Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 MÖRGUNBLAÐIÐ Grétar Helgason, úrsmiður, Laugavegi 35, s. 552 4025. Vönduð fermingarúr Verð kr. 11.900. ORIENT GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐIN! Gingko biloba er ein elsta jurtategund jarðarinnar. Það hefur stundum verið nefnt musteristré af því að jurt- in, sem talin var löngu útdauð fannst lifandi í afskekktum musterisgarði í Kína. Á síðari árum hefur Gingko mikið verið rannsakað af vest- rænum vísindamönnum. Ótví- rætt kemur fram gagnsemi þess við ýmsum öldr- unareinkennum. Virkni Gingko virðist tengjast bættri blóðrás vegna flavonoida sem jurtin , er auðug af. mmm '.*#*■* Úlfixr Ragnarsson læknir segir: „Ég hefséð mjögjákvœð áhrif Gingko biloba hjá mörgum sem ég hefráðlagt að reyna það við minnisleysi, til að örva blóðrás, einkum í heila. Það lifnar oft yfir starfiemi heilans. Bestur árangur nœst meðþví að nota það samfellt í lengri tíma. “ Éh GÍIsuhúsið Kringlunni & Skólavöriustíg Síðdegisfundur, heimsókn í Tæknival hf., miðvikudaginn 24. apríl kf. 17:00-18:30, Skeifunni 17. Fraeðslunefnd FVH heldur síðasta fund vetrarins síðasta vetrardag, miðvikudaginn 24. april og hefst fundurinn kl. 17:00. Farið verður í heimsókn til Tæknivals hf. í Skeifunni 17þarsem: Rúnar Sigurðsson framkvstjóri flytur erindi um Tæknival í nútíð og framtíð og mun sérstaklega flalla um hvemig fyrirtaekið í hröðum vexti hefur aðlagað sig í ört vaxandi samkeppni. Bjami Þorvarðarson deildarstjóri hugbún- aðardeildar mun fjalla um nýjungar á tölvumarkaði og kynna sérstaklega framtíð og notkunarmöguleika Concorde og Hafdísar hugbúnaðar. Að loknum kynningum mun TæknivaJ bjóða upp á léttar veitingar. Fundurinn er öllum opinn, en félagsmenn em sérstak- lega hvattirtil þess að mæta og kveðja vetur konung. FÉLAG VIÐSKIFTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA IDAG VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is SKÁK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á minningarmóti enskra áhugamanna um banda- ríska skákrithöfundinn af- kastamikla Pred Reinfeld, sem haldið var í fyrra. Brian Gosling var með hvítt, en Jack Rudd hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 23. Bc7-d8?? í staðinn fyrir 23. g3 með vinningsstöðu. Nú kom glæsilegt, en fáséð stef: 23. — Dfl+!! og mát- ar í næsta leik. Fred Reinfeld rit- aði tugi kennslubóka um skák sem honum tókst að koma á fram- færi hjá stórum bóka- forlögum í Bandaríkj- unum og Bretlandi. Hann átti því stóran þátt stóraukinni út- breiðslu skákarinnar í enskumælandi löndum um miðja öldina. Það er ekki teflt í dag í landskeppni íslands og ísrael, en seinni umferðin fer fram á morgun kl. 17 á Grand Hótel Reykjavík. Fyrirspurn til Pósts og síma VINUR minn í Belgíu ætlaði um daginn að senda mér hlut í pósti. Þar sem umræddur hlut- ur var nokkð þungur, fannst honum of dýrt að senda hann í flugpósti, enda sendingin ekki áríð- andi. Þá fékk hann hins vegar þau svör á pósthús- inu í Brussel að einungis væri hægt að senda hluti í flugpósti til íslands. Um sjópóst var ekki að ræða. Vinur minn var að von- um hissa og hluturinn er enn hjá honum. Sjálfur á ég bágt með að trúa að þetta sé rétt. Gaman væri að heyra frá Pósti og síma um þetta. Einar Örn Thorlacius. Tapað/fundið Taska tapaðist BLÁ, nokkuð stór taska tapaðist seinnipart sl. föstudags. Finnandi vin- samlega hringi í Blóma- verkstæði Binna í síma 551-9090. Góð fundar- laun. Svartur