Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 41
BRIPS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Bridsdeild Rang. og
Breiðholts
Staðan eftir 11 umferðir:
Gunnar B. Kjartanss. - Valdimar Sveinss. 119
Guðmundur Grétarss. - Sigurður Siguijónss.
75
Guðrún Jörgensen - Þorsteinn Kristjánsson 63
Óskar Sigurðsson - Gísli Steingrimsson 63
Skor kvöldsins, frá 6. umf. til
11. umf.:
Gunnar B. Kjartanss. - Valdimar Sveinss. 62
Guðmundur Grétarss. - Sigurður Siguijónss. 55
Baldur Bjartmarsson - Halldór Þorvaldsson 48
María Ásmundsd. - Steindór Ingimundars. 44
Bridsfélag byrjenda
Sl. mánudag var spilaður tví-
menningur að venju og var spilað
í einum 10 para riðli og urðu úr-
slit þannig:
Lilja Kristjánsd. - Dagbjartur Jóhannessonl30
Brynh. Matthiasd. - Ragnheið. Sigurðard. 120
Gunnar Haraldsson - Hörður Haraldsson 117
Andri M. Bergþórss. - Bergþór Bjarnas. 112
Nk. mánudag verður spilaður
tvímenningur og eru byijendur
hváttir til að mæta.
Frá Bridsdeild
eldri borgara Reykjavík
Fimmtudaginn 18. apríl var spil-
aður Mitchell-tvímenningur 20
para. Meðalskor 216.
N-S:
Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðsson 266
RafnKristjánsson-TiyggviGíslason 265
Þorleifur Þórarinsson - Oddur Haraldsson 238
Hannes Alfonsson - Valdimar Lárusson 229
A-V:
ÞórarinnÁmason-Ólafurlngvarsson 272
Oliver Kristófersson - Tómas Siguijónsson 241
Sigurleifur Guðjónss. - Eysteinn Einarss. 224
Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 224
Board-a-Matc sveitakeppni
Fimmtudaginn 18. apríl lauk
tveggja kvölda Board-a-Matc
sveitakeppni með sigri sveitar
Ragnars Jónssonar, en auk hans
voru Jón Steinar Ingólfsson, Þórður
Björnsson, Murat Serdar og Er-
lendur Jónsson I sveitinni.
Lokastaðan:
Ragnar Jónsson 86
KGB og félagar 69
Norðvestan 4 67
Ekki verður spilað fimmtudaginn
25. apríl vegna íslandsmóts í tví-
menningi. 2. maí byijar þriggja
kvölda vortvímenningur Mitchell.
FRÉTTIR
• •
Oldungamót í
í Stykkishólmi
blaki
Stykkishólmi. Morgunblaðið.
ÖLDUNGAMÓT Blaksambands
íslands, það 21., verður haldið í
Stykkishólmi dagana 24.-28. apríl
nk. Blakið er tiltölulega ung
keppnisíþrótt hér á landi. Fyrsta
íslandsmótið í blaki var haldið
árið 1970 og fyrsta öldungamótið
var haldið árið 1976 með þátttöku
11 liða. Til ársins 1982 var þátt-
takan 11-12 lið en eftir það fjölg-
aði liðum ört og síðan 1993 hefur
þátttakan verið á bilinu 55-65 lið
og fjöldi keppenda 450-550.
Þátttökurétt í mótinu hafa þeir
sem orðnir eru 30 ára og eldri og
keppt er í þremur aldursflokkum:
30 ára og eldri öldungaflokkur,
40 ára og eldri öðlingaflokkur og
50 ára og eldri Ijúflingaflokkur.
Eftir því sem árin líða fjölgar
þátttakendum og blak geta menn
stundað á öllum aldri. Elsti kepp-
andinn sem skráður er í mótið er
76 ára og kemur frá Akureyri.
