Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 7 FRÉTTIR Héraðsdómur Reykjavíkur Sautján sóttu um embætti dómara SAUTJÁN sóttu um embætti hér- aðsdómara við Héraðsdóm Reykja- víkur. Um embættið sóttu Arnfríður Einarsdóttir, fulltrúi hjá Héraðs- dómi Reykjavíkur, Bendikt Boga- son, aðstoðarmaður hæstaréttar- dómara, Bjarni Stefánsson, yfirlög- fræðingur hjá lögreglustjóraemb- ættinu í Reykjavík, Greta Baldurs- dóttir, settur héraðsdómari við Hér- aðsdóm Reykjavíkur, Halla Bach- mann Ólafsdóttir, fulltrúi hjá Hér- aðsdómi Reykjavíkur, Hervör L. Þorvaldsdóttir, héraðsdómari við Héraðsdóm Vesturlands, Ingi Tryggvason, fulltrúi hjá Héraðs- dómi Vesturlands, Ingveldur Þ. Ein- arsdóttir, fulltrúi hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, Jón Finnbjörnsson, fulltrúi hjá Héraðsdómi Reykjavík- ur, Jónas Jóhannsson, héraðsdóm- ari við Héraðsdóm Vestljarða, Júl- íus B. Georgsson, fulltrúi hjá Hér- aðsdómi Reykjavíkur, Ragnheiður Bragadóttir, fulltrúi hjá Héraðs- dómi Reykjavíkur, Sigrún Guð- munsdóttir, hæstaréttarlögmaður við embætti ríkislögmanns, Sigurð- ur Tómas Magnússon, skrifstofu- stjóri í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu, Siguijóna Símonarsdóttir, fulltrúi hjá Héraðsdómi Reykjavík- ur, Símon Sigvaldason, deildarsér- fræðingur í dóms- og kirkjumála- ráðuneyti og Þorgerður Erlends- dóttir, fulltrúi hjá Héraðsdómi Reykjaness. Endurbygging vegar að Búlandshöfða Morgunblaðið/Kristinn HÉR sést Hreggviður varpa kúlunni, en lengst til vinstri er Kristinn Ólafsson í gervi föður síns, Ólafs K. Magnússonar. Lék föður sinn á Melavellinum TÓLF verktakar buðu í lagningu Snæfellsnesvegar, frá Mýrum að Búlandshöfða. Lægsta tilboðið var 62% af kostnaðaráætlun. Verkið felst í endurbyggingu 6 km kafla og á verkinu að vera lok- ið um mitt næsta sumar. Oddur Magnússon i Grundarfirði átti lægsta tilboðið, liðlega 36 milljónir, en kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar var rúmar 58 milljónir. Einnig hafa verið opnuð tilboð í hringtorg á vegamótum hringveg- arins, Þorlákshafnarvegar og inn- komu í Hveragerði. Mörg slys hafa orðið á þessum vegamótum. Verk- inu á að vgra að fullu lokið 25. júní næstkomandi. Vélgrafan á Selfossi átti lægsta tilboð, liðlega 15 milljónir kr., sem er 92% af kostnaðaráætlun. Sex aðrir verktakar buðu í verkið. GAMLI Melavöllurinn var endur- byggður vegna hópatriðis í mynd- inni Djöflaeyjan, sem tekið var upp á sunnudaginn. Aðstandend- ur myndarinnar, sem leikstýrt er af Friðrik Þór Friðrikssyni og byggir á bókum Einars Kárason- ar, höfðu lýst eftir þátttakendum meðal almennings og mættu um 500 manns á svæðið milli Hótels Sögu og Þjóðarbókhlöðunnar. Meðal leikara á sunnudaginn var Kristinn Ólafsson, sonur Ólafs K. Magnússonar ljósmyndara. Kristinn lék föður sinn í atriðinu. „Friðrik Þór hafði samband við föður minn og vildi fá lánaða gamla myndavél. Hann stakk upp á því í leiðinni að pabbi tæki að sér smá hlutverk í atriðinu, en hann var eitthvað lasinn. Þá lá beinast við að sonurinn tæki þetta að sér, í frakkanum, með gamla hattinn og gömlu myndavélina," segir Kristinn. I atriðinu slær Hreggviður kúluvarpari heimsmetið í kúlu- varpi, við mikinn fögnuð áhorf- enda, þótt síðar komi í ljós að brögð hafi verið í tafli. „Ég fékk góða innsýn í hversu starf ljós- myndara hefur verið mun erfið- ara og margslungnara í gamla daga en nú er. Þessi gamla myndavél er níðþung," segir Kristinn. Það tekur okkur aðeins einn virkan dag að koma sendingum þínum ' jí til skila Sendingar um land allt Með næturflutningum fimm sinnum í viku, milli Reykjavíkur og Akureyrar og Reykjavíkur og Egilsstaða myndast samfellt flutningsnet fyrir póstsendingar um Norðurland, Vesturland, Suðurland og Austurland. Sending er komin á áfangastað næsta virkan dag Með samtengingu þessara svæða við bíla er flytja póst um Suðurnes og Norð-Austurland geta 85-90% landsmanna nýtt sér þessa bættu þjónustu. Markmið okkar er að póstsendingar sem póstlagðar eru fyrir kl. 16:30 á höfuðborgarsvæðinu og póstleiðunum verði komnar í hendur viðtakanda næsta virkan dag. Til annarra staða tryggjum við að pósturinn fari ætíð með fyrstu mögulegu ferð. PÓSTUR OG SÍMI Viö spörum þér sporin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.