Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 7
FRÉTTIR
Héraðsdómur Reykjavíkur
Sautján sóttu um
embætti dómara
SAUTJÁN sóttu um embætti hér-
aðsdómara við Héraðsdóm Reykja-
víkur.
Um embættið sóttu Arnfríður
Einarsdóttir, fulltrúi hjá Héraðs-
dómi Reykjavíkur, Bendikt Boga-
son, aðstoðarmaður hæstaréttar-
dómara, Bjarni Stefánsson, yfirlög-
fræðingur hjá lögreglustjóraemb-
ættinu í Reykjavík, Greta Baldurs-
dóttir, settur héraðsdómari við Hér-
aðsdóm Reykjavíkur, Halla Bach-
mann Ólafsdóttir, fulltrúi hjá Hér-
aðsdómi Reykjavíkur, Hervör L.
Þorvaldsdóttir, héraðsdómari við
Héraðsdóm Vesturlands, Ingi
Tryggvason, fulltrúi hjá Héraðs-
dómi Vesturlands, Ingveldur Þ. Ein-
arsdóttir, fulltrúi hjá Héraðsdómi
Reykjavíkur, Jón Finnbjörnsson,
fulltrúi hjá Héraðsdómi Reykjavík-
ur, Jónas Jóhannsson, héraðsdóm-
ari við Héraðsdóm Vestljarða, Júl-
íus B. Georgsson, fulltrúi hjá Hér-
aðsdómi Reykjavíkur, Ragnheiður
Bragadóttir, fulltrúi hjá Héraðs-
dómi Reykjavíkur, Sigrún Guð-
munsdóttir, hæstaréttarlögmaður
við embætti ríkislögmanns, Sigurð-
ur Tómas Magnússon, skrifstofu-
stjóri í dóms- og kirkjumálaráðu-
neytinu, Siguijóna Símonarsdóttir,
fulltrúi hjá Héraðsdómi Reykjavík-
ur, Símon Sigvaldason, deildarsér-
fræðingur í dóms- og kirkjumála-
ráðuneyti og Þorgerður Erlends-
dóttir, fulltrúi hjá Héraðsdómi
Reykjaness.
Endurbygging vegar
að Búlandshöfða
Morgunblaðið/Kristinn
HÉR sést Hreggviður varpa kúlunni, en lengst til vinstri er
Kristinn Ólafsson í gervi föður síns, Ólafs K. Magnússonar.
Lék föður sinn á Melavellinum
TÓLF verktakar buðu í lagningu
Snæfellsnesvegar, frá Mýrum að
Búlandshöfða. Lægsta tilboðið var
62% af kostnaðaráætlun.
Verkið felst í endurbyggingu 6
km kafla og á verkinu að vera lok-
ið um mitt næsta sumar. Oddur
Magnússon i Grundarfirði átti
lægsta tilboðið, liðlega 36 milljónir,
en kostnaðaráætlun Vegagerðar-
innar var rúmar 58 milljónir.
Einnig hafa verið opnuð tilboð í
hringtorg á vegamótum hringveg-
arins, Þorlákshafnarvegar og inn-
komu í Hveragerði. Mörg slys hafa
orðið á þessum vegamótum. Verk-
inu á að vgra að fullu lokið 25. júní
næstkomandi.
Vélgrafan á Selfossi átti lægsta
tilboð, liðlega 15 milljónir kr., sem
er 92% af kostnaðaráætlun. Sex
aðrir verktakar buðu í verkið.
GAMLI Melavöllurinn var endur-
byggður vegna hópatriðis í mynd-
inni Djöflaeyjan, sem tekið var
upp á sunnudaginn. Aðstandend-
ur myndarinnar, sem leikstýrt er
af Friðrik Þór Friðrikssyni og
byggir á bókum Einars Kárason-
ar, höfðu lýst eftir þátttakendum
meðal almennings og mættu um
500 manns á svæðið milli Hótels
Sögu og Þjóðarbókhlöðunnar.
Meðal leikara á sunnudaginn
var Kristinn Ólafsson, sonur Ólafs
K. Magnússonar ljósmyndara.
Kristinn lék föður sinn í atriðinu.
„Friðrik Þór hafði samband við
föður minn og vildi fá lánaða
gamla myndavél. Hann stakk upp
á því í leiðinni að pabbi tæki að
sér smá hlutverk í atriðinu, en
hann var eitthvað lasinn. Þá lá
beinast við að sonurinn tæki þetta
að sér, í frakkanum, með gamla
hattinn og gömlu myndavélina,"
segir Kristinn.
I atriðinu slær Hreggviður
kúluvarpari heimsmetið í kúlu-
varpi, við mikinn fögnuð áhorf-
enda, þótt síðar komi í ljós að
brögð hafi verið í tafli. „Ég fékk
góða innsýn í hversu starf ljós-
myndara hefur verið mun erfið-
ara og margslungnara í gamla
daga en nú er. Þessi gamla
myndavél er níðþung," segir
Kristinn.
Það tekur okkur aðeins
einn virkan dag að koma
sendingum þínum
' jí til skila
Sendingar um land allt
Með næturflutningum fimm
sinnum í viku, milli Reykjavíkur
og Akureyrar og Reykjavíkur
og Egilsstaða myndast samfellt
flutningsnet fyrir póstsendingar um
Norðurland, Vesturland, Suðurland
og Austurland.
Sending er komin á áfangastað
næsta virkan dag
Með samtengingu þessara svæða við bíla er flytja póst um
Suðurnes og Norð-Austurland geta 85-90% landsmanna nýtt sér
þessa bættu þjónustu. Markmið okkar er að póstsendingar sem póstlagðar
eru fyrir kl. 16:30 á höfuðborgarsvæðinu og póstleiðunum
verði komnar í hendur viðtakanda næsta
virkan dag. Til annarra staða tryggjum við að
pósturinn fari ætíð með fyrstu mögulegu ferð.
PÓSTUR OG SÍMI
Viö spörum þér sporin