Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Skagstrendingur hf. áætlar að hagnaður verði 45 milljónir í ár Hlutafé aukið um 50 milljónir AÐALFUNDUR Skagstrendings hf. á Skagaströnd á föstudag sam- þykkti að heimila stjórn félagsins að auka hlutafé félagsins um allt að 50 milljónir króna að nafnvirði. Þá var jafnframt samþykkt að auka hlutafé um 20% með útgáfu jöfnun- arhlutabréfa og greiða 5% arð. Reiknað er með að heimildin til hlutafjáraukningar verði nýtt fljót- lega og jafnvel verði ráðist í útboð á næstu vikum. Miðað við núver- andi markaðsgengi félagsins á Verðbréfaþingi gæti söluandvirði bréfanna numið um eða yfir 200 milijónum. Þessu íjármagni verður einkum varið til að fjármagna kaup á Hólanesi hf. og endurbætur á rækjuverksmiðjunni, en einnig breytingar á skipum félagsins. Hagnaður félagsins nam á árinu alls um 71 milljón eftir að tekið hafði verið tillit til söluhagnaðar af skipum að fjárhæð 24 milljónir og niðurfærslu á hlutafé og kröfum að fjárhæð 9 milljónir. Félagið naut ennfremur óvenju hagstæðrar þró- unar ljármagnsgjalda vegna 17 milljóna gengishagnaðar af upp- greiddum lánum og hagnaðar af framvirkum gjaldmiðlasamningum að fjárhæð 22 milljónir. Félagið seldi frystitogarann Arn- ar HU-1 á sl. ári og keypti í stað- inn frystitogara frá Rússlandi sem smíðaður var í Noregi 1986. Auk þess seldi félagið Arnar gamla til Samheija í september 1995 en keypti í-staðinn rækjufrystitogara frá Grænlandi sem smíðaður var í Noregi árið 1977. Þá keypti félagið meirihlutann í rækjuvinnslunni Hólanesi og er stefnt að því að sameina félögin á þessu ári. Reiknað er með því að gera töluverðar endurbætur á verk- smiðjunni og er stefnt að því að þeim ljúki í ágúst á þessu ári. „Við höfum sett okkur það markmið að koma vinnslunni í fremstu röð,“ sagði Óskar Þórðarson, fram- kvæmdastjóri í ræðu sinni. Hann skýrði ennfremur frá því að verið væri að kanna möguleika á vinnslu fiskafurða í landi. Lögð er áhersla á að skoða möguleika á sérhæfðri vinnslu með 10-20 starfs- mönnum. Ákvörðun um hvor frysti- hús Hólaness verði úrelt verður ekki tekin fyrr en niðurstaða liggur fyrir um framtíðaráform fiskvinnslu í landi. Óskar lýstþ þeirri skoðun sinni að það að Útgerðarfélag Akur- eyringa hefði eignast 20% í félaginu byði upp á tækifæri til að koma_ á samstarfi milli fyrirtækjanna. „Ég tel að félögin eigi að hefja viðræður um slíkt samstarf sem yrði báðum aðilum til hagsbóta,“ sagði hann. Áætlanir félagsins gera ráð fyr- ir 45 milljóna hagnaði á þessu ári og 148 milljóna hagnaði á árinu 1997. Öll skipin verða ekki komin í gagnið fyrr en um mitt þetta ár og uppbygging rækjuvinnslunnar tekur sinn toll af afkomunni. Reiknað e.r með að velta félaganna verði um 1.450 milljónir á þessu ári og um 1.700 milljónir á árinu 1997. Eiginfjárhlutfall fari í 30% í lok þessa árs og í um 38% í lok ársins 1997. Fulltrúi Eimskips í stjórn Tveir nýir menn voru kjörnir í stjóm Skagstrendings, þeir Björg- ólfur Jóhannsson, fjármálastjóri ÚA og Þórður Magnússon, fram- kvæmdastjóri hjá Eimskip. Koma þeir í stað Gylfa Sigurðssonar og Róberts Guðfinnssonar. í stjórnina voru endurkjörnir þeir Lárus Ægir Guðmundsson, sem nú tekur við stjórnarformennsku, Adolf H. Berndsen og Magnús B. Jónsson. VÖRUSKIPTIN JT MH \ S ,s 1 ‘ ^ . 1996 breyting á jan.-feb. föstu gengi* VIÐ UTLOND Verðmæti vöruút- og innflutninj jan.