Þeir sem árlega taka þátt í öld-
ungamótinu koma úr ýmsum átt-
um, lið koma frá öllum landsfjórð-
ungum. í mótinu taka þátt þeir
sem áður hafa leikið í íslandsmót-
um í blaki til fjölda ára og eins
fólk sem hefur byijað blak sér til
gamans á fullorðins árum og aldr-
ei tekið þátt í íslandsmótum eða
bikarkeppni.
í öldungamótið í Stykkishólmi
mæta 59 lið kvenna- og karlaliða
með um 500 þátttakendur. Leiknir
verða 176 leikir þessa daga og fer
keppnin fram frá kl. 7 á morgnana
til miðnættis. Aðstaða í íþróttahús-
inu í Stykkishólmi er góð til að
taka á móti svona keppni. Keypt
hafa verið skilrúm til að skipta
íþróttavellinum í þijá velli og fer
keppnin fram á þremur völlum all-
an tímann. Slíkt stórmót hefur
ekki verið haldið fyrr í Hólminum
og mun það setja svip á bæjarlífið
á meðan það stendur yfír. Öll gisti-
aðstaða er upppöntuð og var ekki
erfítt að fínna gistingu fyrir þennan
stóra hóp. Það er von mótstjórnar
að skipulag keppninnar gangi eftir
og að gestir hafí ánægju af dvöl-
inni í Stykkishólmi og fari héðan
með góðar minningar.
í undirbúningsnefnd mótsins
eru: Kjartan Páll Einarsson, Gunn-
ar Svanlaugsson og María Guðna-
dóttir.
MARGIR drengir og stúlkur hafa dvalið í Kaldárseli um lengri og skemmri tíma.
Byrjað að innrita
í Kaldársel
HAFIN er innritun í sumarbúðimar
í Kaldárseli sunnan Hafnarfjarðar.
Sumarbúðimar eru í eigu KFUM
og KFUK og em fyrir drengi og
stúlkur á aldrinum 7-12 ára.
Hver dvalarflokkur er ein vika
eða átta dagar og eru drengja-
flokkar frá 5. júní til 4. júlí en
stúlkur geta dvalist í Kaldárseli
frá 9. júlí til 13. ágúst. Síðasti
flokkurinn, frá 14.-19. ágúst, er
fyrir stúlkur 12-15 ára.
Innritun fer fram á skrifstofu
KFUM og KFUK, Holtavegi 28 í
Reykjavík og er opið frá kl. 8-16
virka daga. Einnig verður innritað
á Hverfisgötu 15 í Hafnarfirði
mánudaga, miðvikudaga og föstu-
daga kl. 17-19 frá 17. apríl til
l(fy maí.
A síðastliðnu ári voru liðin 70
ár frá því fyrsti dvalarflokkurinn
fór í Kaldársel.
Sérstæð bók um
íslenzka póstsögu
FRÍMERKl
Áliugavcrt lcscfni
íyrir saínara
Don Brandt: Walking into
Icelands Postal History
Á LIÐNU ári kom út bók, sem
varðar íslenzka póstsögu og er
þess eðlis, að ekki er víst, að
mörgum hefði dottið í hug að
rita þess konar bók nema höf-
undi hennar - og þó. Hann hafði
einmitt áður komið íslenzkum
frímerkjasöfnurum á óvart með
ritun bókar um svipað efni fyrir
nokkrum áram. Er þessi bók með
nokkram hætti framhald hennar.
Því miður hefur lent í útideyfu
fyrir mér að minnast þessarar
seinni bókar Don Brandts lengur
en hún á skilið. Þó að nokkuð
sé um liðið, vil ég bæta hér að-
eins úr og vekja jafnframt at-
hygli frímerkjasafnara á henni
og því, sem hún fræðir bæði ís-
lenzka sem erlenda safnara um.
