Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 29
28 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
HANDRITIN
OG ARFUR
FEÐRANNA
ALDARFJÓRÐUNGUR er liðinn frá því íslendingar
endurheimtu fyrstu handritin frá Danmörku, Flat-
eyjarbók og Konungsbók Eddukvæða. Barátta íslendinga
og danskra vina fyrir endurheimt handritanna var löng
og ströng, en það, sem réð úrslitum um afhendinjgu þeirra,
var stórhugur dönsku ríkisstjórnarinnar, þingsins og
þjóðarinnar og vinarþel í garð íslendinga. Þess vegna
voru handritin afhent sem þjóðargjöf Dana enda skildu
þeir, að handritin eru bezt geymd þar sem þau voru
skrifuð. Gjörð Dana á sér enga hliðstæðu í veröldinni
og munu Islendingar standa í ævarandi þökk við þá.
Afhending handritanna lagði ríkar skyldur á herðar
íslendinga, ekki aðeins þær að varðveita með tryggum
hætti þessa þjóðardýrgripi, og búa þeim glæsta ytri
umgjörð, heldur fyrst og síðast að varðveita þann menn-
ingararf, sem fólginn er í handritunurh. Höfuðástæðan
fyrir því, að við fengum handritin afhent er að sjálf-
sögðu sú, að þau geyma forna sögu lands og þjóðar og
tungu hennar.
Varzla handritanna sjálfra hér á landi er lítils virði
rækti þjóðin ekki menningararf sinn, kynnist sögu sinni
en leggi þó umfram allt rækt við íslenzka tungu. í þessu
er fólgin framtíð íslendinga sem sjálfstæðrar þjóðar og
sérstaks menningarsamfélags, sem að öðrum kosti
drukknar í þjóðahafinu. Sér’stakar hættur steðja að ís-
lenzku þjóðerni og íslenzkri tungu í þeirri firringu, og
því návígi við önnur menningarsamfélög, sem við búum
nú við á Ijölmiðla- og tölvuöld.
Mikið verk er því fyrir höndum til að varðveita arf
feðranna og uppfylla þær skyldur, sem við höfum axlað
með endurheimt handritanna frá Kaupmannahöfn.
VÍSINDIOG VELFERÐ
VÍSINDALEGAR rannsóknir benda til þess að kenning
Sigurðar Sigurðarsonar, dýralæknis að Keldum,
þess efnis, að heymaurar hýsi riðuveikisýkil og beri
áfram, sé rétt. Rannsóknir þessar hafa vakið heimsat-
hygli, enda taldar varpa nokkru ljósi á útbreiðslu kúariðu
í Bretlandi. Fréttir af þessu tagi minna okkur á fjöl-
breytt og dýrmætt rannsóknar- og vísindastarf, sem víða
er að unnið í íslenzku samfélagi.
Tækniþróun, sem orðin er í veiðum og vinnslu í íslenzk-
um sjávarútvegi, byggir ekki sízt á áratuga rannsóknum
og þróun. Hún hefur ekki aðeins stórbætt rekstrarstöðu
þessarar undirstöðugreinar í þjóðarbúskapnum. Mennt-
unin og þekkingin, sem tækniþróunin er byggð á, er og
eftirsótt „útflutningsvara“. En þyngst vegur máski sá
árangur, sem vísindaleg verndun fiskimiðanna er smám
saman að leiða í ljós.
íslenzkar líftæknirannsóknir lofa og góðu fyrir þjóðar-
búskapinn næstu ár og áratugi. Nægir í því efni að minna
á rannsóknir á hitakærum örverum og framleiðslu á
ensími, sem hefur einstaka eiginleika til erfðarannsókna.
