Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Bensínhækkanír til Samkeppnisstofnunar Verð á bensíni það sama hjá öllum olíufélögunum NEYTENDASAMTÖKIN og Fé- lag íslenskra bifreiðaeigenda hafa farið fram á að Samkeppnisstofn- un fjalli um verðhækkun olíufélag- anna á bensíni. í erindi sem Neytendasamtökin hafa sent Samkeppnisstofnun seg- ir: „Á skömmum tíma hafa orðið tvær verðhækkanir á bensíni. Að sögn olíufélaganna eru þessar hækkanir vegna hækkana á heimsmarkaðsverði. Athygli vekur að verð á 95 og 98 oktana bensíni er nákvæmlega það sama hjá öll- um stóru olíufélögunum. Á sam- ráðsfundi sem olíufélögin héldu nýlega og Neytendasamtökin sátu ásamt fleiri hagsmunaaðilum kom fram að 92 oktana bensín yrði tekið af markaði. Þessi breyting hefði það í för með sér að í stað dreifingar á þremur tegundum af bensíni um land allt myndi aðeins þurfa að dreifa tveimur tegundum. Þetta hefði í för með sér ótvíræða hagræðingu sem myndi skila sér í lækkuðu verði til neytenda. í stað verðlækkunar standa neyt- endur hins vegar frammi fyrir ít- rekuðum verðhækkunum.“ Hefur hagræðing skilað sér í lækkuðu verði? „Neytendasamtökin hafa stutt fijálsa verðmyndun enda hafa neytendur mestan ávinning af slíkri skipan enda sé um virka samkeppni að ræða. Sé um að ræða fákeppni eða einokun eru það fyrst og fremst seljendur sem hagnast. Vegna þessa óska Neyt- endasamtökin eftir því að kannað verði eftirfarandi: 1. Eru þær tvær hækkanir sem orðið hafa nýverið að fullu í sam- ræmi við hækkanir á heimsmark- aði? 2. Hefur sú hagræðing sem olíu- félögin boðuðu þegar 92 oktana bensín var tekið af markaði skilað sér til neytenda? 3. Er ástæða til að álykta að hér sé um fákeppnismarkað að ræða og ef svo er hvað hyggjast samkeppnisyfirvöld gera í þessu máli?“ Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, segir að félagið vilji að kannað verði hvort þarna sé um óeðlilegt samráð um verð- myndun að ræða. Bensínverð olíu- félaganna þriggja sé það sama miðað við sama þjónustustig. Umræða um verðbreyt- ingar á villigötum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Skelj- ungi: „Skeljungur hf. telur þær full- yrðingar á misskilningi byggðar sem hafa verið hafðar eftir fulltrú- um Neytendasamtakanna og Fé- lags íslenskra bifreiðaeigenda síð- ustu daga, um að ekki hafi verið forsenda til þeirrar verðhækkunar á bensíni sem grípa þurfti til nú um helgina. Þetta skýrist ef litið er til þeirra hækkana sem orðið hafa á alþjóðamörkuðum frá síð- ustu áramótum. Sem dæmi má nefna að frá því í janúar síðastliðnum hefur meðal- verð á 95 oktana bensíni á Rotter- dammarkaði hækkað úr 169 doll- urum tonnið í 220 dollara. Ef fylgja hefði átt þessari hækkunar- þörf hér innanlands hefði verðið á hveijum lítra af 95 oktana bens- íni átt að hækka um 6 krónur og 88 aura. Vegna hagræðingar, sem meðal annars fólst í því að hætt var sölu á 92ja oktana bensíni, hefur hins vegar verið hægt að halda verðhækkunum hér á landi í lág- marki. Frá byijun janúar til dags- ins í dag hefur verðið á hveijum lítra af 95 oktana bensíni frá Skeljungi hf. hækkað um 3 krónur og 50 aura, eða úr 69,90 í 73,40. Það skal tekið fram að um 90 prósent af öllu bensíni sem nú er selt hjá félaginu er 95 oktana bensín. Erlendar verðhækkanir vegna mikillar eftirspurnar Eins og áður hefur komið fram má rekja ástæðu hinna erlendu verðhækkana til mikillar eftir- spumar eftir eldsneyti í Evrópu og í Bandaríkjunum í kjölfar mik- illa kulda sem þar hafa verið í vetur. Þá er því einnig vísað á bug að Skeljungur hf. hafi haft samráð við önnur innlend olíufélög þegar bensínverðinu var breytt. Ef litið er til þess hvenær verðbreyting- amar komu til framkvæmda, má sjá að þær hófust á fímmtudag þegar Orkan ehf. hækkaði bensín- verð. Á föstudag tilkynnti Olíufé- lagið hf. um verðhækkun og Olíu- verslun íslands hf. skömmu síðar. Á laugardag var tilkynnt um sam- svarandi hækkun hjá Skeljungi og á sunnudag hækkaði verðið öðm sinni á stöðvum Orkunnar. Sú verðhækkun sem tilkynnt var um hjá Skeljungi hf. hefur verið að koma til framkvæmda á Shell- stöðvunum frá því um hádegi á laugardag og fram til dagsins í dag.