Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 9 FRETTIR Hrakningar ferðamanna á Vatnajökli Ekki ástæða talin til rannsóknar SÁMGÖNGUMÁLARÁÐUNEYT- IÐ telur ekki ástæðu til að rann- saka frekar atburði þá sem leiddu til að hópur erlendra ferðamanna lenti í hrakningum á Vatnajökli 20. ágúst síðast liðinn, að því er kemur fram í svari til Israels- mannsins Emanuel Blass sem ósk- aði eftir opinberri rannsókn á mál- svikum. í svarbréfi frá ráðuneytinu segir að það hafi safnað saman upplýs- ingum frá Landhelgisgæslunni, lögreglunni á Höfn í Hornafirði og á Akureyri, frá björgunarsveitinni á Höfn, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, Veðurstofu íslands og ferðaskrifstofunni Samvinnuferð- ir-Landsýn. Harmar erfiðleikana „Ráðuneytið harmar mjög þá erfiðleika sem þú og ferðafélagar þínir lentu í á Kverkfjöllum 20. ágúst 1995 en telur ekki rétt að æskja frekar rannsóknar á þessu tiltekna máli,“ segir í bréfinu, auk þess sem beðist er afsökunar á þeim drætti sem varð á svari. Rúm- ir fimm mánuðir liðu frá því að Blass fór fram á rannsókn þar til svarið barst. Emanuel Blass sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri fráleitt sáttur við svar ráðuneytis- ins, sem væri snubbótt að hans mati. „Ráðuneytið bregst í raun ekki við neinum af spurningum mínum, óskum og kröfum. Ég mun hins vegar undirbúa viðeigandi svör,“ segir hann. w m IÍ1UJMS KIDS NFWSPIRIT^ I HBBDI i Vorum að taka upp mikið úrval af ítölskum sumarvörum. Ótrúlegt úrval af gallabuxum, gallajökkum og allskonar vestum ákrakka 2ja-14 ára. BARNASTIGUR 02-14 Skólavörðustíg 8, sími 552 1461. Borgarfulltrúi R-listans gagnrýnir borgarráð Telur borgarstjórn hafa átt að fjalla um lyfsöluleyfi Röndóttu smekkbuxumar komnar aftur, st. 74-116 Verð kr. 1.995,’ Úrval af jogginggöllum erð frá kr. 1.595. Bamakot Borgarkringlunni BORGARRÁÐ hefði átt að vísa umfjöllun um lyfsöluleyfi til borg- arstjórnar, að mati Árna Þórs Sig- urðssonar, borgarfulltrúa R-list- ans, í stað þess að afgreiða þau sjálft. „Ég dreg að sjálfsögðu ekki í efa rétt borgarráðs til að taka samhljóða ákvörðun af því tagi, sem gert var og er þar með orðin bindandi fyrir borgina," sagði Árni á fundi borgarstjórnar sl. fimmtu- dagskvöld. „Ég tel engu að síður,“ bætti hann við, „að borgarráð hefði átt að vísa þessu máli til borgarstjórn- ar. Rökin fyrir þeirri málsmeðferð, sem að vísu kann að virðast óvenjuleg, eru fyrst og fremst þau að hér eru á ferðinni nýmæli í lög- um.“ Borgarstjóri ekki sammála Sagði hann að í lögunum stæði skýrum stöfum að sveitarstjórn ætti að veita umsögn sína. „Þá hefði ég talið að í fyrsta sinn, sem slík umsögn var unnin, hefði mál- ið átt að fá ítarlega umfjöllun og afgreiðslu í borgarstjórn. Með þeim hætti hefði borgarstjórn lagt línur um það hvernig hún vildi að staðið væri að umræddum leyfis- veitingum og þar með gefið borg- arráði til kynna hvernig borgar- stjórn vildi afgreiða mál af þessu tagi,“ sagði Arni en bætti við: „Þó að þetta sé sagt hér er ég ekki að segja að ég sé efnislega ósammála niðurstöðu borgarráðs." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagðist vilja mótmæla þessari gagnrýni Árna . „Borgar- ráð fjallaði um þetta mál með nákvæmlega sama hætti og það hefur fjallað um sambærileg mál,“ sagði hún. Hún sagði borgarráð oft taka ákvarðanir, sem fylgdu í kjölfar nýrra laga og reglugerða, sem sett væru af hálfu ríkisvalds- ins, án þess að borgarfulltrúar allir kæmu þar eitthvað nærri. Blússur, pils og buxur frá Carolina Rohmer. TESS Opið virka daga neðst við kl. 9-18, Dunhaga, laugardaga sími 562 2230 kl. 10-14. . neð - kjarni málsins! Bruðhjón Allm boiðbiínaóur - Glæsileg tjjafavara - Briiðarhjöna listar %y^/)V\V\V VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Nýtt útbob spariskírteina mibvikudaginn 24. apríl 1996 Verðtryggð spariskírteini ríkissjóbs 1. fl. D 1995, 20 ár. 10 ár. Útgáfudagur: 29. september 1995 1. febrúar 1995 Lánstími: 20 ár 10 ár Gjalddagi: 1. október 2015 10. apríl 2005 Grunnvísitala: 173,5 3396 Nafnvextir: 0,00% 4,50% fastir Einingar bréfa: 100.000, 1.000.000, 5.000, 10.000, 50.000, 10.000.000 kr. 100.000,1.000.000, 10.000.000 kr. Skráning: Skráö á Veröbréfa- Skráö á Veröbréfa- þingi íslands þingi íslands Verbtryggb spariskírteini ríkissjóbs Árgreiösluskírteini 1. fl. B 1995, 10 ár. Útgáfudagur: 27. október 1995 Lánstími: 10 ár Gjalddagar: 2. maí ár hvert, í fyrsta sinn 2. maí-1997 Grunnvísitala 174,1 Nafnvextir: 0,00% Einingar bréfa: 500.000,1.000.000, 10.000.000 kr. Skráning: Skráö á Veröbréfa- þingi íslands Sölufyrirkomulag: Spariskírteinin veröa seld meö tilboös- fyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóöa í þau aö því tilskyldu aö lágmarks- fjárhæö tilboösins sé ekki lægri en 10 milljónir króna að nafnverði. Öörum aöilum en bönkum, spari- sjóöum, veröbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóöum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum er heimilt í eigin nafni, aö gera tilboð í meöalverö samþykktra tilboða, aö lágmarki 100.000 krónur. Öll tilboð í spariskírteini þurfa aö hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14:00 á morgun, miövikudaginn 24. apríl. Tilboösgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 562 4070.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.