Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 27
AÐSENDAR GREINAR
Er fólk yfir fimmtugt
ekki gjaldgengt á
vinnumarkaðnum?
LANDLÆKNIS-
EMBÆTTIÐ hefur eins
og lög gera ráð fyrir
auglýst eftir fólki til
starfa.
Fyrir nokkrum árum
leitaði embættið til ráðn-
ingarstofnaná en hætti
fljótlega að leita aðstoð-
ar þeirra. Ástæðan var
sú, að nokkrum sinnum
leituðu umsækjendur
sem komnir voru yfir
fimmtugt til undirritaðs
og sögðu farir sínar ekki
sléttar af viðskiptum við
ráðningarstofnanir.
Þessu fólki var vísað frá
og sagt, að í takt við
verklagsreglur leituðu þeir eftir yngra
fólki. Enginn færði rök fyrir þessum
reglum, t.d. að fólk yfír fímmtugt
skorti frumleika, hugmyndir, væri
værukært og duglaust. Alhliða þekk-
ing, fæmi, reynsla og vit þessa fólks
virðist því- skipta litlu máli. Þetta
gerist meðan menntun og heilsufar
fólks á aldrinum 50-61 árs hefur stór-
batnað miðað við jafnaldra þeirra fyr-
ir 15-20 ámm, sbr. niðurstöður í hóp-
rannsóknar Hjartavemdar (sjá töflur
I og II).
í ljósi þeirrar niðurstöðu að heilsu-
far eldra fólks hefur batnað verulega
hefur landlæknisembættið lagt til að
tekinn verði upp sveigjanlegur eftirla-
unaaldur og meðal annars verði
hressu fólki gert kleift að starfa til
70 ára aldurs eða lengur. Þingsálykt-
un þess efnis var samþykkt fyrir
nokkrum áram, en virðist hafa verið
svæfð í stjómarráðinu. Nú lækka
bankar eftirlaunaaldur úr 70 áram i
67 ára aldur! Sumum virðist falla vel
að neita staðreyndum. Það er ekki
Ólafur Ólafsson.
skynsamleg ráðstöfun
fyrir þjóðfélagið ef vel
færa fólki yfir fímmtugt
er vísað frá atvinnu-
markaðnum, því að
ungu fólki fer fækkandi
vegna mikillar lækkun-
ar á fæðingartíðni síð-
ustu ára. Færri greiða
þ\d skatta i framtiðinni!
I öðra lagi eykur
þetta á kostnað ríkisins
því að meðal eldra fólks
hefur atvinnulausum og
bótaþegum fjölgað.
Þessu var spáð fyrir
nokkram áram og nú
hefur t.d. örorkustyrk-
þegum 65-66 ára fjölg-
að einna mest. Allt að helmingi færri
fá tekjutryggingu meðal ellilífeyris-
þega á íslandi miðað við hin Norð-
urlöndin (Social tryghed i de Nordiska
land 1995)! Þetta er líklega ein meg-
in ástæða þess að helmingi fleiri era
á stofnun hér á landi en í nágranna-
ríkjunum (sjá töflu III).
Hvemig skal bregðast við þessu: Á
að láta þá eldri reka fyrir sjó og vindi
eins og nú er gert t.d. í Bandaríkjun-
um. Sumir hagfræðingar telja að lág
laun og lækkun eftirlaunaaldurs sé
besta leiðin til þess að draga úr at-
vinnuleysi og vitna meðal annars í
að atvinnuleysi í Bandaríkjunum sé
minna en í Evrópu. Ýmislegt bendir
þó til þess að þar sé atvinnuleysið
svipað og í mörgum Evrópuríkjum.
Menn gleyma því að í Bandaríkjunum
falla þeir atvinnulausu af atvinnuleys-
isskrá eftir hálft ár en í Evrópun'kjum
er fólk á skrá í 1-2 ár og jafnvel leng-
ur. I ofanálag gilda strangari reglur
um skráningu þar en í Evrópu. Enn-
fremur gleymist að veralegur hluti
Landlæknisembættið
hefur lagt til, segir
Olafur Olafsson, að
tekinn verði upp
sveigjanlegur eftir-
launaaldurs
einstæðra mæðra í „slömm“ hverfum
stórborganna era á félagslegum bót-
um og fara ekki á atvinnuleysisskrá.
