Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn Kattasýning FJOLSOTT kattasýning fór fram í Perlunni um Sýningin var mjög vel sótt og var stöðugur helgina og sýnir myndin Eiwor Anderson katta- straumur fólks í Perluna bæði á laugardag og dómara að störfum. sunnudag. Arangur í kristilegu starfi næst ekki ef óvild ríkir SÉRA Ragnar Fjalar Lárusson, próf- astur, bað þess í predikun í Hall- grímskirkju á sunnudag að allir þeir sem ósáttir hafa verið í kirkjunni rétti fram sáttarhönd og taki höndum saman í kærleika. Hann minnti á að kirkjan væri ekki prestamir, heldur hver leikmaður í söfnuðinum. Pró- fastur vék sérstaklega að Langholts- kirkjudeilunni og ásökunum á hendur biskupi íslands. Séra Ragnar Fjalar sagði að nei- kvæð umræða hefði farið fram um kirkjuna að undanfömu og sorglegt væri til þess að vita, að vegna þess- arar umræðu hefði nokkur hópur fólks sagt skilið við kirkjuna. Því hefði ekki tekist að greina á milli dægurmála og þess mikla ávinnings, sem þjóðin hefði haft af boðskap hennar, kristindóminum. Starf safn- aðanna væri mjög öflugt í þjóðkirkj- unni og ástandið innan hennar að því leyti mjög gott. Þá sagði prófast- ur: „Á örfáum stöðum hefur borið á sundurlyndi milli prests og safnaða. Þekktust er Langholtskirkjudeilan. Ég tel útilokað að prestur og söfnuð- „HÉR virðist vera að verki sama fólk og safnaði undirskriftum gegn sóknarprestinum í janúar. Það er þó erfitt að festa hönd á því hveijir standa að dreifibréfínu, því þar eru skuggabaldrar á ferð, sem ekki láta nafns síns getið á ritinu. Svona hegð- un spillir að sjálfsögðu fyrir öllu sam- starfi,“ sagði sr. Flóki Kristinsson, sóknarprestur í Langholtskirkju." Séra Flóki vísar til dreifibréfs, sem borið var í hús í Langholtssókn um helgina, en þar var vakin athygli á að hann myndi ekki messa á sunnu- deginum, heldur séra Kjartan Örn Sigurbjömsson. Þá myndi kór Lang- holtskirkju syngja við athöfnina. Fólk var hvatt til að fjölmenna og var dreifibréfið undirritað „Velunn- arar Langholtskirkju". Séra Flóki segir að hann hafi sjálf- ur tekið sér messuleyfi á sunnudag og beðið séra Kjartan Öm um að messa í sinn stað. Sér þyki mjög miður að nafn séra Kjartans hafi verið dregið inn í þetta mál. „Það er að sjálfsögðu ekki hægt að koma á samstarfi við þessar aðstæður," sagði Flóki. „Þessi hópur, sem beitir þessum vinnubrögðum, er í kringum ur eða prestur og nánasta samstarfs- fólk nái árangri í kristilegu starfi ef misklíð er mikil á milli og óvild er á báða bóga. Ég skora á þá sem hér eiga hlut að máli að rétta fram sátt- arhönd og reyna að vinna saman í víngarði Drottins. Ef það tekst ekki verður biskup íslands að taka til sinna ráða. Ég vil benda þeim sem hlut eiga að máli á þessi orð Fjallræð- unnar: „Sértu því að færa fóm þína á altarið og minnist þess þar, að bróðir þinn hefur eitthvað á móti þér, þá skaltu skilja gjöf þína eftir fyrir framan altarið, fara fyrst og sættast við bróður þinn, koma síðan og færa fórn þína,“ m.ö.o. sáttar- gjörðin fyrst og guðsþjónustan svo.“ Stuðningur við biskup Séra Ragnar Fjalar vék svo að embætti biskups íslands. Hann sagði að stuðningur safnaða og presta þyrfti að vera óskiptur við þann sem þessu starfi gegndi og friður þyrfti að ríkja, en svo hefði ekki verið und- anfamar vikur og því væri órói og spenna innan kirkjunnar. Þá sagði prófastur: Jón Stefánsson organista. Ég sé ekki að dreifibréfíð sé efni í sjálfstæða kæru til prófasts, en það verður að sjálfsögðu skráð með öðru. Það verð- ur hins vegar að finna varanlega lausn á þessu máli, því úrskurður séra Bolla Gústafssonar var .ekki lausn fyrir nokkurn nema Bolla sjálf- an.