Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996__________________________________________ FRÉTTIR Tveimur bátsveijum bjargað í þyrlu úr trillu sem strandaði á skeri „Mátti ekki tæpara standa“ Haffjörbui Jlvalseyjar 4 ♦Þofmóbssker Bogga HF 272 * strandaði á skeri \ við Hvaiseyjar í gær. Komið var með Boggu til Akraness um kvöldmatartleytið " Akranes S° ' TVEIR bátsveijar á tíu tonna trefja- plastbát frá Hafnarfirði, Boggu HF-272, höfðu samband við Loft- skeytastöðina í Reykjavík á neyðar- rás skipa um klukkan tvö í fyrrinótt og greindu frá því að báturinn væri strandaður uppi á skeri, líklega upp á Mýrum, en engin staðsetningar- tæki voru um borð í bátnum. Veður var gott þegar þetta gerð- ist og hreyfist báturinn lítið á sker- inu. Veður versnaði hins vegar í gærmorgun og segir Halldór Ás- geirsson hjá SVFÍ að hefði bræla verið komin þegar báturinn steytti á skeri hefði verið tvísýnt um ör- yggi mannanna. Landhelgisgæslan kallaði þegar út þyrlu sínaj TF-LÍF, og Slysavamarfélag Islands kallaði út björgunarsveitir á Akranesi og í Reykjavík á þremur björgunarbát- um. Báturinn mun hafa verið á leið frá Patreksfirði til Hafnarfirði, sam- kvæmt upplýsingum frá Landhelgis- gæslunni. Fluttir til Reykjavíkur Þyrlan gat náð sambandi við bátinn stuttu eftir að hún kom frá Reykjavík og um þrjúleytið greindi áhöfn þyrlunnar neyðarblys frá bátnum. Hún kom að honum um klukkan 3.15 en Bogga reyndist vera föst á skeri suðvestur af Hvals- eyjum á Mýrum. Sigmaður þyrlunn- ar seig niður í bátinn og voru báðir skipbrotsmennirnir hífðir um borð og fluttir til Reykjavíkur, en þar lenti þyrlan klukkan rúmlega hálf- fjögur í fyrrinótt, að sögn Páls Ægis Péturssonar, deildarstjóra hjá Slysavarnafélaginu. Björgunarbátur Slysavamafé- lagsins á Akranesi kom síðan að Boggu um 50 mínútum síðar og dró bátinn á flot. Menn fóru um borð og könnuðu skemmdir og reyndist talsverður leki vera kominn að bátnum. Vél bátsins var í gangi en stýri hans óvirkt. í morgunsárið komu björgunarbátar SVFÍ, þeir Heniý A. Hálfdánsson og Jón E. Bergsveinsson, á strandstað með dælu og pumpuðu sjó úr Boggu, en því verki lauk um klukkan sjö. Var þá búið að þurrka bátinn og stöðva lekann að mestu. Basl að hálda bátnum á floti Henrý tók Boggu síðan í tog og dró til Akraness og sóttist ferðin fremur hægt þar sem veður var tekið að versna með suðsuðaustan golukalda, auk þess sem leki var talsverður. Talið er að ekki hafi „mátt tæpara standa að bjarga bátnum," segir Páll Ægir. Komið var með bátinn að landi á Akranesi rétt fyrir klukkan 13 í gær. Halldór Ásgeirsson, skipstjóri á Henrý, segir að drátturinn hafi verið erfiður, enda um sex vindstig og leiðinlegt sjólag sem hafi verið til trafala. Hefði þetta veður ríkt á strandstað hefði verið tvísýnt um öryggi skipbrotsmanna og báturinn hefði án efa eyðilagst gjörsamlega. „Báturinn er mikið laskaður, sér- staklega botninn að framanverðu, og búið að vera basl að halda hon- um á floti. Lekinn var mikill og við dældum bæði með dælu sem við fluttum með okkur og dælu sem björgunarbáturinn frá Akranesi kom líka með, en vorum hins vegar á tímabili hræddir um við værum að missa hann. Við urðum að stoppa og gerðum ráðstafanir til að taka um borð björgunarmenn sem fóru með Boggu,“ segir Halldór. Skipveijamir tveir vildu ekki tjá sig við íjölmiðla í gær. Að sögn Hálfdáns Guðmundssonar hjá Auð- bergi eh., sem var að taka við út- gerð bátsins, sluppu þeir algerlega ómeiddir úr þessu óhappi. Hann sagði að vél skipsins væri óskemmd og þess vegna yrði að öllum líkind- um ekki mjög kostnaðarsamt að gera við bátinn. BOGGA komin upp á bryggju á Akranesi. Morgunblaðið/Gunnlaugur Jónsson Gunnlaugur Sigmundsson í alþingisumræðum um bankafrumvarp ríkisstj órnar innar Efast um hæfi Sverris Hermannssonar bankastjóra Ekki svaravert, segir Sverrir Hermannsson GUNNLAUGUR Sigmundsson þingmaður Framsóknarflokks sagði á Alþingi í gær að ýmis ummæli Sverris Hermannssonar bankastjóra Landsbankans gerðu það að verkum að hann efaðist um að Landsbankinn væri hæfur til að fara með efnahag sem sé yfir hundruð milljarðar króna. Verið var að ræða stjómarfrum- varp um viðskiptabanka og spari- sjóði sem fyrst og fremst er flutt til að gera ýmsar tæknilegar breytingar á löggjöf í framhaldi af nýjum til- skipunum Evrópusambandsins. En í frumvarpinu er einnig bráðabirgða- ákvæði sem gerir ráð fyrir því að ríkisbankar geti endurfjármagnað víkjandi lán sem þeir hafa tekið, en með því móti gætu þeir bætt eigin- fjárstöðu sína. Þetta ákvæði á aðeins við um Landsbankann og hefur stjórn bank- ans lagt á það mikla áherslu, m.a. í bréfi til efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis, að ákvæðið verði í frumvarpinu. Fulltrúar stjórnar- andstöðunnar í nefndinni, og Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðis- flokks, hafa hins vegar lagst gegn ákvæðinu, þótt þeir styðji frumvarp- ið að öðru leyti, á þeirri forsendu að Landsbankinn þurfi ekki á sér- stakri aðstoð að halda. Húskarl Gunnlaugur sagðist hafa sam- þykkt ákvæðið en upp á síðkastið hefði hann fengið efasemdir um að sú ákvörðun væri rétt. „Ég fór að fá efasemdir um það að einn bankastjóri Landsbankans, Sverrir Hermannsson, væri í jafn- vægi til að fara með þetta lánsfé, miðað við þau ummæli sem hann hefur viðhaft í fjölrniðlum um ráð- herra í ríkisstjórn íslands. Mig undrar það, að húskarl hjá ríkisstjóm íslands, skuli leyfa sér það að líkja fjármálaráðherra við fúaspýtu. Það undrar mig líka að sami karl skuli leyfa sér það að væna hæstvirtan dóms- og sjávar- útvegsráðherra um að hafa farið illa með fjármuni ríkisins og nánast glutrað þeim út úr höndum sér í tengslum við söluna á SR-mjöli. Og það undrar mig einnig að bankaráð Landsbankans skuli líða starfsmanni sínum að tala þannig um hæstvirtan viðskiptaráðherra að hafa ekki vit á bankamálum, eins og haft var eftir þessum bankastjóra í einhveiju blaði,“ sagði Gunnlaugur. Reksturinn versnar Hann bætti við að eftir að hann sá reikninga bankans hefðu efa- semdimar aukist. Því þar hefði kom- ið fram að samhliða því að framlag í afskriftareikning hefði lækkað milli áranna 1994 og 1995 um 721 millj-' ón króna, hefði hagur bankans ekki batnað nema um 155 milljónir. „Með öðrum orðum: rekstur bank- ans versnar um nærri hálfan millj- arð,“ sagði Gunnlaugur og bætti við að það sama mætti segja um Búnað- arbankann, því hann hefði lagt 142 milljónum minna á afskriftarreikn- ing en hagnaður bankans jókst að- eins um 11 milljónir. Gunnlaugur sagði að í Lands- bankanum væri einnig ágætis fólk og nefndi þar Björgvin Vilmundar- son bankastjóra og Kjartan Gunn- arsson formann bankaráðsins. Þeim sagðist Gunnlaugur treysta til að halda utan um fé bankans og því hefði hann á endanum staðið að frumvarpi stjómarmeirihlutans. Ekki svaravert Sverrir Hermannsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið þegar ummæli Gunnlaugs Sigmundssonar voru bor- in undir hann að þau væru ekki svaraverð. „Ég hirði ekki um að svara þessu einu orði því þetta er ekki svaravert,“ sagði Sverrir. Stuggað við er- lendum togurum VARÐSKIP Landhelgisgæsl- unnar hefur undanfama sólar- hringa haft afskipti af nokkr- um erlendum togurum við landhelgismörkin á Reykja- neshrygg, en þar em nú 58 skip að veiðum, flest rússnesk og íslensk, en einnig frá Port- úgal, Þýskalandi, Spáni, Eist- landi og fleiri ríkjum. „Eitt og eitt nálgast línuna og læðist jafnvel yfir og eru skipin þá látin vita að þau em komin á mörkin og beðin um að færa sig utar. Við tökum ýmis skekkjumörk með í reikn- inginn en segja má að þau dansi á línunni," segir Helgi Hallvarðsson skipherra hjá Landhelgisgæslunni. Áfram á varðbergi Hann kveðst gera ráð fyrir að áfram verði stuggað við erlendum skipum sem em að veiðum við mörkin, en síðan um helgi virðist fiskurinn hafa fært sig inn fyrir línuna með þeim afleiðingum að skipin færist nær. „Meðan fiskurinn heldur sig á þessum slóðum má búast við ati við línuna, en það er enn sem komið er á vinsamlegum forsendum og verður áfram á meðan skipin fara ekki óheyri- lega langt inn fyrir,“ segir hann. Stefnt að hvalveiðum Alþjóða þingmannasam- bandið hefur samþykkt álykt- un um vemdun og nýtingu fiskistofna þar sem ríki heims em hvött til þess að tryggja sjálfbæra og skynsamlega nýtingu sjávarlífvera, þar með talda sjálfbæra nýtingu sjáv- arspendýra, þ.e. hvala og sela. Ályktunin byggir á drögum sem Islandsdeild Alþjóðaþing- mannasambandsins lagði fram á þinginu. Umíjöllun um málið fór fyrst fram í vísinda- og um- hverfisnefnd þingsins og var hún síðan Iögð fyrir þingið. Þar samþykktu þingfulltrúar ályktunina með lófaklappi. Þetta er í fyrsta sinn sem Is- land hefur lagt fram ályktun- artillögu ásamt greinargerð fyrir þing sambandsins. ■ Ríkisstyrkir/18 Jafntefli í keppni Israels og íslands LIÐ íslands og ísraels gerðu jafntefli í fyrri umferð lands- keppni þjóðanna í skák, sem háð var í gær. Jóhann Hjartar- son og Hannes Hlífar Stefáns- son unnu Lev Psakhis og Bor- is Alterman. Margeir Péturs- son og Leonid Yudasin gerðu jafntefli, en Karl Þorsteins og Helgi Áss Grétarsson töpuðu í viðureignum sínum við Yona Kosashvili og Alon Greenfeld. Seinni umferð keppninnar fer fram á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.