mátar í öðrum leik Farsi Með morgunkaffinu MAMMA! þú gleymdir að tæma ÞETTA er Guðmundur læknir, ÉG barðist af öllum mætti fyrir vasana mína ... segðu bara ÆÆÆ! meydómi ungrar stúlku en hún vann. Víkveiji skrifar... LÍFEYRISSJÓÐIR vinna nú skipulegar að því en áður að upplýsa sjóðfélaga um réttindi sín og stöðu. Til marks um það er auglýsing, sem birtist hér í blaðinu í fyrradag frá nokkrum lífeyris- sjóðum, þar sem þeir vekja at- hygli sjóðfélaga á ákveðnum mik- ilsverðum þáttum, sem varða líf- eyrisréttindi þeirra. Lífeyrissjóður verzlunarmanna tók frumkvæði um slíka upplýs- ingamiðlun með auglýsingum hér í Morgunblaðinu fyrir mörgum árum. A seinni árum hafa lífeyris- sjóðir eða verðbréfafyrirtæki, sem hafa umsjón með þeim, sent reglu- leg yfirlit til sjóðfélaga um stöðu þeirra hjá sjóðnum, hvað þeir hafi borgað mikið inn í sjóðinn, hvað þeir séu búnir að afla sér mikilla réttinda í stigum og í krónum tal- ið og hvað lífeyrir þeirra á mán- uði verði hár að óbreyttum greiðsl- um eftir tiltekinn árafjölda. Þessi upplýsingamiðlun lífeyris- sjóða er auðvitað sjálfsögð, en þótti það ekki fyrir rúmum ára- tug. En hún á jafnframt einna mestan þátt í því að vekja fólk til vitundar um stöðu þess í lífeyris- málum. Margir hafa gengið út frá því sem vísu, að með aðild að líf- eyrissjóði frá upphafi starfsævi hafi verið vel séð fyrir lífeyrismál- um þeirra en uppgötva, þegar þeir fara á eftirlaun að þær fjárhæðir eru lægri en vonir stóðu til. Reglu- legar upplýsingar á miðri starf- sævi gera fólki kleift að gera sam- hliða aðrar ráðstafanir. XXX AÐ ER hins vegar mikill frumskógur fyrir hinn venju- lega borgara að átta sig á, hvaða aðrar ráðstafanir hann getur gert til þess að tryggja sér viðunandi lífeyri, þegar starfsævi lýkur. Spurning er, hvort lífeyrissjóðirnir sjálfir eigi að taka frumkvæði að því að upplýsa sjóðfélaga um aðra möguleika sem fyrir hendi eru til þess að tryggja ákveðna mánaðar- lega upphæð til viðbótar því, sem kemur frá viðkomandi lífeyris- sjóði. Sum verðbréfafyrirtækjanna hafa að vísu unnið merkilegt starf á þessu sviði og þá ekki sízt Verð- bréfamarkaður Islandsbanka hf. en þeim kostum, sem fyrir eru fjölgar stöðugt. Það er líka spurn- ing, hvort lífeyrissjóðirnir sjálfir geti ekki boðið félagsmönnum sín- um upp á fleiri valkosti og er þá átt við, að þeir stofni innan vé- banda sinna séreignasjóði og bjóði jafnframt upp á lífeyristryggingar af því tagi, sem erlend trygginga- félög bjóða nú á markaðnum hér. Það er engin ástæða til að ganga út frá því sem vísu að starf- semi lífeyrissjóðanna verði eða eigi að vera í óbreyttri mynd. Sjóð- irnir eru öflugar fjármálastofnan- ir, sem hafa þekkingu og burði til þess að taka upp nýjungar í starf- semi sinni ef þeim sýnist svo. Það er engin spurning um, að fjöl- margir félagsmenn þeirra þurfa á fleiri valkostum að halda. Lífeyris- sjóðirnir þurfa ekki endilega að vísa þeim annað. Þgir geta aukið fjölbreytni í eigin starfsemi. xxx ERÐBRÉFAFYRIRTÆKIN hafa haft forgöngu um að setja upp séreignasjóði fyrir þá, sem vilja tryggja sér annars konar líf- eyri en lífeyrissjóðir bjóða upp á. Tryggingafélögin hafa augljóslega áhuga á að fara inn á lífeyrismark- aðinn. En væntarilega er ekkert sem bannar lífeyrissjóðunum sjálfum að taka upp harða samkeppni við bæði verðbréfafyrirtæki og tryggingafé- lög. Slík samkeppni væri almenn- ingi til hagsbóta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.