Að áliti margra er því fjöldi atvinnu-
lausra þar í landi mun hærri en opin-
berar tölur herma. Aðaláhrif þessarar
stefnu er að við kljúfum þjóðfélagið
í þá efnuðu og þá fátæku, sköpum
vaxandi heilsuvanda, deilur, óróa og
upplausn á vinnumarkaðnum og þess
vegna er þetta þjóðhagslega óhag-
kvæm stefna. Allar götur hafa hag-
fræðingar enga sönnun fyrir að þessi
leið leysi atvinnuleysisvandann. Hin
leiðin er sýnu ákjósanlegri, þ.e. að
nýta sér þekkingu og reynslu eldra
Tafla I Karlar: 50-60 ára: 1967 1985-1987
Nám eftir grunnskóla 55% 78%
Stunda reglulega íþr./líkamsæfingar 22% 40%
Blóðþrýstingur Hefur lækkað marktækt
Reykingar 37% 22%
Lungnaþol Batnað, marktækt
Tíðni kransæðastiflu Lækkað um 40%
Marktækur munur er á öllum þessum breytum (P> 0,05-0,001).
Tafla II Konur 50-60 ára: 1967 1981-1984
Nám eftir grunnskóla 34% 53%
Stunda reglulega íþr./líkamsæfingar 10% 30%
Blóðþrýstingur Hefur lækkað marktækt
Reykingar 48% 35%
Lungnaþol Batnað, marktækt
Þyngd Engin breyting
Tíðni kransæðastíflu Lækkað um 38%
Marktækur munur er milli ára (P> 0,01-0,001).
Ó. Ólafsson: Félagslæknisfræðilegar og mannfræðilegar breytur. Fylgi- rit við Heilbrigðisskýrslur, nr.2/1996.
Tafla III. Hlutfall eldra fólks á stofnun:
Aldur: ísland Danmörk Finnlanc Noregur Svíþjóð
65-74 ára 3,6% 1,4% 1,5% 1,4% 1,6%
> 75 ára 23,3% 12,6% 13,7% Social tryg hed i de Nordiska land 1995 12,4% 15,2%
fólksins á vinnumarkaðnum. Efla sem
mest endur- og nýmenntun eldra
fólksins. Þá fá fyrirtækin starfskrafta
með reynslu, fæmi og þekkingu en
ekki eingöngu fólk með þekkingu.
Að styrkja eldra fólk til endurmennt-
unamámskeiða hlýtur að borga sig
betur en að greiða fólki atvinnuleysis-
bætur og/eða lífeyri fyrir tímann.
Nú gilda reglur um kvótaskiptingu
milli kynja við ráðningu hjá hinu opin-
bera. Eins mætti skylda hið opinbera
til þess að setja kvóta fyrir eldra fólk
sem skylt er að hafa í starfí.
Höfundur er landlæknir.
Landgræðsluátak
Á DÖGUNUM varð ég þeirrar
ánægju aðnjótandi að sitja aðalfund
Landgræðslufélags Skaftárhrepps á
Kirkjubæjarklaustri, en bændur og
íbúar Skaftárhrepps hafa í ákveðnum
áföngum unnið að uppgræðslustarfí
í hreppnum sem rekja má allt til árs-
ins 1955. Upp úr 1970 hófu áhuga-
samir bændur um landgræðslu og
heimalandsuppgræðslu, uppgræðslu
heimalanda undir forystu Einars Þor-
Hver græðir á bíla-
stæðavandanum?
Jón Ármann
Steinsson
ÞAÐ VERÐUR að
segjast að borgaryfír-
völd era einstaklega
heppin með atorku-
semi stöðumælavarða
borgarinnar. Þar fer
einvalalið sem iætur
aldrei deigan síga í að
afla tekna fyrir borgar-
sjóð og hefur nánast
sjálfdæmi um allt sem
þeir taka sér fyrir
hendur við tekjuöflun-
ina. Þeirra fram-
kvæmdasvið er af-
markað af reglugerð
sem er ein sú fjand-
samlegasta gagnvart
bíleigendum í gervallri
Evrópu. Hvar annars
staðar í siðmenntuðu landi getur
mælavörður beðið við stöðumæli með
sektarmiðann tilbúinn þegar klukkan
fellur?