Bók Don Brandts er framhald
af bók þeirri, sem hann samdi
og út kom árið 1991 og hann
nefndi Exploring Iceland Thro-
ugh Its Stamps. Bækur þessar
era um sumt mjög ólíkar, þótt
þær varði íslenzka frímerkja- og
póstsögu. í fyrri bókinni er, eins
og heiti hennar ber með sér, fjall-
að um það, hvernig kynnast
megi lslandi og sögu þess eftir
myndefni þeirra frímerkja, sem
íslenzka póststjómin hefur gefíð
út. Ekki mun höfundur með bók-
um sínum sízt hafa í huga er-
lenda safnara, sem geta á þennan
sérstæða og skemmtilega hátt
kynnzt bæði landi og þjóð, enda
era þær ritaðar á ensku, móður-
máli hans. Bækurnar era því í
eðli sínu kynningarrit um land
og þjóð á þennan sérstæða hátt.
Hin nýja bók Brandts er með
nokkuð öðra sniði en fyrri bókin,
því að hann gerir hér stimpla af
ýmsum gerðum og þær póststöðv-
ar, sem þá notuðu til ógildingar
frímerkjunum, að uppistöðu í riti
sínu. Undravert er, hversu mikið
efni hann hefur dregið að úr
mörgum prentuðum heimildum
og gert því skemmtileg og góð
skil. Að mínum dómi hefur hann
á stundum seilzt fulllangt og far-
ið út fyrir hið póstsögulega efni,
sem á vitaskuld að vera aðalatriði
ritsins. Ég játa, að ég hef sjálfur
svo gaman af sögulegu efni og
landlýsingum, að ég hef engu að
síður haft mikla ánægju af að
lesa bók Brandts.
Þeir, sem þekkja Don Brandt,
þennan ágæta bandaríska heim-
speking og safnara, sem hér hef-
ur dvalizt í 15 ár og lengi verið
í samtökum íslenzkra frímerkja-
safnara, vita mætavel, að hann
hefur lagt land undir fót og heim-
sótt fjölmarga staði og þá ekki
sízt þá, sem eru úr alfaraleið.
Göngur sínar virðist hann um
leið hafa gert að eins konar píla-
grímsför til horfínna póststöðva,
þar sem endur fyrir löngu bjó
fólk, sem handlék póststimpla,
sem nú eru margir hveijir orðnir
sjaldséðir á frímerkjum, hvað þá
á heilum umslögum, og því eftir-
sóttir bæði af honum sjálfum og
öðrum frímerkja- og stimplasöfn-
MYND af pósthúsi í gömlum
torfbæ í Aðalvik prýðir kápu
bókarinnar.
urum. Verður í ljósi þessa að
fyrirgefa honum, þótt hann
freistist á stundum til þess að
verða margorður um fáfarnar
leiðir að þessum póststöðvum.
Þá er það honum til verulegra
málsbóta, að hann hefur aflað
sér margs konar fróðleiks um
þessi efni úr rituðum heimildum,
en einnig frá mönnum, sem
mundu eftir gömlum bréfhirðing-
um og stimplum þeirra. Fyrir
bragðið er póstsaga hans trú-
verðug. Má í raun merkilegt
heita, að útlendingur geti ráðið
við að setja slíkt efni fram á
jafnlæsilegan hátt og hér er gert.
Þar gerir hann íslenzkum söfnur-
um ekki svo litla skömm til. En
glöggt er gests augað, segir gam-
alt orðtak, og það gerir e.t.v.
gæfumuninn. Það er sem sé ekki
víst, að við hefðum komið auga
á þá ævintýraveröld íslenzkrar
náttúru og byggðasögu, sem
leynist jafnvel bak við gamla
póststimpla og þær póststöðvar,
þar sem þeir voru notaðir um
lengri eða skemmri tíma. Allt
verður þetta sem lifandi myndir
fyrir augum okkar, þegar Don
Brandt hefur lyft tjaldinu frá og
lætur huga sinn reika með okkur
um löngu liðna tíð.
