Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Á degi bókarinnar í MÍNU ungdæmi var bókavörð- ur einfaldlega maður sem stóð vörð um bækur. Og veitti ekki af. í holtinu stóð þessi hvíta höll troð- stoppuð af bókum og mátti bara fá þrjár. Ein tvær þijár... Maður var varla kominn inn úr dyrunum þegar kvótinn var fylltur og freist- andi að halda áfram upp í fjórar, fimm, sex - ef ekki hefði verið fyrir vörðinn. Seinna eignaðist ég bókaskáp og lengi vel voru flestar bækumar eign Borgarbókasafnsins. „Hott, hott, allir mínir hestar!" sagði ég eins og Litli-Kláus og hjólaði reglulega með þær í endumýjun. Útlánatíminn aðeins tíu dagar og innanvert á hvert eintak stóð prentað: „Ef upp kemur smitnæm- ur sjúkdómur á heimilinu, er lán- VORUÞROUN 1996 Samstarfsverkefni til þróunar á markaöshæfum vörum. Umsóknarfrestur er til 3. maí 1996 Frekari upplýsingar og umsóknarblöð fást hjá Smára S. Sigurðssyni, Iðntæknistofnun í síma 587 7000, Kristjáni Birni Garðarssyni, Iðntæknistofnun Akureyri í síma 463 0957 og atvinnuráðgjöfum víðs vegar um landið. Iðntæknistofnun n <B> IÐNLANASJOÐUR || IÐNÞRÓUNARSJÓÐUR ! IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ þegi skyldur að til- kynna það safninu tafarlaust!“ Hvernig á að út- skýra aðdráttarafl bóka? Við eigum þennan undarlega málshátt: „Blindur er bóklaus maður“ sem kann að helgast af einni saman stuðla- setningunni. Og þó, við gætum ekki sagt: „blindur er buxnalaus maður“. Maður með bók er á einhvem hátt sjáandi. Hann losnar undan takmörkunum Pétur Gunnarsson sjálfs sín og opnast sýn. Einkennilegt hvernig bók sem maður les verður hluti af manni sjálfum. Ég held að það hljóti að vera skýringin á því að jafnvel grandvarasta fólk skuli stela bók- um. Sjálfur veit ég upp á mig skömmina. Það er svo undarlega erfitt að skila bók. „Hefurðu lesið allar þessar bæk- ur?“ spurði fólk og ég fann að ég hélt á óútfylltri ávísun um andlegt atgervi mitt. Sem er umhugsunar- vert! Fullur skápur af myndbönd- um segir ekkert um eigandann, í hæsta lagi að hann sé dug- legur að taka upp. Bækur aftur á móti - við könnumst við það þegar við göngum um hverfi bæjarins og sjáum inn um glugga glitta í kilina - okkur finnst að hér hljóti að vera fagurt mannlíf. Bækur era á ein- hvem hátt lifandi. Þær hafa andlit, bæk- ur sem maður eignað- ist kannski fyrir 35 árum, maður getur bent á þær í skápunum, jafnvel þótt maður sé ekki enn farinn til að lesa þær. Plötur og spólur aftur á móti, það er erfiðara að bindast þeim af því að þær skortir einmitt andlit. Maður er í eilífum vandræð- um með að raða þeim, þær era svo þunnar að þær geta ekki sagt til nafns. Bók aftur á móti horfir alltaf til manns úr sinni stafrófs- röð. Ætli það hafí verið tilviljun að fegurstu húsin í bænum vora jafn- framt bókasöfn? Annað kennt við borg og hitt við land. Reykjavík er þekkt fyrir að vera örlát á hallamafnið: Fiskhöllin, Vara- hlutahöllin, Hjólbarðahölíin, Hall- armúli... Borgarbókasafnið aftur á móti var höll án þess að þurfa að hafa orð á því. Eða þá musterisb- lærinn sem sveif yfír vötnum Landsbókasafnsins: konan í fata- henginu, bókaverðimir, gestimir - allir vora eins og þátttakendur í helgiathöfn. Maður skrifaði í gestabókina: nafn, stétt og heimil- Bækur, segir Pétur Gunnarsson, eru á ein- hvem hátt lifandi. isfang - og áður en maður vissi af var maður orðinn þátttakandi í þessum helgileik menningarinn- ar. En nú gefur á að líta! í Þjóðar- bókhlöðunni era komnar maskínur, það er hægt að sækja sér bækur að vild og stimpla þær út sjálfur, það er komin sjáífsafgreiðsla á bókum! Úr sögunni hin sérkenni- legu kalkipappírsviðskipti sem tíðk- uðust á Landsbókasafninu þar sem góða stund tók að fylla út nafn höfundar og bókar og gefa upplýs- ingar um flokk og útgáfustað og ár og undirskrift og ár. Þetta era mikil tíðindi bókafíkl- um, sambærileg við sjálfsaf- Dagur bókarinnar og bók dagsins FYRIR nokkram dögum var hér í heim- sókn Federico Mayor, aðalframkvæmda- stjóri UNESCO, menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Af því tilefni rifjaðist upp margt sem Island snertir í fímmtíu ára sögu stofnunarinnar. Sumir standa reyndar í þeirri trú að slík stofnun sé lítið annað en skriffínnska. Menn vísa til þess, að fyrir nokkram áram ofbauð Bandaríkjamönnum Sveinn Einarsson hagsmunaárekstrar og hæg um- svif og sögðu skilið við þessa stofn- un. Eftir að Mayor tók við stjóm hennar hafa hins vegar blásið frískir vindar og flest farið á betri veg, dregið hefur úr óhjákvæmi- legri skriffinnsku, meðal annars fyrir atbeina Norðurlandaþjóða og stofnunin er öll skilvirkari og þróttmeiri. Og