Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR NIKOLAY Zykov með brúður sínar. Rússneskur brúðuleikhúshópur RÚSSNESKUR brúðuleikhús- hópur Nikolay Zykov Puppet Theatre er nú staddur hér á landi. Þessi hópur hefur ferðast með sýningu sína vítt og breitt um Rússland, og þar að auki heimsótt margar borgir bæði í Evrópu og Asíu. Hann hefur tekið þátt í mörgum alþjóðleg- um brúðuleikhúshátiðum og hlotið mörg verðlaun. Nikolai Zykov er fæddur 1965 í Moskvu. Hann fékk snemma áhuga á brúðuleikhúsi og gekk 11 ára í lið með áhuga- brúðuleikhúsi þar sem hann byrjaði að búa til og þróa eigin brúður. Árið 1980 byrjaði hann að vinna við atvinnuleikhús og fékk 1984 gullverðlaun á lista- hátíð í Austur-Þýskalandi. 1985 stofnaði hann sitt eigið brúðu- leikhús. Hann er í dag einn fremsti brúðuleikhúsmaður Rússlands. í sýningum sínum notar hópurinn eingöngu strengja- brúður sem eru um það bil einn metri á hæð. Nikolai Zykov býr til allar brúðurnar sjálfur, velur tónlist og setur saman sýning- arnar. Hann stýrir brúðunum sjálfur, stundum tveim eða fleiri í einu, og hefur tvo aðstoðar- menn sem sjá um tæknileg atriði. Sýningarnar byggja á tónlist og eru án orða sem hefur þann kost í för með sér að fólk á öll- um aldri og af mismunandi þjóð- erni getur notið þeirra. Sú sýn- ing sem þau koma með til Is- lands er um klukkutíma Iöng og er eins konar kabarett, sett- ur fram af níu sjálfstæðum at- riðum. Nikolai Zykov mun sýna í Selinu við Vallarbraut í Kefla- vík laugardaginn 27. apríl kl. 15 og í Gerðubergi í Reykjavík sunnudaginn 28. apríl kl. 14. Thor Vilhjálmsson Dagar bókarinnar Fjölbreytt dagskrá DAGUR bókarinnar er í fyrsta skipti haldin hátíðlegur í dag en 23. apríl varð fyrir valinu að undirlagi Menningarmála- stofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hér á landi hefur Bókasamband Islands staðið að skipulagningu dagsins og verður dagskrá hans sem hér segir: Thor Vilhjálmsson flytur ávarp dagsins í fjölmiðlum. Rithöfundar lesa úr verkum sínum á Café Reykjavík og Sólon íslandus kl. 21-22. Rithöfundar lesa upp í Deigl- unni á Akureyri kl. 21.30- 22.30. Bókaútgefendur gefa sér- stakan afslátt af íslenskum bókum út vikuna. Prentsmiðjur auglýsa starf- semi sína. Bókasöfnin minna á dag bók- arinnar með sérstökum uppá- komum. Samtök iðnaðarins afhenda bókaviðurkenningu. Vaka-Helgafell afhendir barnabókaverðlaun. Félag bókagerðarmanna sýn- ir vandaða gripi í Þjóðarbók- hlöðunni. ÞAÐ er brum á tijánum núna, jafn- vel laufsprotar hér og þar. Þessi tré sem hafa staðið með berar kjúkur í allan vetur og notað hentuga vinda til að klappa á rúður okkar, og minntu á að þau hefðu ekkert að bjóða, það geti staðið til bóta. Og nú verða þau senn græn og teygja laufblöðin nýju mót regni og sól og færa ilm í tilveruna. Og enn seinna get- um við lesið þau einsog bækurnar sem hafa dugað okkur til að ná vorinu, og geyma vor með öllum öðrum árs- tíðum innra með okkur. Nú er svo langt síð- an að það var í dagleg- um reynzluheimi þess- arar þjóðar að færa lömbin frá mæðrum sínum til að nýta mjólkina úr þeim í ann- að heldur en lömbin. Og þá sátu böm yfir fénu ein í hinni voldugu náttúru íslands ■ og var trúað fyrir því að gæta þess sem allur velfamaður heimilisins byggðist á, að gæta fjár- ins, sauðfénaðar. Og voru nánast í dauðafæri við forynjur ævintýranna sem voru sögð og lesin á dimmum kvöldum og í vetrarskammdeginu. Og ekkert til halds og trausts nema hundur sem stundum kunni ekki einu sinni mannamál. En það bjarg- aðist allt ef þau fengu að hafa lítið kver með sér í hjásetuna, stundum með ljóðum sem þau skildu ekki og lásu aftur og aftur þó ekki væri nema til þess að veijast illvættum og leita skjóls fyrir ógn sem bjó í huganum án þess að þau vissu; og lásu þangað til þau kunnu ljóðið svo þau gátu farið með það hvar sem var og hvenær sem var á ævinni við alls kyns aðstæður, stundum í borgargný og mannharki þangað til þau skildu það til fullnustu, sínum skilningi sem dugði bezt. Nú eru ekki hjásetur. Og forynj- urnar búa ekki lengur í afli okkar Thor Vilhjálmsson Fyrirmæli dagsins Verkefni EFTIR ALLAN KAPROW SÓPAÐU gólfið í einhveiju herbergi. Dreifðu sópinu á gólfið í öðru herbergi þannig að enginn taki eftir. Endurtakist daglega. 