Hér hefur fátt eitt verið nefnt af rannsóknarverkefn-
um. Nægilega margt þó til að hafa áhyggjur af orðum
Sigmundar Guðbjarnasonar prófessors á ársfundi Rann-
sóknarráðs. Þar varaði hann við því að léleg laun og lít-
ið atvinnuöryggi rannsóknarfólks, með langt og dýr-
mætt nám að baki, hrekji það til starfa utan landsteina
eða til annarra starfa hér á landi. „Mannauðurinn felst
m.a. í þessu hæfileikaríka, vel menntaða og þjálfaða
unga fólki,“ segir prófessorinn, „en við sóum þessum
auði ef okkur tekst ekki að virkja hann og ávaxta í krefj-
andi störfum þar sem hæfileikar þeirra og þjálfun nýtist
þjóðinni.“
Samkeppnishæfni íslenzkra atvinnuvega, sem er for-
senda atvinnuöryggis og batnandi lífskjara, verður ekki
tryggð án góðrar almennrar og sérhæfðrar menntunar,
rannsókna og vísinda. Það er mikilvægara en flest annað
að atvinnulífið nái að nýta þann mannauð, sem felst í
menntun, þekkingu og þjálfun sérhæfðs fólks. Velferð
næstu áratuga verður að stórum hluta sótt til vísindanna.
Romano Prodi í sviðsljósinu eftir óvæntan sigur Ólífuhreyfingarinnar
Reuter
ROMANO Prodi (t.h.), væntanlegur forsætisráðherra Ítalíu, fagnar sigri Ólífuhreyfingarinnar í þing-
kosningunum á sunnudag ásamt Walter Veltroni, sem er úr forystusveit Jafnaðarmanna, sterkasta
arms hreyfingarinnar.
Þung próf-
raun bíður
hægláta hag-
fræðingsins
Olífuhreyfingin undir forystu Romanos Prodis
*
vann óvæntan sifflir í þingkosningunum á Ital-
íu um helgina. Karl Blöndal kynnti sér feril
Prodis, sem sennilega verður næsti forsætis-
ráðherra Ítalíu, og kannaði forsendur_
stj órnarmyndunar
LÍFUHREYFINGIN,
bandalag vinstri- og mið-
flokka, bar sigur úr býtum
í þingkosningunum á Ital-
íu á sunnudag og þykir víst að hún
mun mynda stjórn undir forystu
Romanos Prodis. Hreyfingin getur
myndað meirihluta í öldungadeild
þingsins með stuðningi tíu þing-
manna, sem sitja ævilangt, og í neðri
deild þingsins með aðstoð hins End-
urreista kommúnistaflokks eða Norð-
urbandalags Umbertos Bossis, en
ekki er þar með sagt að ítalar sjái
nú fram á stöðugleika út næsta kjör-
tímabil, sem stendur í fimm ár, eftir
að hafa þurft að ganga til atkvæða
þrisvar á undaförnum fjórum árum.
Italska þingið er þekkt fyrir að
vera allt annað en leiðitamt. Van-
trauststillögur og málþóf setja sterk-
an svip á störf þingsins. Marxistarn-
ir í Endurreista kommúnistaflokkn-
um eru í aðstöðu til að ná kverka-
taki á Ólífuhreyfingunni.
Ef marka má orð Armandos Coss-
utta, formanns Endurreista komm-
únistaflokksins, í gær gæti stöðug-
leiki næstu fímm árin orðið dýrkeypt-
ur fyrir sigurvegara kosninganna.
„An okkar hefðu hægrimenn sigr-
að með yfirburðum," sagði Cossutta.
„Við munum aðstoða við fæðingu
stjómar Prodis, en eftir það verður
stjórnin að sýna að hún verðskuldi
okkar stuðning."
Ólífuhreyfíngin er breiðfylking
ólíkra hópa. Einn vængur tilheyrir
gamla Kristilega demókrataflokkn-
um, en mestur er hlutur Jafnaðar-
manna (PDS), flokks fyrrverandi
Kommúnistaflokks Ítalíu, sem einnig
gat af sér Endurreista kommúnista-
flokkinn þegar hann leið undir lok.