- feb. 1995 og 1996 1995 (fob virði í milljónum króna) jan.-feb. Útflutningur alls (fob) 17.310,9 19.182,4 10,6 Sjávarafurðir 11.119,0 14.925,7 34,0 Ál 1.952,6 2.128,3 8,8 Kísiljárn 341,5 306,8 -10,3 Skip og flugvélar 2.124,1 126,2 Artnað 1.773,7 1.695,4 -4,6 Innflutningur alls (fob) 13.927,9 16.644,1 19,3 Sérstakar fjárfestingarvörur 252,0 86,1 Skip 236,4 Flugvélar 75,4 Landsvirkjun 15,6 10,7 77/ stóriðju 1.071,9 1.336,6 24,4 íslenska álfélagið 953,0 1.177,0 23,3 íslenska járnblendifélagið 118,9 159,6 34,0 Almennur innfiutningur 12.604,0 15.221,4 20,5 Olía 965,3 1.263,6 30,6 Matvörur og drykkjarvörur 1.374,4 1.762,6 28,0 Fólksbílar 480,5 867,4 Aðrar neysluvörur 2.705,7 3.296,5 21,6 Annað 7.078,1 8.031,3 13,2 Vöruskiptajöfnuður 3.383,0 2.538,3 Án viðskipta íslenska álfélagsins 2.383,4 1,587,0 Án viðskipta íslenska álfélagsins, íslenska járnblendifélagsins og sérstakrar fjárfestingarvöru 288,7 1.399,7 • Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann mælikvarða var meðah/erð erlends gjaldeyris 0,2% lægra í janúar-febrúar 1996 en á sama tima árið áður. Heimild: HAGSTOFA ISIANDS Vöruskiptajöfnuður hag- stæður um 2,5 milljarða VORUSKIPTAJOFNUÐUR við út- lönd var hagstæður um rúma 2,5 milljarða fyrstu tvo mánuði þessa árs, samkvæmt samantekt Hagstof- unnar. Þetta er nokkuð lakari vöru- skiptajöfnuður en var á sama tíma í fyrra, er vöruskiptajöfnuður var hagstæður um 3,4 milljarða. Þá var hins vegar sala á einni þotu Flug- leiða meðtalin og ef ekki er tekið tillit til hennar batnar vöruskinta- jöfnuður talsvert á milli ára. Verðmæti útfluttra sjávarafurða jókst um 34% fyrstu tvo mánuði árs- ins, miðað við sama tíma í fyrra. Verðmæti útflutts kísiljárns dróst hins vegar saman um 10%. Töluverð aukning í innflutningi vegna stóriðju kemur ekki á óvart, en almennur innflutningur jókst einnig verulega. Alls jókst útflutningur um 11% að verðmæti en innflutningur um 19%. Viö skiptum við SPARISJÓÐ VÉLSTJÓRA Borgartúni 18,105 Reykjavík sími 552 5252 Síðumúla 1,105 Reykjavík sími 588 5353 Rofabæ 39,110 Reykjavík sími 567 7788 Frd vélvsðin tu... Þegar vélvæðing fiskibáta hélt innreið sína á Islandi varð starfsstéttin vélstjóri til sem í upphafi tengdist aðeins vélrænum búnaði bátanna. Nú er öldin önnur, bátarnir hafa breyst í tæknivædd hafskip með margþættum búnaði. Störf vélstjóranna hafa jafnframt orðið flóknari og fjölbreyttari, menntun þeirra margfaldast og hluti þeirra ber nú starfsheitið vélfræðingur. il véllrœðings Starfssvið vélfræðinga vex stöðugt með aukinni vélvæðingu þjóðfélagsins. Vélfræðingar eru hámenntaðir með sérþekkingu á öllu því sem varðar háþróaðar vélar og tölvuvæddan tæknirekstur nútífnáns Atvinnurehendur! Jöfur hf. Tillaga um 60 milljóna hlutafjár- aukningu TILLAGA verður lögð fyrir aðal- fund bílaumboðsins Jöfurs hf. á morgun, miðvikudag, um að heimila stjóm félagsins að auka hlutafé um 60 milljónir króna. Um leið er lagt til að núverandi hlutafé verði fært niður, en ekki lá fyrir endanlega í gær að hve miklu marki. Jöfur hefur átt nokkuð á bratt- an að sækja á undanfömum árum eins og mörg önnur bílaumboð en rofað hefur til undanfarið vegna aukinnar bílasölu. Fyrir- tækið hefur umboð fyrir Skoda, Peugeot, Jeep og Chrysler-bíla. Hlutafé er nú 80 milljónir en þar af á Aflgjafi hf. um helming. Aflgjafi