Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL1996 43 FRÉTTIR Sjálfstæðisflokkurinn Mikilvægi menntunar ANNAR fundurinn á vegum Sjálf- stæðisflokksins í fundaröðinni Framtíð íslands á 60 mínútum þriðjudaginn .23. apríl verður á Hótel Borg, hefst kl. 17.15 og mun standa í eina klukkustund. Á fundinum verður fjallað um mikilvægi menntunar og menning- ar fyrir samkeppnisstöðu íslands til framtiðar. Horft verður fram á við og meðal ananrs spurt: Hvaða gildi hefur góð menntun og fjöl- breytt menning á stöðu íslands í samkeppninni við aðrar þjóðir? Hafa Islendingar vanmetið mikil- vægi þessara þátta og hvaða hlut- verki er líklegt að þeir gegni í framtíðinni? Framsögumenn á fundinum verða Björn Bjarnason mennta- málaráðherra, Sigrún Gísladóttir skólastjóri og Súsanna Svavars- dóttir blaðamaður. Fundarstjóri verður Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður Sambands ungra sjálf- stæðismanna. Þriðji og síðasti fundurinn í fundaröðinni verður þriðjudaginn 30. apríl. Þar verður rætt um ný- sköpun og nýjar auðlindir, sérstak- lega á sviði hugvits og upplýsinga- tækni. Framsögumenn verða Hall- dór Blöndal samgönguráðherra, Guðbjörg Sigurðardóttir tölvunar- fræðingur og Geir Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Marels hf. Fundarstjóri verður Elsa Valsdótt- ir, varaformaður Heirhdallar. Hörpuhátíð í Gjábakka HALDIN verður Hörpuhátíð í Gjá- bakka, félags- og tómstundamið- stöð eldri borgara í Kópavogi, miðvikudaginn 24. apríl og hefst hún kl. 14. Meðal efnis á dagskrá syngur Hera Björk Þórhallsdóttir íslensk lög við undirleik Gísla Magnússon- ar, Heiðrún Hákonardóttir stjórn- ar kór ungmenna frá Snælands- skóla, Inga Gísladóttir les kvæði um vorið, Sigríður Grendahl sér um tónlistaratriði, dansarar frá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar sýna gömlu dansana og að lokum verða gamanmál flutt í umsjón eldri borgara. Dagskráin er öllum opin og aðgangur ókeypis en vöfflukaffi verður selt í kaffhléi á vægu verði. Opið hús hjá Styrk Krabbamein í blöðruhálskirtli 500 þúsund króna peningagjöf STYRKUR, samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra, verða með opið hús í nýjum sal á efstu hæð húss Krabbameinsfé- lagsins, Skógarhlíð 8, þriðjudag- inn 23. apríl kl. 20.30. Eiríkur Jónsson þvagfærasjúk- lingur talar um krabbamein í blöðruhálskirtli. Allir velkomnir. Fyrirlestur um hugarfar og hagvöxt STEFÁN Ólafsson, prófessor, heldur fyrirlestur um hugarfar og hagvöxt í boði Félagsfræðingafé- lags íslands miðvikudaginn 24. apríl kl. 12.05. Stefán kynnir nýútkomna bók sína Hugarfar og hagvöxtur. Fyr- irlesturinn verður haldinn í Odda, stofu 201, húsi Félagsvísinda- og Viðskiptafræðideilda HÍ. Allir eru velkomnir. FÉLAGIÐ Svölurnar færði litningarannsóknadeild Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg nýlega peningagjöf að upphæð 500.000 kr. Verður fjárhæðin nýtt til kaupa á smásjá sem verður notuð við leit að örsmáum litningagöllum hjá nýfæddum börnum og hjá fóstrum á meðgöngu- tima. Með þessu verður hægt að taka upp hér á landi nýja aðferð sem miklar vonir eru bundnar við til framfara í litningagreiningu. Svölurnar afla fjár til líknar- og hjálparstarfsemi með sölu jóla- korta. Myndin var tekin þegar stjórn félagsins afhenti starfsfólki rannsóknarstofunnar gjöfina. Námskeið um einkaleyfi hjá Háskóla Islands ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla íslands mun föstudaginn 26. apríl kl. 9-17 gangast fyrir nám- skeiði um einkaleyfi. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja koma hugmyndum sinum og uppfínningum á framfæri, svo og öllum þeim sem stunda rannsóknir og nýsköpun, lögfræðingum og öðrum sem koma eitthvað nálægt gerð einkaleyfa og samningum er þeim fy'gja. Farið verður í þá þætti sem hafa áhrif á gerð góðra einkaleyfisum- sókna. Hvernig þau eru fengin og hvaða réttindi sá hefur sem gerir uppfínningu. Einnig verður farið í markaðssetningu einkaleyfa og þá þætti sem að þeim lúta. Fyrirlesarar verða þau Ole Ploug- mann og Mette K. Agger frá einka- leyfísstofunni Plougmann og Vingtoft A/S í Kaupmannahöfn en sú stofa er ein virtasta einkaleyfisstofa í Evr- ópu. Auk þeirra flytja stutt erindi þeir Vilhjálmur Lúðvíksson frá Rann- sóknarráði Islands og Aðalsteinn Emilsson frá Einkaleyfísstofunni. Sveinbjöm Gizurarson dósent hefur umsjón með námskeiðinu. Fiat Uno stolið FIAT Uno, ljósgráum að lit, var stolið af bílastæði við Vonarstræti, sunnan Alþing- ishússins, aðfaranótt laugar- dagsins. Skráningarnúmer bílsins er RO-321. Þeir sem kynnu að hafa séð bílinn eða vita hvar hann er nú, eru beðnir um að hafa samband við slysarannsóknadeild lögregl- unnar í Reykjavík. Dagbók lögreglunnar Rólegt í miðborg þrátt fyrir mannsöfnuð - UM HELGINA var tilkynnt um 25 innbrot, 16 þjófnaði og 2 nytjastuldi. Auk þess var tilkynnt um 13 minniháttar eignarspjöll, 3 líkamsmeiðingar og 27 umferð- aróhöpp. I þremur þeirra urðu meiðsli á fólki. Lögreglumenn þurftu 20 sinnum að fara í heima- hús vegna hávaða og ónæðis að næturlagi og 4 sinnum vegna heimilisófriðar. Afskipti þurfti að hafa 22 vegna ölvunarháttsemi á almannafæri. Vista þurfti 20 manns í fangageymslunum yfir helgina. Ellefu ökumenn eru grunaðir um ölvunarakstur, 56 voru kærðir fyrir að virða ekki reglur um leyfðan hámarkshraða og 23 ökumenn voru kærðir vegna annarra umferðarlaga- brota. Rólegt var í miðborginni þrátt fyrir að um 2.000 manns hafi verið þar aðfaranótt sunnu- dags. Færa þurfti einn ungling undir 16 ára aldri í athvarf, en þeir hafa ekki sést í miðborginni um alllangt skeið líkt og annars staðar á starfssvæðinu. Stúlka varð fyrir líkamsmeiðingu í Hafn- arstræti aðfaranótt laugardags. Hún hlaut bólgið auga. Átta grömm af amfetamíni fundust í fórum manns, sem stöðvaður var i akstri í Lækjargötu. Hann var færður á stöðina og lagt var hald á ætlað þýfi, sem fannst í bifreiðinni. Aðfaranótt sunnu- dags var maður handtekinn eftir að hafa slegið tvær konur og gefið manni rafstuð með svo- nefndri „stun gun“ á veitingastað við Fischersund. -Tveir 15 og 16 ára piltar voru færðir á stöðina skömmu eftir miðnætti föstudags eftir að hafa makað tjöru á veggi húss við Hólmgarð. Þeir voru sóttir af foreldrum sínum. Um nóttina voru þrír menn handteknir á bif- reiðastæðunum við Glæsibæ. Þeir voru grunaðir um að hafa gert tilraun til innbrots í bifreið í Ár- bæjaríiverfi skömmu áður. - Á föstudagskvöld voru höfð afskipti af krökkum sem höfðu kveikt eld á þaki leikskóla við Suðurhóla. Krakkarnir höfðu verið að leika sér þar með eld- spýtur. Þær voru teknar af þeim. Engar skemmdir hlutust af til- tækinu. Auk þessa fíkts var nokkrum sinnum tilkynnt um sinuelda innan borgarmarkanna um helgina. Af því tilefni er rétt að taka fram að sinubrennur og meðferð elds innan kaupstaða og kauptúna eða í þéttbýli er bönn- uð. Brot varða sektum. Nauðsyn- legt er að foreldrar og forráða- menn reyni að sjá til þess að börn þeirra hafi ekki eldfæri undir höndum og brýni fyrir þeim þær alvarlegu afleiðingar sem sinubrennsla getur haft í för með sér. Aðfaranótt laugardags var kveikt í barnavagni í stigagangi húss við Dvergabakka. Lögreglu- menn slökktu eldinn. Miklar reykskemmdir hlutust af. Einn lögreglumannanna var fluttur á slysadeild með minniháttar reyk- eitrun. Grunur er um að gestir, sem