Fátt sameiginlegt
Fátt er sameiginlegt með stefnu-
skrám Ólífuhreyfíngarinnar og end-
urreistra kommúnista og sagði Rom-
ano Prodi í gær að hann gerði sér
grein fyrir því að érfitt gæti orðið
að tryggja nýrri stjórn brautargengi.
„Við vissum að erfíðara yrði að
mynda stjórn, en að vinna kosning-
arnar,“ sagði Prodi.
Massimo D’Alema, forystumaður
jafnaðarmanna, notaði tækifærið í
gær til að bera víurnar í Norður-
bandalagið, sem berst fyrir sjálfstæði
Norður-Italíu, og kvaðst vona að
stjórn Ólífuhreyfingarinnar gæti átt
góð „pólitísk samskipti" við Norð-
urbandalagið, sem fékk sýnu meira
fylgi í kosningunum, en búist hafði
verið við.
Umberto Bossi, hinn litríki leiðtogi
Norðurbandalagsins, sló á slíkar
vangaveltur í gær þegar hann kvaðst
„útiloka allt samkomulag um ríkis-
stjóm". Þar með er hins vegar ekki
loku fýrir það skotið að þingflokkur
bandalagsins styðji Ólífuhreyfínguna
þótt ekki verði um stjómarsamstarf
að ræða.
Hæglátur hagfræðiprófessor
Prodi er hæglátur hagfræðipró-
fessor, hefur litla reynslu af stjórn-
málum og hefur aldrei
verið kosinn til embættis.
Andstæðingar Prodis
gagmýndu hann harka-
lega meðan á kosningabar-
áttunni stóð og sögðu hann
of litlausan og uppburðar-
lítinn til að _ stjóma skapheitum og
hrifnæmum Itölum.
Prodi vísaði öllum vangaveltum um
skapgerð sína á bug í samtali við
fréttastofuna Reuter fyrr í þessum
mánuði og kvaðst þess fullviss að
sínar hógværu starfsaðferðir myndu
hafa betur.
„Ég er ekki í framboði til að verða
leikari," sagði Prodi. „Mitt starf verð-
ur ekki á leiksviði, heldur að stjóma
landi.“
Prodi var á kosningaferðalagi síð-
ustu níu vikur kosningabaráttunnar
og fór akandi um alla Ítalíu.
„Ég hef verið eitt ár í stjómmál-
um,“ sagði forsætisráðherrann til-
vonandi. „Ég byijaði frá gmnni, hafði
ekkert, og setti saman kosninga-
bandalag. Við áttum að tapa sam-
kvæmt skilgreiningu."
Tvennt réð því að Prodi var valinn
til að veita Ólífuhreyfingunni forystu.
Þar ber fyrst að nefna katólskuna
og tengsl hans við Kristilega demó-
krataflokkinn, sem var vígi katólikka
og kjölfesta ítalskra stjórnmála, en
hmndi vegna spillingamála, sem
blossuðu upp í upphafi þessa áratug-
ar.
Tengsl hans við kirkjuna áttu þátt
í því að laða að fylgi katólikka, sem
vom hikandi við að styðja Ólífuhreyf-
inguna vegna áhrifa Jafnaðarmanna
undir forystu D’Alemas.
Einnig hjálpaði stefna hans í pen-
ingamálum. Hann er einn
virtasti hagfræðingur ítal-
iu og fyrrverandi forstjóri
IRI, helsta eignarhaldsfé-
lags ríkisins og stærsta
fyrirtækis á Ítalíu, þar sem
hann bar ábyrgð á hálfri
milljón starfsmanna. IRI á hagsmuna
að gæta á ýmsum sviðum, allt frá
bankastarfsemi, til flugs og sjón-
varps- og útvarpsrekstrar.
Aður en hann hóf afskipti af
stjórnmálum á síðasta ári lifði Prodi
kyrrlátu lífí í Bologna, fæðingarborg
sinni, kenndi þar hagfræði við háskól-
ann og fór um á reiðhjóli. Þar stjórn-
aði hann einnig virtri stofnun, sem
gerir hagspár.