0 Fyrirmæli dagsins ísamvinnu við Kjarvalsstaði og Dagsljós eigin hugar til ímyndunar heldur hamast á okkur óvirkum: framandi og ýktar og afskræmdar og ósenni- legar með offorsi ýtrustu tækni úr fjölmiðlum, og ná ekki að ánetjast okkur heldur ryðjast yfir okkur og ryðja öllu um koll sem við þurfum að hafa til þess að styðjast við, allt frá barnagæzlu teikni- myndaiðnaðarins á skjá í hryðjuverkakennslu fyrir lengra komna og kalddeifingu skilning- arvitanna í ofbeldis- myndum sem ræna okkur manneðli og dáð. Meðan skjáfréttirnar sem sýna okkur slíkt flóð af hörmungum, níðingsverkum og fólsku að skilningarvit okkar dofna við í stað • þess að bregðast til andófs. Okkur er sýnt tættir líkamir, limir á stangli, beinagrindur eftir falinn val sem fannst, splundruð hús og böm í andarslitrum, æpandi konur sem.eru einar eftir yfir líkum sinna, hlakk- andi hermenn eftir áfangasigur, og svo koma prókúruhafar grimmdar- verkanna alltaf á leið eitthvað annað en aldrei hér eða þar og segja eina eða tvær setningar í ólgandi kös af hljóðnemum, og segja okkur ekki neitt. Og við sitjum og skiljum ekki þessa ábyrgð á þönum, fáum ekkert samhengi. Enga sögu. Hvernig eig- um við að geta skilið að menn geti gert mönnum þetta og annað eins. Samhengið er í bókunum. Þar er skjólið og veðrin og vöxturinn og þroskinn í boði. Spurningamar þannig að við fáum hjálp til þess að orða sjálf og beina að okkur sjálf- um með skýrara móti þeim spurn- ingum sem sækja á okkur og fær- ast frá einhvers konar svari til nýrra spuminga. í bókunum miðar allt að því að koma á skipulagi. Temja óskapnað, hemja fenrisúlf. Sálufé- lag svo við stöndum ekki ein í allri ringulreiðinni og finnist enginn hafa verið eins illa settur og við. Hvort sem er skáldskapur eða fræði, þá getur okkur nýtzt það til að fóta okkur á háiku heimsálanna. Það vantar raunverulega ein- semd, að semja sjálfan sig, að koma sjálfum sér saman í eina virka heild. í einveru þinni með bók þá léttir vanda þess að vera einn af því þú verður heill með sjálfum þér í sálufé- lagi sem nærir þig svo þú getur unað við það sem var kallað ein- semd, og sótzt eftir þvf. Mestallur vandi samtímans byggist á því að ná sambandi við sjálfan sig, þau öfl sem búa í hveijum manni, læra á þau, stýra þeim og virkja. Með hjálp bókar. Kvikmynd um lífið við Þingvallavatn Maður, fugl, vatn NÚ STANDA sem hæst tökur á kvikmynd um lífið við Þingvallavatn, sem hefur vinnuheitið Maður, fugl, vatn. Kvikmyndafélagið Lífsmynd framleiðir myndina. Ríkisútvarpið Sjónvarp hefur keypt sýningarrétt á myndinni, en stefnt er að því að ljúka gerð hennar á þessu ári. Nýlega veitti Menningarsjóður útvarpsstöðva Lífsmynd tveggja milljóna króna styrk til myndarinn- ar. Einnig hefur Umhverfisráðuneytið styrkt gerð myndarinnar, auk nokkurra stofnana og fyrirtækja. í myndinni er fylgst með daglegum störfum bónda við vatnið og lífsháttum manna og dýra. Samspil manns og náttúru árið um kring er meginstef myndarinnar. Dýralífið við vatnið leikur stórt hlutverk í myndinni og er sérstaklega fylgst með himbrimanum, sem kalla má einkennisfugl vatnsins. Þingvallavatn og Þingvallasvæðið eru stórmerkileg fyrirbrigði frá sjónarhóli líffræðinnar og jarðfræðinn- ar. Þetta er eina vatnið í heiminum svo vitað sé, þar sem fjögur afbrigði af bleikju fínnast. Þarna er hátind- ur Atlantshafshryggjarins og þar má sjá hvernig ís- land hefur klofnað og er að klofna. AÐSTANDENDUR Þingvallamyndarinnar. F.v. Valdimar Leifsson kvikmyndatökumaður, dr. Pétur M. Jónasson ráðgjafi og Einar Örn Stef- ánsson handrítshöfundur. Valdimar Leifsson annast myndatöku, handrit skrif- ar Einar Örn Stefánsson og ráðgjafar við gerð myndar- innar eru dr. Pétur M. Jónasson, fyrrv. prófessor í vatnalíffræði við Kaupmannahafnarháskóla og Kjartan G. Magnússon, dósent í stærðfræði við Háskóla ís- lands. Hann er mikill áhugamaður um fuglalíf við Þing- vallavatn og hefur ritað um það, m.a. í hina miklu bók um Þingvallavatn, sem dr. Pétur M. Jónasson ritstýrði. LjÓS- myndir í ÁTVRí Kringlunni SÝNING er hafin í ÁTVR í Kringlunni á ljósmynd- um eftir Magnús Blöndal auglýsingaljósmyndara. Sýndar eru tvenns konar myndir, annars vegar myndir af börnum og hins vegar eru sýndar kyrralífsmyndir. Magnús Blöndal nam við Brook’s Institute of Photography í Banda- ríkjunum þar sem hann lauk námi úr auglýsinga- og myndskreytingadeild með heiðursgráðu. MYND eftir Magnús Blöndal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.