yfirgefið höfðu húsið á rauð- um smábíl skömmu áður, hafi verið valdir að íkveikjunni. Á laugardag kveiktu krákkar í sófa í geymslu húss við Grýtubakka. Eigandanum tókst sjálfum að slökkva eldinn. Um kvöldið var kveikt í gömlu tengiverki frá stríðsárunum við Borgarveg. Slökkviliðið slökkti eldinn. - Ökumaður flutningabifreið- ar kærður fyrir að róta sandi yfir fólksbifreið, sem hann mætti á Suðurlandsvegi á föstudags- kvöld, svo skemmdir hlutust af. Af þessu tilefni eru ökumenn í sandflutningum minntir á yfir- breiðslurnar. - Á föstudagskvöld var kvart- að yfir hávaða frá ungu fólki á leikvelli við Þverás. Unga fólkið hafði m.a. gert sér það að leik að kasta af sér vatni í sandkass- ana. Ekki er ólíklegt að uppeldið hafi eitthvað haft með það að gera. Um kvöldið var aðili hand- tekinn á Amtmannsstíg grunaður um að hafa haft 6 g af amfetam- íni undir höndum. Þá stöðvuðu lögreglumenn ungan ökumann í akstri á Reykjavegi. Sá reyndist vera 15 ára gamall. Farþegi í bifreiðinni var 17 ára. Hann hafði verið að leyfa hinum yngri að prófa. Undir miðnætti voru tveir aðilar í bifreið, sem stöðvuð var á Þingholtsstræti, handteknir, enda grunaðir um fíkniefnamis- ferli. Eitthvað af efnum, s.s. ætl- að amfetamín, hassfræ og hass- moli, fannst við leit. - Bifreið var ekið á ljósastaur við Túngötu aðfaranótt laugar- dags. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild, en hann hafði hlotið einhver höfuðmeiðsl. Um nóttina var brotist inn í skóla við Öldu- sel. Þijár rúður voru brotnar og einhveijar skemmdir unnar þar innan dyra. Þá voru tveir piltar handteknir við Búnaðarbankann í Austurstræti þar sem þeir höfðu reynt að ná peningum úr hrað- bankanum út á stolið krítarkort. Undir morgun hlutust skemmdir á lögreglubifreið þegar hún lenti á umferðareyju og síðan á um- ferðarmerki við Asparfell. Öku- maðurinn hafði verið að veita bifreið þar eftirför með fyrr- greindum afleiðingum. Ökumað- ur þeirrar bifreiðar var stöðvaður um svipað leyti. Hann er grunað- ur um ölvunarakstur. - Auk innbrotsins í Ölduseli var tilkynnt um innbrot í bíla við Brúarás, Blönduhlíð, Skaftahlíð, Logafold, Goðheima, Markarholt, Klapparberg, Hólaberg, Keilufell, Laugaveg, Sporhamra, Leið- hamra, Hrísrima, Kjartansgötu og Sæbraut, í hús við Brekkubæ og í söluturn við Arnarbakka. Lögreglumenn voru við Kringluna eftir hádegi á laugar- dag í tengslum við Sænska daga. Þeir afhentu börnum og öðrum gangandi bæklinga um nauðsyn þess að hjólreiðamenn noti hjálma, en lögreglan á Suðvest- urlandi fylgist einmitt sérstak- lega með notkun slíkra öryggis- tækja þessa dagana. Hún hefur beint þeim tilmælum til fólks að það noti ávallt hjálma við hjól- reiðar. Notkun þeirra hefur sem betur fer farið ört vaxandi, sér- staklega á meðal þeirri yngri. - Drengur féll af hestbaki við Breiðholtsbraut á laugardag. Hann var fluttur á slysadeild til öryggis, en reyndist ómeiddur. Þá var knattspymumaður fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið vegna meiðsla sem hann hlaut við samstuð leikmanna. Grunur lék á að hann væri fótbrotinn. - Snemma á sunnudagsmorg- un braust maður inn á unga konu við Laugalæk. Hann var hand- tekinn og fluttur á stöðina. - Aðfaranótt mánudags var maður á bifreið handtekinn í Naustunum. Vlð leit fundust 2 grömm af amfetamíni. Þá fannst hassmoli á ökumanni sem stöðv- aður var um svipað leyti í Höfða- túni. - Dimmiteringar framhalds- skólanna verða á næstunni og eru viðkomandi hvattir til að fara þar að öllu með gát. Þá er þeim skilaboðum hér með komið til grunnskólayfírvalda að huga sér- staklega að 30. apríl nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.