Hann útskrifaðist í hagfræði frá
katólska háskólanum í Mílanó 1961
og nam einnig við London School of
Economics.
Kona hans er Flavia Franzoni, sem
var nágranni hans og æskuvinur, og
eiga þau tvo syni, 21 árs og 24 ára
gamla.
Árið 1974 var hann gistiprófessor
við Harvard-háskóla í Bandaríkjun-
um og sneri að því loknu aftur til
Ítalíu og tók við starfí formanns
bókaútgáfunnar II Mulino.
Prodi var iðnaðarráðherra í fimm
mánuði (1978-1979) í skammlífri
stjórn kristilegra demókrata undir
forystu Giulios Andreottis.
Prodi sagði að reynsla sín í ríkis-
stjórn og stjórn IRI frá 1982 til
1989 gerði sig hæfan til að stjórna
Ítalíu.
Kona Prodis, Flavia, sagði nýlega
í viðtali við dagblaðið La Repubblica
að hann hefði ekki séð eftir þeirri
ákvörðun að gerast stjórnmálamaður
þrátt fyrir persónulegar
árásir.
„Hann nýtur þess að
ljúka verki,-sem hann hef-
ur hafið,“ sagði hún.
Það er ekki auðvelt
verk, sem bíður Ólífu-
hreyfíngarinnar. Þessi kosningaúrslit
marka þáttaskil í stjómmálasögu ít-
alíu. Allt frá lokum síðari heimsstyij-
aldar hefur óttinn við „rauðu hætt-
una“ haldið vinstri mönnum frá völd-
um þótt þeir hafí fengið allt að þriðj-
ungi atkvæða i kosningum.
Prodi er mikill Evrópusinni og hef-
ur margsagt að verði hann forsætis-
ráðherra muni hann kappkosta að
uppfylla þær kröfur, sem Evrópu-
sambandið setur í fjármálum.
Ítalía utan Evrópu glötuð
„Ítalía utan Evrópu er glötuð,“
sagði Prodi í samtali við Reuter.
Talið er að með sigri Ólífuhreyf-
ingarinnar hafi líkurnar á því að
Ítalía taki þátt í mynteiningu Évrópu
(EMU) fyrir aldamót stóraukist.
Prodi kvaðst í gær myndu leggja
alla áherslu á að uppfylla skilyrðin
fyrir EMU. Það gæti þýtt aukna
hörku í IjármÉilum, en lækkandi
vextir gætu gert nýrri stjóm auð-
veldara fyrir.
Margir hagfræðingar telja að
Seðlabanki Ítalíu muni lækka útlána-
vexti til viðskiptabanka um hálft pró-
sentustig (úr níu prósentum) innan
nokkurra vikna haldi áfram að draga
úr verðbólgu, sem nú er 4,5 af hundr-
aði.
Gengi ítölsku lírunnar styrktist við
sigur Ölífuhreyfíngarinnar og gengi
hluta- og verðbréfa hækkaði. Sigrin-
um var vel tekið á Ijármálamörkuð-
um. Prodi lagði mesta áherslu á var-
kárni og sagði meðal annars að ekki
yrði dregið úr skattbyrðinni fyrr en
eftir tvö ár í fyrsta lagi og tekist
hefði að koma böndum á vandann í
ríkisijármálum.
Prodi lofaði að hraða sölu ríkisfyr-
irtækja, einfalda óþjált skattkerfið
°g leggja áherslu á að auka atvinnu
í suðrinu, þar sem fátækt er mest á
Ítalíu.
Næsta stjórn Ítalíu verður sú 55.
frá stríðslokum. Eigi hún að verða
Ianglífari en fyrri stjómir þurfa Prodi
og félagar að halda vel á spöðunum.
Erfítt verður að fá Endurreista
kommúnistaflokkinn til að kyngja
stefnu þeirri, sem Prodi hefur mótað.