er í eigu Vátryggingafé- lags íslands hf., Eignarhaldsfé- lags Alþýðubankans og nokkurra einstaklinga. Betri afkoma hjá bæj- arsjóði Hornafjarðar 99 milljóna kr. rekstrar- afgangur FJÁRHAGSSTAÐA Homafjarð- ar batnaði um 70 millj. á sl. ári, eða um 50%. Rekstrarafgangur varð 99 milljónir og jókst um 30 milljónir frá fyrra ári, skv. frétt. Rekstraráætlun stóðst í öllum megindráttum og var afkoman heldur betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þannig fóru tekjur tæp- um Í0 millj. fram úr áætlun og námu rúmum 250 millj.. Útgjöld vegna reksturs málaflokka voru hins vegar minni en áætlað var, og námu þau 181 milljón. Þá lækkaði greiðslubyrði lána úr tæpum 50 milljónum króna í 37,9 milljónir. Flugleiðir byggja upp markaði í SA-Asíu Nánari upplýsingar veitir: Vanti ykkur traustan starfsmann með víðtæka sérmenntun á tæknisviði, bæði bókiega og verklega, þá eru þið að leita að vélfræðingi. t / Islands Borgartúni 18,105 Reykjavík Sími: 562-9062 FLUGLEIÐIR hafa gengið frá sam- starfssamningi við TMTC group í Singapore. Samningur þessi felur í sér að TMTC group mun hafa sölu- umboð Flugleiða með höndum jafn- framt því sem fyrirtækið mun sjá um uppbyggingu markaðs- og kynningarmála fyrir félagið og ís- land í Singapore. Fyrirtækið mun einnig sjá um öll fjölmiðlatengsl í landinu. Að sögn Símons Pálssonar, for- stöðumanns markaðsdeildar Flug- leiða, er þessi samningur liður í framtíðar uppbyggingu Flugleiða í álfunni. Hann segir að búast megi við sams konar samningum við umboðsaðila í Kuala Lumpur og Beijing innan skamms og þá sé einnig unnið að samningum í Kóreu. Símon segir að þessi markaður fari mjög vaxandi. Á undanförnum 5 árum hafi ferðamönnum frá Asíu til íslands og Norðurlandanna fjölgað um tæp 170%, en aukning- in hafi verið um 30% árlega. Á síðasta ári hafi t.a.m. um 4.000 farþegar komið hingað til lands í gegnum skrifstofu félagsins í Tokíó. Þá skipti það ekki síður miklu máli að stór hluti þeirra komi hing- að yfir vetrarmánuðina. Til dæmis hafi gengið mjög vel að markaðs- setja svokallaðar norðurljósaferðir. Á síðasta ári hafi yfir 300 ferða- menn komið frá Japan í þessar ferðir, og næsta vetur stefni allt í að fjöldi þeirra verði 5-600. Telur Símon því nauðsynlegt að styrkja og fjölga umboðsskrifstof- um í álfunni, auka markaðshlut- deild og stuðla að aukinni kynningu á starfsemi Flugleiða og ferðaþjón- ustu á íslandi. Auk skrifstofunnar í Tókíó og Singapore hafa Flugleið- ir gengið frá samskonar samning- um við aðila í Hong Kong og Tapei. Önnur kynslóð Oracle hönnunar- og þróunarverkfæra Gartner Group, ADM. Research Note C-ORA-1143, 1995: „Við teljum að Oracle haldi forystu sinni á sviði þróunarverkfæra á komandi árum..." ORACLE' Bnabling the Information Age™ Ef þú vilt vita meira um Designer/2000, Developer/2000 og Discoverer/2000 eða fá tækifæri til að prófa hugbúnaðinn án endurgjalds í takmarkaðan tíma, hringdu þá strax í síma 561-8131 og pantaðu ókeypis geisladisk til reynslu. Designer/2000, Developer/2000 og Discoverer/2000 eru að fullu samþætt Oracle7, sem er útbreiddasti gagnagrunnsmiðlari heims með 44% markaðshlutdeild. Nú bjóðum við þessi þtjú verkfæri saman með 40% afslætti. Borgarfóní 24, 105 Reykjavík Slmi 561 8131 Bréfslmi 562 8 1 31 N e t f a n g teymi@oracle.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.