Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ
Norræn rannsókn á félagslegri hæfni tíu ára barna
FÉLAGSLEG færni barna og
hæfni þeirra í námi fylgjast
ekki alltaf að, að því er fyrstu
niðurstöður íslensks hluta norr-
ænnar rannsóknar benda til.
Endanlegar niðurstöður liggja
ekki fyrir en þó er ljóst að
stúlkur eru mun jákvæðari
gagnvart námi og skóla en
drengir. Þetta kom fram í fyrir-
lestri sem dr. Guðrún Kristins-
dóttir verkefnasljóri við End-
urmenntunardeild Kennarahá-
skólans hélt fyrir skömmu um
félagslega færni tíu ára barna
á Islandi. Að sögn Guðrúnar
er um hluta af norrænni rann-
sókn að ræða og því möguleiki
á samanburði við börn á hinum
Norðurlöndunum. Islenska
rannsóknin náði einvörðungu
til reykvískra barna.
„Rannsóknin náði tii 2.000
barna á Islandi og á hinum
Norðurlöndunum. Norræni
samburðurinn sýnir ekki mik-
inn mun á milli barnanna hvað
færni varðar, en íslenskir
drengir eru áberandi neikvæð-
astir gagnvart skóla og námi,“
sagði Guðrún. „Rannsókninni
hefur verið vel tekið, þátttaka
var mjög góð og kennarar
lögðu á sig mikla vinnu vegna
hennar og börnin sýndu líka
mikinn áhuga og voru jafnvel
óþolinmóð eftir niðurstöðun-
um,“ sagði Guðrún.
Hún kvað rannsóknina vera
margþætta og ná bæði til dag-
legra aðstæðna barnanna og
hæfni þeirra á ýmsum sviðum.
Börn, foreldrar og kennarar
voru spurð og hægt er að bera
svörin að hluta til saman. „Al-
mennt séð er myndin sem rann-
sóknin gefur jákvæð. Kennar-
amir telja í langflestum tilvik-
um að fæmi barnanna sé góð
og langflestum barnanna þykir
gaman i skólanum og þau eiga
góða vini sem þau umgangast
daglega. Flestir foreldranna
hafa ekki áhyggjur af þroska
og persónuleika bama sinna og
flestir umsjónarkennarar telja
að stuðningur foreldra við
skólanám barnanna sé góður.“
Færni og
hæfni fylgjast
ekki alltaf að
ÍSLENSKIR drengir eru neikvæðari til skóla og náms en
jafnaldrar þeirra á Norðurlöndum en hegðunarvandamál
þeirra em ekki meira en gengur og gerist.
Ekki agaleysi á íslandi
Þá sagði Guðrún að í nor-
ræna samanburðinum kæmi
fram að börn sem eiga við
hegðunarvanda að stríða séu
ekki fleiri hér á landi en á hin-
um Norðurlöndunum. „Mikið
er talað hér um agaleysi barna,
en samkvæmt þessari rannsókn
er hegðun islenskra barna síst
verri en jafnaidra þeirra á hin-
um Norðurlöndunum. Dönsk
börn koma hins vegar slakast
út að þessu leyti.“
Spurt var um áhyggjur barna
á Islandi. í ljós kom að börnin
höfðu mestar áhyggjur af ann-
ríki foreldra sinna. I öðm sæti
komu fjárhagsáhyggjur fjöl-
skyldunnar. Yfirgnæfandi
meirihluti barnanna sagðist þó
sjaldnast hafa áhyggjur af einu
eða neinu. Þá vekur athygli hve
oft tíu ára börn hafa flutt um
ævina. Nær 30 prósent hafa
flutt einu sinni, um tuttugu
prósent tvisvar, og sextán pró-
sent þrisvar. Um fjörutíu pró-
sent foreldranna telja að flutn-
ingar barnanna á núverandi
stað hafi komið þeim til góða,
þau hafi fengið betra húsnæði
og leikaðstöðu og börnin hafi
eignast nýja vini.
Fjórðungur fékk sérkennslu
Fjórðungur þeirra barna sem
tóku þátt í rannsókninni hafði
fengið sérkennslu, sem virðist
nokkuð hátt hlutfail, miðað við
markmið grunnskólalaganna,
sem ganga út frá að hið al-
menna skólastarf sé við hæfi
allra barna. Fram kemur einnig
í rannsókninni að þrátt fyrir
hina jákvæðu mynd eigi nokkur
hluti íslenskra barna við veru-
lega erfiðleika að stríða, bæði
heima og í skóla. Þau era ein-
mana og vinafá og eiga í mikl-
um erfiðleikum í samskiptum
við fólkið í kringum sig.
