Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
/?í> /to £/<sum Eirr
Srt/ttmG/NL E<BT-
ViO E&UM BÆPt BtT/Ui
,.þÓ BÍTUfiGKAS--
BN éG 8>T A/<S/
8ÍTT(jí—l\ O 11
V/ ii
O t—^ -n=>
O l > \ ii
Grettir
Ljóska
■sTpasta
icaiíaw
Tommi og Jenni
H/rwn- fi'm/n sóa/c*. o/ð wff/~ \
rC/OL. og uonB/igðO
Smáfólk
I vE OFTEH WONOERED MOU)
YOU COPE.. I MEAN, MOUi
DO YOU 5URVIVE ?
Líf þitt er óvenjulegt, er það Ég hef oft undrast það hvernig Hundavit.,
ekki? þú spjarar þig____ég á við hvem-
ig lifirðu af?
Plorigmihlöfeiíi
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329
• Netfang: lauga@mbl.is
Opið bréf til presta
Frá Guðrúnu Öldu Harðardóttur:
UNDIRRITUÐ hefur fylgst með
prestum vinna mörg göfug og erfíð
verk, meðal annars við erfíðar að-
stæður þar sem náttúruöfl landsins
hafa heijað. Það var við slíkar að-
stæður ekki alls fyrir löngu sem trú
mín styrktist. En á síðustu vikum
hefur minni trú verið misboðið innan
þjóðkirkjunnar og því tók ég þá
ákvörðun að segja mig úr henni.
Ummæli presta um úrsagnir
úr þjóðkirkjunni
Samkvæmt tölum frá Hagstofu
íslands hafa óvenju margir gert það
sama og ég, það er sagt sig úr þjóð-
kirkjunni. Vegna ummæla ýmissa
presta um að þeir skilji ekki hvað
veldur þessum úrsögnum og
áhyggjuleysi þeirra, vil ég gera perst-
um grein fyrir hvað liggur að baki
minni úrsögn. En fyrst eru hér tvö
dæmi um ummæli presta.
í viðtali við Tímann 4. apríl sl.
sagðist sr. Bolli Gústavsson, vígslu-
biskup á Hólum, halda að „þetta
gengi nú svona til og frá með kirkj-
una og trúfélögin. Eg get alveg eins
búist við því að þetta fólk gangi aft-
ur í þjóðkirkjuna. “ Hann kvaðst ekki
hafa hugmynd um hver gæti verið
meginorsök flóttans, enda verði flótt-
ans ekki vart í Hólastifti. „Ég á af-
skaplega erfítt með að setja mig
þannig inn í hugsunarhátt fólks að
ég sjái hvað það er sem veldur þessu.
Það er misjafnlega mikill áhugi fyrir
trúmálum í landinu.“
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson sagði
eitthvað á þá leið í sjónvarpi að fólk
yrði að átta sig á því að mennimir
væru breyskir og þjóðkirkjan aðeins
mannanna verk.
Þora að horfast í augu við
sannleikann
Líf mitt hefur veitt mér mikla
reynslu og ég hef leitast við að nýta
reynslu gleði og sorgar á uppbyggi-
legan hátt. Meðal annars með því
að leitast við að styðja aðra, sérstak-
lega börn, á erfiðum stundum. Ég
hef haft það að leiðarljósi að trúa á
það góða í manninum og er þannig
af guði gerð að ég met manngerð
einstaklinga mikils. Ég geri kröfur
til manngerðar og heiðarleika fólks
og vel mína nánustu vini samkvæmt
því.
Ein mín besta vinkona til margra
ára heitir Sigrún Pálína Ingvarsdótt-
ir og mörg eru síðan ég vissi í hvaða
ógæfu hún lenti í prestshöndum. í
jafnmörg ár hef ég fylgst með henni
í hæversku sinni leita réttar síns hjá
prestum, sem hún hefur sagt sann-
leikann.
í gegnum árin hefur að mínu áliti
komið æ betur í ljós að það hefur
reynst þessum prestum um megn að
horfast í augu við óþægilegan sann-
leikann. Um þverbak keyrði þó er
sóknarprestur Sigrúnar Pálínu, sr.
Vigfús Þór Árnason, sem hafði tjáð
henni að hann skyldi styðja hana,
birtist á sjónvarpsskjá og lét orð falla
sem bentu síður en svo til stuðnings.
