Morgunblaðið - 23.04.1996, Page 17

Morgunblaðið - 23.04.1996, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 17 VIÐSKIPTI Aðalfundur Bílgreinasambandsins Stjórnvöld lækki gjöld á bílum AÐALFUNDUR Bílgreinasam- bandsins á laugardag samþykkti að skora á stjórnvöld að lækka gjöld sem lögð eru á bíla og bílgreinina en innheimta þau gjöld, sem lögð eru á, með líkum hætti allsstaðar á landinu og gagnvart öllum. í ályktun fundarins er bent á að þrátt fyrir nauðsyn bílsins hafi stjórnvöld lagt gífurlega há gjöld á bílakaup og bílanotkun þannig að í dag sé kostnaður heimilanna í landinu vegna bílsins orðinn stærsti kostnaðarliður þeirra. Bílgreina- sambandið skorar á stjórnvöld að marka nú þegar stefnu til lækkunar gjalda á bíla og bílgreinina með það að markmiði að bílar geti áfram verið í almenningseign á íslandi. Þá lýsti fundurinn því yfir að mikið vanti á að starfsskilyrði þeirra aðila sem vinni við bílgreinina séu jöfn. Eftirlit sé mismunandi eftir landshlutum og innheimt séu gjöld fyrir eftirlit sem aldrei fari fram. I skjóli þessa ójafnvægis blómstri svört atvinnustarfsemi sem sett hafi mark sitt á greinina. Gefin séu út starfsleyfi til fyrirtækja án þess að fyrir liggi starfferéttindi og án þess að fyrirtækin fullnægi kröfum til starfa í viðkomandi starfsgrein. í stjórn Bílgreinasambandsins voru kjörin þau Hallgrímur Gunn- arsson, formaður, Bogi Pálsson, Gísli Olafsson, Geir Gunnarsson, Úlfar Hinriksson, Bjarki Harðar- son, Snjólfur Fanndal, Birgir Þ. Þórðarson, Erna Gísladóttir og Sig- ríður Sigurbergsdóttir. Aðalfundir Kaupfélags Dýrfírðinga og Fáfnis hf. ísaflrði. Morgunblaðið. Samdráttur hjá kaupfélaginu AÐALFUNDIR Kaupfélags Dýrfirð- inga og dótturfyrirtækis þess, Fáfnis hf. á Þingeyri, voru haldnir 9. apríl sl. Á aðalfundi Kaupfélags Dýrfirð- inga kom fram að hagnaður hafði orðið af rekstri félagsins sem nemur rúmum 5 milljónum króna og þar af var hagnaður af reglulegri starf- semi um 1,5 milljónir. Heildartekjur fyrirtækisins voru 106,4 milljónir, sem er nokkur samdráttur frá fyrra ári. Rekstur sérvörudeildar fyrirtækis- ins var dreginn saman á árinu með takmarkaðri afgreiðslutíma og mun minna vöruúrvali og nam söluminnk- unin á þeirri deild einni um 26%. Tap kaupfélagsins á árinu 1994 var 131,2 milljónir króna og þar af 130,6 millj- ónir vegna afskrifta hlutafjár og við- skiptakrafna hjá dótturfyrirtækinu Fáfni hf. Fyrir utan 60% eignaraðild Kaup- félags Dýrfirðinga í Fáfni hf. er kaup- félagið nær helmings hluthafí í Slát- urfélaginu Barða hf. Bæði þessi féiög hafa átt í fjárhagslegum erfiðleikum og skiptir miklu fyrir framtíð kaupfé- lagsins að vel takist til í rekstri þeirra og efnahag í framtíðinni. s Tap af reglulegri starfsemi 84,3 miiljónir Á aðalfundi Fáfnis hf. var fjallað um afbrigðilegt rekstursár eftir nauðasamninga félagsins, en þeir byggðust á þvj að selja frystitogar- ann Sléttanes ÍS í byijun apríl 1995. Óreglulegar tekjur Fáfnis vegna sölu togarans og niðurfellingar skulda urðu um 498 milljónir króna. Tap af reglulegri starfsemi var um 