“ Ekki á vegum Jóns Jón Stefánsson, organisti, sagði að hann hefði ekkert haft með dreifi- bréfið að gera, né nokkur annar starfsmaður kirkjunnar. Hópur fólks í söfnuðinum hefði staðið fyrir þess- ari messuauglýsingu. Osmekklegt „Mér finnst ósmekklegt af fólki í söfnuðinum að bera út messuauglýs- ingu með þessum hætti, þar sem lögð er áhersla á að annar prestur en sóknarpresturinn þjóni,“ sagði Ragn- ar Fjalar Lárusson, prófastur, í sam- tali við Morgunblaðið. „Það er auðvit- að ekkert að því að hvetja fólk til að mæta til messu, en mér þykir ósmekklegt að leggja þessar áherslur í dreifibréfinu." „Það var ánægjulegur tími fyrir jnig að ferðast með biskupi um próf- astsdæmi mitt í fyrra er hann heim- sótti það og vísiteraði söfnuði, kirkj- ur, sjúkrahús, dvalarheimili aldraðra, fangelsi og flutti þar ávörp og predik- anir til safnaðanna og fólksins, þar sem stöðugt var eitthvað nýtt að heyra, áhugavert og uppbyggilegt, enda hlaut biskup eindæma góðar viðtökur hvar sem hann kom. Já, slík vinsemd og kærleiksþel þarf að vera í hugum fólksins til biskups síns, og ég bið, að þessi andi mætti að nýju umvefja hann og fjölskyldu hans, að friður, kærleiki og bræðra- lag presta og safnaða mætti takast og prestar láta af neikvæðri umfjöll- un um biskup sem alltof mikið hefur borið á, en slíkt skaðar kirkjuna meira en flest annað. Ég bið þess, að allir þeir sem ósáttir hafa verið í kirkjunni rétti fram sáttarhönd, tækju höndum saman í kærleika, ég nefni sérstaklega orðið kærleiki. Og ég bið þess að þær konur sem liðið hafa vegna þessa máls mættu sætt- ast við kirkju sína og öðlast frið í sál,“ sagði séra Ragnar Fjalar. Biskup svar- ar PI síðar í vikunni BISKUP íslands ætlaði að svara bréfi stjómar Prestafélags íslands í gær, en frestaði því þar sem er- indið var viðameira en svo að það yrði afgreitt á skömmum tíma. Búist er við svari biskups síðar í vikunni. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu sendi stjóm Prestafélags íslands biskupi og kirkjumálaráðherra bréf í fram- haldi af áliti siðanefndar um að biskup hafi brotið alvarlega af sér gagnvart hinu kirkjulega embætti með því að bera út upplýsingar um fund sóknarprests og skjól- stæðings vegna persónulegra hagsmuna. Óskaði stjórnin eftir að embætti biskups kæmi að um- fjöllun málsins og ætti hlut í lúkn- ingu þess. Ólafur Skúlason, biskup, kvaðst um helgina ætla að svara bréfi Prestafélagsins á mánudag. Bald- ur Kristjánsson, biskupsritari, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að í ljós hefði komið að erind- ið yrði ekki afgreitt með svo skömmum fyrirvara, en svarbréf yrði að líkindum sent síðar í vik- unni. Hvatt til messusóknar í fríi séra Flóka Spillir að sjálf- sögðu öllu samstarfi Kvótakerfin undir smásjánni Tenging mann- fræði o g kvótakerfa Um hvítasunnuna verður ráðstefna haldin í Rannsókn- arsetrinu í Vestmannaeyj- um um félagsieg áhrif kvótakerfa. Ráðstefnan er haldin af Sjávarútvegs- stofnun Háskóla íslands, en að mestu fjármögnuð af Norrænu ráðherranefndinni og undirbúningurinn í hönd- um Gísla Pálssonar. En um hvað ijallar ráðstefnan, hvaðan er hugmyndin runn- in og um hvað snýst þetta mál? „Ráðstefnan snýst um félagslega þýðingu kvóta- kerfa í sjávarútvegi. Hug- myndin er þannig til komin, að ég hef á undanförnum árum tekið þátt í tveimur fjöl- þjóðlegum verkefnum um umhverfismál. Annað er nor- rænt en hitt á vegum Beijer- stofnunarinnar sem er undir Sænsku vísindaakademíunni. Verkefnin eru fólgin í að rann- saka eignarhald á náttúruauð- lindum meðal ólíkra þjóða. Kvóta- kerfi hafa oft borist í tal manna í millum í þessum samstarfsverk- efnum og var svo