Um daginn skrifuðu nokkrir kaup-
menn í blöðin og kvörtuðu undan
ágangi og sektargleði stöðumæla-
varða sem fældi fólk frá því að versla
í miðbænum. Mér fannst skondið að
lesa svar kerfísins við þeim kvörtun-
um enda sögðu kerfískarlamir að það
væri ekki við þá sjálfa að sakast held-
ur reglugerðina sem þeir störfuðu
eftir. Viðkvæðið er þekkt úr myrkum
köflum mannkynssögunnar; „þetta er
ekki mér að kenna, ég var bara að
hlýða skipunum og allir hinir líka“.
Slíkar yfirlýsingar starfsmanna Bíla-
stæðasjóðs ættu að ýta við þeim sem
ofar eru í valdapíramídanum, - ef
þeir vildu vera svo vænir að koma
fyrir almenningssjónir og veija gerðir
sínar og reglugerðarsmíðar.
Skyldu reglugerðar-
smiðirnir vera pólitíkus-
arnir í borgarráði eða era
það möppudýrin í kerf-
inu? Séu það pólitíkusar
þá er hægt að laga mein-
ið í næstu kosningum -
ef núverandi meirihluti
nýtir ekki tækifærið og
leiðréttir ranglætið sjálf-
um sér til dýrðar og vegs-
auka. En séu það möppu-
dýrin sem þurfa að bæra
á sér þá þarf eitthvað
annað og meira að koma
til. Reynslan sýnir að ís-
lenskir embættismenn
era hræddir við allar
breytingar sérstaklega ef
þær minnka valdsvið
þeirra eða gera flókin ferli einfaldari.
Helstu breytingavaldar á verksvið ís-
lenskra embættismanna í áratugi era
vegna nýtilkominna skuldbindinga
okkar í EES samningnum og eins og
flestir muna þá urðu þær breytingar
ekki átakalaust.
Forsvarsmenn Bílastæðasjóðs eiga
auðvelt að svara kvörtunum fólks
með því að benda á einhveija reglu-
gerð og segja að allt sé henni að
kenna. Reglugerðin er þó varla
alslæm, í það minnsta ekki fyrir borg-
arsjóð þvi „bílastæðavandamálið"
skilar milljónatuga aukatekjum þang-
að árlega! Varla er það kvörtunarefni
þar á bæ. Maður skyldi ætla að það
hafí komið til tals að fjölga stöðu-
mælavörðum og jafnvel bjóða þeim
akkorðskjör til að ná inn meiri auram
í kassann. Heyrst hafa hugmyndir
um að stytta stöðumælatímann og
auka þannig tekjurnar sem gefur til
íslenzkir embættis-
menn, segir Jón
Armann Steinsson,
eru hræddir við allar
breytingar.
kynna að báknið geti breytt reglunum
til hins verra tímabundið, t.d. ef sér-
stakt fjáröflunarátak er í gangi. Já,
tekjumöguleikarnir era nánast enda-
lausir ef það er alltaf hægt að kenna
reglugerðinni um ósómann, ekki satt?
Reykvíkingar vilja vera lausir við
fjárplógsstarfsemi Bílastæðasjóðs. Ef
fyrram átrúnaðargyðja mín Ingibjörg
Sólrún les þennan pistil þá kannski
hún ýti við þessu máli og færi það
til betri vegar. Nema hún vilji ganga
fram fyrir skjöldu og veija þessar
starfsaðferðir og vemda tekjupóstinn.
Það yrði að sjálfsögðu mikil fórn að
breyta reglugerðinni til réttlátari veg-
ar, enda tínir borgarstjóm ekki millj-
ónatugi annarsstaðar upp af götunni
sisona. En sé borgarstjóra hugmynda
vant um nýjar verkreglur fyrir stöðu-
mælaverði má giska á að í samningn-
um um EES hljóti að vera vísir að
einhverskonar reglugerð sem mætti
færa yfir á reykvíska visu. Sá kostur
hlýtur að vera snöggtum manneskju-
legri en núverandi reglugerð, sem
meira að segja yfirmenn Bilastæða-
sjóðs kvarta yfir opinberlega og kenna
um allar sínar misgjörðir.
Höfundur starfar við
auglýsingagerð.
ísólfur Gylfi
Pálmason.
steinssonar, ráðunautar,
í samvinnu við Land-
græðslu ríkisins. Árið
1994 komu enn fleiri
bændur inn í upp-
græðsluverkefnið þegar
Áburðarverksmiðjan og
Landsvirkjun aðstoðuðu
við verkefnið með
myndarlegri áburðarg-
jöf til Landgræðslufé;
lags Skaftárhrepps. Á
aðalfundinum var lögð
fram landgræðsluáætl-
un fyrir hreppinn sem
nær til ársins 2000.
