Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 45 _____BREF TIL BLAÐSINS_ Hvað dvelur heilsu- vernd starfsmanna? Frá Guðmundi Helga Þórðarsyni: SIGURÐUR T. Sigurðsson, for- maður Verkamannafélagsins Hlíf- ar í Hafnarfirði, skrifar grein í Morgunblaðið 28. mars sl. sem hann kallar Til hvers eru lög í land- inu? Þar fjallar hann um heilsu- vernd starfsfólks og deilir á heil- brigðisyfirvöld fyrir að hafa ekki gegnt þeirri skyldu sinni að skipu- leggja og sjá um heilsuvernd á vinnustöðum samkvæmt gildandi lögum. Hann víkur sérstaklega að því, að trúnaðarlæknar fyrirtækja séu að sýsla við einhvers konar heilsuvernd og bendir á, að þar sé um óheppileg hagsmunatengsl að ræða, og starfsemin því ekki trú- verðug. Að sjálfsögðu hefur Sigurður þarna lög að mæla. Ákvæðið um heilsuvernd starfsfólks hefur mér vitanlega hvergi verið framkvæmt. Hins vegar hafa trúnaðarlæknar fyrirtækjanna annast þjónustu, sem þeir vilja kenna við heilsuvernd, en hefur í fæstum tilvikum risið undir því nafni, enda í engum tengslum við heilbrigðiskerfið í landinu. Frá Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur: SONUR minn, 4ra ára, er í leikskól- anum Árborg í Árbæjarhverfi og hefur líkað prýðilega. Starfsfólk er áhugasamt og sinnir bömunum mjög vel. I þessum leikskóla eru börn ættuð frá sex löndum: Frakk- landi, Bretlandi, Tælandi, Filipps- eyjum, Suður-Kóreu og íslandi. Undanfarið hefur staðið yfir átak þar sem öll þessi lönd eru kynnt. Átakið hófst með franskri viku. Börnin lærðu nokkur orð á frönsku, lituðu fánann, sáu myndir og mynd- band, smökkuðu franskan mat og sungu á frönsku. Síðan tók við hvert landið á fætur öðru. Átakið er ákaf- lega vel skipulagt og mikið í það lagt. Hverri viku hafa fylgt mynd- Á síðasta áratug var gerð tilraun til að koma á samningum um þetta efni milli ÍSAL og Heilsugæslu- stöðvarinnar á Sólvangi, en ÍSAL komst upp með að slíta þeim um- ræðum einhliða. Sennilega hafa þar komið til áhrif frá samtökum vinnu- veitenda. Árið 1991 skipaði Læknafélag íslands nefnd til að gera tillögur um heilsuvernd starfsfólks, en um- ræður höfðu þá verið um þau mál meðal lækna. Þessi nefnd skilaði áliti, sem birtist í Fréttabréfi lækna 1. mars 1992. Þar er m.a. vikið að hugsanlegum hagsmunatengslum í sambandi við þessa starfsemi og hvatt til „að þróað verði launafyrir- komulag, þar sem læknir er ekki eins háður stjórnendum fyrir- tækja“. Vegna þátttöku minnar í þessari nefnd og sömuleiðis í samningatil- raunum milli Heilsugæslustöðvar- innar á Sólvangi og ISAL hafði ég símsamband við höfuðstöðvar stærstu verkalýðsfélaganna á höf- uðborgarsvæðinu til að kynna mér álit þeirra á málinu. Það vakti bönd og matarkynningar, tungu- málakennsla og kynning á fána og ég hef heyrt son minn syngja „Höf- uð, herðar, hné og tær“ á filippísku máli, heilsa á kóresku og ensku og lýsa fyrir mér tælenskum sögu- dansi með tilþrifum. Gildi slíkrar kynningar er ekki síst fyrirbyggjandi. Það vinnur gegn fordómum, eykur víðsýni og virðingu fyrir öðrum þjóðum. Eg hef haft mikla ánægju af að fylgj- ast með þessu átaki og hið sama á án efa við um fleiri foreldra. Þetta er forstöðumanni og starfsfólki Árborgar til mikils sóma og verðug fyrirmynd fyrir aðra leikskóla og grunnskóla. STEINUNN ARNÞRÚÐUR BJÖRNSDÓTTIR, Hraunbæ 70, Reykjavík. undrun mína, hvað svörin sem ég fékk, lýstu mikilli vanþekkingu á þessu máli og jafnframt áhuga- leysi á því. Það var t.d. ekki talið neitt óeðlilegt, að trúnaðarlæknir fyrirtækis annaðist heilsuvemd starfsmanna. Og það virtist vera búið að telja þessu fólki trú um, að það væri heilsuvernd að kontról- era íjarvistir starfsfólks og halda um það skrá ásamt greiningum á orsök fjarvistar. Sömuleiðis að yf- irfara fjarvistarvottorð í því skyni að vefengja þau. í hópi lækna voru þeir, sem þessa þjónustu önnuðust, kallaðir fjarvistarlögregla og ekki orðaðir við heilsuvernd, enda var þarna um að ræða hagsmunagæslu fyrir fyrirtækin, en ekki heilsu- vernd. Lögin um vinnuvemd vom sett að frumkvæði launþegasamtak- anna, enda hugsuð til verndar launþegum. Þau hefðu aldrei kom- ið nema vegna þess að verkalýðs- forysta þeirra tíma beitti sér af alefli í málinu og naut atfylgis fé- lagshyggjuaflanna á alþingi. Hins vegar virðist hluti verkalýðsforyst- unnar hafa orðið viðskila við þetta mál síðar, og það er þess vegna, sem ákvæðið um heilsuvernd starfsmanna hefur ekki verið fram- kvæmt enn. Launagreiðendur munu eðli málsins samkvæmt berj- ast gegn því, vegna þess að það hefur í för með sér