komið að mér þótti kominn tími til að líta nánar á hin ólíku kvótakerfi, vega og meta reynsluna af þeim og hvern- ig þau „starfa". Sjávarútvegs- stofnunin leitaði eftir styrk frá ráðherranefndinni og fékk hann. Það voru töluverðir fjármunir og Beijer- og Fulbright stofnanirnar lögðu einnig sitt af mörkunum, þannig að hægt verður að bjóða 20 fyrirlesurum og þátttakend- um, víðs vegar að úr heiihinum. Þess má geta, að Guðrún Péturs- dóttir forstöðumaður Sjávarút- vegsstofnunar átti stóran þátt í að koma þessu í kring á sínum tíma, fyrir 1-2 árum, er þreifing- amar fóru af stað.“ En hver eru markmið ráðstefn- unnar? „Þau eru í stórum dráttum þríþætt. í fyrsta lagi má á ráð- stefnu sem þessari kanna kvóta- kerfi í víðara samhengi en hag- og vistfræðilegum. Taka má fyrir félagsleg áhrif kvótakerfa, laga- leg ágreiningsefni og ójöfnuð sem fylgir kvótakerfum. Dæmi um þetta eru þær spurningar sem hafa vaxið að umfangi í okkar þjóðfélagi í seinni .tíð, hver á kvót- _______ ann? Löggjafinn þarf kannski fyrr heldur en seinna að laga sig að breyttum sjónarmið- um og viðhorfum. I öðru lagi er æskilegt að geta borið saman ólík kerfi. Það eru til dæmis byggðakvótar í Alaska, framseljanlegir kvótar á íslandi og óframseljanlegir í Noregi svo eitthvað sé nefnt. Það getur verið gott að bera saman ólíkar út- færslur. I þriðja lagi er mikilvægt að huga að reynslunni af ólíkum kerfum, einskorða sig ekki við kenningar um hvernig þau eigi að starfa Við munum m.a. gefa gaum að reynslu af kvótakerfum í Kanada, á íslandi og á Nýja-Sjá- landi og freista þess að bera þau saman." Hvaða helstu sérfræðingar verða þarna á ferðinni? Dr. Gísli Pálsson ► Gísli Pálsson er fæddur í Vestmannaeyjum 22. desember 1949. Hann er stúdent frá stærðfræðideild Menntaskólans á Laugarvatni og lauk BA námi i mannfræði við Háskóla Is- lands. Síðan lá leiðin til Man- chester í Englandi þar sem hann lagði stund á framhalds- nám í faginu við háskóiann þar í borg. Lauk því með doktors- gráðu árið 1982, en síðan hefur hann starfað við Háskóla Is- lands, við kennslu. Hann var skipaður prófessor í mannfræði við HÍ árið 1992. Gísli er giftur Guðnýju Guðbjörnsdóttur al- þingiskonu og eiga þau tvö börn, Pál Óskar, sem er tvítug- ur, og Rósu Signýju, sem er 12 ára. Þurfa að laga sig að breytt- um viðhorfum „Það verða margir áhugaverðir fyrirlesarar. Ég get nefnt sem dæmi Parzival Copes. Hann er kanadískur hagfræðingur sem einna fyrstur lýsti fræðilegum efasemdum um gagnsemi fisk- veiðikvóta 1986. Þarna verður einnig Bonny McCay, bandarísk- ur mannfræðingur við Rutgers- háskóla. Hún hefur kynnt sér félagsleg áhrif kvótakerfa. James Wilson verður og þarna. Hann er bandarískur hagfræðingur sem hefur sett fram þá kenningu að mikil ringulreið sé í lífríki hafsins og spár um viðkomu fiski- stofna séu þ.a.l. nánast marklausar. Hann styður kenningar sínar sterkum rökum. Hann telur að taka eigi meira mark á þekkingu og viðhorfum sjómanna en hingað til hefur verið gert. / lokin, hvernig tengist mann- fræði kvótakerfum? „Mannfræði hefur löngum Qallað um umhverfismál, þ.e.a.s. hvemig umhverfið er nýtt í ólík- um samfélögum. Kvótakerfín eru athyglisverðar en umdeildar nýj- ungar í þessum efnum sem munu trúlega hafa víðtæk áhrif. Þar koma. við sögu hefðir um aðgang og eignarrétt að miðum. Mann- fræðin snertir þetta viðfangsefni á a.m.k. tvennan hátt: Hún legg- ur yfírleitt áherslu á heildarsýn, að sjá alla hluti í samhengi, en um leið undirstrikar hún mikil- vægi samanburðar í samfélögum. í þessu tilviki er verið að gera sambærilegar tilraunir í ólíku umhverfi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.