84,3 milljónir og því var hagnaður ársins til ráðstöfunar um 413,4 milljónir króna. Árið 1994 var tap af reglu- legri starfsemi 120,2 milljónir og heildartap 100,5 milijónir króna. Tap af reglulegri starfsemi á árinu 1995 fór lækkandi enda átti það verulegar rætur í taprekstri Slétta- ness fyrstu mánuði ársins og rekstr- arstöðvun í frystihúsi Fáfnis vegna hráefnisskorts. Engu að síður er tap- rekstur í bolfiskvinnslu mikið áhyggjuefni og leita forsvarsmenn fyrirtækisins leiða til að vinna félag- ið úr þeirri stöðu. Fyrstu þijá mán- uði þessa árs hefur framleiðsla Fáfn- is í frystingu og söltun nær þrefald- ast miðað við sömu mánuði ársins 1994. Áhersla lögð á aukið hlutafé Við núverandi aðstæður í rekstri Fáfnis er ekki reiknað með tap- rekstri í ár. Lögð hefur verið áhersla á að fá aukið hlutafé inn í féiagið auk þess sem vilji er hjá stjórnendum fyrirtækisins fyrir þátttöku í viðræð- um á Vestfjörðum um öflugt fisk- vinnslu- og útgerðarfyrirtæki eða skoðun á hverri þeirri samvinnu sem gæti orðið til ávinnings fyrir atvinnu- lífið og þar með grundvöll fyrirtækj- anna. Þær breytingar urðu á stjórn Kaupfélags Dýrfirðinga að Guð- mundur Friðgeir Magnússon gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Sæv- ar Gunnarsson kosinn í hans stað. Áður hafði Ólafur Kr. Skúiason færst upp í aðalstjórn í stað Kristins Jónas- sonar. Á aðalfundi Fáfnis varð sú breyting á stjórn að Ólafur Stein- þórsson var kjörinn aðalmaður í stað Kristins Jónassonar. Stjórnarfor- maður Fáfnis hf. og Kaupféiags Dýrfirðinga er Guðmundur Ingvars- son en framkvæmdastjóri og kaupfé- lagsstjóri er Sigurður Kristjánsson. ----------» » »--- Hagnaður Peugeot minnkar París. Reuter. HAGNAÐUR PSA Peugeot Citroen minnkaði um 45% í 1.7 milljarða franka (332 milljónir dollara) í fyrra vegna gengiserfiðleika og sölutregðu að sögn fyrirtækisins. Sala fyrirtækisins minnkaði um 1,2% í 164.25 miiljarða franka og skuidir þess jukust um tæplega 30%. Bíliðnaður Frakka hefur átt í harðri samkeppni við Fiat og fleiri framleiðendur vegna styrkleika frankans gegn öðrum gjaldmiðlum. Bílasala í Frakklandi minnkaði um 2,1% í fyrra á sama tíma og bílasala í ESB-löndum jókst um 0,6%. Keppinautur Peugeot, Renault SA, hefur skýrt frá því að hagnaður þess fyrirtækis, sem ríkið ræður yfír, hafi minnkað um 41% 1995 og að bíla- deild þess hafí verið rekin með 1.7 milljarða franka tapi. fyttenb°toUr,ú í tilefni dagsins verður meistaraverk Davids Attenborough EINKALÍF PLANTNA á tilboðsverði í bókaverslunum dagana 23. -27. apríl. á ú ~ 27 *p‘ 2.695 m J — w inkalíf plantna Einkalíf plantna er þungamiðjan í verkum hins heimsfræga sjónvarpsmanns og rithöfundar, Davids Attenborough. Þetta nýja og heillandi yfirlit um gróðurríkið sýnir okkur hvemig plöntur ná þroska, lenda í átökum, verjast óboðnum gestum eða nýta sér þá, ná sér í fæðu og fjölga sér, svo eitthvað sé nefnt. Bókina prýðir mikill fjöldi einstæðra litmynda. Gjöf sem gleður hvem sem er. Skjaldborg Ármúla 23 * 588-2400 t

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.