Athygli vekur einnig að
stúlkur í Reykjavík, sem rann-
sóknin náði til, eru færari í
samvinnu, geta fremur haft sig
í frammi og virðast hafa meiri
sjálfsljórn og sveigjanleika en
drengir á sama aldri. Rannsókn
þessi náði til tíu ára barna i
Reykjavík. Þriðjungur foreldra
reykvískra barna á þessum
aldri, eða 429, tók þátt í þess-
ari athugun en 200 börn og
kennarar. Rannsóknin er studd
af Norrænu ráðherranefndinni,
Vísindasjóði, félagsmálaráðu-
neyti og Rannsóknasjóði Kenn-
araháskóla íslands.
V eðurathuguiiarmað-
ur á Hveravöllum
Námí
gegnum
síma og fax
SIGRÚN Þórólfsdóttir veðurathug-
unarmaður á Hveravöllum stundar
fjarnám við Fjölbrautaskólann í
Armúla, en ekki í gegnum tölvu
eins og búast mætti við heldur not-
ast hún við síma og fax. Sigrún
hefur verið veðurathugunarmaður
síðan haustið 1994.
I samtali við Morgunblaðið sagð-
ist hún stunda námið þannig að hún
hefði í upphafi fengið í hendur
námsáætlun og reyndi að fylgja
henni eftir bestu getu. „Ég hafði í
upphafi, í byijun janúar í ár, tals-
vert samband við kennara skólans
í þeim greinum sem ég er að læra
og þeir upplýstu mig um verkefnin
sem tekin voru fyrir hvetju sinni.
Ég fékk bækur sendar í byijun
skólaannar og geri verkefnin upp
úr þeim eins og aðrir nemendur.
Það, sem er sérstakt við mitt
nám, er að ég sendi verkefnin á
faxi til kennaranna í viðkomandi
greinum og fæ öðru hvoru svar með
pósti. Annað sem ég þarf að skipta
við kennara skólans fer fram í gegn-
um síma. Við hérna á Hveravöllum
höfum bæði farsíma og einnig ör-
bylgjusíma sem virkar eins og venju-
legur sími að öllu leyti. Það er miklu
auðveldara að senda fax í gegnum
örbylgjusímann og nýtist hann því
betur í náminu,“ sagði Sigrún.
Ástæðuna fyrir því að hún hóf
námið var sú að hana langaði til
að bæta við sig þekkingu í fögum
sem hún hafði ekki tækifæri til að
kynnast í fýrra námi sínu.
Um miðjan maí hefjast prófin og
segir Sigrún það stóra spurningu
hvort hún geti tekið próf í þeim
greinum sem hún stundar nám í.
„Þetta er erfiðasti tími árins hvað
færð snertir og ég verð að komast
til Reykjavíkur ef ég á að þreyta
prófín," sagð hún.
skólar/námskeið
handavinna
■ Ódýr saumanámskeið
Samvinna við Burda. Sparið og saumið
fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp.
Faglærður kennari.
Sigríður Pétursd., s. 551 7356.
ýmSslegt
■ Nám í cranio sacral-jöfnun.
1. hluti af þremur 22.-28. júní.
Upplýsingar og skráning í síma
564-1803.
■ Tréskurðarnámskeið
Fáein pláss laus á vornámskeið í
maí-júní.
Hannes Flosason, s. 554 0123.
■ Leiklistarstúdíó Eddu Björgvins
og Gísla Rúnars.
örfá sæti laus á vornámskeiðið. Hringið
strax í síma 588-2545, 581-2535,
551-9060.
myndmennt
■ Glerlistanámskeið
Jónas Bragi, glerlistamaður heldur nám-
skeið í steindu gleri og glerbræðslu.
Nánari upplýsingar í símum 562 1924
og 554 6001.
tölvur
■ Tölvunámskeið
Starfsmenntun:
- 64 klst tölvunám
- 84 klst. bókhaldstækni
Stutt námskeið:
- PC grunnnámskeið
- Windows 3.1 og Windows 95
- Word grunnur og framhald
- WordPerfect fyrir Windows
- Excel grunnur og framhald
- Access grunnur
- PowerPoint
- Paradox fyrir Windows
- PageMpker fyrir Windows
- Intemet námskeið
- Tölvubókhald
- Novell námskeið fyrir netstjóra
- Barnanám
- Unglinganám í Windows
- Unglinganám í Visual Basic
- Windows forritun
Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar
kennslubækur fylgja öllum námskeiðum.