Skyldi engan undra að mælir Sigrún-
ar Pálínu væri fullur. I framhaldinu
leitaði hún til siðanefndar Prestafé-
lagsins eins og kunnugt er með hæ-
verskri beiðni um að taka mál sín
til meðferðar. Síðan þá hefur þjóðin
mátt horfa upp á farsakennd við-
brögð og ótrúleg vinnubrögð í þesu
margfræga máli.
Framganga presta
Eitt dæmi um undarleg vinnu-
brögð birtist mér þegar þátttaka mín
í stuðningshópi við Sigrúnu Pálínu
og Stefaníu Þorgrimsdóttur varð
opinber en þá varð ég fyrir þeirri
einkennilegu reynslu að tveir mér
allsendis ókunnugir prestar, þeir sr.
Ragnar Fjalar Lárusson og sr. Vig-
fús Þór Ámason, fundu hjá sér ein-
hvetja þörf til að hringja heim til
mín, augljóslega hræddir um að ég
byggi yfir einhverri hættulegri vitn-
eskju í málinu. Hef ég ekki heyrt í
þessum mönnum fyrr eða síðar.
Annað dæmi um ófagleg vinnu-
brögð presta að mínu mati og í því
tilfelli fínn ég ekki hugtak í mínum
orðaforða sem lýsir undrun minni en
það snertir framgöngu tveggja
presta sem áunnu sér traust Sigrún-
ar Pálínu til að leysa málið. Ekki
veit ég hvað fram fór á margra
klukkutíma fundi þessara presta með
Sigrúnu Pálínu og kærasta hennar.
Nema að þar var samin sáttatillaga
sem biskup hafnaði. Þegar prestun-
um varð ljóst að biskup vildi engar
sættir, þá töldu þeir sig augljóslega
ekki hafa frekari skyldum að gegna
gagnvart Sigrúnu Pálínu. Er ég hitti
hana strax eftir þennan fund varð
mér það ljóst að eitthvað hafði gerst
sem hafði haft djúpstæð áhrif á hana.
Við mér blasti vonleysi á að sannleik-
ur, traust, trú og mannkærleikur
ættu samleið með prestum. Aldrei
hefði égtrúað þvi að kirkjunnarþjón-
ar legðust svo lágt að misnota trúar-
þörf einstaklings á þennan hátt og
nánast ræna hann trúnni en þannig
túlka ég þennan fund.
Ofangreind vinnubrögð presta í
þessu máli, að viðbættri margfrægri
yfírlýsingu prófasta og kirkjuráðs og
sláandi þögn prestastéttarinnar gerði
það að verkum að kristilegri trú
minni var freklega misboðið í þeirra
höndum. Tilfinning mín var og er
að flutningur kærleiksboðskaps
kristninnar innan kirkjunnar í dag
sé í ríkum mæli innantómt hjal og
manni dettur helst í hug að halda
að prestar hugsi um- að veija eigin
hag og biskup í stað þess að rétta
fólki hjálparhönd sem boðberar kris-
tinnar trúar. Þess vegna sá ég mér
ekki annað fært en að iðka mína trú
utan veggja þjóðkirkjunnar, líkt og
svo fjölmargir aðrir.
Prestar líti ábyrgum augnm á
fjöldaúrsagnir fólks
í fyrrgreindu viðtali við sr. Bolla
segist hann eiga erfítt með að setja
sig inn í hugsunarhátt fólks, segist
ekki hafa hugmynd um orsök flótta
þess úr þjóðkirkjunni, þetta gangi nú
svona til og frá með kirkjuna. Hans
orð segja mér að hann hafí ekki mikl-
ar áhyggjur af fjöldaúrsögnum fólks
úr þjóðkirkjunni og sama var að skilja
á sr. Ragnari Fjalari.
Ég hef hér í mínu bréfi aðeins
gert grein fyrir hvaða hugsun var
að baki úrsögn minni en skoðun mín
er sú að framganga presta í þessu
máli hljóti að eiga mjög stóran þátt
í að svo margir hafa sagt sig úr þjóð-
kirkjunni.
Ég skora á prestastéttina að líta
ábyrgum augum á fjöldaúrsagnir
fólks úr þjóðkirkjunni og leggja sitt
af mörkum til að taka á vandanum
en ekki horfa framhjá honum.
GUÐRÚN ALDA HARÐARDÓTTIR,
Marbakkabraut 11, Kópavogi.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.