Prodi gaf hins vegar í skyn í gær
að sigur Ólífuhreyfingarinnar hefði
verið það stór að hún þyrfti ekki að
stjóma í skjóli kommúnista, sem til
dæmis vilja vísitölubinda launahækk-
anir, en slíkar hugmyndir eru eitur
í beinum hagfræðingsins.
Ýmsir telja að Ólífuhreyfingin
muni ná markmiðum sínum í efna-
hagsmálum fram þótt það verði í
óþökk Endurreista kommúnista-
flokksins því að þau njóti stuðnings
hófsamra þingmanna úr röðum mið-
og hægrimanna Frelsisbandalagsins
og þar verði hægt að ná í þau 30
atkvæði, sem vantar upp á meiri-
hluta í neðri deild ítalska
þingsins.
Einhverrar slíkrar lausn-
ar kann að verða þörf því
að endurreistum kommún-
istum er illa við Lamberto
Dini, núverandi forsætis-
ráðherra og félaga í Ólífuhreyfíng-
unni, og var haft eftir D’Alema um
helgina að samstarf við marxistana
myndi ekki endast tvo mánuði.
Stjórnmálaskýrendur efast einnig
um að Norðurbandalagið verði
traustur samstarfsaðilji og minnast
þess að bandalagið átti snaran þátt
bæði í sigri Silvios Berlusconis 1994
og falli stjómar hans.
Sumir benda á þá lausn að Ólífu-
hreyfingin og Frelsisbandalagið
gangi að nýju til samninga um um-
bætur á stjórnarskránni. Viðræður
um stjórnarskránna runnu í sandinn
í febrúar og var þá boðað til kosning-
anna, sem haldnar voru um helgina.
En slíkar vangaveltur eiga ekki
upp á pallborðið hjá Prodi, sem sagði
í gær að þetta hefði verið „mikill sig-
ur fyrir Ólífuhreyfinguna, en við
munum stjóma fyrir alla ítala“.
Erfiðara að
mynda stjórn
en vinna
kosningarnar
Mikill sigur,
en við munum
stjórna fyrir
alla Ítalíu
ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 29
Svæðisskipulag fyrir Þingvalla-, Grímsnes- og Grafningshreppa
Ákvarðanir verði ekki
tilviljunum háðar
TILLAGA að svæðisskipu-
lagi Þingvalla-, Grímsnes-
og Grafningshreppa fyrir
árin 1995 til 2015 hefur
verið lögð fram. Er þetta fyrsta
svæðisskipulag sem unnið er. í
greinargerð með tilögunni segir að
markmið skipulagsins sé að stuðla
að sem hagkvæmastri nýtingu
landsins og gæðum, til að koma í
veg fýrir, eftir því sem unnt sé, að
tilviljanakenndar ákvarðanir ráði
ferðinni inn í framtíðina. Guðrún
Jónsdóttir formaður Samvinnu-
nefndar um svæðisskipulagið, segir
að í tillögunni sé vakin athygli á
ýmsum þáttum og bent á hversu
dýrmætt þetta svæði er, en að svæð-
isskipulag nái aldrei lengra en til
þess sem öll sveitarfélögin séu sam-
mála um.
Aðalskipulag byggir á
svæðisskipulagi
Guðrún sagði að með svæðis-
skipulaginu væru sveitarfélögin að
vinna saman að skipulagsgerð, þar
sem litið væri á svæðið í heild og
reynt að marka stefnu, meðal ann-
ars í vega-, umhverfís- og atvinnu-
málum. Litið væri til íbúaþróunar
og þróun atvinnugreina á svæðinu
og samvinnu sveitarfélaganna á
ýmsum sviðum. „Aðalskipulag fyrir
hreppana mun byggja á svæðis-
skipuiaginu," sagði hún. „Það má
segja að þetta sé fyrsta skipulags-
áætlunin sem gerð hefur verið fyrir
þetta svæði ef frá er talinn þjóð-
garðurinn á Þingvöllum sem hefur
sitt skipulag en hann hefur nú ver-
ið settur í samhengi við svæðið í
heild. Þá er til einstaka deiliskipulag
fýrir sumarbústaðahverfi í Gríms-
nesi.“
Markmið
svæðisskipulagsins
í greinargerð með svæðisskipu-
laginu kemur fram að nefndin hafi
sett sér þau markmið að:
• Tryggja sem hagkvæmasta nýt-
ingu lands á sögulegum og nátt-
úrufarslega mikilvægum stað á
landinu.
