Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 13 FRÉTTIR Doktor í rafmagns- verkfræði • HÁKON Guðbjartsson lauk doktorsprófi í rafmagnsverkfræði við Massachusetts Institute of Technology (MIT) í Bandaríkjun- um í janúar sl. Heiti doktorsrit- gerðarinnar er „Magnetic Reson- ance Imaging of Diffusion in the Presence of Physiological Motion" og fjallar um notkun seg- ulómtækni til myndunar á sveimi (diffusi- on), en slíkar myndir nýtast við greiningu á heila- blóðfalli. Leiðbeinandi var Dr. Samiil Patz við Brigham and Women’s Hospital, Harvard Medical Scho- ol, Boston. Dómnefndina skipuðu prófessor Martha Gray (MIT), prófessor Jacob White (MIT), Dr. William C. Karl (Boston Univers- ity) og Dr. Robert Weisskoff (Massachusetts General Hospit- al). Þessi nýja aðferð til myndunar á sveimi með segulómtækni er laus við þær hreyfitruflanir sem hingað til hafa staðið í vegi fyrir notkun sveimmynda til greining- ar á sjúklingum sem þjást af heilablóðfalli. Niðurstöður þessara rann- sókna hafa þegar verið birtar í vísindatímaritum vestan hafs og tilnefndar til verðlauna í „Young Investigator’s Award Competiti- on“ sem „The Intemational Soci- ety of Magnetic Resonance in Medicine" stendur fyrir árlega. Til námsins hlaut Hákon styrki frá „The American-Scandinavian Foundation", minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar og frá íslenskum aðalverktökum. Hákon lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1986, brautskráðist frá raf- * magnsverkfræðideild Háskóla ís- lands árið 1990 og lauk prófi til meistaragráðu frá MIT árið 1992. Foreldrar Hákonar eru Guð- bjartur Kristófersson og Guð- björg Tómasdóttir framhalds- skólakennarar. Hann er fæddur 30. mars 1966, kvæntur Magneu Arnadóttur, sem lýkur meist- aragráðu í flautuleik frá Boston University næstkomandi haust. Sonur þeirra er Guðbjartur, fæddúr í Boston 22. nóvember 1994. Sendifulltrúar til Súdan og Kenýa • HJÚKRUNARFRÆÐING- ARNIR Björg Pálsdóttir og Elísabet Halldórsdóttir fór ný- verið utan til starfa sem sendifull- trúar Rauða kross íslands í Kenýa og S-Súdan. Sendifulltrú- ar Rauða kross íslands eru nú tíu talsins og starfa í níu löndum Evrópu, Asíu og Afríku. Hjúkrun- arfræðingarnir Maríanna Csillag og Hólmfríður Garðarsdóttir komu heim fyrir skömmu eftir að hafa lokið störfum sínum í Bosníu. Björg verður yfirhjúkrunar- fræðingur spítala sem Alþjóðaráð Rauða krossins rekur í Lokic- hokio nyrst í Kenýa. Þar er tekið við særðum vegna borga- rastyijaldarinnar í S-Súdan en borgarastyijöld hefur geisað þar í landi frá 1983 og er ekki útlit fyrir að lát verði á óöldinni. Þjálfun súdanskra lækna og hjúkrunarfólks er mikil- vægur liður í starfsemi spítal- ans. Þar er jafn- framt rekið gervi- limaverkstæði og endurhæfingar- stöð fyrir börn og fullorðna sem skaðast hafa í átökunum, ekki síst af völdum jarðsprengna. Talið er að um ein milljón jarðsprengna séu í jörðu í Súdan. Björg er með reyndustu sendifulltrúum Rauða kross ís- lands. Hún hefur áður starfað í Taflandi, Afganistan, Kenýa og Jemen. Elísabet starfar hinum megin landamæranna á spítala sem Al- þjóðaráð Rauða krossins styrkir í Jupa í S-Súdan. Rauði krossinn stendur þar einnig fyrir fræðslu um mannúðarlög og dreifir úts- æði, áhöldum, veiðarfærum og mattil flóttafólks og heimilis- lausra. Morgunblaðið/Yann Kolbeinsson Bleshæna hefur vetursetu BLESHÆNA hélt til í Fossvogin- um í vetur, þar sem hún kafaði gjarnan eftir fæðuúrganginum við Ora eins og sést á þessari mynd. Bleshænur eru árlegir vetrargest- ir á íslandi sem gista oft einhvem tíma. Vitað er til þess að þær hafa orpið nokkrum sinnum hér á landi, en þó án þess að hafa komið upp ungum. Bleshænan er auðþekkt á alsvörtum búningi, hvítri blesu og gogg. Bleshænur koma frá Evr- ópu þar sem þær eru algengar varpfuglar. Bæjarstiórn Garðabæjar Farið verður í eignarnám BÆJARSTJÓRN Garðabæjar hefur samþykkt að 34 hektarar lands á Amameshálsi verði teknir eignar- námi, þar sem samningar við land- eigendur hafi ekki tekist. Benedikt Sveinsson forseti bæj- arstjómar, sagði að bæjarstjóm hafí samþykkt að farið yrði í eign- arnám á landi á Amameshálsi. „Það hafa staðið yfir samningaumleitanir um kaup á landinu en ekki gengið sarnan," sagði hann. „Það er mat okkar að við verðum að fara þessa leið.“ Sagði hann að vinnu við skipulag á Amameshálsi væri nánast lokið en að samþykkt hafi verið að hefja vinnu við skipulag á Hraunsholti ef svo færi að bærinn fengi ekki land- ið á Amameshálsi. Hraunsholt ligg- ur vestan við Hafnarfjarðarveg að Álftamesvegi og er í eigu bæjarins. IBALENO* 114 SELDIR! ÞRE- FÖLD aukning í sölu síðustu 3 mánuðíl Vandaður 3-dyra BALENO fyrir aðeins 1.140.000,-kr. 4-dyra BALENO fólksbíll fyrir aðeins 1.265.000,- kr. MEÐ: 86 hestafla 16 ventla vél • vökvastýri • veltistýri • samlæsingum • rafdrifnum rúðuvindum • rafstýrðum útispeglum • útvarpi/segulbandi með 4 hátölurum • upp- hituðum framsætum • öryggisloftpúðum fyrir ökumann og farþega í framsæti • styrktarbitum í hurðum • sam- htum stuðurum. Geturðu gert betri bílakaup? Gerðu samanburð og taktu síðan ákvörðun. SUZUKI Afl og öryggi • m SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.