kostnað fyrir þá. Ríkisvaldið er ekki líklegt til að sýna hér frumkvæði frekar en verið hefur, nema launþegarnir láti málið til sín taka í langt um ríkari mæli en hingað til. Laun- þegahreyfingin í heild verður að setja sig inn í málið, gera sér grein fyrir um hvað það snýst og taka beinan þátt í samningpim milli heil- brigðisstofnana og fyrirtækja. Þetta er fyrst og fremst mál starfs- mannanna, en ekki bara fyrirtækja og heilbrigðisstarfsmanna. Orkugjafínn í þessu máli er laun- þegahreyfingin. Sá orkugjafi drap á sér, þess vegna gerðist ekkert. GUÐMUNDUR HELGI ÞÓRÐARSON, fyrrverandi heilsugæslulæknir. Nýbúaátak í Arborg Þakkir til Rauða kross * Islands Frá Vilhelmínu Böðvarsdóttur: ÉG VARÐ þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að dvelja á sjúkradeild Rauða kross Islands á Rauðarárstíg 18 um hálfs mánaðar skeið. Það var góður tími. Ég kom þarna hölt og skökk eftir aðgerð á mjöðm. Ann- arri eins umhyggju í einu og öllu hef ég aldrei kynnst. Hef þó farið á eftirmeðferðarstaði og alloft leg- ið á sjúkrahúsum. Ég vil þakka Sigfríð hjúkrunarforstöðukonu og starfsfólki öllu fyrir mig, fyrir ein- staka umönnun og þolinmæði svo og matreiðslumönnunum á Hótel Lind. Maturinn þama er til fyrir- myndar svo og framreiðslan á all- an hátt. Nokkrum sinnum fór ég niður á Hótel Lind. Þjónustan þar er einnig frábær. Ung, falleg stúlka og þjónn eru eins innileg og best getur verið. Ég held að verð þama sé í algjöru lágmarki. Ég vil enda grein þessa með inni- legu þakklæti. VILHELMÍNA BÖÐVARSDÓTTIR, Miklubraut 42, Reykjavík. Sértilboð / • / / i jum tii Cancun frá kr. 59« 922«- Beint flug frá íslandi í Karíbahafið siðustu Cancun er vinsælasti staðurinn í Karíbahafinu i '? \ tjúm í dag. Hér finnur þú frábæra gististaði, stórkost-; legar strendur og spennandi kynnisferðir. Tryggðu þér síðustu sætin til Cancun í júní. Við höfum nu tryggt okkur viðbótargistingu á Laguna Verde Suites, afar fallegu íbúðar- hóteli þar sem þú býrð við besta aðbúnað og þægindi. Allar svítur með sjónvarpi, síma, loftkælingu, baði, eldhúsi, stofu og einu svefnherbergi. Verð kr. 59.922 10. júní m.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára Laguna Verde, 2 vikur. Verðkr. 69.950 M.v. 2 í íbúð, 10. júní, Laguna Verde, skattar innifaldir, 2 vikur. Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600. Fyrir Sumardaginn fyrsta Heilsársúlpurog sumarjakkar í miklu úrvali. Mörg snið. Verð kr. 4.900 og kr. 7.900. Mörkin 6 - sími 588 5518 (við hliðina á Opið laugardag kl.Jg • Bílastæði vi<3 t>Ci<3ary<a ' Ný sending Stuttkápur og heilsársúlpur Þú færð fallegar sumargjafir á góðu verði í Kolaportinu á sumardaginn fyrsta. Kolaportið er opið á sumardaginn fyrsta -fagnið sumri og gefið sumargjöf úr Kolaportinu Stundum bregðast veðurguðimir á sumardaginn fyrsta, en það er hægt að lofa því að það verður sól og sumar í Kolaportinu. Markaðstorgið verður opið kl. 11-17 og hátt í 200 seljendur verða með frábær sumartilboð í tilefni dagsins og því upplagt að kaupa sumargjöfina í Kolaportinu. Enn er hægt að bæta við seljendum þennan stóra markaðsdag og sölubásinn er með 20% afslætti. “Ég verð með sérstök tilboð á sumargjöfum í tilefni dagsins og það er hægt að gleðja börnin án þess að það geri út af við fjárhag- inn” sagði dótakallinn í Kolaport- inu, en flestir seljendur á markaðs- torginu verða með sumargjafir á sérstöku tilboðsverði. Útsæðiskartöflurnar komnar! Fannar og Anna úr Þykkva- bænum selja kartöflur í Kolaport- inu alla markaðsdaga og eru komin með stóran hóp fastra viðskipta- vina sem kunna að meta gæða- kartöflur. Þau verða á sínum stað á sumardaginn fyrsta og verða þá einnig komin með útsæðis- kartöflur á frábæru verði. “Þetta er mjög gott útsæði sem hefur gefið mjölmiklar og bragðgóðar kartöflur" sagði Fannar. Bresku seljendumir skapa góða stemmningu Cal O'Brian, sem reyndar er írskur, hefur verið í hópi þessara seljenda og hefur sett svip á umhverfið með tilboðum sem hann kallar yfir markaðstorgið. “Kolaportið er einn skemmti- legasti markaðinn sem ég hef komið á í Evrópu og ég stefni að því að koma sífellt á óvart með nýjum vörutegundum nánast vikulega.” Kompudagar um næstu helgi Það verða Kompudagar um næstu helgi í Kolaportinu og þá verður boðið upp á sölubása fyrir kompudót á kr. 1800,- á dag. Það hefur verið góða sala á kompudóti að undanförnu og því upplagt að ná sér í aukapening um helgina. Pantanir eru í síma 562 50 30. blabib - kjarni máisins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.