Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 56
MORGUNBLADW, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI S69 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL^CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Berglind H. Helgadóttir Auðnutittlingur með unga í hreiðri Áætlanir um afkomu Landsbankans frá 1993 gengu ekki eftir 1,5 milljarða króna vantar á hagnaðinn AUÐNUTITTLIN GUR hefur orp- ið í Vaglaskógi og annar í skógar- reit í Eyjafirði. í hreiðrinu í Va- glaskógi eru fjórir ungar og virt- ust þeir vera vel á sig komnir. í Eyjafirðinum eru einnig nokk- urra daga gamlir ungar í hreiðri. Áhugaljósmyndari sem var á ferð í Vaglaskógi ásamt tveimur son- um sínum og vini þeirra tók þessa mynd af hreiðrinu, en drengirnir —'T'undu það. Jón Magnússon, fuglaáhuga- maður á Akureyri, segir að auðnutittlingurinn verpi óvenju snemma í ár og það helgist fyrst og fremst af tíðarfarinu. Hann YFIRSKÓLATANNLÆKNIR hefur sent borgaryfirvöldum bréf vegna lokunar tannlæknastofu í Austur- -bæjarskóla. Verið er að lagfæra skólann að utan og breyta að innan og segir Sigrún Magnúsdóttir, for- maður skólamálaráðs, að nýting stofunnar hafi verið lítil, enda séu tannlæknastofur allt í kringum skól- ann. Segir Sigrún meiri vilja fyrir því í skólamálaráði að leggja fjár- muni í samnýtingu tveggja eða þriggja skóla á aðstöðu skólatann- læknis, í stað þess að hafa stofu og „arðlausan" tannlæknastól í hverj- um skóla, sem kosti milljónir. Sigrún segir ennfremur að ekki hafi verið gert ráð fyrir tannlækna- stofum þegar efnt var til samkeppni um nýja skóla í Borgarholtshverfum. „Við teljum að það sé allt of kostnað- 'W-áí'samt að hafa tannlæknastóla og HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Hugvit hf. í Reykjavík hefur hlotið 'Weacon-verðlaun Lotus Notes, en verðlaun þessi eru veitt fyrir hug- búnað sem skrifaður er í Lotus Not- es-kerfinu. Var fyrirtækið valið úr hópi 100 fyrirtækja sem hlotið höfðu tilnefningu, en í upphaflegu úrtaki voru allir samstarfsaðilar Lotus Not- es í Evrópu, 3.100 talsins. Beacon-verðlaunin eru veitt fyrir ’níu mismunandi hugbúnaðarlausnir er bjartsýnn á að ungarnir komist á legg, ekki síst ef veðrið verður áfram gott næstu vikurnar. Jón var við fuglaskoðun á Akur- eyri sl. sunnudag og segir að bæði æðarkolian og þrestir séu lögst á hreiður. Hann segir að fugla- áhugamenn hafi séð flestar teg- undir farfugla í vor en ekki allar. Þó eigi enn eftir að koma mikill fjöldi fugla af hverri tegund. Ýmsir hafa talað um að ein- staka farfuglar séu óvenju snemma á ferðinni í ár, en Jón segir það ekki rétt, enda viti far- fuglar í suðrænum löndum ekkert um tíðarfarið hér á landi. stofu í hverjum skóla. Hins vegar er lögð mikil áhersla á eftir sem áður að eftirlit með tannhirðu barna fari fram árlega. Vilji skólamálaráðs er sá að tveir til þrír skólar nýti hveija stofu. Einnig kæmi til greina að sinna eftirliti í samstarfi við heilsugæslustöðvar þar sem til dæm- is mætti hafa tannlæknastól," segir Sigrún. Málefni skólatannlækna verða til umfjöllunar í skólamálaráði á næst- unni að Sigrúnar sögn en í bréfi yfirskólatannlæknis til borgaryfir- valda er meðal annars bent á að heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti hafi til umfjöllunar tillögur tann- læknanna í kjölfar lagabreytinga 1992 og 1993. Þar sé mælst til að tannlæknastofur verði áfram í skól- unum og bent á að stofurnar veiti 55 einstaklingum atvinnu. en Hugvit var verðlaunað fyrir bestu lausnina frá sjónarhóli viðskiptavin- arins. Við veitingu verðlaunanna er m.a. litið til þess að viðkomandi hugbúnaður hafi sýnilega haft veru- leg áhrif á framleiðni, rekstrarhag- kvæmni og stöðu viðkomandi við- skiptavinar. Olafur Daðason, framkvæmda- stjóri Hugvits, segir þessa viður- kenningu vera mikinn heiður fyrir Hugvit. Hún sé þó ekki síður viður- VIÐSKIPTARÁÐHERRA segir að afkoma Landsbankans sé samtals tæpum 1,5 milljörðum krónum lakari frá árinu 1993 en áætlanir þá gerðu ráð fyrir. Á sama tíma hefur bankinn endurgreitt um 750 milljónir króna af lánum sem hann fékk árið 1993 þegar gripið var til sérstakra aðgerða til að styrkja eiginflárstöðu bankans. „Það er af þessari ástæðu sem bankinn