Upplýsingar og skráning
í síma 561 6699, netfang
tolskrvik@treknet.is,
veffang www.treknet.is/tr.
Bí Tolvuskóli Reykiavíkur
Borgartúni 28, sími 561 6699.
Nýr sjúkraflutningaskóli gefur bandarísk réttindi
Islendingar fyrstir til
að fá námið viðurkennt
FYRSTA útskrift nýs sjúkraflutn-
ingaskóla verður nk. miðvikudag, en
að skólanum standa Slökkvilið
Reykjavíkur, Rauði kross íslands og
Sjúkrahús Reykjavíkur ásamt Lands-
sambandi sjúkraflutningamanna.
Að sögn Guðmundar Jónssonar
sem á sæti í framkvæmdanefnd
Sjúkraflutningaskólans á skólinn sér
nokkuð langan aðdraganda. „I mörg
ár hafa verið haldin sjúkraflutninga-
námskeið á vegum Rauða kross ís-
iands og Borgarspítalans, sem þá
hét. Með slíku námi gátu menn feng-
ið löggildingu sem sjúkraflutninga-
menn,“ sagði Guðmundur.
Guðmundur segir þó að smám
saman hafi verið ljóst að nauðsyn
bæri til að gera breytingar á nám-
inu. „Helstu breytingar eru fólgnar
í því að skólinn hefur fengið viður-
kenningu frá National Registry í
Bandaríkjunum, sem er lögskráning-
arstofa. Hann má því útskrifa fólk,
sem hefur þá einnig sjúkraflutninga-
réttindi þar í landi. Við íslendingar
erum fyrsta þjóðin sem fær leyfi til
að útskrifa nemendur með þessi rétt-
indi - Emergency Medical Technic-
ians,“ sagði hann.
Til þess 'að réttindin fengjust í
gegn varð að breyta islenska náminu
til samræmis við hið bandaríska, en
með því opnast einnig leið til fram-
haldsnáms í Bandaríkjunum. Að sögn
Guðmundar eru hugmyndir uppi um
að taka upp fleiri námskeið, sem
boðið er upp á í bandarískum skólum.
Fyrsta útskrift
Þann 24. þ.m. útskrifar skólinn
21 einstakling sem sjúkraflutninga-
menn á íslandi og í kringum tuttgu
manns munu einnig þreyta banda-
ríska prófið.
Námið í Sjúkraflutningaskólanum
byggist samkvæmt reglugerð um
sjúkraflutninga á því að veitt er
kennsla sem miðar að því að bjarga
mannslífum. Kennd er meðferð og
flutningur slasaðra og bráðveikra.
Einnig akstur sjúkrabifreiða og eftir-
lit með búnaði bílsins. Námið er 110
klukkustundir og tekur þijár vikur.
„Það hefur sýnt sig að full þörf er
að svona skóla, sjúkraflutninga-
menn, vel menntaðir og þjálfaðir,
þurfa að vera til taks alls staðar á
landinu. Stefnan er sú að það starfi
hvergi maður við sjúkraflutninga
nema að hafa að baki sér slíkt nám
og leyfí ráðherra til starfa," sagði
Guðmundur Jónsson.
HJÁ Rannsóknarstofnun uppeldis-
og menntamála (RUM) er nýútkomið
málþroskapróf fyrir aldurshópinn
9-13 ára en síðla árs 1995 kom út
sams konar próf fyrir 4-8 ára. Unn-
ið hefur verið að útgáfu þessara
prófa undanfarin þijú ár, en þau eru
notuð til að greina sérkenni og frá-
vik í málþroska bama.
Að sögn Einars Guðmundssonar,
deildarstjóra hjá RUM, eru prófin
notuð af sálfræðingum, talmeina-
Málþroskapróf
fyrir 9-13 ára í
fyrsta sinn
fræðingum og sérkennurum. Til þess
að mega nota prófin verða viðkom-
andi að sækja námskeið, sem haldin
eru á vegum RUM. Segir Einar
ástæðuna vera þá að sé ekki unnið
Úr prófum eftir réttum aðferðum
geti þau gert meiri skaða en gagn.
„Niðurstöðutölur eru viðkvæmar og
skipta miklu máli þegar ákvarðanir
eru teknar um þjálfun og úrræði.
Einnig vega þær þungt þegar verið
er að skilgreina fötlun barnsins,“
sagði hann.
Nú þegar hafa um hundrað manns
farið á slík námskeið og taka þau tvo
daga, en hluti námskeiðsins felst í
að prófa böm á stofnunum.