Framtak þetta er lofs-
vert og mikið verk að
vinna þar sem fyrirsjá-
anleg gróðureyðing í
hreppnum er skelfileg, annars vegar
vegna áhrifa Skaftárhlaupa og hins
vegar vegna uppblásturs og sandfoks.
Bændur græða landið
Árið 1990 hrandi Landgræðsla rík-
isins af stað, undir forystu Sveins
Runólfssonar, landgræðslusljóra og
starfsmanna hans, mjög merkilegu
verkefni sem nefnt hefur verið
„Bændur græða landið". Markmið
þessa verkefnis er að breyta starfs-
háttum Landgræðslunnar á þann hátt
að efla grasrótarstarf í gróðurvemd
og landgræðslu með flutningi verk-
efna frá Landgræðslunni heim í hér-
uðin, auk ávinnings um endurheimtu
landgæða í samræmi við landnýtingu
og gróðurvemd.
Ávinningurinn af því að styrkja
bændur til að græða landið er mikill.
Hér fer saman hagur beggja aðila.
Gagnvart bændum er verið að styrkja
þá við að bæta umhverfið og búskap-
arstöðu með tilliti til beitarskipulags
og vistvænnar framleiðslu landbúnað-
arafurða. Sjálfbær landnýting er for-
senda slíkrar framleiðslu. Hagur
Landgræðslunnar er fólginn í marg-
feldisáhrifum því það fjármagn sem
lagt er til verkefnisins nýtist mjög
vel auk þess sem framtakið er já-
kvætt fyrir ímynd þessarar myndar-
legu stofnunar. Mótframlag bænda
er eigin vinna, hluti áburðarverðs og
flutningur og notkun þeirra tækja
sem til þarf. Reynslan sýnir að í sveit-
um, þar sem unnið er í samvinnu við
Landgræðsluna, eykst áhugi íbúanna
á landgræðslu til muna. I mörgum
tilfellum leggja bændur mun meira
af mörkum en sem nemur skilyrtum
mótframlögum. Gjaman er notaður
lífrænn áburður sem hentar afar vel
til landgræðslu og gróðurverndar.
Með auknu beitarlandi
heima fyrir styttist beit-
artími á afréttum og
álag á annan gróður á
viðkvæmum svæðum
minnkar. Margir aðilar
koma að þessu verkefni,
mikil reynsla og þekking
skapast og jákvæð sam-
keppni myndast. Menn
miðla með gleði og
ánægju af reynslu sinni.
Fleiri þurfa að
koma að þessum
málum
Nú á tímum, þegar
rekstur fyrirtækja geng-
ur betur en oft áður,
hvet ég fyrirtæki til þess að koma
að málum er tengjast landgræðslu,
skógrækt og öðram umhverfismálum
meira en gert hefur verið, því þörf
fyrir aukið ijármagn til umhverfís-
verkefna er afar brýn. Einnig þarf
fjárveitingarvaldið að vera vel meðvit-
að um mikilvægi umhverfisverkefna
sem í senn era atvinnuskapandi og
auka gagn og gæði landsins. Sú
reynsla sem skapast hefur í Skaftár-
hreppi er mjög til eftirbreytni og er
margt af henni hægt að læra. Það
Ávinningurinn af stuðn-
ingi við bændur, segir
ísólfur Gylfi Pálma-
son, til að græða
landið er mikill.
er einnig athyglisvert að heimamað-
ur, Fanney Ólöf Lárusdóttir, er hérð-
asfulltrúi Landgræðslunnar á svæð-
inu og stýrir hún verkefninu af hálfu
Landgræðslunnar. Með þessum hætti
er tryggt að fullur skilningur ríki á
milli heimamanna og Landgræðslu
ríkisins. Til marks um áhuga heima-
manna á verkefninu mættu tæplega
60 manns á aðalfund Landgræðslu-
félags Skaftárhrepps en íbúar hrepps-
ins era um 600. Það er ósk mín og
von að starf Landgræðslufélagsins
megi eflast og dafna, enda verkefnin
ærin, og að sem flestir íbúar þessa
lands taki þátt i því að græða ísland.
Það væri vel til fundið að heíja átak
þar sem þéttbýlisbúar hefðu tækifæri
til að taka land í fóstur til uppgræðslu.
Höfundur er alþingismaður.