• Tryggja eðlilega notkun láðs og
lagar, svo þessi kynslóð skili svæð-
inu í sama/eða betra ásigkomulagi
til þeirrar næstu.
• Tryggja skipulega og hagkvæma
stjómun og umgengni á útivistar-
svæðum, þar sem reikna má með
stöðugt meiri ásókn inn á þau.
• Tryggja sem hagkvæmustu nýt-
ingu lands til landbúnaðar eða skóg-
ræktar og efla búsetu á svæðinu.
• Koma skipulagi sum- -----------
arbústaðabyggðar og
skálabygginga í fast/við-
unandi horf og nauðsyn-
legrar þjónustustarfsemi
sem þeim tengist.
• Stuðla að efldum og bættum sam-
göngum.
• Stuðla að nýjungum í atvinnulífí
svæðisins og að auðlindir þess verði
nýttar á sem hagkvæmastan hátt.
• Skapa stefnumarkandi ramma
fyrir aðrar skipulagsáætlanir sveit-
arfélaganna.
Svæðisskipulag iyrir Þingvalla-, Grímsnes-
og Grafningshreppa til tuttugu ára er til
kynningar hjá Skipulagi ríkisins og hrepps-
skrifstofum. Skipulagsvinnan hófst árið
1987 og hefur því tekið átta ár. Krístín
Gunnarsdóttir kynnti sér tillöguna.
Morgunblaðið/Ásdís
SVÆÐISSKIPULAG fyrir Þingvalla-, Grímsnes- og Grafningshreppa
hefur verið lagt frani til kynningar fyrir almenning.
1.917 sumar-
bústaðir á
svæðinu
Ólík sveitarfélög
Guðrún benti á að sveitarfélögin
væru ólík og hefðu mismunandi
áherslur og nefndi sem dæmi af-
stöðu til sumarbústaðabyggða.
Þingvallahreppur vildi ekki auka
byggðina umfram það sem þegar
hafi verið samþykkt en í Grímsnesi
væri lögð áhersla á að taka frá ný
svæði undir sumarbústaði. Benti
-------- hún jafnframt á að í
Grafningshreppi væru
nokkrar jarðir í eigu
Reykjavíkurborgar og að
________ þar væri lögð mikil
áhersla á útivist. „Það
má því segja að í Þingvallarhreppi
og í Grafningshreppi sé áhersla á
útivist og náttúruvemd en í Gríms-
nesi er lögð meiri áhersla á sumar-
bústaðasvæðin og þjónustu við
þau,“ sagði Guðrún.
I Grímsneshreppi eru samtals
1.315 sumarbústaðir, þrír gangna-
mannakofar og fímm fjallaskálar. í
Grafningshreppi eru 145 sumarbú-
staðir og tvö veiðihús og í Þingvalla:
hreppi eru 457 sumarbústaðir. í
hreppunum þremur voru um áramót
1994 og 1995 samtals 1.917 sumar-
bústaðir. I fylgiskjali með skipu-
lagstillögunni er tekið fram að ekki
þyki ráðlegt að leyfa byggingu fleiri
fjallaskála fyrr en mótuð hafí verið
opinber stefna varðandi slíkar bygg-
ingar og umferð og um- ---------------
gengni um hálendið. Fyrsta svæó-
Vetrar- og ÍSSkipulagió
sumarumferð á landinu
hryggi 118 bílar um Grafningsveg,
frá Irafossi að Heiðarbæ 70 bílar,
frá Nesjavöllum að Þingvöllum 88
bílar. Yfir sumarmánuðina fara 916
bílar á dag um Gjábakka að sýslu-
mörkum Mosfellsheiðar og 282 bílar
fara um Nesjavelli að Þingvöllum.
