og hafa bæði bændur og smáverktakar sýnt þeim hjólum mikinn áhuga. Til viðbótar selur umboðið ýmiss konar aukahluti, hlífðarfatnað og ýmislegt fleira tengt vélsleðaíþróttinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.