satt að segja eru Bandaríkin nú á leið aftur inn í hópinn. Ekki verður með nokkurri sanngirni sagt, að stofnuninni hafi ekkert orðið ágengt. Er þar fyrst til að nefna mannréttinda- málin, stöðu kvenna í samfélaginu og jafnan rétt til mennt- unar fyrir öll aldurs- skeið, en stærstur hluti ólæsra í heimin- um eru einmitt konur. Þá hefur UNESCO látið ýmis málefni vísindalegs eðlis til sín taka og margvís- leg menningarmál. Má þar fyrst nefna varðveislumálin, en bæði hafa sáttmálar stofnunarinnar orðið til þess að auka skiln- ing stjórnvalda og al- mennings á gildi menningarverð- mæta og varðveisluskyldum og beinlínis hefur stofnunin staðið fyrir aðgerðum til varnaðar og uppbyggingar á þessu sviði. Ný- lega hafa Islendingar undirritað sáttmálann um heimsminjar, og ekki er fráleitt að álykta að í kjöl- farið verðum við þess aðnjótandi, að eitthvert af þeim náttúrufyrir- bærum eða menningarminjum, sem okkur eru kærust komist á svonefndan heimsminjalista, sem bæði er heiður og góð kynning og dregur að sér fjölda ferða- manna. Bókin, segir Einarsson, er að mati á undanhs íslendingar hafa tekið talsverð- an þátt í starfí UNESCO, en vís- ast er að það muni fara vaxandi. Til dæmis var evrópskt kvenna- þing haldið hér í fyrra, en vel mætti og hugsa sér að hér yrði efnt til málþings eða námskeiðs- halds um ólíkar greinar eins og haffræði eða jarðfræði, líkt og það málþing um heimsminjar, sem hér var haldið í Viðey í sambandi við komu Mayors. Islendingar hafa verið bæði gefendur og þiggjendur í þessu starfí og margoft notið góðs af UNESCO-styrkjum til margvíslegra menningar- og menntamála. Nýjasta hugmynd, sem UNESCO beitir sér fyrir, er að halda hátíðlegan einn dag á ári sem Dag bókarinnar. Sá dagur sem fyrir valinu varð er í dag og tengist nöfnum skáldanna Shake- speares og Cervantesar og reynd- ar margra annarra góðskálda, þeirra á meðal Halldórs Laxness, sem ætti að gera okkur þennan greiðslu á áfengi þar sem hægt væri að slá inn tegund og árgerð og flaskan kæmi rúllandi í renn- una. „Segðu mér hvað þú lest og ég skal segja þér hver þú ert.“ Sam- kvæmt því hlýtur þetta að vera afskaplega gáfuð vél. Hún biður um skírteinið þitt, því næst sýnirðu henni bókina, hún tekur sér stutt- an umhugsunarfrest og hafnar þér síðan eða samþykkir útlán með andvarpi sem hver bókavörður gæti verið fullsæmdur af. Og bókavörður er ekki lengur maður sem bremsar mann af, örv- ar mann frekar og' ýtir út í enn frekari neyslu. Á meðan landbún- aður og sjávarútvegur hafa þurft að herða kvótaólina hefur fjöldi bóka sem lánþegi getur rogast með heim af Borgarbókasafninu tífaldast! Útlánstíminn þrefaldast. Og pokinn með smitnæmum sjúkdómum fyrir löngu úr sögunni. Góðir hálsar! Að því tilskildu að bókaútgefendur klúðri ekki ímynd bókarinnar með dansinum kringum bónuskálfinn, hljótum við að geta tekið undir með herra Altúngu í Birtingi Voltaires sem eins og við munum aðhylltist há- spekiguðfræðialheimsviskukenn- inguna en samkvæmt henni voru þeir sem sögðu að allt væri í lagi hálfvitar; maður átti að segja að allt væri í allrabesta lagi. Höfundur er rithöfundur. dag kærari en ella. Af hveiju enn einn daginn af einhveiju tilefni, spyr einhver. Af hveiju ekki, má svara. í upplýsinga- og sam- keppnisþjóðfélagi verður að fylgja leikreglunum, og bókin er að sumra mati á undanhaldi. Hún er þó þrátt fyrir allt undirstaða menntunar og menntun er undir- staða lýðræðis og mannréttinda. Hún tengist einfaldlega grunn- hugsun UNESCO og helstu bar- áttumálum. Svo er það auk þess gömul og góð árátta að gefa hveijum degi sinn svip, helga hann dýrlingi eða tengja hann einhveijum þjóðsið- um. Ekki er nú hér verið að mæl- ast til þess menn taki sér bara bók í hönd þennan eina dag, en kannski mætti velja sérstaklega vel þá bók, sem í dag leggst á náttborðið, bók dagsins. íslendingar, sem alla tíð hafa skrifað bækur, dýrkað bækur og étið bækur eiga trúlega betra með að tileinka sér hugmynd sem þessa en ýmsar aðrar þjóðir. En kannski er líka hér vert að íhuga stöðu bókarinnar á tímum virðis- aukaskatts og hamslauss sjón- varpsgláps barna. Og svo skulum við ekki vera of sjálfhverf. Mér er minnisstætt hvað einn afrískur fulltrúi á síðasta UNESCO-þingi sagði. Hann spurði: Er ykkur ljóst, að hjá ykkur í Evrópu eru tíu bækur á hvern krakka, hjá okkur eru tíu krakkar um hveija bók? Höfundur er rithöfundur og formaður íslensku UNESCO- nefndarinnar. -JT tzrrz —i Indesit kæliskápar, þvottavélar.uppþvottavélar. eldavélar ofl. ofl Afsláttur af öllum Indesit og Tefal vörum í verslun okkar í 10 daga!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.