þarf nú á endurijármögnun að halda á því sem hann hefur verið að greiða til baka af lánunum sem hann fékk í upphafi," sagði Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra á Al- þingi í gærkvöldi. kenning fyrir viðskiptavini fyrirtæk- isins, en samvinnan við þá hafi skil- að þeim lausnum sem nú sé verið að verðlauna fyrirtækið fyrir. Hugvit hefur sérhæft sig í gerð hugbúnaðar fyrir Lotus Notes á sviði skjalavörslu og verkefnastjórnunar í fyrirtækjum og stofnunum. Meðal annars hefur fyrirtækið hannað sér- stakan hugbúnað fyrir stjórnarráðið, Málaskrá, en flest ráðuneytin hafa nú tekið þann búnað í notkun. ■ Þá urðu miklar umræður um bráðabirgðaákvæði í frumvarpi um viðskiptabanka og sparisjóði, sem heimilar Landsbankanum að endur- flármagna víkjandi lán sem hann fékk árið 1993. í rekstraráætlun sem gerð var í maí 1993 var miðað við að hagnaður af rekstri Landsbankans yrði að með- altali 929 milljónir króna árlega til að byggja eiginfjárstöðuna upp. Finn- ur sagði að þessar áætlanir hefðu ekki gengið eftir, og árlegur hagnað- ur væri að meðaltali 475 milljónum króna minni á árunum 1993-1995, eða samtals nærri 1,5 milljörðum Mengunar- vamaæfing VIÐAMIKIL æfing fór fram í Sundahöfn í gær á vegum Reykja- víkurhafnar þar sem æfð voru viðbrögð við olíumengunarslysi, björgnn eiturefnagáms úr höfn- inni og björgun manns sem fallið hafði í höfnina. Auk starfsmanna Reykjavíkurhafnar tók Slökkvilið Reykjavíkur, lögreglan í Reykja- vík og Björgunarsveitin Ingólfur þátt í æfingunni, en að sögn Halls Árnasonar hjá Reykjavíkurborg tóku samtals um 50 manns þátt í æfingunni. Reykjavíkurhöfn hef- ur eignast fjóra litla björgunar- báta sem eru á hafnarsvæðinu og æfa lögreglu- og slökkviliðsmenn reglulega meðferð bátanna. króna lakari, og ástæðan væri einkum hærra framlag í afskriftarreikning útlána en búist var við. Finnur sagði að eiginfjárhlutfall bankans hefði verið 9,3% um síðustu áramót en alþjóðlegir staðlar, BIS- reglumar, gera ráð fyrir að þetta hlut- fall sé 8%. Stjómarandstæðingar sögðu að þessar upplýsingar hefðu ekki komið fram, þegar efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fjallaði um frumvarpið eftir fýrstu umræðu um málið. Þar hefði verið látið að þvi liggja að ástæðan fyrir umræddu bráðabirgðaákvæði væri fyrirhuguð formbreyting bankanna í hlutafélög. Maríní hjarta- þræðingn MARÍN Hafsteinsdóttir, 11 mánaða stúlka frá Eskifirði, gekkst undir hjartaþræðingu í gærdag á Land- spítalanum, en svo flókin aðgerð á kornabarni hefur ekki verið fram- kvæmd hér á landi áður. Stanton Perry, sérfræðingur í hjartasjúk- dómum við Children Hospital í Bost- on, framkvæmdi aðgerðina með aðstoð íslenskra sérfræðinga. Að sögn Hróðmars Helgasonar, sérfræðings í hjartasjúkdómum barna, gekk aðgerðin vel. Lungna- slagæð var þrædd og víkkuð. Hann sagði að gert hefði verið nær allt sem fyrirhugað var að gera. Að- gerðin stóð í fjóra klukkutíma og leið Marínu vel að henni lokinni. Hún vaknaði eðlilega í gærkvöldi og fékk að drekka. Hróðmar sagði að á næstu tveim- ur vikum myndu sérfræðingar skoða Marín og meta hvaða skref yrðu næst stigin við meðhöndlun á sjúkdómnum sem hrjáir hana. Hann sagði að meta þyrfti hvort Marín yrði send í aðra hjartaþræðingu eða hvort gerð yrði á henni önnur skurð- aðgerð, en hún hefur þegar farið í eina slika aðgerð í Boston. Hann sagði ekki ljóst hvort næsta aðgerð yrði framkvæmd hér á landi eða í Boston. Tryggingastofnun ríkisins greiðir kostnað við komu Perry hingað til lands. Hann þiggur hins vegar ekki kaup fyrir vinnu sína hér á landi. Hróðmar sagði mikilvægt að fá svo færan lækni hingað til lands. -----♦ ♦ ♦--- Arekstur í Onundarfirði ÖKUMAÐUR sendiferðabíls var fluttur á sjúkrahúsið á ísafirði með höfuðáverka eftir harðan árekstur sem varð í gærkvöldi í Önundar- firði á gatnamótum vegarins yfir Breiðadalsheiði og vegarins út á Flateyri. Sendiferðabíllinn lenti í árekstri við jeppa og sluppu tveir menn sem í honum voru án teljandi meiðsla. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir eftir áreksturinn. Morgunblaðið/Júlíus Hugvit verðlaunað af Lotus Notes Tannlæknastofu lok- að í Austurbæjarskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.