Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.04.1996, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINIMIINIGAR t Ástkær móðir okkar, BERGÞÓRA JÚLÍUSDÓTTIR, áður Hjarðarhaga 54, lést á öldrunardeild Landakotsspítala aðfaranótt 21. apríl. Ingveldur Jóhannesdóttir, Þorkell Jóhannesson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN VILMUNDARDÓTTIR, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík, sunnudaginn 21. apríl. Þorgerður Brynjólfsdóttir, Hörður Jónsson, Sigríður Brynjólfsdóttir, Kristján Júlíusson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma okkar, PÁLÍNAG. ÞORSTEINSDÓTTIR, Dvergabakka 8, lést í Landspítalanum 20. apríl sl. Árni G. Björnsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t SVANHVÍT INGA TRYGGVADÓTTIR OHLSSON Morkelmosevej 10, Kokkedal, Danmörku, lést 18. apríl. Jarðsett verður í Danmörku 25. apríl. Ole Ohlsson, Iben, Morten og systkini hinnar látnu. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓNLÍNA ÍVARSDÓTTIR frá Reyðarfirði, sfðasttil heimilisá Hrafnistu, Hafnarfirði, lést aðfaranótt 21. apríl. Bjarni Þórarinsson, Þóranna Þórarinsdóttir, Ásdís Þórarinsdóttir, Óskar Þórarinsson, ívar I. Þórarinsson, Þórir Þórarinsson, Valur Þórarinsson, barnabörn, barnabarnabörn Svanhildur Jónsdóttir, Bjarni Björgvinsson, Gunna S. Kristjánsdóttir, María H. Jónsdóttir, Kristín Elidóttir, Ólafía Andrésdóttir, og barnabarnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN ÁSTVALDUR HELGASON, Ásbraut 9, Kópavogi, lést á Landspítalanum laugardaginn 20. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Ingimundardóttir, börn, tengdabörn, afabörn og langafa- börn. HELGA FINNSDÓTTHt + Helga Finnsdóttir fæddist á Jarðlangsstöðum í Borgar- firði 16. júlí 1916. Hún lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 13. apríl síðastliðinn og fór útförin fram frá Reykjahlíðarkirkju 19. apríl. Stundum verður vetur veröld hjartans í. Láttu fræ þín lifa ljósins Guð, í því. Gef oss þitt sumar sólu þinni frá. Kristur, kom og sigra, kom þú og ver oss hjá. (S.E.) Helga vinkona mín er dáin. Hún andaðist 13. apríl sl. á sjúkrahúsinu á Húsavík. Það var óvænt og tilfínn- ingar mínar eru blendnar. Ég veit að við eigum að vera þakklát fyrir að hún var aldrei í biðsal dauðans, en það er sjónarsviptir að Helgu Finnsdóttur. Ég var um fermingaraldur þegar Helga kom í Reykjahlíð. Þar bjuggu fjórar fjölskyldur í stórum bæ. Ég var hjá systur minni tíma og tíma, því þetta var eftirsóknarverður stað- ur fyrir unglinga að dvelja á. Allt þetta fólk, hótelrekstur og búrekst- ur, líf og fjör daginn út og inn. En hvernig það var fyrir Helgu að koma inn í þetta fastmótaða samfélag, þekkja engan nema unnustann og hafa engan stað út af fyrir sig, nema litla svefnherbergið, það hafði ég engan þroska til að íhuga né skilja. Ég kynntist Helgu ekki strax, en hún vakti athygli mína. Hún var hávaxin, gekk hiklaust og vel upprétt, hún talaði ensku og ók bíl. Þetta voru vissulega ástæður til að vekja eftir- tekt, en það er þó að hluta til önnur mynd sem ég sé að leiðarlokum og vil geyma. Það er Helga á manna- mótum í Mývatnssveit. Það leyndi sér ekki að hún stóð uppúr. Ékki vegna hæðar sinnar eingöngu. Ég leita að orðum ..., fáguð framkoma ..., siðmenntun ... Ég tel þessi orð komast næst því sem ég er að reyna að lýsa. Hún var alltaf smekklega klædd, hárið var hennar prýði, ljóst með gylltum blæ og fór alltaf vel. Annað sumarið sem Helga var í Reykjahlíð kom Elsa systurdóttir hennar þangað til sumardvalar. Við vorum á svipuðum aldri, urðum strax miklir mátar og vorum saman öllum stundum. Elsa hafði komið með gítar- inn sinn, ég fékk Helgu gítar og svo sátum við tímunum saman og spiluð- um öll nýjustu dægurlögin, miðluðum hvor annarri af takmarkaðri þekkingu okkar og bjuggum til fylgiraddir. Þá byijuðu kynni okkar Helgu og ég fékk að reyna skilning hennar og notalegheit. Ég man vel þegar við Elsa höfðum glímt við lagið „On a Slow Boat to China“ sem var reglu- lega erfítt í raddsetningu að Helga kallaði upp til okkar, hvort ekki mætti bjóða okkur hressingu. Tengdafólk Helgu var flutt í nýja húsið Hótel Reykjahlíð, en þau hjónin urðu eftir í gamla bænum um tíma. Helga hafði tveggja hólfa gasvél og þar hafði hún hitað kakó og bakað pönnukökur. Rjómann þeytti hún með JÓHANN ÖRN BOGASON + Jóhann Örn Bogason fæddist í Reykjavík 17. maí 1928. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 28. mars síðastliðinn og fór út- förin fram frá Akraneskirkju 2. apríl. Elsku afí Laggi er dáinn eftir hetju- lega baráttu við erfíðan sjúkdóm. Það var alveg einstaklega gott að koma til ömmu og afa á Akranesi. Afí var einstaklega góður og blíður maður og við fundum vel að hann vildi allt fyrir aðra gera. Hann var líka mjög handlaginn og hugmyndaríkur og bar hús þeirra því glöggt vitni. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIBIR IIÓTEL LIIFTLEIllIíi Þegar við vorum yngri höfðum við mjög gaman af því að fara með þeim í útilegur. Við fórum meðal annars á ættarmót, í veiðiferðir og norður á Skagaströnd á æskuslóðir afa. Við kveðjum nú elsku afa Lagga með þökk fyrir allar góðu samveru- stundirnar. Minning þín er ljós í lífí okkar. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginni yfír minni. Guð blessi þig og veiti ömmu Dídí og öðrum aðstandendum styrk á þessum erfíðu tímum. Anna Lísa og Helena. BLOMABUÐ MICHELSEN IIOLAGARDI | 557 3460. AÐEINS LAÐ BESTA ÍGLEÐIOG SORG. ^3| STARFSREYNSLA í ÚTFARAR- SKRFYTINGUM. MICHELSEN HÓLAGARÐI. Opið kl. 13-18 alla virka daga og laugardaga kl. 13-17. Nýbýlavegi 30, Dalbrekkumegin, Kópavogi, sími 564 3555. tveimur göfflum. Þetta var ljúffengt eins og allt sem hún matbjó eða bak- aði svo ég tali nú ekki um handbragð- ið á flíkunum sem hún saumaði. Helga kom til liðs við kirkjukórinn og söng sópran. Æfíngar voru öft heima hjá mömmu og pabba óg svo í salnum í Hótel Reykjahlíð. Þá voru þau hjónin flutt þangað og bjuggu í lítilli íbúð í kjallaranum. Pabbi valdi Helgu úr sópraninum til að syngja sópranhlutverk með konum úr öðrum kórum, þegar kirkjukórasambandið flutti stórt tónverk eftir Björgvin Guðmundsson á kóramóti. Helga var foreldrum mínum alla tíð einstaklega góð og sönn. Þegar Jón Stefánsson tók við kórnum tók hún miklu ást- fóstri við hann og fylgdist vel með honum, lífí hans og starfí. Hún sagði mér, að eitt sinn á erfíðri stundu, hefði hún farið suður í Voga og beð- ið Jón að spila eitthvað fallegt fyrir sig. Saman hefðu þau setið í litlu stofunni, hann við orgelið, hún afsíð- is með sínar tilfínningar sem smám saman féllu í ljúfan sársaukalausan farveg vegna tónlistarinnar sem megnar allt. Mamma og Helga bund- ust vináttu og trúnaðarböndum, þeg- 1 ar Helga fæddi fyrsta drenginn sinn andvana. Mamma þekkti þetta af eigin raun og saman deildu þær þess- ari sáru reynslu. Við Helga sungum saman bæði í kómum og í smá hóp sem kom fram á ýmsum skemmtunum. Þá var oft æft heima hjá henni vegna þess að hún átti og þekkti svo mikið af tón- list sem okkur hentaði. Við Helga . urðum því meiri vinkonur eftir því sem árin iiðu og aldrei varð ég vör við aldursmuninn sem var þó 17 ár. Það er til marks um tilfinningar mínar til Helgu að þegar ég fór til Noregs 1964 og þurfti að koma bömunum sex fyrir, þá bað ég Helgu fyrir sex ára stelpuna mína. Þá var það líka, þegar ég var að fylgja einum strákn- um mínum í Austflarðarútuna, hann átti að fara á sjó til pabba síns, alltof ungur fannst mér, og þegar rútan rann af stað með þennan litla kút við gluggann var mér allri lokið. Ég hent- ist inn til Heigu sem þá var komin í nýja húsið, ég~vissi alveg hvað ég var að gera, því það er gott að gráta í hlýjum skilningsríkum faðmi. Við Helga fórum oft saman á tón- leika. Hún fór til að njóta og skemmta sér og var alveg laus við neikvæða umfjöllun þegar músík var annars vegar. Hún spilaði eftir nót- um og átti góð orgel. Hún hafði lært bæði í Vestmannaeyjum, þar sem hún dvaldi sem unglingur hjá bróður sínum, og síðar hjá Kristni Ingvarssyni. Hún spilaði um tíma á stúkufundum í Reykjavík. í greinarlok er ég orðin sátt við brottför Helgu úr þessum heimi. Himnaríki er fyrir fólk eins og hana. Hún var aldrei fyrir veraldarvafstur. Hún var nákvæm móðir og ástrík amma. Hún ætlaði að vera viðstödd fermingu sonardóttur sinnar nk. sunnudag. Ég vona að þar sem Elísa- bet mun standa við altarið til að stað- festa skírnarheit sitt, finni hún geisl- ana frá ást og umhyggju ömmu sinnar yfír sig streyma og alla ást- vini nær og fjær. Ég kveð og þakka af hjarta fyrir mig og mína. Ó, fagra lífsins Ijós, er skín og lýsir mér gleði og þraut, mitt veika skar það deyr og dvín, ó, Drottinn minn, ég flý til þín, í dagsins skæra skaut. Ó, ég vil elska Kristi kross, er kraft og sigur veitir mér. Áð engu met ég heimsins hnoss, því Herrann Jesús gefur oss það líf, sem eilíft er. (Mathson - S.S.) Nína. Crfisclrykkjur VeHingohú/id Gflpi-inn Sími 555-4477 Erfidrykkjur Kiwanishúsið, ,^ Engjateigi 11 s. 5884460 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.