Bókin skiptist í 15 kafla, sem
hver um sig er nokkurn veginn
sjálfstæð heild. Verður hér á eft-
ir litið á nokkra þeirra, en því
miður leyfír rýmið ekki miklar
umræður um hvern þeirra. Gagn-
vart íslenzkum söfnurum má
búast við, að enskan tefji eitthvað
fyrir lestri bókarinnar. Annars
er hún skrifuð á lipru máli og
ekki mjög erfiðu fyrir þá, sem
eitthvað ráða við enska tungu.
í fyrstu tveimur köflum bókar-
innar er fjallað um Reykjavík,
eins og lesa má sögu hennar af
þeim frímerkjum, sém tengjast
henni. Um leið eru á vinstri
spássíu birtar myndir af stimpl-
uðum merkjum, sem við eiga, og
þess jafnframt getið, hver stimp-
illinn er. Er sá háttur hafður á
í allri bókinni, og þá gjarnan tek-
ið fram, ef hann er sjaldgæfur.
Þá er verulegur fengur í myndum
af sjaldgæfum umslögum og
kortum, sem Brandt hefur dregið
að úr ýmsum áttum. Allt er þetta
hin fróðlegasta lesning. - Raun-
ar koma fyrir örfáar missagnir,
að ég held, en þær skipta svo
litlu í frásögninni, að þarflaust
er að tína þær hér upp. I 3. kafla
ljallar Brandt um Þorfinn karls-
efni og konu hans, Guðríði Þor-
bjarnardóttur, og um fund Vín-
lands. Leiðir hann sögu þeirra
fram eftir frímerkjum með mynd
af líkneski Þorfínns karlsefnis
eftir Einar Jónsson myndhöggv-
ara. í 4. kafla greinir höfundur
frá svonefndum brúarstimplum,
sem hafa verið í notkun rúm
hundrað ár og margir hveijir
orðnir torgætir. Þá hafa stimpl-
arnir breytzt nokkuð á þessum
tíma og ýmsar gerðir komið
fram. Hér má segja, að höfundur
sé á heimavelli, eins og sagt er,
því að hann mun einkum hafa
lagt stund á söfnun þessarar
stimplagerðar. í 5. kafla segir
hann frá 13 brúarstimplum úr
Reykjavík og nágrenni hennar,
sem fáir safnarar áttuðu sig á
að eignast, þegar þeir voru í
notkun á fyrri hluta aldarinnar.
Af því leiðir, að nú era sumir
þeirra sjaldséðir á frímerkjum,
hvað þá heilum umslögum eða
kortum. Samantekt þessa kafla
er því mjög þörf fyrir stimpla-
safnara.
Þessu næst fer Brandt með
lesendur sína út á land, og þá er
hann í essinu sínu, þegar hann
segir frá leiðum um Vestfírði og
Norðurland og gömlum póststöðv-
um og stimplum þeirra. Er vera-
lega gaman að fylgja leiðsögn
hans, sem hann kryddar svo með
ýmsum sögnum, sem hann hefur
grafið upp úr mörgum heimildum.
Því miður er enn ósagt frá
mörgu áhugaverðu í bók Don
Brandts, en rými blaðsins leyfir
ekki nánari umfjöllun um þessa
skemmtilegu bók. Þar er sjón
sögu ríkari. Þess vegna hvet ég
alla frímerkjasafnara til að eign-
ast bókina og kynna sér rækilega
efni hennar.
Þess er svo sjálfsagt að geta
hér í lokin, að Don Brandt er að
ljúka svipuðu riti um færeyska
frímerkja- og póstsögu. Verður
áreiðanlega fróðlegt að kynna sér
efni hennar, þegar hún kemur
fyrir augu frímerkjasafnara. Ég
hlakka til að kynnast sögu Fær-
eyja á sama hátt og Don Brandt
hefur kynnt sögu íslands með
ofannefndum bókum sínum.
Jón Aðalsteinn Jónsson