“ ^ ■ A handrita- hátíð Menntamálaráðuneytið og Stofn- un Árna Magnússonar á Islandi að minntust þess með hátíðarsam- komu í Háskólabíó á sunnudag, að þá voru liðin 25 ár frá því að Islendingar veittu viðtöku fyrstu íslensku handritunum frá Dan- mörku, Konungsbók Eddukvæða og Flateyjarbók. Menntamálaráð- herrar Islands og Danmerkur, Björn Bjarnason og Ole Vig Jens- en, fluttu ávörp og Gylfi Þ. Gísla- son, fyrrverandi menntamálaráð- herra, fjallaði um lausn handrita- málsins. Jónas Kristjánsson, fyrr- verandi forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar á íslandi, fjall- aði um gildi handritanna fyrir íslenska menningu og Stefán Karlsson, núverandi forstöðu- maður stofnunarinnar, um hlut- verk stofnunarinnar. Leikin voru dönsk og islensk þjóðlög. Þá var opnuð sýning þessara tveggja kjörgripa sem fyrst bárust og á myndinni skoða menntamáiaráð- herrarnir og forstöðumaður stofnunar Arna Magnúsonarverð- ur handritin. Sýningin verður opin til 21. apríl kl. 16-18 ogsíð- an daglega kl. 14-16 til 5. maí. * Olafur o g Guðmundur ekki í kjöri ÓLAFUR Egilsson sendiherra og Guðmundur Eiríksson þjóðréttar- fræðingur ætla ekki að sækjast eftir kjöri til forsetae/nbættis. í yfirlýsingu, sem Ólafur Egils- son sendi frá sér í gær, segir: „Ég er afar þakklátur þeim sem hafa talið æskilegt að ég yrði í fram- boði við kjör forseta íslands í sum- ar og met traust þeirra allra mik- ils. Eftir vandlega íhugun er það ætlan mín að verða ekki í kjöri.“ Guðmundur Eiríksson sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði fengið talsvert mikla hvatn- ingu frá mörgum um að bjóða sig fram, en að vandlega athuguðu máli hefði hann ákveðið að verða ekki í kjöri. Hann sagði enga eina ástæðu fyrir þessari ákvörðun. Þetta væri niðurstaða sem hann hefði komist að eftir að hafa skoðað málið frá öllum hliðum. Guðmundur sagðist vilja koma á framfæri þakklæti til allra sem skorað hefðu á sig að bjóða sig fram. Heitt vatn um alla verslun Morgunblaðið/Jón Svavarsson Inntak fyrir heitt vatn bilaði í leðurversluninni Höfuðleðrinu við Hverfisgötu undir hádegi á sunnudag og flæddi vatnið um alla verslun. Slökkviliðið var nokkra stund að komast fyrir lekann, þar sem rjúfa þurfti vegg til að komast að rörinu. Skemmd- ir urðu nokkrar vegna vatnsins og gufunnar af því. Vörur og ýmis búnaður var borið út á stétt, á meðan skrúfað var fyrir lekann og þrifið inni í versluninni, þar á meðal þessi gina sem hallaði undir flatt í öllum látunum. Morgunblaðið/Kristinn Beitu- kóngur gýtur BEITUKÓNGUR gaut egg- búi í sædýrakeri við Reykja- víkurhöfn í fyrrinótt. Margir kannast við tóm eggbú beitu- kóngsins sem oft sjást í fjör- um. Sjaldgæfara er að sjá eggbú fullt af eggjum. í egg- búinu eru mörg egg en aðeins eitt þeirra virðist fijóvgast. Nýi einstaklingurinn sem þannig myndast notar hin eggin í búinu til fæðu, að sögn Einars Egilssonar um- sjónarmanns sædýrakeranna við höfnina. Sjó er dælt í kerin úr höfn- inni og er sístreymi í þeim. Skipt er um dýr í kerunum reglulega, dýrunum sleppt og önnur veidd í staðinn. I vetur hafa dýr verið í langtímavist- un í einu kerinu. Þeim hefur verið gefið að éta og var hrygningin í því keri. VaJdð mikla athygli Einar Egilsson hefur veitt sjávardýr í gildrur í höfninni og á Kollafírði, beitukóng, bogkrabba, kuðungakrabba og tijónukrabba, krossfíska, ígulker, sæbjúgu og slöngu- stjörnur. Eins hafa komið marhnútar, koli og sprett- fískar í gildrurnar. Að sögn Einars hafa kerin vakið mikla athygli og margir gera sér ferð til að skoða sjávarlífið í nærmynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.