í hreppunum þremur eru sjö
svæði á Náttúruminjaskrá en ekk-
ert svæði hefur verið friðlýst sam-
kvæmt náttúruvemdarlögum. Bent
er á að engin heildar fornminja-
skráning hafí farið fram á svæðinu
enn sem komið er en nú eru þrettán
svæði á skrá. Sagði Guðrún að vitað
væri um mun fleiri minjar sem vert
væri að skrásetja.
I tillögunni er bent á þau svæði
sem fallin em til skógræktar og
vakin athygli á svæðum sem eru
sérstaklega vatnsrík. Þá er vakin
athygli á Þingvallavatni og lífríki
þess sem en vatnið er talið ein dýr-
mætasta perla í íslenskri náttúm.
Framkvæmdaáætlun
í greinargerð með tillögunni er
vikið að famkvæmdaáætlun til
næstu þriggja til fímm ára. Þar
segir m.a.:
• Mikilvægt er að gera kort sem
sýni legu vatnslaga, svo og síma-
og rafstrengja.
• Unnið skal að gerð nákvæms
kortagrunns fyrir Grímsnes og jafn-
vel önnur svæði þar sem nákvæm
mörk jarðar/jarðahluta koma fram
ásamt eignarhaldi á landi.
• Unnið skal að úttekt á frárennsli
og rotþróm og áætlun um úrbætur
þar sem þeirra er þörf. Sama á við
um olíutanka við hús. Einnig þarf
að fylgjast með útblæstri og frá-
rennsli Nesjavallavirkjunar.
• Móta þarf reglur um meðferð og
losun seyru.
• Unnið skal að úttekt á möguleg-
um efnistökusvæðum, magni efnis,
vinnslu og frágangi efnisnáma.
• Unnið skal yfírlit yfir forn- og
menningarminjar og þær merktar,
þannig að nýtist m.a. fyrir ferða-
mennsku og útivist og undirstriki
helstu sérkenni viðkomandi sveita.
• Samræma skal aðgerðir, svo að
gamlar reiðleiðir spillist ekki vegna
of mikils átroðnings.
• Búa þarf í haginn fyrir aukin
störf á sviði landgræðslu og skóg-
ræktar.
• Mikilvægt er að leita eftir því við
Vegagerðina að fylgst verði reglu-
lega með umferðarþunga á öllum
aðalvegum svæðisins, ekki síst að
sumarlagi.
• Fylgja þarf eftir samþykkt
hreppsnefndar Grafningshrepps um
nauðsyn þess að koma á umgengn-
isreglum á Hengilssvæðinu í sam-
vinnu við viðkomandi sveitarfélag,
landeigendur og aðra hagsmunaað-
ila.
I greinargerð með til-
lögunni kemur fram að samkvæmt
upplýsingum Vegagerðar ríkisins
er mikill munur á vetrar- og sumar-
umferð á svæðinu. Um Þingvallaveg
frá írafossi að Gjábakka fara að
meðaltali 160 bílar á dag allt árið,
um Gjábakka að sýslumörkum Mos-
fellsheiðar fara 420 bílar, um Uxa-
Sýnt ahnenningi
Skipulagstillagan ásamt greinar-
gerð og fylgisskjölum liggja frammi
-------- hjá Skipulagi ríkisins og
hreppsskrifstofunum al-
menningi til sýnis fram
til 5. júni. Þeir sem ekki
________ skila inn skriflegum at-
hugasemdum teljast hafa
samþykkt tillöguna. Sagði Guðrún ,
að farið yrði yfir allar athugsemdir_
sem berast og kannað hvort þar séi
eitthvað sem tekið yrði til greinaj
Öllum athugsemdum yrði svarað:
„Að öðru leyti stendur þetta óbreytt
og verður vonandi staðfest af ráðl
herra,“ sagði hún.